Hreiðar Már Sigurðsson ehf.

Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, er ákærður fyrir að hafa mis­notað aðstöðu sína og stefnt fé bank­ans í veru­lega hættu þegar hann lét bank­ann veita einka­hluta­fé­lag­inu Hreiðar Már Sig­urðsson ehf. 574 millj­óna króna ein­greiðslu­lán í ág­úst 2008. Er hann ákærður fyrir umboðssvik og innherjasvik. Jafnframt er Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Kaupþings, ákærð fyr­ir hlut­deild í umboðssvik­um.

Ríkið þarf að greiða öll málsvarnarlaun

8.11. Þrátt fyrir að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, hafi verið fundinn sekur um innherjasvik með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í dag, þarf ríkissjóður að standa straum af öllum málsvarnarlaunum Hreiðars, samtals 14,3 milljónum króna. Meira »

Var með réttarstöðu grunaðs í 20 málum

11.10. Er hægt að gerast hlutdeildarmaður í fullfrömdu broti? Þessu velti verjandi Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, sem ákærð er í innherja- og umboðssvikamáli Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrir sér í málflutningsræðu sinni í héraðsdómi í dag. Meira »

„Fordæmalaus tilraunastarfsemi“

11.10. Allt önnur mynd var dregin upp af málsatvikum af verjanda Hreiðars Más Sigurðssonar um þá atburði sem urðu til þess að gefin var út ákæra tengd meintum innherja- og umboðssvikum Hreiðars. Sagði hann saksóknara leitast eftir því að skapa ný dómafordæmi í réttarsögunni sem væru í andstöðu við fyrri dómafordæmi. Meira »

Fór fram á aukna refsingu yfir Hreiðari

11.10. Saksóknari fór í dag fram á að Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, yrði gerð aukin refsing við þau sjö ár sem hann hefur þegar hlotið í þremur öðrum sakamálum. Fór saksóknari fram á að Hreiðar yrði dæmdur í 12-15 mánaða fangelsi í innherja- og umboðsvikamáli sem er fyrir dómi. Meira »

300 milljónir sem fóru til skattsins

10.10. Við aðalmeðferð í innherja- og umboðssvikamáli sem tengist félaginu Hreiðar Már Sigurðsson ehf. var meðal annars deilt um það hvernig 574 milljóna króna lán var samþykkt. Var það veitt fyrrnefndu félagi í tengslum við að Hreiðar nýtti kaupréttarákvæði í samningi sínum við Kaupþing. Meira »

Dómari mætti sem vitni

10.10. Héraðsdómarinn, hæstaréttarlögmaðurinn og fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings, Helgi Sigurðsson, var einn þeirra sem bar vitni í dag í dómsmáli gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans. Meira »

Var í fríi þegar ákvörðunin var tekin

10.10. Guðný Arna Sveinsdóttir, annar sakborninga í innherja- og umboðssvikamáli tengdu einkahlutafélaginu Hreiðari Má Sigurðssyni ehf., sagðist aldrei hafa rætt við Hreiðar Má Sigurðsson, sem einnig er ákærður í málinu, vegna lánveitingarinnar sem deilt er um í málinu. Meira »

„Staddur í hálfgerðum fáránleika“

10.10. Bæði ákærðu í innherja- og umboðssvikamáli tengt félaginu Hreiðari Má Sigurðssyni ehf., þau Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, mættu við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. Meira »

Síðasta hrunmálið tekið fyrir í dag

10.10. Aðalmeðferð í innherja- og umboðssvikamáli tengdu félaginu Hreiðar Már Sigurðsson ehf. hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, en um er að ræða síðasta hrunmálið sem var þingfest. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð þess taki tvo daga. Meira »

Síðasta hrunmálið komið á dagskrá

6.4.2018 Aðalmeðferð í síðasta svokallaða hrunmálinu verður í Héraðsdómi Reykjavíkur dagana 19. Til 20. september. Um er að ræða umboðs- og innherjasvikamál sem tengist félaginu Hreiðar Már Sigurðsson ehf., sem var í eigu Hreiðars sem þá var forstjóri Kaupþings banka. Meira »

Vilja álit sem getur tekið allt að 1 ár

8.11.2017 Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, óskaði eftir því í dag við fyrirtöku máls sem kennt er við samnefnt einkahlutafélag Hreiðars að fengið yrði álit frá EFTA-dómstólnum um nokkur álitamál sem tekist er á í dómsmálinu. Meira »

Ákæran svertir mannorðið

3.10.2016 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, lýsti sig saklausan af ákæru um innherja- og umboðssvik þegar mál gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fullyrti hann við dómara að ákæran hafi svert mannorð sitt með því að gefa í skyn að hann hefði rænt Kaupþing. Meira »

Stefndi fé bankans í verulega hættu

27.9.2016 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar hann lét bankann veita einkahlutafélaginu Hreiðar Már Sigurðsson 574 milljóna króna eingreiðslulán í ágúst 2008. Meira »

Hreiðar ákærður fyrir innherjasvik

27.9.2016 Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, fyrir innherjasvik. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. Meira »