Hryðjuverk í Belgíu

Árás við lögreglustöð í Brussel

20.11. Lögreglumaður særðist þegar maður vopnaður hnífi réðst á hann fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í Brussel snemma í morgun. Meira »

Níundi maðurinn ákærður

1.6. Félagi franska hryðjuverkamannsins Salah Abdeslam hefur verið ákærður fyrir aðild að hryðjuverkaárásum í Brussel 22. mars 2016 sem kostuðu 32 lífið. Þeir voru nýverið báðir dæmdir í 20 ára fangelsi fyrir að hafa skotið á lögreglumenn í Brussel nokkrum dögum fyrr. Meira »

Myndaði árásarmanninn í Liège

30.5. Kona í Liège í Belgíu náði að taka myndskeið af árásarmanninum sem skaut tvær lögreglukonur og einn 22 ára mann.  Meira »

Myrti þann fjórða kvöldið áður

30.5. Maðurinn sem myrti þrjá í Liè­ge í Belgíu framdi annað morð kvöldið áður en hann réðst á tvær lögreglukonur og skaut þær til bana auk þess sem hann skaut 22 ára gamlan saklausan borgara í gær. Meira »

Öfgavæddist í fangelsi

30.5. Maður sem skaut tvær lögreglukonur og ungan karlmann til bana í belgísku borginni Liè­ge öfgavæddist í belgísku fangelsi. Maðurinn, Benjamin Herman, var skotinn til bana af lögreglu. Meira »

Skaut lögreglu með þeirra eigin vopni

29.5. Maðurinn sem drap þrjá í belgísku borginni Liège í morgun réðst á tvær lögreglukonur vopnaður hnífi, náði af þeim byssunum og skaut þær. Hann skaut jafnframt 22 ára karlmann til bana með lögreglubyssu. Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi saksóknara í hádeginu. Meira »

Árás í Belgíu

29.5. Karlmaður skaut tvo lögreglumenn til bana og vegfaranda í belgísku borginni Liège í morgun og framdi síðan sjálfsvíg. Saksóknari sem annast rannsókn á hryðjuverkjum í Belgíu fer með rannsókn málsins. Meira »

Dæmdur í 20 ára fangelsi

23.4. Hryðjuverkamaðurinn Salah Abdeslam var fundinn sekur um morðtilraun fyrir dómi í Brussel í morgun. Saksóknari fór fram á 20 ára dóm yfir honum og féllust dómarar á það en enginn vafi væri á sekt hans. Meira »

Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk

5.3. Átta voru handteknir af hryðjuverkadeild belgísku lögreglunnar í Molenbeek-hverfinu í Brussel í gær. Fólkið er grunað um að skipuleggja hryðjuverkaárás. Meira »

„Ég er ekki hræddur við þig“

5.2. „Þögn mín gerir mig ekki að glæpamanni, hún er vörnin mín.“ Þetta sagði Salah Abdeslam en réttarhöld yfir honum hófust í morgun í Brussel. Hann er ákærður fyrir ólöglegan vopnaburð og morðtilraun í Belgíu. Hans bíða einnig rétt­ar­höld í Frakklandi fyr­ir aðild að hryðju­verka­árás í Par­ís. Meira »

Réttarhöldin hafin í Brussel

5.2. Réttarhöld yfir Salah Abdeslam eru hafin í Brussel en mikill viðbúnaður er í borginni vegna komu hans til Belgíu. Abdeslam er ákærður fyrir morðtilraun og ólöglegan vopnaburð í Belgíu en hans bíða réttarhöld í Frakklandi fyrir aðild að hryðjuverkaárás í París sem kostaði 130 manns lífið. Meira »

Mikill viðbúnaður í Brussel

5.2. Mikill viðbúnaður er í Belgíu í dag en réttarhöld eru að hefjast yfir Salah Abdeslam í Brussel. Abdeslam, sem er 28 ára gamall, er eini árásarmaðurinn sem er á lífi eftir árásina í París 2015. Meira »

Réttarhöldum yfir Abdeslam frestað

18.12. Réttarhöldum yfir Salah Abdeslam, sem er sá eini af árásarmönnum sem frömdu hryðjuverk í París í nóvember 2015, hefur verið frestað þangað til í febrúar en réttarhöldin áttu að hefjast í Brussel í vikunni. Meira »

Þrjú þúsund öfgafullir ofbeldismenn í Svíþjóð

3.7.2017 Um tvö þúsund öfgafullir íslamistar eru búsettir í Svíþjóð að sögn yfirmanns sænsku öryggislögreglunnar (Säpo), Anders Thornberg. Þetta er tíföldun á innan við áratug. Meira »

Árásarmaðurinn tengdist Ríki íslams

21.6.2017 Sprengiefni fundust á heimili mannsins sem sprengdi sprengju á aðal­braut­ar­stöðinni í Brus­sel í gær­kvöld. Maðurinn er einnig grunaður um tengsl við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Belgíska lögreglan skaut manninn ­sem lést skömmu eftir spreng­ing­una. Meira »

Heldur áfram að njóta Brussel

21.6.2017 „Hermenn eru á öllum lestarstöðum og mörgum neðanjarðarlestarstöðvum og stundum á götunum fyrir ofan helstu stöðvarnar,“ segir Charles Gittins, fyrrverandi starfsmaður Iceland Monitor, við mbl.is. Charles flutti til Brussel í janúar en segist ekki ætla að láta árásir slá sig út af laginu. Meira »

Lögregla vissi hver maðurinn var

21.6.2017 Maðurinn sem grunaður er um að hafa sprengt sprengju á aðalbrautarstöðinni í Brus­sel í gærkvöld er 36 ára karlmaður frá Marokkó. Hann bjó í inn­flytj­enda­hverf­inu Mo­len­beek. Meira »

Hafa borið kennsl á árásarmanninn

21.6.2017 Yfirvöld í Belgíu hafa borið kennsl á manninn sem var ábyrgur fyrir sprengingu á Aðallest­ar­stöðinni í Brus­sel í gærkvöldi. Jan Jambon, innanríkisráðherra landsins, hefur staðfest þetta án þess að gefa frekari upplýsingar um manninn. Meira »

Rannsakað sem hryðjuverk

20.6.2017 Ríkissaksóknari Belgíu segir að atvik sem átti sér stað á Gare-lestarstöðinni í Brussel í kvöld, þar sem karlmaður var skotinn af hermönnum eftir að sprenging varð, sé rannsakað sem hryðjuverk. „Litið er á þetta sem hryðjuverk,“ er haft eftir Eric Van Der Sypt, talsmanni ríkissaksóknara. Meira »

Sprenging á lestarstöð í Brussel

20.6.2017 Aðallestarstöðin í Brussel hefur verið rýmd eftir að þar varð lítil sprenging nú fyrir skömmu. Að sögn lögreglu í Belgíu er lögregla með tök á aðstæðum á staðnum. Fregnir herma að einstaklingur klæddur sprengjuvesti á lestarstöðinni hafi verið tekinn úr umferð. Meira »

Taldir tengjast árásunum í Brussel

25.4.2017 Spænska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði handtekið 9 menn og gert húsleit á 12 stöðum í Barcelona í aðgerðum gegn íslömskum vígamönnum sem taldir eru tengjast hryðjuverkaárásunum í Belgíu á síðasta ári. Meira »

Blóðuga flugfreyjan ári síðar

22.3.2017 Hún lá kyrr á gólfinu í brottfararsalnum. Þorði ekki að hreyfa sig. Rykið frá sprengingunum var enn í loftinu. Nidhi Chaphekar varð andlit hryðjuverkaárásanna í Brussel sem gerðar voru fyrir ári síðan. Meira »

Grunuð um að skipuleggja hryðjuverk

9.3.2017 24 ára belgísk kona hefur verið ákærð fyrir brot á hryðjuverkalögum. Hún er grunuð um að hafa aðstoðað við að leggja á ráðin um hryðjuverkaárás í Evrópu. Meira »

Ákæra manninn með hattinn

30.1.2017 Mohamed Abrini, maðurinn með hattinn, sem náðist á mynd þegar árás var gerð á flugvellinum í Brussel 22. mars í fyrra, hefur verið ákærður í Frakklandi fyrir aðild að hryðjuverkaárás í París. Meira »

Tveir ákærðir vegna sveðjuárásarinnar

1.12.2016 Yfirvöld í Belgíu ákærðu í dag karl og konu í tengslum við sveðjuárás á tvær lögreglukonur í hverfinu Charleroi í Brussel í ágúst. Maðurinn sem réðist gegn þeim var skotinn á staðnum af lögreglu og lýstu hryðjuverkasamtökin Ríki íslams yfir ábyrgð á verknaðinum. Meira »

Nafngreina skipuleggjanda árásanna

8.11.2016 Ríkissaksóknaraembætti Frakklands hefur nafngreint mann sem talinn er hafa komið að skipulagningu hryðjuverkaárásanna í París og Brussel. Meira »

Ákærð fyrir tengsl við hryðjuverkahópa

18.10.2016 Fjór­ir ein­stak­ling­ar hafa verið ákærðir fyr­ir tengsl við hryðju­verka­sam­tök í Belg­íu. Þeir eru á meðal þeirra 15 sem voru hand­tekn­ir í sam­eig­in­leg­um aðgerðum lög­reglu í borg­un­um Ghent, Antwerpen and Deinze í Belg­íu í morg­un. Meira »

Fimm í haldi vegna sprengingar í Brussel

29.8.2016 Belgíska lögreglan hefur handtekið fimm manns sem grunaðir um aðild að sprengingu við rannsóknarstofnun í afbrotafræði í úthverfi Brussel í nótt. Sprengingin olli miklu tjóni en engin slys urðu á fólki. Meira »

Sprenging í úthverfi Brussel

29.8.2016 Miklar skemmdir urðu þegar sprengja sprakk við rannsóknarstofnun í afbrotafræði í Brussel í nótt en enginn slasaðist í tilræðinu. Ekki hefur fengið staðfest hvað olli sprengingunni en að sögn talsmanns slökkviliðs borgarinnar, Pierre Meys, er afar ólíklegt að um slys hafi verið að ræða. Meira »

Hryðjuverkamaður vann fyrir norræna stofnun múslima

6.7.2016 Osama Krayem, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkunum í Brussel, vann fyrir Alrisalah-stofnunina á Norðurlöndunum. Stofnunin rekur meðal annars Stofnun múslima á Íslandi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja Krayem ekki hafa haft náin tengsl við hana, að því er Ríkisútvarpið greinir frá. Meira »