Hrossakjötshneyksli

Víðtækar innkallanir standa nú yfir í Evrópu vegna vörusvika þar sem vörur er sagðar innihalda nautakjöt á umbúðum en innihalda þess í stað hrossakjöt að hluta eða eingöngu.

Neitar að hafa vitað að nautið var hross

21.1. Réttarhöld eru að hefjast yfir fjórum aðilum vegna hrossakjötshneykslisins sem skók Evrópu árið 2013. BBC segir tvo fyrrverandi stjórnendur frönsku Spanghero-kjötvinnslunnar hafa verið ákærða ásamt tveimur hollenskum seljendum hrossakjötsins. Meira »

65 handteknir vegna hrossakjötshneykslis

16.7.2017 Lögreglan á Spáni í samstarfi við Europol hefur leyst upp net skipulagðrar glæpastarfsemi í viðskiptum með hrossakjöt í Evrópu sem stóðst ekki kröfur til manneldis. Meira »

Hrossakjötssmyglarar ákærðir

30.4.2015 Frönsk yfirvöld hafa ákært átta manns fyrir aðild þeirra að smygli á hrossakjöti sem var ekki hæft til manneldis. Ekki liggur fyrir hvort að mál þeirra tengist hrossakjötshneykslinu sem skók Evrópu árið 2013. Þá var fjöldi unninna kjötvara fjarlægður úr hillum verslana eftir að hrossakjöt fannst í þeim. Meira »

Upprættu umfangsmikið smygl á hrossakjöti

25.4.2015 Lögregluembætti sjö Evrópulanda handtóku í gær 26 manns sem talin eru hafa verið viðriðin smygl á hrossakjöti. Um tvö ár eru frá því að upp komst um að hrossakjöt hefði verið markaðsett og selt sem nautakjöt í hillum verslana landa um alla Evrópu. Meira »

Bökurnar rannsakaðar upp til agna

6.2.2015 Engin sönnunargögn eru til um að ekkert kjöt hafi verið til staðar í nautakjötsböku Gæðakokka þar sem bökurnar sem teknar voru sem sýni voru rannsakaðar upp til agna. Þetta taldi verjandi fyrirtækisins aðalástæðu þess að sýkna bæri það af ákæru um að hafa selt vörur með röngum upplýsingum á umbúðum. Meira »

Ekkert kjöt sjáanlegt í bökunni

6.2.2015 Aðferðin sem notuð var til að greina nautakjötsböku Gæðakokka er sú sama og notuð er í réttarsölum um allan heim þar sem fólk er jafnvel dæmt til dauða á grundvelli hennar. Þetta kom fram í meðferð máls gegn Gæðakokkum vegna kjötlausra nautakjötsbaka í morgun. Eigandi fyrirtækisins telur niðurstöður Matís rangar. Meira »

Spilling í eftirlitskerfinu

6.2.2015 Eftirlitskerfið er spillt að mati Magnúsar Nielsson, eiganda Gæðakokka, sem telur niðurstöður Matvælastofnunar um að ekkert nautakjöt hafi verið í nautaböku fyrirtækisins rangar. Hann sagði fyrirtækið hafa verið hengt á þeim grundvelli þegar mál gegn því var tekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands. Meira »

Nýtt hrossakjötshneyksli

16.12.2013 Franska lögreglan hefur handtekið 21 í tengslum við rannsókn á því hvort nokkur hundruð hross sem voru í eigu lyfjafyrirtækja hafi verið seld í sláturhús. Meira »

Hrossakjöt fannst í nautakjöti

31.10.2013 Nautakjöt hefur nú verið tekið úr hillum verslana í Bretlandi eftir að í ljós kom að kjötið innhélt hrossakjöt. Kjötið var framleitt í Rúmeníu í janúar á þessu ári og flutt til Bretlands. Upp komst um hrossakjötið við reglulegt eftirlit. Meira »

Markaður lokaðist eftir hneykslið

12.6.2013 Hrossakjötsmálið í Evrópu hefur bein áhrif á hrossarækt á Íslandi. Markaður í Austur-Evrópu lokaðist og verðið féll. Sláturleyfishafar leita nýrra markaða til að geta slátrað hrossum áfram. Meira »

Vill rannsaka kjöt í ESB betur

10.6.2013 Yfirmaður heilbrigðismála hjá Evrópusambandinu er hlynntur því að aftur verði tekin DNA-sýni úr kjöti sem framleitt er og dreift innan svæðisins til kanna hvort enn megi finna hrossakjöt í vörum sem sagðar eru innihalda nautakjöt. Meira »

Um 50 þúsund tonn af nautakjöti líklega hrossakjöt

10.4.2013 Matvælaeftirlitið í Hollandi bað í dag mörg hundruð fyrirtæki víðs vegar um Evrópu sem keypt hafa kjöt af hollenskum kjötframleiðanda, að gera athuganir á um 50 þúsund tonnum af kjöti. Grunur leikur á að kjötið sem sagt er vera nautakjöt sé í raun hrossakjöt. Meira »

Pylsur fyrir múslíma innihéldu svínakjöt

10.4.2013 Svínakjöt fannst í pylsum sem merktar voru „halal“ í Svíþjóð að því er sænska matvælaeftirlitið segir. Kjöt er merkt halal sé dýrum slátrað samkvæmt sérstökum reglum íslams. Neysla svínakjöts er bönnum samkvæmt íslam. Meira »

Enn finnst hross í lasagna

13.3.2013 Hrossakjötshneykslið virðist engan enda ætla að taka, en í gær tilkynnti matvælaeftirlitið í Noregi um að frosið lasagna frá fyrirtækinu Coop, sem framleitt er í Noregi, innihéldi hrossakjöt, þrátt fyrir að í innihaldslýsingu segi að það innihaldi nautakjöt. Meira »

Hrossakjöt eða nautakjöt?

9.3.2013 Í dag fengu gestir háskóladagsins að takast á við kjötáskorunina 2013 í boði Matís. Í Háskóla Íslands var boðið upp á smökkun á nautakjöti og hrossakjöti og var tilgangurinn sá að leyfa Íslendingum að meta hvort þeir finni mun á þessum tegundum. Meira »

Ekkert hrossakjöt í kjötvöru frá IKEA á Íslandi

7.3.2013 Ekkert hrossakjöt er í unninni kjötvöru sem seld er í IKEA samkvæmt DNA-greiningu Matís á tólf sýnum.   Meira »

Hrossakjöt rakið til Póllands

4.3.2013 Búið er að finna uppruna hrossakjöts sem fannst í IKEA-kjötbollum í Svíþjóð. Tekin voru um 1000 DNA-sýni og sýndi niðurstaða þeirra að uppruna kjötsins megi rekja til birgis í Póllandi. Meira »

Seldu apakjöt undir fölsku flaggi

28.2.2013 Matvælaeftirlitið í Suður-Afríku hefur nú hafið rannsókn á því hvernig kjöt af öpum, vatnabuffalóum og geitum slæddist inn í matvöru sem var merkt sem kjöt af öðrum dýrum. Meira »

Kært verður fyrir blekkingar

28.2.2013 Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verður líklega kært fyrir blekkjandi upplýsingar á vörum. Þetta segir Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Hann segir að gerð verði krafa um að fyrirtækið taki upp nýja vinnsluferla. Meira »

Hrossakjöt, en ekkert svínakjöt

27.2.2013 Hrossakjötshneykslið virðist engan enda ætla að taka, en hrossakjöt fannst í dag í austurrískum pylsum, sem fluttar höfðu verið út til Rússlands og voru sagðar innihalda svínakjöt. Við rannsókn kom í ljós að auk hrossakjöts innihéldu þær kjúkling, nautgripakjöt og sojakjöt, en ekkert svínakjöt. Meira »

Frakkar hefja skoðun á fiskmeti

27.2.2013 Frönsk stjórnvöld hafa hrundið af stað rannsókn á því hvort fiskmeti sé sú vara sem uppgefið er í innihaldslýsingu. Er talið að um sviksemi geti verið þar að ræða eins og í kjöti. Meira »

„Vörusvik og ekkert annað“

27.2.2013 „Þetta eru að sjálfsögðu vörusvik og ekkert annað og á að meðhöndla sem slíkt. Ég velti því upp hvort að það ætti að herða viðurlög við slíku,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna um rannsókn Matvælastofnunar sem leiddi í ljós að kjötbökur frá Gæðakokkum innihéldu ekkert kjöt. Meira »

Ikea hættir að selja fleiri rétti

27.2.2013 Ákveðið hefur verið að taka fleiri vörur frá Ikea úr sölu en fyrr í vikunni kom í ljós að hrossakjöt leyndist í kjötbollum fyrirtækisins. Meira »

„Ég bara skil þetta ekki“

27.2.2013 Eigandi Gæðakokka í Borgarnesi, Magnús Nielsson, segist hreinlega ekki skilja hvers vegna ekkert nautakjöt hafi verið í nautabökum frá fyrirtækinu sem Matvælastofnun rannsakaði. Hann viðurkennir hins vegar að vita upp á sig skömmina með ítölsku lambakjötsbollurnar. Meira »

Ekkert kjöt í nautakjötsböku

27.2.2013 Ekkert kjöt reyndist vera í nautaböku frá Gæðakokkum í Borgarnesi sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn á kjötinnihaldi sextán íslenskra matvara sem Matvælastofnun hefur gert. Meira »

Hamborgarasala dregst saman um 43%

26.2.2013 Sala á frosnum hamborgurum í Bretlandi hefur dregist saman um 43% í kjölfar hins umfangsmikla hrossakjötshneykslis í Evrópu.  Meira »

Vilja DNA-rannsókn á kjötinu

25.2.2013 Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandslanda fara fram á umfangsmikla DNA-rannsókn á kjöti í kjölfar hrossakjötshneykslisins sem nú skekur álfuna. Meira »

Fiskur undir smásjánni vegna fölsunar

25.2.2013 Hrossakjötshneykslið hefur beint sjónum að víðtækara svindli við merkingu matvæla. Segir franska blaðið Le Figaro að í kjölfar þess sé fiskur undir smásjánni, ekki síst eftir að umfangsmikil bandarísk rannsókn hafi leitt í ljós víðtækt svindl með þá matvöru. Meira »

Sala á tilbúnum nautakjötsréttum minnkar um 45%

25.2.2013 Sala á frosnum tilbúnum nautakjötsréttum hefur hrunið um 45% í Frakklandi í framhaldi af hrossakjötshneykslinu svonefnda. Meira »

Hrossakjöt í sænskum kjötbollum

25.2.2013 IKEA hefur tekið úr sölu kjötbollur eftir að hrossakjöt fannst í kjötbollum í sendingu sem átti að fara til verslunar fyrirtækisins í Tékklandi. Bollurnar voru framleiddar í Svíþjóð. Ekki er grunur um að kjötbollurnar hafi verið seldar í verslun IKEA hér á landi, en þær eru úr íslensku hráefni. Meira »