Hvalveiðar Íslendinga

Ekki nokkur leið að sjá muninn

25.8. „Það er ekki nokkur leið að sjá hvort um er að ræða langreyði eða blending við veiðarnar, en það sést þegar rengið og skíðin eru skoðuð eftir á,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið, en hvalur sem talinn er vera blendingur steypi- og langreyðar veiddist í utanverðum Faxaflóa og var dreginn að landi í Hvalfirði í gærmorgun. Meira »

Sérkennilegur hvalur dreginn að landi

24.8. Sérkennilegur hvalur var dreginn að landi í Hvalstöðinni í morgun. Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar var á staðnum við mælingar. Hanng tilkynnti strax um atvikið og gerði viðeigandi athuganir á dýrinu. Hvalaverndurnarsamtök segja að einnig hafi verið drepin kelfd langreyðarkú og afkvæmi hennar. Meira »

Einn maður í hvalveiðum á Íslandi

23.8. Sigursteinn Másson kom í Ísland í dag og ræddi hvalveiðar við þau Rúnar Frey og Rikku. Sigursteinn segist skynja vaxandi pressu frá alþjóðasamfélaginu um að Íslendingar láti af þessari iðju sem fyrst. Meira »

„Ellefta langreyðarfóstrið í sumar“

21.8. Veiðimenn Hvals hf. hafa veitt ellefu kelfdar langreyðarkýr í sumar. Þetta staðfestir Kristján Loftsson, forstjóri fyrirtækisins, sem segir það hljóta að vera góðar fréttir að kelfdar kýr veiðist. Hvalasérfræðingur segir það ómögulegt að vita hvort langreyðarkýr er kelfd áður en hún er veidd. Meira »

Leggja fram kæru á hendur Hval hf.

9.8. „Það kom í ljós að Hvalur hf. hafði skotið blendingshval. Í framhaldi af því litu menn að því hvort hægt væri að fella slíka hvali undir veiðileyfi Hvals hf. Niðurstaðan var sú að það væri bara heimilt að veiða langreyðar og ekkert annað,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur Jarðarvina. Jarðvinir lögðu í gær fram kæru á hendur Hval hf. Meira »

Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

20.7. „Þegar það koma upp svona mál fer alveg svakalega neikvæð umræða af stað um Ísland sem hefur slæm áhrif. Við missum trúverðugleikann á að við séum að umgangast náttúruna af virðingu,“ segir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Margir hafa afbókað ferðir sínar í kjölfar veiða á blendingshval. Meira »

Blendingurinn fer ekki úr landi

20.7. „Það stendur ekki til að flytja kjötið úr landi,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við mbl.is. Spurningamerki hafa verið sett við hvort heimilt sé að flytja kjöt blendingi langreyðar og steypireyðar úr landi vegna aðildar Íslands að CITES-samningnum. Meira »

Hvalurinn ekki steypireyður

19.7. Hvalurinn sem dreginn var á land í hvalstöðinni í Hvalfirði aðfaranótt 8. júlí síðastliðinn er blendingshvalur en ekki steypireyður. Þetta staðfesti erfðarannsókn á sýni hvalsins. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar var móðirin steypireyður en faðirinn langreyður. Meira »

Mótmæla hvalveiðum

10.6. Boðað var til friðsamlegra mótmæla við hvalveiðum við Reykjavíkurhöfn klukkan 12 í dag og þegar ljósmyndari mbl.is mætti á mótmælin á hádegi voru mættir fimm mótmælendur, fjórar manneskjur og einn hundur. Meira »

Seldi frosið hvalkjöt fyrir rúman milljarð

5.9.2017 Hvalur hf. hagnaðist um tæpa tvo milljarða króna á síðasta fjárhagsári sínu, eða frá 1. október 2015 til 30. september 2016. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi félagsins sem skilað var til Ríkisskattstjóra í síðustu viku. Meira »

Byrja hrefnuveiðar eftir um mánuð

10.3.2017 Hrefnuveiðar í Faxaflóa gætu byrjað eftir rúman mánuð, en tveir bátar verða notaðir til veiða í sumar; Hrafnreyður KÓ og Rokkarinn KE. Það er IP-útgerð sem stendur fyrir veiðunum og vinnslu á afurðum í Hafnarfirði. Meira »

Engar hvalveiðar næsta sumar

9.3.2017 Engar hvalveiðar verða á vegum Hvals hf. í sumar. Að sögn Kristjáns Loftssonar, framkvæmdastjóra Hvals, eru helstu ástæður þessa endalausar hindranir í Japan við innflutning á hvalaafurðum, en Japan er helsta markaðslandið fyrir hvalaafurðir. Meira »

Winter Bay lagt af stað til Japans

2.8.2015 Flutningaskipið Winter Bay sem hlaðið er um 1.700 tonnum af frosnu hvalkjöti frá Íslandi er lagt af stað frá Tromsö Noregi, en skipið hélt af stað á föstudaginn. Leiðinni er heitið norður fyrir Rússland, svokallaða norðausturleið, en hafís getur tálmað för skipa sem reyna að fara þessa leið. Meira »

Undir þrýstingi vegna hvalveiða

11.2.2015 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld finna á ýmsan hátt fyrir aðgerðum Bandaríkjastjórnar gagnvart Íslendingum vegna hvalveiða. Meira »

Fékk skýrslu um aðgerðir gegn Íslandi

10.2.2015 Aðgerðum gegn Íslendingum vegna hvalveiða þeirra er lýst í minnisblaði til Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, dagsettu 23. janúar síðastliðinn, frá þremur bandarískum ráðherrum. Meira »

Hvalveiðar kinnhestur Íslendinga

10.9.2014 Nokkur umhverfis- og dýraverndunarsamtök hvöttu í dag til þess að alþjóðahvalveiðiráðið, viðskiptaþjóðir og fyrirtæki knýi Íslendinga til að láta af hvalveiðum sínum í atvinnuskyni. Styðjast samtökin við skýrslu sem gefin var út í dag um hvalveiðar Íslendinga og viðskipti hvalaafurðir. Meira »

Komnir á fullt aftur

4.9.2014 „Þær hafa gengið illa að undanförnu. Fyrsti túrinn eftir vikulangt stopp vegna brælu var að koma inn,“ segir Gunnlaugur F. Gunnlaugsson, stöðvarstjóri í hvalstöðinni í Hvalfirði, spurður hvernig hvalveiðarnar gangi. Meira »

Afstaðan ræðst ekki af umvöndunum

7.4.2014 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að Íslendingar muni meta hvort rétt sé að veiða hval út frá hagsmunum landsins. Þar verði tekið mið af sjálfbærni, efnahagslegum forsendum og áhrifum á aðrar atvinnugreinar. Meira »

Aðgerðir Bandaríkjanna vonbrigði

2.4.2014 Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það vera vonbrigði að bandarísk stjórnvöld hafi ákveðið að grípa til diplómatískra ráðstafana gagnvart Íslandi. Hann ítrekar þó að veiðarnar séu löglegar samkvæmt alþjóðasamningum. Meira »

Segja Sigmund fara með rangt mál

2.4.2014 Náttúruverndarsamtök Íslands segja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi farið með rangt mál í umræðum um hvalveiðar á Alþingi í dag. Í tilkynningu frá samtökunum segir að rangt sé að Bandaríkjamenn veiði fleiri hvali en aðrir. Meira »

Sigmundur: Ekkert nýtt hjá Obama

2.4.2014 Mikilvægi hvalveiða snýst ekki síst um að verja rétt Íslands til þess að nýta náttúruauðlindir sínar. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, á umræðum á Alþingi í dag. Meira »

Obama vill aðgerðir vegna hvalveiða

2.4.2014 Barack Obama Bandaríkjaforseti undirritaði í gær minnisblað þar sem hann útlistar aðgerðir sem embættismönnum og stofnunum er ætlað að grípa til vegna hvalveiða Íslendinga. Meira »

Hagsmunir vegna hvalveiða verði metnir

31.3.2014 Átta þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að fjármála- og efnahagsráðherra láti fara fram mat á heildarhagsmunum Íslands vegna hvalveiða í íslenskri lögsögu. Meira »

Jaðri við hryðjuverkastarfsemi

25.3.2014 Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hótanir náttúrverndarsamtaka í garð skipafélaga, sem flytja út hvalaafurðir, jaðri við „hryðjuverkastarfsemi“. Þær séu að minnsta kosti mjög alvarlegur rógburður. Meira »

Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga

23.3.2014 Stórar auglýsingar með slagorðum gegn hvalveiðum Íslendinga má nú sjá á strætisvögnum í Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum. Fjöldi félagasamtaka um dýravernd hefur tekið höndum saman um að reka baráttu gegn hvalveiðum Íslendinga og er hvatt til þess að íslenskt sjávarfang sé sniðgengið. Meira »

Grandi tjáir sig ekki um mótmælin

23.3.2014 Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda sér ekki ástæðu til að tjá sig í fjölmiðlum um viðskipti við bandaríska matvælafyrirtækið High Liner, sem leggur hart að Granda að slíta öll tengsl sín við hvalveiðar. Meira »

Íslenskt hvalkjöt veldur usla í Kanada

13.2.2014 Íslendingar og Japanir nota hafnir í Kanada sem umskipunarhafnir fyrir hvalkjöt, segir í frétt Vancouver Sun. Þar kemur fram að kjöt af langreyðum hafi komið til hafnar í Halifax nýverið en Kanadamenn hafi skrifað undir alþjóðlegt samkomulag um að vernda stofninn. Meira »

Veiðar ekki ástæðan fyrir fáum hrefnum

23.7.2013 Þorsteinn Þorbergsson, skipstjóri á Hrafnreyði KÓ 100, segir aðra þætti en hrefnuveiðar hafa áhrif á það hvað lítið sést til hrefnu. Meira »

Tilmæli umhverfisráðherra gegn flutningi hvalkjöts

12.7.2013 Peter Altmeier, umhverfisráðherra Þýskalands, hefur sent yfirvöldum hafna við Norðursjó bréf þar sem hann mælist til þess að þau leyfi „sjálfviljug“ ekki flutning hvalkjöts. Meira »

Fyrsta hrefnan veidd

10.5.2013 Hvalveiðibáturinn Hafsteinn SK veiddi fyrstu hrefna vertíðarinnar í Faxaflóa í gær. Dýrinu verður landað síðar í dag við Hafnarfjarðarhöfn og stefnt verður að því að vinna það strax. Meira »