Hryðjuverk í París

Árás við lögreglustöð í Brussel

20.11. Lögreglumaður særðist þegar maður vopnaður hnífi réðst á hann fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í Brussel snemma í morgun. Meira »

Þóttist vera fórnarlamb hryðjuverka

16.10. Frönsk kona hefur verið dæmd til fangelsisvistar fyrir að hafa þegið fjárhags- og sálfræðiaðstoð fyrir þá sem upplifðu hryðjuverkin í París í nóvember 2015. Meira »

Handteknar vegna árásar í París

17.5. Tvær konur sem búa í nágrenni Parísar voru handteknar og yfirheyrðar af lögreglunni vegna hnífaárásar í París um síðustu helgi þar sem einn lést og fjórir særðust. Meira »

Foreldrarnir enn í haldi

15.5. Foreldrar og vinur Khamzat Azimov, sem var skotinn til bana af lögreglu eftir að hafa stungið mann til bana í París á laugardagskvöldið, verða áfram í haldi lögreglu. Þetta staðfesti saksóknari í París í gærkvöldi. Meira »

Vinur árásarmannsins handtekinn

13.5. Vinur Khamzat Azimov, árásarmannsins sem drap einn og særði fjóra í París gærkvöldi, var handtekinn í Strassborg í dag. Þetta herma heimildir franskra fjölmiðla. Meira »

Rannsaka bakgrunn árásarmannsins

13.5. Sérfræðingar franskra stjórnvalda rannsaka nú bakgrunn tvítugs manns, Khamzat Azimov, sem drap einn og særði fjóra í hnífaárás í miðborg Parísar í gærkvöldi. Meira »

Foreldrar árásarmannsins í haldi

13.5. Árásarmaðurinn, sem drap einn og særði fjóra til viðbótar í París í gærkvöldi, er ættaður frá Tsjetsjeníu. Foreldrar hans eru í haldi lögreglu, samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar. Meira »

Rannsakað sem hryðjuverk

12.5. Árásarmaðurinn í París kallaði Allah Akbar( Guð er mikill) þegar hann réðst á vegfarendur í miðborg Parísar í kvöld. Einn lést í árásinni og fjórir særðust. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu. Meira »

Árás í París

12.5. Lögreglan í París skaut fyrir skömmu mann sem hafði ráðist á fólk vopnaður hnífi. Honum tókst að drepa einn áður en lögreglan skaut árásarmanninn til bana. Meira »

Dæmdur í 20 ára fangelsi

23.4. Hryðjuverkamaðurinn Salah Abdeslam var fundinn sekur um morðtilraun fyrir dómi í Brussel í morgun. Saksóknari fór fram á 20 ára dóm yfir honum og féllust dómarar á það en enginn vafi væri á sekt hans. Meira »

Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk

5.3. Átta voru handteknir af hryðjuverkadeild belgísku lögreglunnar í Molenbeek-hverfinu í Brussel í gær. Fólkið er grunað um að skipuleggja hryðjuverkaárás. Meira »

„Ég er ekki hræddur við þig“

5.2. „Þögn mín gerir mig ekki að glæpamanni, hún er vörnin mín.“ Þetta sagði Salah Abdeslam en réttarhöld yfir honum hófust í morgun í Brussel. Hann er ákærður fyrir ólöglegan vopnaburð og morðtilraun í Belgíu. Hans bíða einnig rétt­ar­höld í Frakklandi fyr­ir aðild að hryðju­verka­árás í Par­ís. Meira »

Réttarhöldin hafin í Brussel

5.2. Réttarhöld yfir Salah Abdeslam eru hafin í Brussel en mikill viðbúnaður er í borginni vegna komu hans til Belgíu. Abdeslam er ákærður fyrir morðtilraun og ólöglegan vopnaburð í Belgíu en hans bíða réttarhöld í Frakklandi fyrir aðild að hryðjuverkaárás í París sem kostaði 130 manns lífið. Meira »

Mikill viðbúnaður í Brussel

5.2. Mikill viðbúnaður er í Belgíu í dag en réttarhöld eru að hefjast yfir Salah Abdeslam í Brussel. Abdeslam, sem er 28 ára gamall, er eini árásarmaðurinn sem er á lífi eftir árásina í París 2015. Meira »

Mótmæltu sýningu myndar um hryðjuverkin

29.12. Franska ríkissjónvarpið hefur ákveðið að bíða með sýningar á umdeildri kvikmynd um hryðjuverkin sem framin voru í Bataclan-tónlistarhúsinu í París í nóvember 2015 eftir gagnrýni frá ástvinum þeirra sem létust í árásunum. Meira »

Réttarhöldum yfir Abdeslam frestað

18.12. Réttarhöldum yfir Salah Abdeslam, sem er sá eini af árásarmönnum sem frömdu hryðjuverk í París í nóvember 2015, hefur verið frestað þangað til í febrúar en réttarhöldin áttu að hefjast í Brussel í vikunni. Meira »

„Píslarvottar“ ganga fram af fólki

5.12.2017 Verk danskra myndlistarmanna hefur vakið mikla reiði meðal Frakka og Þjóðverja en þar er myndum af frönsku hryðjuverkamönnunum Ismael Omar Mostefai og Mohammed Atta stillt upp við hlið Martin Luther King og Sókrates í innsetningu sem er tileinkuð píslarvottum. Meira »

Tíu handteknir í sameiginlegum aðgerðum

7.11.2017 Svissneska og franska lögreglan hefur handtekið tíu manns í sameiginlegum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum. Fólkið er á aldrinum 18-60 ára og var handtekið víðvegar um Frakkland og í svissneska bænum Menton, skammt frá ítölsku landamærunum. Meira »

Er Jihad í lagi en ekki Nutella?

24.10.2017 Ákæruvaldið í Frakklandi stendur nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort það sé ásættanlegt að nefna barn Jihad, þegar fjöldi fólks hefur látið lífið í hryðjuverkaárásum sem framdar hafa verið undir borða „heilags stríðs“. Meira »

Samþykkja nýja hryðjuverkalöggjöf

18.10.2017 Franska þingið hefur samþykkt umdeilda hryðjuverkalöggjöf sem veitir yfirvöldum varanlega heimild til að framkvæmda leitir, loka bænhúsum og takmarka ferðafrelsi, svo eitthvað sé nefnt. Meira »

Fimm í haldi vegna sprengjufundar í París

3.10.2017 Franska lögreglan handtók um helgina fimm manns, þar af einn sem er á lista yfir mögulega hryðjuverkamenn, í París. Fólkið var handtekið eftir að heimatilbúin sprengja fannst í einu af fínasta hverfi borgarinnar. Meira »

Auka varnir við Eiffel-turninn

18.9.2017 Unnið er nú að því að auka hryðjuverkavarnir við Eiffel-turninn í Paris og er m.a. verið að setja skothelt gler upp í kringum turninn, sem er einn vinsælasti ferðamannastaður í heimi. Kostnaðurinn við að setja upp skothelt gler umhverfis garðinn sem umlykur Eiffel-turninn er um 30 milljónir evra. Meira »

Ökuníðingurinn handtekinn

9.8.2017 Franska lögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa ekið inn í hóp hermanna í úthverfi Parísar í morgun. Sex hermann slösuðust, þar af tveir alvarlega. Meira »

Rannsakað sem hryðjuverk

9.8.2017 Hryðjuverkadeild skrifstofu saksóknara í París hefur tekið yfir rannsóknina á atvikinu síðan í morgun þar sem bifreið var ekið inn í hóp hermanna í úthverfi Parísar. Meira »

Ók inn í hóp hermanna

9.8.2017 Bifreið var ekið inn í hóp hermanna á vakt í úthverfi Parísar, Levallois-Perret, um átta leytið í morgun. Sex hermenn eru slasaðir þar af tveir alvarlega. Meira »

Ók á miklum hraða í átt að fólkinu

30.6.2017 Maðurinn sem reyndi að keyra inn í hóp múslima við mosku í úthverfi Parísar, Creteil, í gærkvöldi keyrði á miklum hraða upp á gangstéttina en stöplar sem eiga að koma í veg fyrir að bílum sé lagt upp á gangstéttinni komu í veg fyrir að hann næði að keyra á fólkið. Meira »

Reyndi að aka á fólk við mosku í París

29.6.2017 Maður hefur verið handtekinn í París eftir að hafa reynt að aka bifreið inn í hóp fólks fyrir utan mosku í úthverfinu Creteil. Að sögn lögreglu sakaði engan. Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til en hann lenti á tálmum sem reistir höfðu verið fyrir utan bænahúsið. Meira »

18 vígamenn dæmdir í Frakklandi

23.6.2017 Liðsmenn fransks vígahóps voru í gær dæmdir í fangelsi fyrir árás á matvörubúð gyðinga árið 2012. Átján hlutu dóm en tveir voru sýknaðir. Þyngsti dómurinn var 28 ára fangelsi. Meira »

Mörg vopn fundust á heimilinu

20.6.2017 Franska lögreglan hefur fundið að minnsta kosti níu vopn á heimili mannsins sem ók á lögreglubíl á breiðgötunni Champs-Elysees í París í gær. Meira »

Fjórir úr fjölskyldunni í haldi

20.6.2017 Franska lögreglan hefur handtekið fjóra úr fjölskyldu mannsins sem ók á lögreglubifreið við Champs-Elysées breiðgötuna í París síðdegis í gær. Meira »