Hvarf níu ára gamallar stúlku - Maëlys de Araujo

Skrímslið tjáði sig loksins

16.2. Vinnufélagar móður Maelys de Ar­aujo, sem var myrt og líkamsleifar hennar fundust í vikunni, hafa ákveðið að gefa móðurinni hluta af fríi sem þeir eiga inni í vinnunni. Hún fær því tæplega þriggja ára frí. Meira »

Líkamsleifar frönsku stúlkunnar fundnar

14.2. Líkamsleifar níu ára gamallar franskrar stúlku, Maelys de Araujo sem hvarf úr brúðkaupi í bænum Pont-de-Beau­vois­in, aðfar­arnótt 27. ág­úst síðastliðinn, hafa fundist en saksóknari greindi frá því í dag. Meira »

Draga úr leit að 9 ára stúlku sem hvarf

12.9. Franska lögreglan hefur ákveðið að draga úr leit að níu ára gamalli stúlku, Maelys de Araujo, sem hvarf úr brúðkaupi í bænum Pont-de-Beauvoisin, aðfararnótt 27. ágúst síðastliðinn. Meira »

Segir Maëlys hafa farið inn í bíl sinn

4.9. Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að ræna 9 ára franskri stúlku, Maëlys de Ar­aujo, sem hvarf í brúðkaupi um síðustu helgi hefur viðurkennt við yfirheyrslur að hún hafi komið inn í bíl sinn. Hann neitar hins vegar alfarið að hafa rænt henni. Ekkert hefur spurst til Maëlys þrátt fyrir ítarlega leit. Meira »

Ákærður fyrir að ræna Maëlys

4.9. Franska lögreglan hefur ákært mann fyrir að ræna hinni níu ára Maëlys de Araujo sem hvarf í fjölskyldubrúðkaupi um síðustu helgi. Ekkert hefur til hennar spurst síðan þrátt fyrir ítarlega leit. Meira »

Kafarar leita litlu stúlkunnar

3.9. Kafarar eru að leita á nýju svæði af Maëlys de Araujo, níu ára gamallar stúlku, sem hvarf fyrir viku síðan úr brúðkaupsveislu í frönsku Ölpunum. Meira »

Ekkert bólar á níu ára stúlkunni

2.9. Lögreglan í Frakklandi hefur sleppt tveimur sem grunaðir voru um að tengjast hvarfi hinnar níu ára Maelys de Araujo sem sást síðast aðfaranótt sunnudags í brúðkaupi frænku hennar. Mikil geðshræring greip um sig í brúðkaupinu þegar hvarfið kom í ljós en brúðkaupið var haldið í bænum Isére í frönsku Ölpunum. Meira »

Tveir í haldi vegna hvarfs stúlkunnar

1.9. Franska lögreglan hefur handtekið annan mann í tengslum við hvarf Maëlys de Araujo í brúðkaupsveislu í frönsku Ölpunum um síðustu helgi. Araujo er níu ára gömul og er eins og jörðin hafi gleypt hana. Meira »

Maður handtekinn vegna hvarfs Araujo

31.8. Lögreglan í Frakklandi hefur handtekið mann í tengslum við hvarf 9 ára stúlku úr brúðkaupi í þorpinu Pont-de-Beauvoisin á sunnudag. Leit að stúlkunni stendur enn yfir í skóglendinu umhverfis þorpið, sem liggur um 50 km norður af Grenoble. Meira »

Eins og jörðin hafi gleypt hana

30.8. Ekkert hefur spurst til níu ára gamallar stúlku, Maëlys De Araujo, síðan aðfaranótt sunnudags en leit hófst að nýju snemma í morgun í Pont-de-Beauvoisin (Isère). Meira »

Leita 9 ára stúlku sem hvarf í brúðkaupi

29.8. Áhyggjur fara nú vaxandi í Frakklandi af örlögum níu ára stúlku sem hvarf í brúðkaupi í austurhluta Frakklands. Stúlkan Maëlys De Araujo, sem er 9 ára, sást síðast í barnaherberginu á staðnum um þrjúleytið aðfaranótt sunnudags. Meira »