Innherjasvikamál hjá Icelandair

Allir sakfelldir í innherjasvikamáli

15.2. Kjart­an Jóns­son, Kristján Georg Jó­steins­son og Kjart­an Berg­ur Jóns­son, sem ákærðir voru í innherjasvikamáli hjá Icelandair, voru allir sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Ekki eins og leikskólabarn í taumi

24.1. Grímur Sigurðarson, verjandi Kjartans Bergs Jónssonar, fer fram á að skjólstæðingur hans verði sýknaður og segir málatilbúnað ákæruvaldsins gegn honum allan í skötulíki og óskiljanlegan. Meira »

„Stundum er hagnaður, stundum er tap“

24.1. „Heildarmynd viðskiptanna er alls ekki tortryggileg, stundum er hagnaður, stundum er tap,“ sagði Reimar Pétursson, verjandi Kristjáns Georgs Jósteinssonar, sem ákærður er fyrir að hafa stundað viðskipti tengd hlutabréfaverði Icelandair Group á grundvelli innherjaupplýsinga. Meira »

„Lykilatriði“ skorti hjá ákæruvaldinu

24.1. „Það er ekkert hægt að gefa afslátt á sönnunarkröfum þegar verið er að ákæra menn fyrir brot sem geta varðað allt að sex ára fangelsi,“ sagði Jónas Friðrik Jónsson, verjandi Kjartans Jónssonar, fyrrverandi fruminnherja hjá Icelandair Group. Meira »

„Stórfelld og fordæmalaus“ brot

24.1. „Ef það lítur út eins og önd og labbar eins og önd og kvakar eins og önd, þá er það sennilega önd,“ sagði Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari um sönnunargögnin í fordæmalausu máli er varðar innherjasvik hjá Icelandair. Hann telur hæpið eða útilokað að tveir sakborninga fái skilorðsbundna dóma. Meira »

Gjaldeyrisbrask og hlutabréfaást í héraði

23.1. Alls gáfu átta vitni skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, við aðalmeðferð máls sem varðar innherjasvik fyrrverandi forstöðumanns hjá Icelandair. Lýstu vitnin meðal annars braski með japönsk jen og ást eins ákærða á hlutabréfamörkuðum, sem rekja megi allt til barnæsku. Meira »

Skilur ekki af hverju hann er ákærður

23.1. Aðkoma Kjartans Bergs Jónssonar að því máli, sem nú er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur, er afar takmörkuð, að hans eigin sögn, en hann gaf skýrslu núna eftir hádegið og sagðist þar meðal annars ekki einu sinni skilja þann lið ákærunnar sem beinist að honum. Meira »

Innherjinn kveðst „japanskur í hugsun“

23.1. Nú hafa tveir sakborningar af þremur lokið við að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem fram fer aðalmeðferð í innherjasvikamáli, tengdum viðskiptum með afleiður, sem byggðust á hlutabréfaverði í Icelandair Group. Meira »

Aðalmeðferð hefst í innherjasvikamáli

23.1. Aðalmeðferð hefst í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þriggja manna, sem ákærðir eru af héraðssóknara fyrir innherjasvik og hlutdeild í innherjasvikum, sem tengjast viðskiptum með hlutabréf í Icelandair Group hf. Meira »

Neituðu sök vegna innherjasvika

28.6. Mál þriggja manna sem ákærðir eru fyrir innherjasvik og hlutdeild í innherjasvikum tengdum Icelandair Group hf. var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tveir þeirra lýstu sig þar saklausa af ákæruefnum. Meira »

Sagðir hafa hagnast um 61 milljón

25.6. Þrír karlmenn á fimmtugsaldri sem hafa verið ákærðir fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti og til upptöku ávinnings eru taldir hafa notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast þannig um ríflega 61 milljón króna. Meira »