Íran - mótmæli gegn stjórnvöldum

Hýddur fyrir áfengisneyslu

12.7. Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýnir írönsk stjórnvöld harðlega fyrir opinbera hýðingu ungs manns sem gerðist sekur um að hafa neytt áfengis í æsku. Maðurinn var hýddur áttatíu sinnum á opinberu torgi í Kashmar-borg í austurhluta landsins. Meira »

Rússar ávíta Bandaríkjamenn

5.1. Rússar gagnrýna framgöngu Bandaríkjamanna í afskiptum sínum af mótmælunum í Íran sem hafa staðið yfir í rúmlega viku. Málefni Írans voru tekin til umræðu á neyðarfundi öryggisráðsins í kvöld. Ráðið kom saman að ósk Bandaríkjamanna. Meira »

Tvískiptur fundur öryggisráðsins

5.1. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna situr nú á fundi þar sem mótmæli stjórnarandstæðinga í Íran eru til umræðu. Áður en formlegi fundurinn hófst fór hins vegar fram lokaður fundur í ráðinu að beiðni Rússa. Meira »

Öryggisráðið ræðir ástandið í Íran

4.1. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun, föstudag, til að ræða öldu mót­mæla sem staðið hafa yfir í Íran í eina viku. Meira »

Segir „æsinguna“ kveðna niður

3.1. Mohammad Ali Jafari, æðsti hershöfðingi byltingarhers Íran, hefur lýst því yfir að búið sé að kveða niður „æsinguna“ í landinu. Jafari lýsti þessu yfir í dag á sama tíma og tugir þúsunda söfnuðust saman víða um land til þess að sýna stuðning við stjórnvöld. Meira »

Fer fram á neyðarfund í öryggisráði SÞ

2.1. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur farið fram á neyðarfund í öryggisráði SÞ vegna mótmælanna sem hafa staðið yfir í Íran frá því á fimmtudag. Meira »

Spurt og svarað um mótmælin í Íran

2.1. Alda mótmæla hefur breiðst út í Íran síðustu daga. Mótmælin verða sífellt ofbeldisfyllri en stjórnmálaskýrendur telja að leiðtoga vanti í hópinn sem og pólitískan stuðning og því sé óvíst að þau nái tilætluðum árangri. Meira »

Stjórnvöld virði réttindi mótmælenda

2.1. Stjórnvöld í Kanada hvetja írönsk stjórnvöld til að virða réttindi mótmælenda. 21 hefur fallið í mótmælunum síðustu daga og hundruð manna hafa verið handtekin. Meira »

Trump: Hrottaleg og spillt stjórnvöld

2.1. Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósar mótmælendum í Íran fyrir að taka af skarið gegn „hrottalegum og spilltum“ stjórnvöldum landsins. Við sama tilefni notaði Trump tækifærið til að skjóta á fyrirrennara sinn í starfi, Barack Obama. Meira »

Níu létust í mótmælum í Íran

2.1. Níu létust í mótmælum í Íran í gærkvöldi og nótt en mótmælendur reyndu að komast inn á lögreglustöð í bænum Qahderijan.  Meira »

Tíu látnir í mótmælum í Íran

1.1. Tveir mótmælendur voru skotnir til bana í nótt í mótmælum í bænum Izes í suðvesturhluta Íran. Alls hafa tíu manns látið lífið frá því að mótmælin, sem beinast gegn forseta landsins, hófust á fimmtudag. Meira »

Reynir að binda endi á mótmælin

31.12. Hassan Rouhani, forseti Írans, segir stjórnvöld landsins þurfa að útvega „rými til gagnrýni“. Reynir hann nú að binda endi á óeirðir sem varað hafa í landinu í nokkra daga og varar mótmælendur við því að ofbeldi sé ólíðandi. Meira »

Mótmælendur muni mæta „járnhnefa“

31.12. Íranski byltingarvörðurinn hefur hótað mótmælendum því að þeir muni mæta „járnhnefa“ fari mótmælum gegn stjórnvöldum ekki að linna. Þau hafa nú staðið yfir í þrjá sólarhringa en þau hófust vegna óánægju íbúa með versnandi lífskjör. Meira »

Segir eftirmál verða af mótmælunum

30.12. Innanríkisráðherra Írans hefur biðlað til írönsku þjóðarinnar um að forðast „ólöglegar samkomur“ eftir tvo daga af mótmælum gegn klerkastjórninni og efnahagslegum vandamálum. Meira »

Trump segir „heiminn fylgjast með“

30.12. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt handtöku yfir mótmælenda í Íran sem mótmæltu stjórnvöldum í landinu. Hann sagði að „heimurinn fylgdist með“ viðbrögðum við mótmælunum. Mótmælin hófust á fimmtudag en hafa breiðst út til nokkurra borga í ríkinu. Meira »

Mótmælt víða í Íran

29.12. Mótmæli gegn stjórnvöldum í Íran sem hófust í gær hafa nú breiðst út til nokkurra borga í ríkinu. Fjölmenn mótmæli brutust út í borginni Rasht í norðri og Kermanshah í vestri. Þá söfnuðust mótmælendur einnig saman í borgunum Isfahan og Hamadan, auk smærri borga. Meira »