Morðið á Jamal Khashoggi

Hylma ekki yfir morðið á Khashoggi

11.2. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vísar því á bug að stjórnvöld í Washington reyni að „hylma yfir“ morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Meira »

Vonar að Trump skipti um skoðun

8.2. Unnusta Jamal Khashoggi vonar að þrýstingur frá Bandaríkjaþingi muni hvetja ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að taka með aukinni festu á morðinu á sádiarabíska blaðamanninum. Meira »

Hindruðu rannsókn á morði Khashoggis

7.2. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu bæði „hindruðu og grófu undan“ rannsókn tyrkneskra yfirvalda á morðinu á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Þetta er er mat sérfræðings Sameinuðu þjóðanna samkvæmt frumdrögum skýrslu um morðið. BBC greinir frá. Meira »

Gagnrýnir þögn Bandaríkjamanna

3.2. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti gagnrýndi í dag Bandaríkin fyrir þögn þeirra gagnvart morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khasoggi. Meira »

40 drepnir og 850 handteknir í Venesúela

29.1. 40 manns hið minnsta hafa farist í átökum mótmælenda og öryggissveita Nicolasar Maduro forseta Venesúela undanfarna daga. Þar af hafa 26 manns verið skotnir til bana af öryggissveitum, að sögn Rupert Colville, talsmanns mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá hafa 850 manns verið hnepptir í varðhald. Meira »

Khashoggi-skýrslan tilbúin í maí

29.1. Lögfræðingur sem Sameinuðu þjóðirnar fengu til þess að rannsaka morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi á von á því að kynna skýrslu sína um málið í lok maí. Meira »

Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hafin

28.1. Alþjóðleg rannsókn Sameinuðu þjóðanna á morðinu á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hófst formlega í dag þegar Agnes Callamard, mannréttindasérfræðingur SÞ, hitti Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í Ankara í dag. Meira »

Morðingjar Khashoggi sæti ábyrgð

13.1. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst biðja krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, að tryggja að morðingjar blaðamannsins Jamal Khashoggi verði látnir sæta ábyrgð fyrir gjörðir sínar. Meira »

Fer fram á dauðarefsingu

3.1. Ríkissaksóknari í Sádi-Arabíu fer fram á dauðarefsingu yfir fimm af þeim ellefu sem ákærðir eru fyrir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Réttarhöld í málinu hófust í Ríad í morgun. Meira »

Netflix lokar á spjallþátt í Sádi-Arabíu

2.1. Streymisveitan Netflix hefur fjarlægt nýjasta þátt í spjallþáttaröð bandaríska uppistandarans Hasan Minhaj í Sádi-Arabíu. Yfirvöld í Sádi-Arabíu kvörtuðu yfir þættinum vegna gagnrýni í garð krónprinsins og stjórnvalda vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Meira »

Sagðir sjást bera líkamshluta Khashoggis

31.12. Tyrknesk sjónvarpsstöð hefur sýnt myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem sýnir menn bera töskur og poka, sem stöðin segir að innihaldi líkamshluta sádiarabíska blaðamannsins Jamals Khashoggis. Meira »

Fordæma samþykkt öldungadeildarinnar

17.12. Sádi-Arabar hafa fordæmt samþykkt öldungadeildar Bandaríkjaþings um að binda endi á hernaðarstuðning Bandaríkjanna við hernað undir stjórn Sádi-Araba í Jemen. Meira »

Vill trúverðuga rannsókn á morðinu

16.12. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í dag eftir trúverðugri rannsókn á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbúl. Sagði hann nauðsynlegt að trúðverðug rannsókn ætti sér stað og að þeir sem væru fundnir sekir myndu sæta refsingu. Meira »

„Ég kann að skera“

14.12. Einn af þeim sem komu að morðinu á sádiarabíska blaðamanninum, Jamal Khashoggi, heyrist segja: „Ég kann að skera,“ á hljóðupptöku af morðinu, sem tyrknesk yfirvöld hafa látið í hendur bandarískra og evrópskra embættismanna. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, greindi frá þessu í dag. Meira »

Lokaorð Khashoggis: „Ég get ekki andað“

10.12. „Ég get ekki andað.“ Þetta voru síðustu orð sádi-arabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi er hann var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í byrjun októbermánaðar, að því er fréttastofa CNN hefur eftir heimildamanni. Meira »

Framselja ekki meinta morðingja

9.12. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Adel al-Jubeir, hafnaði í dag kröfum forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, um að þeir sem grunaðir eru um morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi verði framseldir. „Við framseljum ekki okkar eigin ríkisborgara,“ sagði al-Jubeir á fréttamannafundi í Riyadh fyrr í dag. Meira »

Krónprins í kröppum dansi

9.12. Þrátt fyrir að flest líti út fyrir að krónprins Sádi-Arabíu hafi fyrirskipað morðið á Jamal Khashoggi virðist ólíklegt að hann verði látinn svara til saka. Krónprinsinn hefur þó ekki bara verið gagnrýndur vegna meintrar aðildar sinnar að morðinu heldur einnig vegna ástandsins í Jemen. Meira »

Vilja handtaka ráðgjafa krónprinsins

5.12. Tyrkneskur saksóknari hefur farið fram á að tveir nánir samstarfsmenn sádiarabíska krónprinsins, Mohammed bin Salman, verði handteknir vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi í Istanbul 2. október. Meira »

„Brjálaður“ krónprins tengdur við morðið

4.12. Tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins sögðu í dag að það væri ekki vafi í þeirra huga að Mohamm­end bin Salm­an, krón­prins Sádi-Ar­ab­íu, sé tengdur við morðið á sádi-ar­ab­íska blaðamann­in­um Jamal Khashoggi. Meira »

Haspel kemur fyrir Bandaríkjaþing

4.12. Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), kemur fyrir Bandaríkjaþing í dag þar sem hún mun fara yfir atburðarrásina sem leiddi til morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Haspel mun einnig hitta leiðtoga öldungadeildarþingsins. Meira »

Nefna sendiráðsgötuna eftir Khashoggi

3.12. Hverfisráð í þeim hluta Washington þar sem sendiráð Sádi-Arabíu er til húsa samþykkti í síðustu viku að gatan sem sendiráðið stendur við verði nefnd Jamal Khashoggi Way. Vilja þeir með því koma sádi-arabískum ráðamönnum í skilningu um að morðið á Khashoggi sé ekki gleymt. Meira »

Sendi 11 skilaboð fyrir morðið

1.12. Á þeim klukkustundum áður en blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur sendi krónprins Sádi-Arabíu að minnsta kosti 11 skilaboð til nánasta ráðgjafa síns, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa skipulagt morðið. Meira »

Vilja nefna götu í höfuðið á Khashoggi

30.11. Hugmyndir eru uppi um að endurnefna götu fyrir utan sendiráð Sádi-Arabíu í borginni Washington í höfuðið á blaðamannsinum sáluga Jamal Khashoggi. Meira »

Öldungadeildin gengur gegn Trump

29.11. Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að leggja fram tillögu um að Bandaríkin hætti stuðningi við hersveitir Sádi-Araba í Jemen. Gengur þetta gegn skoðunum Bandaríkjaforseta og ráðherra. Meira »

Ekkert sem tengir krónprinsinn við morðið

28.11. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir ekkert hafa komið fram sem sýni fram á að Mohammed Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Meira »

„Farðu burt morðingi“

27.11. Hundruð mótmæltu komu Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, til Túnis í dag. Greint var frá komu krónprinsins, sem fer í raun með stjórn Sádi-Arabíu, með skömmum fyrirvara. „Farðu burt morðingi,“ hrópuðu mótmælendur, en þetta eru önnur mótmælin gegn krónprinsinum á jafnmörgum dögum. Meira »

Óvíst með ábyrgð krónprinsins

23.11. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) saki ekki krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, um að bera ábyrgð á morðinu á Jamal Khashoggi. Meira »

Bannað að gagnrýna krónprinsinn

22.11. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Adel al-Jubeir, var við því að gagnrýna krónprins landsins, Mohammed bin Salman, og að kröfur um að hann verði látinn sæta ábyrgð fyrir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi verði ekki liðnar. Meira »

Pyntaðar í boði yfirvalda í Sádi-Arabíu

21.11. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa fangelsað að minnsta kosti tíu konur og sjö karla sem þau segja ógn við þjóðaröryggi en fólkið hefur tekið þátt í starfi mannúðarsamtaka. Fólkið hefur verið pyntað og beitt öðru ofbeldi í varðhaldi. Meira »

Segja Trump svíkja bandarísk gildi

21.11. Yfirlýsing Donald Trumps Bandaríkjaforseta um áframhaldandi stuðning stjórnvalda við ráðamenn í Sádi-Arabíu hefur vakið töluverð viðbrögð í Bandaríkjunum. Segja fjölmiðlar forsetann hafa svikið bandarísk gildi með yfirlýsingu sinni og sýnt einræðisherrum heims hversu langt þeir geti gengið. Meira »