Höfundarréttarvarið efni á netinu

Hæstiréttur staðfestir lögbann

18.10. Hæstiréttur staðfesti í dag lögbönn sem STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, fóru fram á að lögð yrðu við því að tvö netveitufyrirtæki veittu viðskiptamönnum sínum aðgang að vefsíðum, svokölluðum torrent-síðum, þar sem hægt er að nálgast höfundarréttarvarið efni án endurgjalds. Meira »

Skoða að áfrýja málinu til Hæstaréttar

20.10.2016 Hringiðan skoðar nú að áfrýja til Hæstaréttar dómi héraðsdóms sem staðfesti lögbann á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna frá október 2015 við því að veita netaðgengi að vefsvæðunum deildu og piratebay ásamt lénum sem vísa á sömu svæði. Meira »

Héraðsdómur staðfestir lögbann vegna deildu og piratebay

17.10.2016 Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag lögbann á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna frá október 2015 við því að veita netaðgengi að vefsvæðunum deildu og piratebay ásamt lénum sem vísa á sömu svæði. Meira »

Segja Jens gera úlfalda úr mýflugu

15.9.2016 Athugasemdir Jens Péturs Jensen, framkvæmdastjóra Internets á Íslandi (ISNIC), við lögbann sem lagt var á tvö fjarskiptafyrirtæki á síðasta ári, má auðveldlega misskilja sem andstöðu við baráttu rétthafa gegn ólögmætu niðurhali. Þetta segja stjórnendur nokkurra höfundarréttarsamtaka í yfirlýsingu. Meira »

Lögbannið „gagnslaust og skaðlegt“

13.9.2016 Gagnslaust, skaðlegt og ósanngjarnt er að þvinga fjarskiptafyrirtæki til meina viðskiptavinum sínum um aðgang að tilteknum vefsíðum, að mati framkvæmdastjóra ISNIC sem sér um skráningu íslenskra léna á netinu. Í pistli á vefsíðu ISNIC gagnrýnir hann lögbann á skráaskiptisíður sem sett var í fyrra. Meira »

Hvattir til að deila íslensku efni

25.7.2016 „Kæru notendur Deildu. Mig langar að biðja ykkur um að deila inn öllu íslensku efni sem þið mögulega getið. Allt sem þið finnið/eigið endilega setjið það inn á síðuna. Sýnið að við erum öll Pirates Yarr!“ Þannig hljóða skilaboð sem birt eru á áberandi stað efst á skráaskiptasíðunni Deildu.net. Meira »

Langvinn barátta gegn Deildu.net

25.7.2016 Tímamót virðast hafa átt sér stað í baráttu íslenskra höfundarréttarsamtaka gegn skráaskiptasíðunni Deildu.net en eins og mbl.is hefur fjallað um hafa samtökin lagt fram kæru á hendur einstaklingi sem þau telja að standi á bak við síðuna. Meira »

Telja sig hafa fundið höfuðpaurinn

25.7.2016 „Við erum að kæra þann sem við grunum að standi á bak við Deildu.net. Síðan er það núna komið í hendur lögreglu að rannsaka það og í framhaldinu tekur ákæruvaldið ákvörðun um það hvort viðkomandi verður ákærður.“ Meira »

Kæra stjórnanda Deildu.net

25.7.2016 Kæra hefur verið lögð fram á hendur meintum stjórnanda skráaskiptasíðunnar Deildu.net af hálfu fjögurra íslenskra höfundarréttarfélaga. Meira »

STEF beini orku sinni annað

6.11.2015 Hringiðan hefur lokað fyrir aðgengi að vefsíðum sem tilgreindar voru í lögbanninu. „Jafnvel þó Hringiðan sýni baráttu STEF skilning [...] er varhugavert að ætla fjarskiptafyrirtækjum það hlutverk að hafa eftirlit með notkun viðskiptavina eða bera ábyrgð á hvaða efni sótt er,“ segir í tilkynningu frá Hringiðunni. Meira »

Rétthafasamtök kæra lögregluna

30.10.2015 Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF), segir samtökin ætla að kæra lögregluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir aðgerðarleysi gegn deiliskrársíðum á borð við Deildu. Kom þetta fram í máli hennar á málfundi sem haldinn var í Háskóla Íslands. Meira »

Erfiðara að ná í ólöglegt efni á netinu

17.9.2015 Hérlend rétthafasamtök, STEF, SFH, SÍK og FRÍSK, hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um framkvæmd lögbanns sem héraðsdómur úrskurðaði í fyrra að lagt skyldi á veitingu aðgangs að vefsíðunum deildu. Meira »

Sjóræningjasíða ógnar Netflix

27.3.2015 Sorry, Netflix is not available in your country yet. Við biðjum forláts, en Netflix er ekki aðgengilegt í þínu landi enn sem komið er. Þetta eru skilaboðin sem blasa við Íslendingum þegar farið er á vefsíðu áskriftarþjónustunnar Netflix Meira »

Auðveldlega farið framhjá lögbanni

15.11.2014 Þrátt fyrir að sýslumaðurinn í Reykjavík hafi að beiðni STEFs lagt lögbann á að stóru fjarskiptafyrirtækin veiti netnotendum aðgang að skráaskiptavefsíðunum deildu.net, deildu.com, piratebay.se, piratebay.sx og piratebay. Meira »

Segja lögbann breyta litlu

12.11.2014 Fjarskiptafyrirtækið Hringdu hefur lokað fyrir aðgang að vefsíðunum Deildu og Pirate Bay en sýslumaðurinn í Reykjavík hefur sett lögbann á síðurnar. Forsvarsmenn Hringdu segja að lögbann muni breyta litlu. Meira »

Elta síðurnar óháð léninu

7.11.2014 „Það er alveg ljóst að búið er að dæma starfsemi Deildu ólöglega óháð léninu sem þeir ætla að fela sig á bak við. Við munum elta þá burt séð frá því og það gerir þá ekkert frekar löglega að heita eitthvað annað,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs. Meira »

Vodafone lokar á Deildu og Piratebay

6.11.2014 Vodafone hefur lokað aðgangi að völdum skráaskiptisíðum, Deildu og Piratebay, og frá og með deginum í dag komast viðskiptavinir fyrirtækisins ekki inn á síðurnar frá vistföngum Vodafone. Meira »

Síminn lokar á deildu.net

5.11.2014 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur ákveðið að leggja lögbann á að Síminn veiti aðgang að síðunum Deildu og The Pirate Bay. Slóðir síðanna eru: deildu.net, deildu.com. iceland.pm, thepiratebav.se., thepiratebav.sx ogthepiratebav.org. Meira »

Lögbannsmál gegn Símanum og Tali

23.10.2014 Höfðað verður nýtt lögbannsmál gegn Símanum af hálfu Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) vegna aðgangs viðskiptavina fyrirtækisins að skráadeilisíðunum Deildu.net og Piratebay. Meira »

Sérstakt lögbann þarf að koma til

22.10.2014 Tal getur ekki lokað á aðgang viðskiptavina sinna að ákveðnum vefsíðum nema til komi lögbann í þeim efnum sem beinist að fyrirtækinu. Þetta segir Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Tals, í samtali við mbl.is. Meira »

Síminn vill sérstakt lögbann vegna Deildu.net

22.10.2014 „Síminn telur það ekki hlutverk fjarskiptafyrirtækja að taka ákvarðanir um lokanir á aðgangi að heimasíðum,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, í samtali við mbl.is. Meira »

Lögbannið ekki komið til framkvæmda

20.10.2014 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur ekki enn lagt lögbann á aðgengi viðskiptavina símafyrirtækjanna Vodafone og Hringdu að vefsíðunum Deildu.net og Piratebay í kjölfar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur fyrir viku um að það skyldi gera. Frestur til þess rennur út á miðvikudaginn. Meira »

Skora á alla að loka á deildu.net

16.10.2014 „Við vonumst eftir því að önnur fjarskiptafyrirtæki en þau sem úrskurðurinn lítur að muni fallast á það að fylgja fordæminu og við höfum nú þegar skorað á þau að gera það,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. Meira »

„Það góða er að þetta mun ekki virka“

15.10.2014 Þingmaður Pírata segir sorglegt fyrir internetið að héraðsdómur hafi lagt fyr­ir sýslumann að leggja lög­bann við þeirri at­höfn Voda­fo­ne og Hringdu að veita viðskipta­mönn­um sín­um aðgang að deildu.net og Pira­tebay. Hann segir vandamálið snúast um skort á löglegu framboði. Meira »

Hringdu lokar ekki á skráardeilisíður

15.10.2014 Fjarskiptafyrirtækið Hringdu mun ekki loka fyrir aðgengi viðskiptavina sinna að Deildu.net og Piratebay fyrr en formleg ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík liggur fyrir. Af hálfu Hringdu er verið að skoða málið með tilliti til kæru til Hæstaréttar. Meira »

Hafa ekki lokað á deildu.net

14.10.2014 Vodafone segir jákvætt að niðurstaða héraðsdóms í máli STEFS gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu liggi fyrir, þar sé komin afstaða dómstóla til flókins máls. Vodafone hefur enn ekki lokað á síðurnar Piratebay og deildu.net, enda hefur sýslumaður ekki lagt á lögbann. Meira »

Aðgangi að deildu.net lokað

14.10.2014 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur lagt fyrir Sýslumanninn í Reykjavík að leggja lögbann við þeirri athöfn Vodafone og Hringdu að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að deildu.net og Piratebay, en þar er deilt höfundarvörðu efni. Meira »