Hótel á Íslandi

Markaður fyrir 5 stjörnur

5.4. „Það hefur reynst vera þörf fyrir fimm stjörnu hótel. Það eru aðilar sem koma og vilja aðeins það besta sem í boði er hverju sinni,“ segir Steinþór Jónsson, eigandi og hótelstjóri á Hótel Keflavík og Diamond Suites. Meira »

11% fleiri farþegar en í fyrra

6.7.2017 Icelandair flutti um 488 þúsund farþega í júní og voru þeir 11% fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. Sætanýting jókst þá á sama tíma frá 83,7% í 85,4%, þrátt fyrir að framboð sæta hafi einnig verið aukið um 11%. Meira »

Nýtt Fosshótel reist við Mývatn

6.7.2017 Nýtt Fosshótel við Mývatn var opnað um síðustu helgi, en aðeins er um ár síðan framkvæmdir hófust. Hótelið er 4.500 fermetrar að stærð með 92 herbergjum, þar með taldar þrjár svítur. Meira »

Nýtt borgarhótel í Grímsbæ

2.6.2017 Nýtt 20 herbergja hótel, Hótel Grímur, verður brátt opnað í Grímsbæ í Reykjavík. Hótelið er á annarri hæð þessarar rótgrónu verslunarmiðstöðvar við Bústaðaveg. Sigurður Smári Gylfason er eigandi og framkvæmdastjóri félagsins BUS hostel sem rekur hótelið. Meira »

Um 80 herbergi á nýju borgarhóteli

26.5.2017 Nýtt glæsihótel á Laugavegi verður opnað formlega næsta fimmtudag. Það heitir Sandhótel og verður fullbyggt í sjö samtengdum húsum á Laugavegi 32b, 34b, 34a og 36. Húsin snúa að Grettisgötu og Laugavegi. Meira »

Verður ekki breytt í hótel

19.5.2017 Húsnæði höfuðstöðva Landsbankans við Austurstræti verður ekki breytt í hótel þegar bankinn flytur í nýjar höfuðstöðvar sínar við Austurhöfn að sögn borgarstjóra. „Borgin er búin að setja hótelkvóta á alla Kvosina þannig að það er búið að girða fyrir það að þarna verði hótel,“ segir Dagur. Meira »

Lúxushótel á Laugaveginum

13.5.2017 Nýtt lúxushótel hefur verið opnað í hjarta Reykjavíkur. Það heitir ION City Hotel og er systurhótel ION Adventure Hotel á Nesjavöllum. Nafnið ION vísar í jónaðar agnir sem mynda norðurljós yfir Íslandi. Meira »

Milljarðamunur eftir VSK-þrepi gistingar

12.5.2017 Ef virðisaukaskattur hefði verið 24% í stað 11% á gistiþjónustu hefði innheimtur virðisaukaskattur ríkisins verið 7.773 milljónir og 5.367 milljónir árin tvö eða 13.140 milljónir í stað 1.220 milljóna miðað við núverandi stöðu. Meira »

KEA byggir stærsta hótel Norðurlands

4.4.2017 KEA fjárfestingarfélag ætlar að byggja 150 herbergja hótel við Hafnarstræti 80 á Akureyri eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð. Um er að ræða stærsta hótelið sem verður starfrækt á Akureyri sem og reyndar á Norðurlandi öllu. Meira »

Nýtt 300 herbergja hótel

5.1.2017 Stefnt er að því að á þessu ári hefjist framkvæmdir við nýtt fjögurra stjörnu 300 herbergja hótel á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar, en það yrði stærsta hótel landsins í fermetrum talið og næststærsta hótel landsins í herbergjum talið. Gert er ráð fyrir að hótelið opni fyrir sumarið 2019. Meira »

Vilja byggja nýtt hús á Laugavegi

22.8.2016 Félagið L55 ehf. hefur óskað eftir að rífa niður tvö hús að Laugavegi 55 í Reykjavík og byggja þar nýbyggingu fyrir verslun og gististað í flokki 5, en það er gististaður með bar og/eða veitingaaðstöðu þar sem áfengi er veitt. Í dag er í húsinu veitingastaður, verslanir og ein íbúð. Meira »

Vill 84 herbergja hótel í Skipholti

12.7.2016 Eigandi húsnæðisins við Skipholt 1 í Reykjavík hefur óskað eftir að bæta við aukahæð ofan á húsið þannig að það verði fimm hæða og svo að innrétta húsið sem hótel með 84 herbergjum. Meira »

Lúxushótel á lokastigi

10.5.2016 Framkvæmdir eru langt komnar við Canopy Reykjavík – city center og er stefnt að opnun hótelsins um miðjan júní. Þar verða 112 herbergi. Meira »

Skúli opnar hótel á Suðurnesjum

15.4.2016 Félagið TF-KEF hefur fest kaup á þremur fasteignum sem áður voru í eigu bandaríska hersins á gamla varnarliðssvæðinu á Suðurnesjum. Félagið kaupir eignirnar af Kadeco, rekstrarfélagi svæðisins. Félagið TF-KEF er í eigu Títan fasteigna, systurfélags Títan fjárfestingafélags, sem er í eigu Skúla Mogensen. Meira »

Rýmið ekki fyrir lundabúðir

10.3.2016 Icelandair hotels auglýstu í vikunni eftir leigjendum í húsnæði við svokallaðan Hljómalindarreit milli Laugavegs og Hverfisgötu Verið er að taka reitinn í gegn, en þar verður meðal annars um 115 herbergja hótel sem gengur undir nafninu Canopy Reykjavík. Eigendur vilja ekki sjá lundabúðir á reitnum. Meira »

124% fjölgun Airbnb íbúða á Íslandi

26.1.2016 Alls eru 3.903 íbúðir auglýstar til útleigu á vefnum Airbnb og hefur fjölgað um 124% frá því í fyrra þegar þær voru rúmlega 1.700. Síðustu þrjá mánuði hefur fjölgunin verið rúmlega 10%, eða 350 íbúðir. Meira »

Tómlegt í Bláa lóninu

10.1.2016 Þessa dagana er tómlegt um að litast í Bláa lóninu en það var tæmt í byrjun síðustu viku vegna stækkunar. Stefnt er að því að opna það aftur fyrir gestum 22. janúar en þá verður búið að stækka lónið um 2.000 fermetra en auk þess er verið að bæta við kísilbar og nuddaðstöðu. Meira »

Sútarahúsin verða íbúðahótel

9.1.2016 Eigendur íbúðahótelsins Reykjavik Residence undirbúa endurbyggingu á grónum reit við Veghúsastíg í miðborg Reykjavíkur.  Meira »

„Get með glans tvöfaldað gistiplássið“

26.12.2015 Á þriðjudaginn verður gengið frá samningi milli Grímsnes- og Grafningshrepps og félagsins Grímsborga ehf. um kaup á tíu lóðum í Ásborgum undir íbúðarhúsnæði. Ásborgir eru félag í eigu Ólafs Laufdals, en hann hefur byggt upp 13 hús á svæðinu með um 100 herbergjum og 170 manna veitingastað. Meira »

Svefnhylki komin á hótelmarkaðinn

6.12.2015 Fjölbreytnin á ferðamannamarkaðnum er sífellt að aukast. Ein af nýjustu viðbótunum eru svefnhylki að japanskri fyrirmynd á Galaxy Pod Hostel við Laugaveg. Hylkin eru líklega ekki hentug fyrir þá sem eru með innilokunarkennd en þau eru 2 m. að lengd en rúmur metri á hæð og breidd. mbl.is kíkti á þau. Meira »

Skoða hótelkvóta á Laugavegi

30.9.2015 „Við höfum sagt að það sé komið nóg af hótelum í kvosinni og erum nú að kortleggja ástandið í miðborginni. Það þýðir að til að geta mætt ferðamannastraumnum þurfum við að dreifa uppbyggingu hótela betur. Þetta er út af fyrir sig ágætis skref í þá átt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Meira »

Hótel rís ekki á svæði Valsmanna

30.9.2015 Borgarstjóri Reykjavíkur segir að 17.500 fermetra hótel sem stefnt sé að reisa í Vatnsmýri sé ekki hluti af uppbyggingasvæði Valsmanna. Um sé að ræða frátekið land fyrir framtíðaráfanga Landspítalans. Mikilvægt sé að dreifa hóteluppbyggingu svo hún sé ekki öll í miðborg og Kvos. Meira »

Byggja stærsta hótel landsins

29.9.2015 Á næsta ári er gert ráð fyrir að bygging hefjist við nýtt hótel í Vatnsmýrinni, á horni Nauthólsvegar og Hringbrautar á svæði Valsmanna. Það er félagið S8 ehf sem stendur á bak við bygginguna, en eigandi þess er Jóhann Halldórsson. Meira »

Gjaldþrotum fækkar um 14%

29.9.2015 Gjaldþrot einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá september 2014 til ágúst 2015, hafa dregist saman um 14% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Meira »

Icelandair tvöfaldar á þremur árum

26.8.2015 Með nýju hóteli í rekstri Icelandair hotels við Austurvöll mun fyrirtækið rúmlega tvöfalda hótelherbergjafjölda sinn frá því á síðasta ári til 2017 og þá verða fleiri herbergi í rekstri Icelandair í miðbænum en voru samtals á öllum hótelum í miðbænum um síðustu aldamót. Meira »

90% hótelgesta útlendingar

7.8.2015 Gistinætur á hótelum í júní voru 285.100 sem er 19% aukning miðað við júní 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 90% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 20% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um tæp 10%. Meira »

Hóteláform taka breytingum

31.7.2015 Áform um hótel við Lækjargötu, þar sem útibú Íslandsbanka hefur verið til húsa, eru ekki ný af nálinni.   Meira »

Þrjú hótel við Laugaveg í stækkun

24.7.2015 325 hótelherbergi munu á næstunni bætast við á Laugaveginum í Reykjavík. Unnið er að stækkun þriggja hótela við götuna og eru tvö til viðbótar í byggingu. Meira »

JL húsið fær nýtt hlutverk

22.7.2015 Þessa dagana er unnið að því að breyta þremur af fimm hæðum JL hússins yfir í samblöndu af hosteli og hóteli. Gert er ráð fyrir að rými verði fyrir um 230-250 gesti, en gistiplássin eiga að vera allt frá einskonar hólfi yfir í glæsilega svítu með útsýni yfir Faxaflóa og Snæfellsjökul. Meira »

Eldstæðið verður hluti af hótelinu

13.7.2015 Ríflega 5 metra langt eldstæði sem grafið var upp við fornleifauppgröft í Lækjargötu á dögunum mun fá að standa og verður fellt inn í nýtt hótel Íslandshótela sem mun rísa á lóðinni á næstu árum. Útfærslan á framkvæmdinni verður unnin í samráði við Minjastofnun. Meira »