Hryðjuverk á Sri Lanka

Samfélagsmiðlum lokað á Sri Lanka

13.5. Yfirvöld á Sri Lanka hafa lokað fyrir samfélagsmiðla eins og Facebook og WhatsApp eftir að ráðist var á múslima í mörgum bæjum á eyjunni um helgina. Árásirnar tengjast hryðjuverkum í kirkjum og á lúxushótelum á páskadag en vígamennirnir voru múslimar. Meira »

Frystu eignir hryðjuverkamannanna

7.5. Yfirvöld á Sri Lanka segjast nú vera búin að leysa upp stærstan hluta þess hóps sem talinn er tengjast hryðjuverkaárásunum á páskadag. Hald hefur verið lagt á efni til sprengjugerðar og fjármunir að andvirði 40 milljón dollara hafa verið frystir. Meira »

Almenningur afhendi bæði hnífa og sverð

5.5. Yfirvöld á Sri Lanka hvetja nú landsmenn til að láta af hendi öll sverð og stóra hnífa. Er þetta hluti af auknum viðbúnaði stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkaárása á páskadag sem kostuðu yfir 250 manns lífið. Meira »

Fallið frá messuhaldi

2.5. Kaþólska kirkjan á Sri Lanka hefur ákveðið að aflýsa messuhaldi á sunnudag vegna ótta við nýja hryðjuverkaárás.  Meira »

Fordæmi ofsóknir gegn kristnum

30.4. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, vill að Íslendingar verði í fararbroddi þegar kemur að því að gagnrýna ofsóknir gegn kristnu fólki í heiminum. Meira »

Verður bannað að hylja andlit sitt

29.4. Yfirvöld á Sri Lanka hafa bannað að fólk hylji andlit sín í kjölfar sjálfvígsárása sem gerðar voru í landinu á páskadag. Rúmlega 250 manns létu lífið í árásunum og hundruð særðust. Greindi Maithruipala Sisirsena, forseti Sri Lanka, frá því í dag að neyðarlög hefðu verið virkjuð í þessu skyni. Meira »

Faðir meints skipuleggjanda drepinn

28.4. Faðir og tveir bræður meints skipuleggjanda sprengjuárásanna í Srí lanka, Zahram Hashim, voru drepnir í aðgerðum öryggissveita á föstudaginn, að sögn lögreglu. BBC greinir frá þessu. Hashim, sem sprengdi sjálfan sig upp á hóteli í höfuðborg Srí Lanka, Colombo, stofnaði íslamska hópinn NTJ sem hefur nú verið bannaður. Meira »

Bjargaði hundruðum á Srí Lanka

27.4. Ramesh Raju er hylltur sem hetja í Srí Lanka eftir að hann lést við að hindra för manns með sjálfsmorðssprengjur inn í evangelísku kirkjuna Zion í Batticaloa héraðinu í Srí Lanka. Með því bjargaði hann hundruðum sem voru inni í kirkjunni. Meira »

Óttast hrun í ferðaþjónustunni

26.4. Stjórnvöld á Sri Lanka óttast að ferðaþjónusta sem um nokkurt skeið hefur blómstrað í landinu dragist saman um 30% og gjaldeyristekjur um 1,5 milljarða dollara í ár vegna hryðjuverkanna Meira »

Leiðtogi árásarmannanna einn hinna látnu

26.4. Zahran Hashim, meintur leiðtogi NTJ-öfgahópsins sem stóð að árásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka sem kostuðu 253 manns lífið og særðu hundruð til viðbótar, var einn þeirra sem lést í árásunum. Þetta staðfesti Maithripala Sirisena forseti Sri Lanka í dag. Meira »

Illa farin lík tvítalin

25.4. Yfirvöld á Sri Lanka greindu frá því fyrir stundu að fjöldi þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á sunnudag hefði lækkað úr 359 í 253. Meira »

Fólki ráðlagt að ferðast ekki til Sri Lanka

25.4. Bretar eru varaðir við því að ferðast til Sri Lanka, nema af bráðri nauðsyn, í kjölfar hryðjuverkaárásanna þar í landi síðasta sunnudag. Alls létust 359 manns í árásunum. Meira »

Klappaði barni á kollinn skömmu áður

24.4. Hrollvekjandi myndskeið sem sýnir einn af sjálfsvígsárásarmönnunum klappa barni góðlátlega á kollinn á leið sinni að St Sebastian kirkjunni í Negombo. Þegar þangað er komið gengur hann rösklega inn að altari kirkjunnar og virkjar sprengjur sem hann er með í bakpoka sínum. 359 létust í árásunum. Meira »

Búin að hafa samband við fjölskylduna

24.4. Fjölskylda danskra hjóna er komin í samband við þau en tilkynnt var um að þeirra væri saknað eftir hryðjuverkaárásirnar á Srí Lanka á páskadag. Greint var frá því dönskum fjölmiðlum í morgun að þeirra væri saknað en skömmu síðar var tilkynnt um að þau búin að hafa samband við ættingja í Danmörku. Meira »

Tveggja Dana saknað

24.4. Tveggja danskra ríkisborgara sem eru ættaðir frá Sri Lanka er saknað eftir sprengjutilræðin á páskadag. Sendiherra Danmerkur í Indlandi staðfesti þetta í morgun við danska fjölmiðla. Fólkið var gestkomandi á hóteli í höfuðborginni. Þrjú dönsk systkini á aldrinum fimm til 15 ára létust í árásinni. Meira »

Hunsuðu viðvaranir

24.4. Endurskipulagning innan lögreglunnar og sérsveita er svar forseta Srí Lanka, Maithripala Sirisena, við gagnrýni um að viðvaranir um fyrirhuguð hryðjuverk hafi verið hunsaðar. Á sama tíma fylgja ástvinir þeim sem létust í árásunum á páskadag til grafar. Enn á eftir að bera kennsl á einhverja en alls eru 359 látnir. Meira »

Fjölskylda á bak við hryðjuverkin

23.4. Að minnsta kosti 45 börn létust í hryðjuverkaárásunum á Sri Lanka á páskadag. Um sjálfsvígsárásir var að ræða og meðal vígamannanna eru bræður sem eru synir auðjöfurs í Colombo. Allt bendir til þess að fjölskyldan hafi verið hryðjuverkahópur undir áhrifum erlendis frá. Meira »

Hefnd fyrir árásirnar í Christchurch

23.4. Frumrannsókn yfirvalda á Srí Lanka sýnir fram á að hryðjuverkaárásirnar í ríkinu á páskadag, sem kostuðu að minnsta kosti 310 mannslíf, voru hefndarverk vegna árásanna í Christchurch á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði. Meira »

Minnast barnanna sem létust

23.4. Boðað hefur verið til blysfara víða í Danmörku á morgun og fimmtudag í minningu þeirra sem létust í hryðjuverkunum á Sri Lanka á páskadag. Þrjú dönsk systkini eru meðal þeirra 310 sem létust. Skólasystkini þeirra við Højvangskolen í Árósum minnast þeirra í dag ásamt foreldrum og kennurum. Meira »

Tala látinna hækkar enn

23.4. Íbúar Sri Lanka minntust þeirra sem létust í hryðjuverkaárásunum á páskadag með þögn klukkan 8:30 að staðartíma, nákvæmlega tveimur sólarhringum frá því fyrsta sprengjan sprakk. Alls eru 310 látnir en um 20 létust af völdum sára sinna í nótt. Meira »

Árásirnar á Srí Lanka ráðgáta

22.4. Jón Óskar Sólnes, sjónvarpsmaður og fyrrverandi yfirmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir í samtali við mbl.is að hryðjuverkin í landinu koma sér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess hversu mikið skipulag þarf að vera að baki samstilltum árásum eins og á Srí Lanka í gær. Meira »

Neyðarlög á Sri Lanka

22.4. Neyðarlög hafa tekið gildi á Sri Lanka en 24 hafa verið handteknir eftir að nærri 300 létust og 500 til viðbótar særðust í hryðjuverkaárásum þar í landi í gær. Meira »

Vissu af hættunni í 10 daga

22.4. Skýrsla dagsett 11. apríl segir að erlend leyniþjónusta eigi að hafa varað yfirvöld á Sri Lanka við hættu á að hryðjuverkasamtökin National Thawheed Jamaut myndu ráðast á kirkjur í landinu. Ekki er vitað hvort stjórnvöld gerðu ráðstafanir vegna viðvörunarinnar. Meira »

Sendir íbúum Srí Lanka samúðarkveðju

22.4. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju til Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverkanna sem framin voru þar í landi í gær. Meira »

Þrjú dönsk systkini létust

22.4. Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen og eiginkonu hans, Anne Holch, létust í sjálfsvígsárásunum á Srí Lanka í gær. Fjölskyldan var þar í fríi um páskana. Alls létust 290 í árásunum á páskadag. Meira »

290 látnir á Srí Lanka

22.4. Alls eru 290 látnir í hrinu sprengjutilræða í kirkjum og lúxushótelum víða um Sri Lanka í gær. Að sögn lögreglu hafa 24 verið handteknir en ekki er enn vitað hverjir standa á bak við hryðjuverkin. Um 500 eru særðir og tugir útlendinga eru meðal látinna. Meira »

Segir árásarmennina vera skepnur

21.4. Malcolm Ranjith, erkibiskupinn í Colombo á Sri Lanka, fordæmdi í dag sprengjuárásir sem voru gerðar í landinu með þeim afleiðingum að 207 létust og 450 særðust. Árásarmennirnir beindu spjótum sínum gegn kirkjum og hótelum. Ranjith líkti árásarmönnunum við skepnur. Meira »

„Bíddu og sjáðu hvað við gerum!“

21.4. Hryðjuverkamaður með sprengiefni í bakpoka spurði eftir Roshan Mahesan, presti hvítasunnukirkjunnar í Batticaloa á Sri Lanka, sem staddur er í heimsókn í Ósló, áður en hann sprengdi sig í loft upp í morgun. Meira »

Þrír Danir látnir á Sri Lanka

21.4. Þrír Danir létust í hryðjuverkaárásunum á Sri Lanka í morgun, þetta staðfesti danska utanríkisráðuneytið nú fyrir skömmu. Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra er á leið heim úr fríi vegna málsins. Meira »

„Hélt við hefðum sagt skilið við ofbeldið“

21.4. „Við vorum sofandi inni á herbergi þegar við heyrðum háværa sprengingu sem við fundum fyrir alla leið upp á herbergi,“ segir Julian Emmanuel, breskur ríkisborgari sem ólst upp í Sri Lanka og er þar staddur í höfuðborginni til að heimsækja ættingja sína. Meira »