Ímon-málið

„Lítur ekki vel út“

9.2.2017 Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, krefst þess að tvö dómsmál hans verði tekin að nýju upp fyrir dómi. „Ég held svona að hlutrænt séð, þegar þú tapar einhverjum milljónum á falli Landsbankans, þá sértu vanhæfur. Þetta eru miklar fjárhæðir,“ segir lögmaður Sigurjóns. Meira »

Heildardómurinn 5 ára fangelsi

4.2.2016 Heildardómur yfir Sigurjóni Árnasyni, fyrrum bankastjóra Landsbankans, í báðum markaðsmisnotkunarmálunum sem dæmt hefur verið í í Hæstarétti er samtals 5 ára fangelsi, en málinu var skipt í héraðsdómi í Ímon-málið (söluhliðin) og markaðsmisnotkunarmálið (kauphliðin). Dæmt hefur verið í báðum málum. Meira »

Viku „freklega“ frá kröfum

8.10.2015 Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir hlutu að gera sér grein fyrir að þau viku freklega frá því sem krafðist var af störfum þeirra fyrir bankann þegar þau veittu félaginu Imon lán fyrir hlutabréfum í bankanum. Þetta er mat Hæstaréttar í dómi sem hann felldi yfir þeim í dag. Meira »

Sigurjón í 3½ árs fangelsi

8.10.2015 Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landabankans, var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Ímon-málinu svokallaða. Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans var dæmd í 18 mánaða fangelsi. Þau höfðu bæði verið sýknuð í héraðsdómi. Meira »

Tímavörðurinn í Hæstarétti

21.9.2015 Lögmenn komast svo sannarlega ekki upp með að fara yfir fyrirfram ákveðinn tíma sinn í málflutningi í Hæstarétti þegar Markús Sigurbjörnsson, hæstaréttardómari, er við stjórnvölin. Þetta kom vel í ljós í málflutningi Ímon-málsins í dag. Meira »

Al Thani-málið ekki fordæmi

21.9.2015 Ákvæði laga um markaðsmisnotkun tekur ekki til lánveitingar og því nær það ekki til aðkomu Elínar Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs hjá Landsbankanum, í Ímon-málinu. Þetta sagði Helga Melkorka Óttarsdóttir, verjandi Elínar, í málflutningi sínum fyrir Hæstarétti í dag. Meira »

„Hafa verið eins og útlagar“

21.9.2015 Þau grundvallaratriði sem réttarríkið á að tryggja borgurum gegn valdhöfum voru ekki í heiðri höfð við rannsókn og ákærutímabil í Ímon-málinu svokallaða. Gefið var í skyn að brot hefðu átt sér stað og jafnvel talað um „stóra svikamyllu,“ langt áður en ákært var í málinu. Meira »

Viðskiptin ekki „business as usual“

21.9.2015 Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari í Ímon-málinu, sagði í málflutningi sínum fyrir Hæstarétti að svo liti út að viðskiptin með hlutabréf í Landsbankanum fyrir hrun, af hálfu bankans sjálfs, hafi verið einhverskonar „fiff“ og líkt því sem virðist hafa verið í öðrum bönkum á þessum tíma. Meira »

Ímon-málið hefst í Hæstarétti

21.9.2015 Flutningur á Ímon-málinu svokallaða fyrir Hæstarétti hófst í morgun, en þar eru Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri og Steinþór Gunnarsson, fyrrum forstöðumaður verðbréfamiðlunar, ákærð fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun Meira »

Imon-málið fyrir Hæstarétt í september

17.7.2015 Imon-málið svonefnda verður tekið fyrir í Hæstarétti 21. september næstkomandi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í júní á síðasta ári þau Sigurjón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóra Lands­bank­ans, og Sigríði Elínu Sig­fús­dótt­ur, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækjasviðs bank­ans. Meira »

Allar líkur á samþykki dómara

12.6.2014 Sérstakur saksóknari hefur hvorki krafist úrskurðar um símhlustun né til öflunar gagna um símnotkun vegna rannsókna sinna frá árinu 2012. Hann hefur ekki upplýsingar um hversu mörgum kröfum var hafnað en segir allar líkur til þess að dómari samþykki kröfur embættisins. Meira »

Ætluð brot löngu fyrnd

10.6.2014 Ríkissaksóknari segir að ekki sé efni til að rannsaka frekar ætluð brot starfsmanna embættis sérstaks saksóknara varðandi hlustanir á símtölum verjenda og sakborninga í Imon-málinu enda ætluð brot fyrnd. Meira »

Ekki myndist skjól fyrir hlerunum

8.6.2014 Verklag við hleranir verður endurskoðað hjá embætti sérstaks saksóknara í kjölfar staðhæf­ingar dóm­ara í Imon-mál­inu að lög hafi verið brotin þegar hlustað var á sím­töl sak­born­inga og verj­enda þeirra. Þetta segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í viðtali við mbl.is Meira »

Kerfisbundin „mistök“ saksóknara

7.6.2014 Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar kærði í fyrra rannsóknaraðgerðir sérstaks saksóknara til ríkissaksóknara, þ.e. hlerun og geymslu samtala á milli hans og Hreiðars. Saksóknari hélt því fram að um misgáning hafi verið að ræða og tók ríkissaksóknari það gott og gilt, án rannsóknar. Meira »

„Þetta eru alvarleg brot“

6.6.2014 „Við höfum verið að ræða þetta lögmenn sem voru hleraðir og það á eftir að skoða þetta betur og nákvæmlega,“ segir Sigurður G. Guðjónsson um þá staðhæfingu dómara að sérstakur saksóknari hafi brotið lög þegar hlustað var á sím­töl sak­born­inga og verj­enda og upp­tök­um ekki fargað. Meira »

Steinþór áfrýjar dómnum

5.6.2014 Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem dæmdur var í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, ætlar að áfrýja dómnum. Lögmaður hans segir Steinþór ekki hafa verið í löggæsluhlutverki innan bankans. Meira »

Sérstakur saksóknari braut lög

5.6.2014 Héraðsdómur Reykjavíkur getur þess sérstaklega í niðurstöðum dóms í Imon-málinu svonefnda að sérstakur saksóknari hafi brotið gegn lögum þegar hlustað var á símtöl sakborninga og verjenda þeirra og þegar upptökum símtalanna var ekki fargað. Meira »

Þrír mánuðir en ekki 31 ár í fangelsi

5.6.2014 Sérstakur saksóknari krafðist þess að sjö sakborningar í Aurum-málinu og Imon-málinu yrðu dæmdir samtals í 31 ár í fangelsi. Verði niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur staðfest í Hæstarétti skilaði þessi krafa níu mánaða fangelsi, þar sem sex mánuðir eru bundnir skilorði. Meira »

„Ég er bara mjög hissa á þessu“

5.6.2014 „Ég er bara mjög hissa á þessu,“ sagði Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi for­stöðumaður verðbréfamiðlun­ar Landsbankans, þegar dómur yfir honum hafði verið kveðinn upp. Beindi hann orðum sínum til dómara málsins. Steinþór var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af voru sex mánuðir bundnir skilorði. Meira »

Steinþór dæmdur í fangelsi

5.6.2014 Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans voru sýknuð í svonefndu Imon-máli. Steinþór Gunnarsson, fv. forstöðumaður verðbréfamiðlunar, var hins vegar dæmdur í níu mánaða fangelsi, sex eru skilorðsbundnir. Meira »

„Eins og ekkert hafi breyst“

7.5.2014 „Á síðasta deginum er eins og ekkert hafi breyst. Þetta er eins og við fyrstu yfirheyrsluna 2009 þegar menn voru með kolvitlausar lánareglur og ég var að reyna skýra þetta fyrir þeim,“ sagði Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, í ávarpi sínu við lok aðalmeðferðar í Imon-málinu svonefnda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meira »

Skipað að hundelta bankamenn

6.5.2014 „Þegar ókyrrð skapast fara áhættusæknir menn á kreik, menn sem sjá tækifæri í því að koma inn í hlutafjárkaup,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fv. bankastjóra Landsbankans, við aðalmeðferð í Imon-málinu. Sigurður sagði ljóst að sýkna bæri Sigurjón og aðra sakborninga. Meira »

Vítahringur refsiverðrar háttsemi

5.5.2014 Sérstakur saksóknari krefst þess að Sigurjón Þ. Árnason, fv. bankastjóri Landsbankans, verði dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir aðkomu sína að svonefndu Imon-máli. Þá er þess krafist að fv. framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og fv. forstöðumaður verðbréfamiðlunar verði dæmdir í fjögurra ára fangelsi. Meira »

Vitnum bar ekki saman

30.4.2014 Talsverður munur var á framburði vitna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun varðandi lánveitingu Landsbankans til félagsins Azalea Rescources til kaupa á hlut í Landsbankanum rétt fyrir fall hans. Meðal annars hvers vegna ákveðið var að lánið kæmi frá bankanum en ekki Landsbankanum í Lúxemburg. Meira »

Kom hvergi nálægt viðskiptunum

29.4.2014 „Ég var ekki að þrýsta á stjórnendur bankans að gera eitt eða neitt,“ sagði Björgólfur Thor Björgólfsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun við aðalmeðferð svokallaðs Ímon-máls. Hann hafi þannig hvergi komið að lánveitingum til félagsins Ímons ehf. í eigu Magnúsar Ármanns fjárfestis. Meira »

Hafði frumkvæði að viðskipunum

29.4.2014 „Viðskiptin voru bara gerð á þessum fundi,“ sagði Magnús Ármann í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem hann bar vitni í svokölluðu Ímon-máli. Málið snýst einkum um kaup Ímons ehf., félags í eigu Magnúsar, á rúmlega 4% hlut í Landsbanka Íslands fyrir rúmlega fimm milljarða króna með láni frá bankanum haustið 2008 rétt áður en bankinn féll. Meira »

Tvímælalaust bankanum í hag

28.4.2014 Tvímælalaust var Landsbanka Íslands í hag að veita Ímon ehf., félagi í eigu Magnúsar Ármanns, lán til kaupa á hlut í bankanum. Þetta kom fram í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns fyrirtækjasviðs, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Hafði enga hagsmuni af málinu

28.4.2014 „Ég hafði enga hagsmuni af því að tilkynna þessi viðskipti,“ sagði Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbanka Íslands, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag við aðalmeðferð ákæru sérstaks saksóknara á hendur honum í svokölluðu Ímon-málið. Meira »

Aðferðir saksóknara „svakalegar“

28.4.2014 „Aðferðirnar eru alveg svakalegar þegar maður lendir í þessum yfirheyrslum hjá ykkur.“ Þetta sagði Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem hann gagnrýndi embætti sérstaks saksóknara harðlega. Meira »

Ákærð fyrir að fara að lögum

28.4.2014 „Hann er algerlega saklaus í þessu máli,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn skjólstæðingi hans, Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands, í svokölluðu Ímon-máli. Meira »