Íbúðir FEB í Breiðholti

„Ómöguleiki“ sé fyrir afhendingu

13.8. Lögmaður Félags eldri borgara segir að „ómöguleiki“ sé fyrir afhendingu íbúða í blokkinni að Árskógum 1-3 í Mjóddinni, þar sem enn eigi eftir að gera upp við verktaka. Lögmenn kaupenda segja þessar varnir ekki halda vatni. Meira »

FEB fær viku til að skila greinargerð

13.8. Tvö mál eldri borgara sem krefjast þess að fá afhenta lykla að íbúðum sínum í Árskógum 1-3 í Mjódd voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Félag eldri borgara fær eina viku til þess að gera grein fyrir vörnum sínum í málinu. Meira »

Slá af kröfum um 149 milljónir

12.8. Félag eldri borgara hefur lagt fram sáttatilboð til kaupenda íbúða félagsins í Árskógum. Sá aukakostnaður sem kaupendur verða krafnir um verður lækkaður um 149 milljónir. Meira »

„Hvernig gat þetta gerst“

10.8. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara (LEB) og fyrrverandi formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), segist hafa „ofboðslegar áhyggjur“ vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í máli FEB vegna íbúða félagsins í Árskógum. Meira »

Krefjast þess fyr­ir dómi að fá lykl­ana

9.8. Kaupendur tveggja íbúða Félags eldri borgara við Árskóga í Reykjavík lögðu í dag fram aðfararbeiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur. Er þess þar krafist að þeir fái íbúðirnar afhentar sem fyrst enda hafi þeir uppfyllt kaupsamning og greitt af íbúðinni í samræmi við hann. Meira »

Upplýsingar um úthlutun ekki fengist

9.8. Ekki hafa fengist upplýsingar um fyrirkomulag úthlutunar íbúða í tveimur fjölbýlishúsum við Árskóga 1-3 þar sem FEB bauð félagsmönnum sínum að kaupa íbúðir. Ljóst varð í síðustu viku að íbúðirnar myndu hækka í verði og hafa kaupendur upp frá því fundað með fulltrúum FEB. Meira »

Ótímabær umræða um afsagnir

8.8. Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, segir ótímabært að ræða það hvort stjórnarmenn í félaginu segi af sér vegna deilna sem komnar eru upp um verð á nýjum íbúð félagsins í Árskógum í Breiðholti. Meira »

Árskógar ekki ástæða til endurskoðunar

8.8. Ekki er ástæða til að breyta fyrirkomulagi úthlutunar lóða og samningum Reykjavíkurborgar að sögn Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, formmanns skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, í kjölfar þess að deilur hafa risið um íbúðir Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni við Árskóga 1-3. Meira »

Mistök að gefa upp verðið of snemma

8.8. Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, segir að enginn sé knúinn til að samþykkja breytt verð á íbúð en að verðhækkun hafi verið nauðsynleg til að koma til móts við aukinn kostnað. Meira »

Neytendasamtökin funda með FEB

8.8. Neytendasamtökin funda með fulltrúum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni síðar í dag vegna íbúða FEB við Árskóga sem ekki hafa fengist afhentar kaupendum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir málið allt hið skringilegasta. Meira »

Fékk lykla ekki afhenta í dag

7.8. „Við gáfum þeim frest til dagsins í dag til að afhenda lyklana og ég var boðaður á fund með lögmanni félagsins og stjórnarmanni,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður eins kaupanda íbúðar í Árskógum, sem Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur reist. Meira »

Verktakinn aldrei lent í öðru eins

7.8. Samkvæmt upplýsingum frá verktakanum MótX sem stóð að byggingu 68 íbúða í Árskógum fyrir hönd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) skýrist mikil hækkun á kaupverði íbúðanna ekki af kostnaðarauka, eins og FEB hefur haldið fram. Meira »

Fjórar íbúðir afhentar í kvöld

6.8. 17 af 23 kaupendum íbúða fyrir eldri borgara við Árskóga hafa nú samþykkt breytta skilmála, sem kveða á um hærri greiðslur fyrir íbúðirnar en áætlað var. Fjórir fá íbúðir sínar afhentar í kvöld. Meira »

Sofa á dýnu í herbergi barnabarnanna

6.8. Eldri borgarar gista á dýnu í herbergi barnabarna sinna vegna stöðunnar sem upp er komin með íbúðir Félags eldri borgara í Mjóddinni. Dóttir þeirra kallar eftir því að farin verði sáttaleið. Lögmaður segir að gömlu fólki hafi verið stillt upp við vegg á fundi með framkvæmdastjóra FEB. Meira »

Tíu hafa samþykkt að greiða meira

6.8. Um tíu einstaklingar höfðu samþykkt að greiða hærra verð en upphaflega var samið um fyrir íbúð á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) þegar Morgunblaðið heyrði í til Ellerti B. Schram, formanni FEB, í gær. Meira »

Íhuga hópmálsókn gegn FEB

3.8. Hópmálsókn er til skoðunar á hendur Félagi eldri borgara vegna hækkunar á verði 68 íbúða á vegum félagsins við afhendingu. Félagið hefur gefið út að vanáætlun fjármagnskostnaðar vegna lengri framkvæmdatíma sé ástæðan. Meira »

Vanáætlun veldur hækkun á íbúðum

2.8. Ófyrirséður kostnaðarauki veldur því að hækka þarf verð íbúða á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni í Árskógum í Reykjavík að því er fram kemur í bréfi sem var sent kaupendum í gær. Meira »

Fyrsta skóflustungan tekin í Árskógum

14.6. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta, tóku fyrstu skóflustunguna við byggingu fjölbýlishúsa með 72 íbúðum í Árskógum í Mjódd í dag. Meira »