Ísland og ESB

„Þetta skapar afleitt fordæmi“

18.6. „Þetta er alls ekki heppilegt og þetta skapar afleitt fordæmi,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti, um þá ákvörðun stjórnvalda að fallast á að framsal framkvæmdavalds og dómsvalds til stofnana ESB með samþykkt persónuverndarlöggjafar sambandsins í síðustu viku. Meira »

Kosið að fara ekki tveggja stoða leiðina

7.6. Fram kemur í greinargerð með þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, um samþykkt á persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, að ákveðið hafi verið að fara ekki eftir tveggja stoða kerfi EES-samningsins við innleiðingu hennar. Meira »

Þingmenn hafni frumvarpinu

4.6. Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, hefur sent frá sér ályktun þarb sem alþingismenn eru hvattir til þess að hafna frumvarpi til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga enda feli það í sér valdaframsal til Evrópusambandsins. Meira »

Virðist ekki standast stjórnarskrána

4.6. „Vonandi gefst nægur tími til að kanna hvort gætt hafi verið fyllilega að ákvæðum stjórnarskrárinnar í samningaviðræðum ríkisins við viðsemjendur þess á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar,“ segir Arnaldur Hjartarson, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands. Meira »

Falið vald yfir íslenskum málum

23.5. Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, sem taka á gildi í lok vikunnar, gerir ráð fyrir því að Evrópudómstólnum, æðsta dómstóli sambandsins, verði falin völd til þess að úrskurða með beinum hætti gagnvart Noregi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum. Sama á við um Ísland. Meira »

„Mjög ánægður með þessa einörðu afstöðu“

14.5. „Ég get ekki sagt annað en að ég sé mjög ánægður með þessa einörðu afstöðu íslensku þjóðarinnar í þessu máli,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag um niðurstöður skoðanakönnunar sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Meira »

Vilja vald yfir orkumálum áfram á Íslandi

13.5. Mikill meirihluti landsmanna er andvígur því að frekara vald yfir orkumálum á Íslandi verði fært til evrópskra stofnana. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Meira »

„Hvað er algert hlé?“

10.5. „Hvað er algert hlé? Ég hélt að annað hvort væri hlé eða ekki hlé. Er ráðherrann að gefa annað í skyn í þessu riti? Og ég spyr þá: Er það hluti af díl þessara stjórnarflokka að hafa orðalagið með þessum hætti?“ spurði Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins á þingi í vikunni. Meira »

Mikilvæg völd tekin út fyrir sviga

9.5. Fjármálaráðherrar þeirra þriggja aðildarríkja EFTA sem aðild eiga að EES-samningnum, Noregs, Íslands og Liechtenstein, hafa mótmælt áformum ESB um að gera breytingar á fyrirkomulagi ákvarðanatöku á vettvangi yfirþjóðlegs fjármálaeftirlits sambandsins sem ríkin hafa gengist undir. Meira »

Nýtt persónuverndarfrumvarp „á næstu dögum“

8.5. Ný persónuverndarreglugerð hefur það í för með sér að Ísland taki þátt í starfi persónuverndarstofnun Evrópu án þess að hafa atkvæðisrétt. Þetta kom fram í máli Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á Alþingi í dag. Meira »

Gert að taka upp „skrítna“ löggjöf

2.5. Farið hefur verið rangt með ýmislegt varðandi tengsl Íslands við Evrópusambandið í umræðunni í Bretlandi um útgöngu Breta úr sambandinu. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Meira »

Vill vegabréfaeftirlit gagnvart Schengen

29.4. Miðflokkurinn samþykkti á landsþingi sínu um síðustu helgi meðal annars ályktun um dómsmál þar sem fram kemur að flokkurinn vilji að tekið verði upp virkt vegabréfaeftirlit gagnvart öðrum ríkjum innan Schengen-samstarfsins. Meira »

Tryggja þarf fullveldi EFTA-ríkjanna

28.4. „Þetta getur engan veginn gengið svona til lengdar. Við þurfum að byggja upp nýtt samstarf til framtíðar á milli Evrópusambandsins og EFTA sem tryggir fullveldi EFTA-ríkjanna. Víðtækur fríverslunarsamningur gæti verið valkostur við EES-samninginn,“ segir norski þingmaðurinn Sigbjørn Gjelsvik. Meira »

Gæti falið í sér stjórnarskrárbrot

25.4. Stjórnarskrárbrot gæti falist í mögulegri aðild Íslands að Orkustofnun Evrópusambandsins (ACER) í gegnum EES-samninginn og fyrir vikið ættu þingmenn að íhuga alvarlega að hafna væntanlegri þingsályktunartillögu og frumvarpi um innleiðingi svokallaðs þriðja orkupakka sambandsins. Meira »

Tóku ekki mið af íslenskum aðstæðum

25.4. „Ég hef fengið tölvupóst og símhringingar frá atvinnubílstjórum sem hafa verið á námskeiðum sem hafa verið haldin fimm helgar í röð. Hvert námskeið kostar um 20 þúsund krónur. Þetta var gert að lögum fyrir einhverjum árum, innleitt frá EES.“ Meira »

Álíta sjálfstæðið vera vesen

23.4. Aukinn þrýstingur af hálfu Evrópusambandsins í garð Íslands um að taka upp frekari reglur á sviði orkumála og matvæla er að skapa ergelsi, en þetta kemur fram í viðtali Telegraph við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Meira »

Hefur valdheimildir gagnvart eftirlitsstjórnvöldum

21.4. Fram kemur meðal annars í minnisblaði sem Ólafur Jóhannes Einarsson, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók saman að beiðni atvinnuvegaráðuneytisins um svonefndan þriðja orkupakka Evrópusambandsins að hann haggi í engu heimildum íslenskra stjórnvalda til að banna framsal á eignarrétti að orkuauðlindum sem eru í opinberri eigu eins og þegar sé gert íslenskum lögum. Meira »

Tregða að byggja á tveimur stoðum

13.4. Tvennt ógnar samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) fyrst og fremst að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Annars vegar það að Evrópusambandið skuli ekki leggja áherslu á tveggja stoða kerfi samningsins og hins vegar viðleitni stuðningsmanna inngöngu í sambandið á Íslandi og Noregi til að tala niður samninginn. Meira »

Samþykktu beiðni um EES-skýrslu

10.4. Samþykkt var á Alþingi í dag beiðni þrettán þingmanna Miðflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins um skýrslu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra um kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »

Vilja meta kosti og galla EES

10.4. Pólitísk sátt virðist vera að myndast um úttekt um aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, en fleiri yfirlýsingar þess efnis hafa verið birtar að undanförnu. „Augljóst er EES-samningurinn þurfi að taka breytingum þar sem Bretar séu á leið út úr Evrópusambandinu“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson í umræðum um störf þingsins í dag. Meira »

Segir Noreg „stórveldi“ innan EES

10.4. Varasamt er að hleypa Bretlandi inn í EES-samstarfið í gegnum Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) þar sem það myndi ógna stöðu Noregs innan þess sem stórveldis. Meira »

Miklar áhyggjur af orkulöggjöfinni

8.4. „Miklar áhyggjur eru innan Sjálfstæðisflokksins vegna þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins. Málið snýst um fullveldið yfir orkuframleiðslunni og stjórn auðlindanna.“ Meira »

Vilja ekki að Bretar fái betri samning

6.4. Hópur norskra þingmanna hefur komið því á framfæri við Evrópusambandið að ekki sé ásættanlegt að samið verði við Bretland um fríverslunarsamning eftir að landið yfirgefur sambandið sem er hagstæðari en EES-samningurinn. Meira »

Finna lausn án þátttöku Íslands

5.4. „Segi Ísland nei verður það ekki nóg til þess að stöðva þátttöku Norðmanna í ACER. Þá tel ég að Noregur og og Evrópusambandið muni finna praktíska lausn án þátttöku Íslands.“ Meira »

Noregur hunsað hagsmuni Íslands

2.4. Þar sem norsk stjórnvöld hafa oft kosið að fara sínar eigin leiðir í EES-samstarfinu kann það að þýða að íslenskir ráðamenn verði ekki eins reiðubúnir að koma til móts við hagsmuni Norðmanna vegna orkumálatilskipunar Evrópusambandsins. Þetta er haft eftir Eiríki Bergmann Einarssyni stjórnmálafræðiprófessor. Meira »

Vilja skýrslu um kosti og galla EES

2.4. Þrettán þingmenn hafa lagt fram beiðni á Alþingi um að utanríkisráðherra flytji þinginu skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að EES-samningnum. Fyrrverandi utanríkisráðherra á meðal flutningsmanna. Meira »

Orkumál Íslands ekki mál ESB

22.3. „Þegar að um svona mál er að ræða þá á Alþingi síðasta orðið. Það er sá fyrirvari sem menn gera í Evrópusamvinnunni að þeir hafa ekki að stjórnskipunarlögum heimild til þess að skuldbinda Ísland við samningaborðið úti í Brussel án aðkomu Alþingis.“ Meira »

Túlkun norskra embættismanna

21.3. Fram kemur í svarbréfi sem Terje Søviknes, orkumálaráðherra Noregs, sendi til orku- og umhverfisnefndar norska Stórþingsins á mánudaginn að ályktun atvinnuveganefndar landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem fram fór um síðustu helgi, um orkumál tæki ekki til fyrirhugaðrar innleiðingar á þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins. Meira »

Mat verði lagt á reynsluna af EES

17.3. Fram kemur í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál að tímabært sé að gera úttekt á reynslu Íslands af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) nú þegar aldarfjórðungur sé síðan hann var undirritaður. Meira »

Þörf á nokkurra ára aðlögunartíma

17.3. Töluverð vinna er í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu til þess að bregðast við dómi EFTA-dómstólsins í nóvember á síðasta ári þar sem innflutningstakmarkanir Íslands á fersku kjöti frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) voru dæmdar ólögmætar. Meira »