Hvarf Jamal Khashoggi

„Ekki sáttur“ við útskýringar Sáda

Í gær, 21:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag að hann væri „ekki sáttur“ við útskýringar stjórnvalda í Ríad um það hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lét lífið. Tyrknesk yfirvöld segja að morðið hafi verið þaulskipulagt. Meira »

„Við vitum ekki hvar líkið er“

í fyrradag Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu sagði í viðtali við fréttastofu Fox sjónvarpstöðvarinnarað stjórnvöld í landinu ekki vita hvar lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamal Khasoggis sé að finna. Sagði ráðherrann málið vera „hræðileg mistök“. Meira »

Bretar kaupa ekki skýringar Sádi-Araba

í fyrradag Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála Bretlands, segir skýringar Sádi-Araba á dauða blaðamannsins Jamal Khashoggi ekki trúverðugar og að þeir sem beri ábyrgð verði að svara til saka. Meira »

„Ekki fullnægjandi“ skýringar

í fyrradag Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir útskýringar Sádi-Araba á dauða blaðamannsins Jamal Khashoggi „ekki fullnægjandi,“ en greint var frá því á föstudag að Khashoggi hefði látist eftir átök á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi. Meira »

Ofsóttur af hundraða manna tröllabúi

20.10. Jamal Khashoggi hóf hvern morgun á að skoða símann sinn til að sjá hvaða árásir hefðu verið gerðar á hann meðan hann svaf. Við honum blöstu jafnan verk hers nettrölla á Twitter, sem réðust á hann og aðra sádi-arabíska áhrifamenn sem höfðu vogað sér að gagnrýna ráðamenn Sádi-Arabíu. Meira »

Vill ekki hætta við vopnasamningin við Sáda

20.10. Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði í dag við því að hætt yrði við vopnasölusamning við Sádi-Arabíu. Sagði Trump slíkar aðgerðir munu koma niður á bandarískum störfum, en mikil reiði ríkir nú í alþjóðasamfélaginu vegna dauða sádi-arabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. Meira »

„Verða að svara fyrir gjörðir sínar“

20.10. Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að þeir sem bera ábyrgð á dauða blaðamannsins Jamals Khasoggi verði gerðir ábyrgir. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag ásamt Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, kallar hún eftir auknu gagnsæi sádi-arabískra yfirvalda vegna málsins. Meira »

„Færið okkur Jamal aftur“

20.10. Hópur tyrkneskra blaðamanna í Istanbúl krefst þess að öllum þeim sem komu að morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi með einhverjum hætti verði refsað. Yfirvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu í gær að blaðamaðurinn hefði látist í átökum á ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í Istanbúl Meira »

„Tyrkir munu afhjúpa hvað gerðist“

20.10. Tyrkir hafa lýst því yfir að þeir muni afhjúpa öll smáatriði í tengslum við dauða sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi, eftir að Sádi-Arabar viðurkenndu að hann hefði látist í átökum á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. AFP-fréttastofan greinir frá. Meira »

Segir skýringar Sádi-Araba trúverðugar

20.10. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir skýringar Sádi-Araba á dauða sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi trúverðugar og „mikilvægt fyrsta skref“. Meira »

Khashoggi sagður hafa látist eftir átök

19.10. Sádi-arabíski blaðamaður Jamal Khashoggi lést eftir átök á skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl, að því er sádi-arabíska ríkissjónvarpið greindi frá nú í kvöld. Meira »

Sterkar vísbendingar um ábyrgð prinsins

19.10. Fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI6, John Sawers, segir sönnunargögn benda sterklega til þess að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, standi á bak við morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi Meira »

Fimmtán starfsmenn yfirheyrðir

19.10. Fimmtán starfsmenn sádi-arabísku ræðismannsskrifstofunnar í Istanbúl voru yfirheyrðir af saksóknurum í dag vegna hvarfs blaðamannsins Jamal Khashoggi. Meira »

Neita að afhenda Pompeo upptökuna

19.10. Tyrknesk stjórnvöld hafa neitað að afhenda Mike Pompeo eða nokkrum öðrum bandarískum ráðamanni upptöku sem tengist rannsókninni á hvarfi sádi-arabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. Meira »

Leita Khashoggi í skógi

19.10. Tyrkneska lögreglan, sem rannsakar hvort sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur, leitar hans nú í skógi skammt frá Istanbul. Heimildir BBC herma að líki hans hafi jafnvel verið komið þar fyrir eða á ræktuðu svæði þar skammt frá. Meira »

Mnuchin og Fox fara ekki til Ríad

18.10. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Liam Fox, ráðherra alþjóðaviðskipta í bresku stjórninni, hafa tilkynnt að þeir séu hættir við þátt­töku í stórri fjár­fest­ing­ar­ráðstefnu í Sádi-Ar­ab­íu í næstu viku vegna hvarfs blaðamanns­ins Jamal Khashoggi. Meira »

Hættir við að mæta á ráðstefnuna

18.10. Franski efnahagsmálaráðherrann, Bruno Le Maire, hefur ákveðið að hætta við þátttöku í stórri fjárfestingarráðstefnu í Sádi-Arabíu í næstu viku vegna hvarfs blaðamannsins Jamal Khashoggi. Meira »

Biðja um upptöku í máli Khashoggi

17.10. Bandaríkjamenn hafa beðið Tyrki um að fá upptöku sem er sögð hafa að geyma sannanir fyrir því að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið drepinn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í borginni Istanbúl. Meira »

Böndin sögð berast að krónprinsinum

17.10. Böndin sem tengja Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, við hvarf blaðamannsins Jamal Khashoggis, verða æ sterkari. Einn 15 menninganna, sem taldir eru tengjast hvarfi hans hefur reglulega sést í fylgd prinsins og þrír til viðbótar eru sagðir tengjast öryggisteymi hans. Meira »

Pompeo kominn til Ankara

17.10. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, er kominn til höfuðborgar Tyrklands, Ankara, til þess að ræða við forseta landsins, Recep Tayyip Erdogan. Meira »

Húsleit líka gerð í sendiráðsbústaðnum

16.10. Leitin sem tyrkneska rannsóknarlögreglan framkvæmdi í gær á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu verður víkkuð út í dag og mun nú einnig taka til ræðismannsbústaðarins og nokkurra bifreiða. Þá sagði Tyrklandsforseti lögreglu nú rannsaka eiturefni sem fundust á skrifstofunni. Meira »

Tóku sýni úr garði skrifstofunnar

16.10. Hópur tyrkneskra rannsóknarlögreglumanna og fulltrúar saksóknara leituðu á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbul í gærkvöldi og nótt. Alls voru þeir átta klukkustundir á skrifstofunni og tóku með sér sýni, svo sem úr mold úr garði byggingarinnar. Meira »

Myrtu stjórnlausir morðingjar Khashoggi?

15.10. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið í skyn að „stjórnlausir morðingjar“ standi á bak við hvarf sádi-arabíska blaðamannsins Jamal Khashoggis. Trump lét þessi orð falla eftir símtal sem hann átti við Salm­an Sáda­kon­ung­ sem hann sagði harðneita að vita hvað hafi orðið af Khashoggi. Meira »

Fá leitarheimild á ræðismannsskrifstofunni

15.10. Tyrknesk yfirvöld hafa fengið heimild til að leita á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í dag vegna hvarfs sádi-ar­ab­íska rann­sókn­ar­blaðamanns­ins Jamal Khashogg­is, sem tyrk­nesk yf­ir­völd telja hafa verið myrt­an. Frá þessu er greint í tyrkneskum fjölmiðlum sem hafa heimildir sínar frá ónefndum embættismönnum. Meira »

Ferðamenn í hárígræðsluferðum?

15.10. Umfjöllun sádi-arabískra fjölmiðla um hvarf sádi-arabíska rannsóknarblaðamannsins Jamal Khashoggis, sem tyrknesk yfirvöld telja hafa verið myrtan, er með töluvert öðru sniði en annars staðar. Samsæri Katara og ferðamenn í hárígræðsluferðum eru meðal þeirra kenninga sem þar þykja líklegar. Meira »

Sádakonungur hringdi í Erdogan

14.10. Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands og Salman Sádakonungur ræddu mál blaðamannsins Jamal Khashoggi símleiðis í dag. Samkvæmt heimildarmanni nákomnum Tyrklandsforseta ræddu þeir um að „varpa ljósi“ á mál Khashoggi og stofnun sameiginlegs aðgerðahóps Tyrkja og Sádi-Araba vegna málsins. Meira »

Krefjast rannsóknar á hvarfi Khashoggi

14.10. Bretland, Frakkland og Þýskaland hafa krafist þess að ljósi sé varpað á mál Jamal Khashoggi. Leiðtogar þjóðanna krefjast ítarlegrar rannsóknar á hvarfi hans. Meira »

Refsingum mætt með stærri aðgerð

14.10. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu segja að þau muni bregðast hvers konar efnahagslegum og pólitískum hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Jamal Khashoggi sem hvarf sporlaust í byrjun mánaðarins. Verði þeim refsað vegna málsins munu þau svara með umfangsmeiri aðgerðum. Meira »

Íhuga sniðgöngu vegna Khashoggi

14.10. Bandarísk og bresk stjórnvöld íhuga að sniðganga stóra alþjóðlega ráðstefnu sem á að fara fram í Sádi-Arabíu vegna hvarfsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Meira »

Sádar sýni engan samstarfsvilja

13.10. Utanríkisráðherra Tyrklands, Mevlut Cavusoglu, sakar Sádi-Araba um að sýna ekki samstarfsvilja varðandi rannsókn tyrkneskra yfirvalda á hvarfi sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. Hann óskar eftir því að yfirvöld í Sádi-Arabíu veiti Tyrkjum aðgang að sendiskrifstofu Sáda í Istanbúl. Meira »