Hryðjuverk í London

Hjólabrettahetjan heiðruð

11.10. Bankastarfsmaðurinn Ignacio Echeverria, sem reyndi að bjarga konu í hryðjuverkaárásinni í London í júní á síðasta ári eingöngu vopnaður hjólabrettinu sínu, var á meðal þeirra sem voru heiðraðir af Elísabetu Bretadrottningu í Buckingham-höll í dag. Meira »

Keypti íhluti í sprengjuna á Amazon

22.9.2017 Drengur á unglingsaldri sem ákærður hefur verið fyrir að koma sprengju fyrir í neðanjarðarlest Lundúna í lok síðustu viku, keypti íhlutina í sprengjuna á Amazon. Meira »

18 ára ákærður vegna sprengingarinnar í Lúndunum

22.9.2017 Átján ára maður hefur verið ákærður fyrir morðtilraun í tengslum við Parsons Green-árásina á föstudag, þegar 30 særðust þegar sprengja sprakk um borð í lest á District-leiðinni í Lundúnum. Meira »

Sjötti maðurinn handtekinn

21.9.2017 Sjötti maðurinn var handtekinn í Bretlandi í nótt í tengslum við sprengjutilræði í neðanjarðarlestarvagni á lestarstöð í London í síðustu viku. Meira »

Fimm í haldi vegna árásar

20.9.2017 Tveir til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við hryðjuverkaárásina í neðanjarðarlest í London í síðustu viku. Alls eru fimm í haldi lögreglu í tengslum við árásina. Meira »

Lýst sem vingjarnlegum og ræðnum

18.9.2017 Breska lögreglan fékk í kvöld framlengt varðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um sprengjutilræði í neðanjarðarlest í London á föstudag. Mennirnir höfðu báðir dvalið á sama fósturheimili á unglingsárum, en 30 manns hið minnsta slösuðust í sprengitilræðinu við Parsons Green-lestarstöðina. Meira »

Mikill viðbúnaður í Lundúnum

18.9.2017 Þungvopnaðir lögreglumenn og fjölmargir lögreglubílar blöstu við íbúum Lundúna á leið til vinnu sinnar í morgun. Eftirlit hefur verið aukið eftir sprengju­árás­ á lest­ar­kerfi Lund­úna á föstu­dag­inn síðastliðinn þegar 30 manns særðust í árás­inni. Meira »

Viðbúnaðarstigið lækkað í Bretlandi

17.9.2017 Bretar hafa lækkað viðbúnaðarstig sitt úr því efsta yfir í næstefsta. Viðbúnaðarstig var hækkað eftir sprengjuárásina á lestarkerfi Lundúna á föstudaginn en 30 manns særðust í árásinni. Meira »

Annar maður handtekinn vegna árásar

17.9.2017 Breska lögreglan hefur handtekið annan mann í tengslum við hryðjuverkaárásina á Parsons-lestarstöðinni í vesturhluta London á föstudag. Maðurinn er 21 árs og var handtekinn seint á laugardagskvöld í Hounslow í vesturhluta borgarinnar, samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar. Meira »

Breska lögreglan leitar að vitorðsmönnum

16.9.2017 Breska lögreglan útilokar ekki að fleiri en einn einstaklingur hafi staðið á bak við hryðjuverkaárásina á Parsons lestarstöðinni í vesturhluta London í gær, en fyrr í dag handtók lög­regl­an í Kent 18 ára karlmann í tengsl­um árásina. Meira »

Vopnuð lögregla gerir húsleit

16.9.2017 Vopnuð lögregla hefur rýmt húsnæði í íbúðahverfi í London í tengslum við hryðjuverkaárásina í gær. Fyrr í dag var 18 ára maður handtekinn, einnig í tengslum við árásina. Meira »

Maður handtekinn í tengslum við hryðjuverkin

16.9.2017 Lögreglan í Kent hefur handtekið 18 ára mann í tengslum við hryðjuverkaárásina í London í gær. Maðurinn var handtekinn á hafnarsvæði borgarinnar Dover í morgun. Meira »

Víðtæk leit að árásarmönnum

16.9.2017 Víðtæk leit stendur yfir í Bretlandi að þeim sem ábyrgir eru fyrir því að koma fyrir sprengju í lest í London í gær með þeim afleiðingum að 29 manns særðust. Viðbúnaðarstig var hækkað í landinu í kjölfarið upp í hæsta stig sem þýðir að talið sé mögulegt að önnur árás sé yfirvofandi. Meira »

Viðbúnaðarstig hækkað í Bretlandi

15.9.2017 Viðbúnaðarstig í Bretlandi hefur verið hækkað og er nú á hæsta stigi, eftir að sprenging varð í lestarvagni við Parsons Green-lestarstöðina í London í morgun. Therasa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þetta nú fyrir skömmu. Meira »

May snuprar Trump

15.9.2017 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, snupraði forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, nú síðdegis fyrir ummæli sem hann lét falla á Twitter fyrr í dag. Meira »

Algjör glundroði á lestarstöðinni

15.9.2017 Að minnsta kosti 22 slösuðust þegar sprengja sprakk í yfirfullum lestarvagni í London í morgun. Lögregla rannsakar málið sem hryðjuverk en fólk sem var á Parsons Green lestarstöðinni segir að farþegar sem voru um borð í lestarklefanum þar sem sem sprengjan sprakk hafi verið útataðir í blóði og með brunasár í andlitum og höfði. Meira »

Rannsakað sem hryðjuverk

15.9.2017 Átján hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir sprengingu í lestarkerfi London í morgun. Að sögn vitna eru margir þeirra með mjög alvarleg brunasár eftir að sprengja sprakk í lestarvagni við Parsons Green-lestarstöðina í vesturhluta London í morgun. Meira »

Hvöttu fréttamann til að gera árás í London

4.9.2017 Útsendari hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams reyndu að fá einn af fréttamönnum BBC, sem var á störfum á laun, til að starfa fyrir sig. Guardian segir fréttamanninn, sem vinnur fyrir fréttaskýringaþáttinn Inside Out, hafa verið hvattan til gera árás á London Bridge. Meira »

Árásarmaðurinn ákærður

23.6.2017 Breski sendiferðabílstjórinn sem keyrði inn í hóp múslíma skammt frá Finsbury Park-moskunni í London var í dag ákærður fyrir hryðjuverk, morð og morðtilraun. Meira »

Lést vegna fjöláverka

22.6.2017 Karlmaður sem lést er maður ók viljandi á hóp múslima skammt frá mosku í London lést vegna fjölda áverka sem hann hlaut að því er fram kemur í krufningarskýrslu. Meira »

Ólík sýn á árásarmanninn

20.6.2017 Darren Osborne, sem hefur átt erfitt að sögn fjölskyldu, áreitti börn sem eru múslimar en fjölskylda hans neitar því að honum hafi verið í nöp við múslima. Meira »

„Sonur minn er ekki hryðjuverkamaður“

20.6.2017 Móðir árásarmannsins sem ók sendi­bif­reið inn í hóp fólks fyr­ir utan Fins­bury Park-mosk­una í London á sunnudag segir son sinn eiga við vandamál að stríða, en hann sé ekki hryðjuverkamaður. Meira »

Þetta er vitað um árásina

19.6.2017 Tíu særðust og einn lést eftir að sendibíl var ekið á hóp múslima í nágrenni mosku í London um miðnætti.   Meira »

Birta myndband af árásarmanninum

19.6.2017 Breskir fjölmiðlar hafa birt myndband sem sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn sem ók sendibifreið inn í hóp fólks fyrir utan Finsbury Park-moskuna í London í gær. Maðurinn hafði reynt að flýja vettvang en í myndbandinu má sjá fólk halda honum niðri þar til lögregla mætti á svæðið. Meira »

Theresa May fordæmir árásina

19.6.2017 Theresa May forsætisráðherra Bretlands hefur fordæmt hryðjuverkaárásina við Fins­bury Park mosk­una í London í gær, og sagt hana „alveg jafn ógeðfellda“ og aðrar árásir sem hafa verið gerðar undanfarna mánuði í landinu. Meira »

Hverfisbúar óttaslegnir í kjölfar árásar

19.6.2017 Fólkið sem varð fyrir árás fyrir utan mosku í London skömmu eftir miðnætti í nótt var að aðstoða mann sem hafði hnigið niður á gangstéttina. Árásarmaðurinn ók sendibifreið inn í hópinn. Einn lést og tíu særðust, þar af tveir mjög alvarlega. Meira »

Öll fórnarlömbin múslímar

19.6.2017 Tveir eru mjög alvarlega særðir eftir árás í London í gærkvöldi. Einn lést og tíu særðust þegar 48 ára gamall maður ók sendibifreið inn í hóp fólks á gangstétt skammt frá mosku í borginni. Öll fórnarlömb árásarinnar eru múslímar en árásarmaðurinn sagðist vilja drepa alla múslíma. Meira »

Árás við mosku í London

19.6.2017 Einn lést og tíu særðust þegar sendibifreið var ekið á gangandi vegfarendur skammt frá mosku í norðurhluta London skömmu eftir miðnætti í nótt. 48 ára gamall maður er í haldi lögreglu vegna árásarinnar. Meira »

Hetja heiðruð í London

16.6.2017 Elísabet Englandsdrottning hefur heiðrað breska lögreglumanninn sem var drepinn fyrir framan þinghús landsins í hryðjuverkaárásinni í mars. Meira »

Gerðu vestin úr brúsum og límbandi

11.6.2017 Vesti hryðjuverkamannanna í London sem drápu átta manns fyrir rúmri viku voru eftirlíkingar af sprengjuvestum. Þau voru gerð úr vatnsflöskum, svörtu límbandi og leðurólum. Meira »