Ísland og ESB

Þess virði að halda í EES-samninginn?

11.10. „Ef það er svo að EES-samningurinn ógnar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar ber okkur að skoða hvort það sé þess virði að halda í samninginn.“ Meira »

Meirihlutinn á móti inngöngu í ESB

5.10. Meirihluti landsmanna myndi hafna inngöngu Íslands í Evrópusambandið ef kosið væri um í dag samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir samtökin Já Ísland sem beita sér fyrir því að gengið verði í sambandið. Þannig eru 57,3% andvíg inngöngu í ESB en 42,7% því hlynnt. Meira »

Þriðji orkupakkinn varði ekki eignarrétt

17.9. Þriðji orkupakki Evrópusambandsins leggur ekki skyldu á íslensk stjórnvöld um að tengjast innri raforkumarkaði ESB með sæstreng og reglur hans varða ekki á nokkurn hátt eignarrétt á orkuauðlindum á Íslandi, samkvæmt greinargerð lögmanns, sem unnin var að beiðni Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur. Meira »

Þriðji orkupakkinn í febrúar

13.9. Til stendur að leggja fram þingmál í febrúar á næsta ári um samþykkt svonefnds þriðja orkupakka Evrópusambandsins vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Þetta kemur fram í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar vegna þingvetrarins. Mikil umræða hefur verið um það hvort rétt sé að samþykkja pakkann. Meira »

Sjálfstæðið til Brussel í smápörtum

1.9. „Við stöndum á ákveðnum tímamótum í samskiptum okkar við Evrópusambandið. Frá því að EES-samningurinn var gerður fyrir aldarfjórðungi hefur Evrópusambandið þróast á þann veg að það koma upp stöðug fleiri álitamál um hversu langt við getum gengið í þessu samstarfi án þess að við afsölum okkur sjálfstæði okkar í smápörtum hér og þar til Brussel.“ Meira »

„Er þá niðurstaðan komin?“

31.8. Tilkynnt var í gær að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefði skipað starfshóp undir forystu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem ætlað er að gera úttekt á kostum og göllum aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »

Björn Bjarnason leiðir starfshóp um EES

31.8. Utanríkisráðherra hefur skipað starfshóp sem vinna á skýrslu um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og mun Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, vera formaður hópsins. Þar segir að bæði sé „tímabært og nauðsynlegt að ráðast í ítarlega úttekt á aðild Íslands að EES“. Meira »

Flokkurinn hafni orkupakkanum

30.8. Fjölmenni var á opnum fundi sem hverfafélög Sjálfstæðisflokksins í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi og Hlíða- og Holtahverfi í Reykjavíkur boðuðu til í kvöld í aðalsal Valhallar, höfuðstöðva flokksins. Meira »

Sögð beita Ísland þrýstingi

20.8. „Satt að segja finnst mér þetta forkastanlegt. Íslendingar eiga að taka sjálfstæða ákvörðun út frá þeirra hagsmunamati og Noregur á ekki að beita þá þrýstingi,“ segir Sigbjørn Gjelsvik, þingmaður norska Miðflokksins (n. Senterpartiet), í samtali við norska dagblaðið Klassekampen. Meira »

Sjálfstæðisfélag um fullveldismál tímabært?

16.8. Tímabært og nauðsynlegt kann að vera að stofna félag innan Sjálfstæðisflokksins um fullveldismál að mati Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram á vefsíðu hans. Meira »

Forstjórinn segir völd sín ofmetin

13.8. Valdheimildir orkustofnunar Evrópu eru ofmetnar, segir Alberto Pototschnig, forstjóri ACER, í samtali við mbl.is. „Það er mikilvægt að taka umræðuna, það er auðvitað stórt skref að taka þátt í innri orkumarkaði Evrópu. Þessi umræða verður þó að byggja á réttum upplýsingum,“ segir hann. Meira »

„Þetta skapar afleitt fordæmi“

18.6. „Þetta er alls ekki heppilegt og þetta skapar afleitt fordæmi,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti, um þá ákvörðun stjórnvalda að fallast á að framsal framkvæmdavalds og dómsvalds til stofnana ESB með samþykkt persónuverndarlöggjafar sambandsins í síðustu viku. Meira »

Kosið að fara ekki tveggja stoða leiðina

7.6. Fram kemur í greinargerð með þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, um samþykkt á persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, að ákveðið hafi verið að fara ekki eftir tveggja stoða kerfi EES-samningsins við innleiðingu hennar. Meira »

Þingmenn hafni frumvarpinu

4.6. Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, hefur sent frá sér ályktun þarb sem alþingismenn eru hvattir til þess að hafna frumvarpi til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga enda feli það í sér valdaframsal til Evrópusambandsins. Meira »

Virðist ekki standast stjórnarskrána

4.6. „Vonandi gefst nægur tími til að kanna hvort gætt hafi verið fyllilega að ákvæðum stjórnarskrárinnar í samningaviðræðum ríkisins við viðsemjendur þess á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar,“ segir Arnaldur Hjartarson, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands. Meira »

Falið vald yfir íslenskum málum

23.5. Persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, sem taka á gildi í lok vikunnar, gerir ráð fyrir því að Evrópudómstólnum, æðsta dómstóli sambandsins, verði falin völd til þess að úrskurða með beinum hætti gagnvart Noregi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum. Sama á við um Ísland. Meira »

„Mjög ánægður með þessa einörðu afstöðu“

14.5. „Ég get ekki sagt annað en að ég sé mjög ánægður með þessa einörðu afstöðu íslensku þjóðarinnar í þessu máli,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag um niðurstöður skoðanakönnunar sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Meira »

Vilja vald yfir orkumálum áfram á Íslandi

13.5. Mikill meirihluti landsmanna er andvígur því að frekara vald yfir orkumálum á Íslandi verði fært til evrópskra stofnana. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Meira »

„Hvað er algert hlé?“

10.5. „Hvað er algert hlé? Ég hélt að annað hvort væri hlé eða ekki hlé. Er ráðherrann að gefa annað í skyn í þessu riti? Og ég spyr þá: Er það hluti af díl þessara stjórnarflokka að hafa orðalagið með þessum hætti?“ spurði Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins á þingi í vikunni. Meira »

Mikilvæg völd tekin út fyrir sviga

9.5. Fjármálaráðherrar þeirra þriggja aðildarríkja EFTA sem aðild eiga að EES-samningnum, Noregs, Íslands og Liechtenstein, hafa mótmælt áformum ESB um að gera breytingar á fyrirkomulagi ákvarðanatöku á vettvangi yfirþjóðlegs fjármálaeftirlits sambandsins sem ríkin hafa gengist undir. Meira »

Nýtt persónuverndarfrumvarp „á næstu dögum“

8.5. Ný persónuverndarreglugerð hefur það í för með sér að Ísland taki þátt í starfi persónuverndarstofnun Evrópu án þess að hafa atkvæðisrétt. Þetta kom fram í máli Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á Alþingi í dag. Meira »

Gert að taka upp „skrítna“ löggjöf

2.5. Farið hefur verið rangt með ýmislegt varðandi tengsl Íslands við Evrópusambandið í umræðunni í Bretlandi um útgöngu Breta úr sambandinu. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Meira »

Vill vegabréfaeftirlit gagnvart Schengen

29.4. Miðflokkurinn samþykkti á landsþingi sínu um síðustu helgi meðal annars ályktun um dómsmál þar sem fram kemur að flokkurinn vilji að tekið verði upp virkt vegabréfaeftirlit gagnvart öðrum ríkjum innan Schengen-samstarfsins. Meira »

Tryggja þarf fullveldi EFTA-ríkjanna

28.4. „Þetta getur engan veginn gengið svona til lengdar. Við þurfum að byggja upp nýtt samstarf til framtíðar á milli Evrópusambandsins og EFTA sem tryggir fullveldi EFTA-ríkjanna. Víðtækur fríverslunarsamningur gæti verið valkostur við EES-samninginn,“ segir norski þingmaðurinn Sigbjørn Gjelsvik. Meira »

Gæti falið í sér stjórnarskrárbrot

25.4. Stjórnarskrárbrot gæti falist í mögulegri aðild Íslands að Orkustofnun Evrópusambandsins (ACER) í gegnum EES-samninginn og fyrir vikið ættu þingmenn að íhuga alvarlega að hafna væntanlegri þingsályktunartillögu og frumvarpi um innleiðingi svokallaðs þriðja orkupakka sambandsins. Meira »

Tóku ekki mið af íslenskum aðstæðum

25.4. „Ég hef fengið tölvupóst og símhringingar frá atvinnubílstjórum sem hafa verið á námskeiðum sem hafa verið haldin fimm helgar í röð. Hvert námskeið kostar um 20 þúsund krónur. Þetta var gert að lögum fyrir einhverjum árum, innleitt frá EES.“ Meira »

Álíta sjálfstæðið vera vesen

23.4. Aukinn þrýstingur af hálfu Evrópusambandsins í garð Íslands um að taka upp frekari reglur á sviði orkumála og matvæla er að skapa ergelsi, en þetta kemur fram í viðtali Telegraph við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Meira »

Hefur valdheimildir gagnvart eftirlitsstjórnvöldum

21.4. Fram kemur meðal annars í minnisblaði sem Ólafur Jóhannes Einarsson, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók saman að beiðni atvinnuvegaráðuneytisins um svonefndan þriðja orkupakka Evrópusambandsins að hann haggi í engu heimildum íslenskra stjórnvalda til að banna framsal á eignarrétti að orkuauðlindum sem eru í opinberri eigu eins og þegar sé gert íslenskum lögum. Meira »

Tregða að byggja á tveimur stoðum

13.4. Tvennt ógnar samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) fyrst og fremst að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Annars vegar það að Evrópusambandið skuli ekki leggja áherslu á tveggja stoða kerfi samningsins og hins vegar viðleitni stuðningsmanna inngöngu í sambandið á Íslandi og Noregi til að tala niður samninginn. Meira »

Samþykktu beiðni um EES-skýrslu

10.4. Samþykkt var á Alþingi í dag beiðni þrettán þingmanna Miðflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins um skýrslu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra um kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »