Hvítabjörn á Melrakkasléttu

Leit að hvítabirni endanlega lokið

11.7. Leit að hvítabirninum sem tilkynnt var um á Melrakkasléttu á mánudag er lokið. Leitinni lauk klukkan hálffimm í gær eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar hafði flogið yfir svæðið þar sem tilkynnt var um björninn. Ekki stendur til að halda henni áfram. Meira »

Mynstur í komu hvítabjarna

10.7. „Áður fyrr þá komu hvítabirnir langoftast ef það var mjög mikill hafís en núna virðumst við vera komin inn í tímabil þegar birnir koma helst þegar hafísinn hverfur mjög hratt undan þeim,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir, landfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is. Meira »

Bjarnarleitinni lokið að sinni

10.7. Leit að hvítabirninum á Melrakkasléttu lauk um klukkan 16:30 í dag, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Ekkert hefur sést til hvítabjarnar á svæðinu og leitinni er lokið að sinni. Meira »

„Ég sá alla vega eitthvað stórt“

10.7. „Vinur minn öskrar á okkur að það sé hvítabjörn beint fyrir framan okkur og byrjar að hlaupa í burtu,“ segir David Zehla leiðsögumaður, sem var að veiða silung í Hraunhafnará í gærkvöldi með frönskum vinum sínum þegar þeir komu auga á fyrirbæri sem leit út fyrir að vera hvítabjörn. Meira »

Þyrlan flýgur aftur yfir Melrakkasléttu

10.7. Lögreglan á Norðurlandi eystra óskaði eftir því í morgun við Landhelgisgæsluna að þyrla hennar myndi ásamt lögreglu aftur fljúga yfir svæðið þar sem tilkynnt var um hvítabjörn á Melrakkasléttu í gær. Meira »

Tíðindalaust af bjarndýrsvaktinni

10.7. Engar tilkynningar hafa borist til lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt um ísbjörn á Melrakkasléttu, að sögn varðstjóra. Flogið var yfir svæðið í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um að mögulega hefði sést til hvítabjarnar nyrst á Melrakkasléttu eða suður af Hraunhafnarvatni. Meira »

Ekki hefur sést til bjarndýrs

10.7. Þyrlu Landhelgisgæslunnar var snúið til Akureyrar um klukkan hálfeitt í nótt en ekkert hafði þá sést til bjarndýrs á Melrakkasléttu, sem franskir veiðimenn tilkynntu um í gærkvöldi. Farið verður yfir stöðuna í fyrramálið og hún endurmetin. Meira »

Fjöldi fólks fylgist með leitinni

9.7. Fjölda fólks hefur drifið að á Melrakkasléttu þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar sveimar yfir og leitar að hvítabirni. Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust upplýsingar um sjöleytið um að bjarndýr hefði sést nyrst á Mel­rakka­sléttu eða suður af Hraun­hafn­ar­vatni. Meira »

Tilkynnt um hvítabjörn á Melrakkasléttu

9.7. Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust um sjöleytið í kvöld upplýsingar um að síðdegis í dag hafi sést til hvítabjarnar nyrst á Melrakkasléttu eða suður af Hraunhafnarvatni. Meira »