Hrun Morandi-brúarinnar

Benetton og stórslysið í Genóa

8.3. Fyrir fimmtán árum vakti hagfræðiprófessor athygli á því að eitthvað væri bogið við hagnað fyrirtækisins Autostrade per l’Italia sem bar ábyrgð á Morandi-brúnni í Genóa sem og um 650 kílómetrum af vegum á Ítalíu. Meira »

Myndband af hruni brúarinnar

20.8. Myndband hefur verið birt úr öryggismyndavélum frá tveimur mismunandi sjónarhornum þegar Morandi-brúin hrundi í ítölsku borginni Genúa í síðustu viku. Meira »

43 látnir eftir hrun brúarinnar

19.8. Nú er ljóst að 43 eru látnir eftir að Mor­andi-brú­in í Genúa hrundi á þriðju­dag. Þetta fékkst staðfest seint í nótt þegar björgunarlið fann lík pars og níu ára dóttur þeirra inni í bíl undir brúarbrakinu, degi eftir að haldin var opinber útför fyrir nokkra þeirra sem létu lífið þegar brúin hrundi. Meira »

-Syrgjendur hafna opinberri útför

17.8. Innan við helmingur fjölskyldna þeirra sem létust er Morandi-brúin í Genúa hrundi á þriðjudag hefur samþykkt boð stjórnvalda um opinbera útför að því er BBC greinir frá. Mikil reiði ríkir á Ítalíu í garð stjórnvalda vegna hruns brúarinnar. Meira »

Leita að fólki í rústunum

16.8. Björgunarstarf er fullum gangi í rústum Morandi-brúarinnar sem hrundi í Genúa á þriðjudaginn.  Meira »

Atlantia fellur hratt í Mílanó

16.8. Hlutabréf í Atlantia, sem rekur A10-hraðbrautina þar sem brúin hrundi í nágrenni Genúa á Norður-Ítalíu, hafa lækkað um 24% í dag. Lokað var fyrir viðskipti með félagið í klukkustund í morgun. Þegar viðskipti hófust að nýju hrundu þau bókstaflega í verði. Meira »

„Yrði aldrei smíðuð í dag“

15.8. Þetta er mjög sérstakt mannvirki. Menn myndu aldrei byggja svona brú í dag sem treystir aðeins á eitt stag,“ segir forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar um Morandi-brúna í Genúa á Ítalíu sem hrundi í gærmorgun. Hann telur hrun brúarinnar ekki kalla á breytt verklag á Íslandi. Meira »

12 mánaða neyðarástandi lýst yfir í Genúa

15.8. Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, hefur lýst yfir 12 mánaða neyðarástandi í borginni Genúa eftir að hluti Morandi-brúarinnar hrundi í gær. 39 eru látnir og 15 eru alvarlega slasaðir. Leit stendur enn yfir í rústunum og verður henni haldið áfram næstu daga en óttast er að fleiri finnist ekki á lífi. Meira »

Brúin lengi verið vafasöm

15.8. Ástand Morandi brúarinnar og hrun brúargólfsins í gærmorgun hefur varpað nýju ljósi á margra ára umræðu um innviði á Ítalíu. Á fimm árum hafa fimm brýr á Ítalíu brugðist og voru hörmungarnar í gær þær mannskæðustu af sinni gerð frá árinu 2001. Meira »

Ráðherra kallar eftir afsögnum

15.8. Fjölskyldur í bílum sínum, fólk á leið til vinnu og fólk á leið í sumarfrí voru á meðal fórnalamba sem létust þegar brúargólf Morandi brúarinnar gaf sig í gærmorgun. Eftir því sem tala látinna hækkar, vinna viðbragðsaðilar að því að bera kennsl á fórnalömb og hina slösuðu eftir hörmungarnar í Genúa. Meira »

Fjöldi látinna kominn í 38

15.8. Tala látinna vegna brúarhrunsins í Genúa á Ítalíu í gærdag er komin upp í 38 en enn er einhverra saknað. Þetta sagði Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, í morgun. Meira »

Grátur heyrist úr rústunum

15.8. Leitað var í alla nótt í rústum Morandi-brúarinnar við Genúa á Ítalíu sem hrundi í gær. Samkvæmt fréttum ítalskra fjölmiðla má heyra grát fólks úr rústunum. Enn er nokkurra saknað en vitað er að 31 lést þegar brúin hrundi. Meira »

Halda að fólk sé á lífi í rústunum

14.8. Björgunarstarf við hluta Morandi-brúarinnar sem hrundi skammt fyrir utan borgina Genúa á norðvesturhluta Ítalíu í dag stendur enn yfir og stefna björgunarmenn á að halda áfram leit að eftirlifendum inn í nóttina. Meira »

Mannskæð brúarhrun frá aldamótum

14.8. Ítalska þjóðin er harmi slegin eftir að Morandi-brúin í nágrenni borgarinnar Genúa á Ítalíu hrundi með þeim afleiðingum að minnst þrjátíu létu lífið. Samkvæmt samantekt AFP-fréttaveitunnar er þetta mesta manntjón sem hefur hlotist af völdum brúarhruns í Evrópu síðan 2001 en AFP tók saman mannskæðustu brúarhrun frá aldamótum. Meira »

Hrun brúarinnar: Hvað vitum við?

14.8. Að minnsta kosti 35 létu lífið þegar tæp­lega 300 metra kafli Mor­andi-brú­ar­inn­ar hrundi á Ítal­íu fyrr í dag. Bíl­ar hrundu niður um hundrað metra þegar hluti brú­argólfs­ins féll og höfnuðu á lestarteinum fyrir neðan brúna. Hér er það sem vitað er um brúna, hrunið og viðbrögð vegna hrunsins. Meira »

Minnst 35 látnir á Ítalíu

14.8. Minnst 35 létu lífið þegar tæplega 300 metra kafli Morandi-brúarinnar hrundi á Ítalíu fyrr í dag. Brúin er staðsett nærri ítölsku borginni Genúa og hafa ítalskir fjölmiðlar greint frá því að bílar hafi hrunið niður um hundrað metra þegar hluti brúargólfsins féll. Meira »

Óttast að tugir hafi látist er brúin féll

14.8. Óttast er að tugir hafi farist þegar brúargólf á hraðbraut í Genúa á Ítalíu gaf sig í morgun. Tugir metra af brúargólfinu féllu niður um 100 metra á lestarteina fyrir neðan. Talið er að nokkrir bílar hafi fallið niður með brúnni, en það er haft eftir bráðaliðum á vettvangi. Meira »