Ísland og ESB

Hefur valdheimildir gagnvart eftirlitsstjórnvöldum

Í gær, 13:46 Fram kemur meðal annars í minnisblaði sem Ólafur Jóhannes Einarsson, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók saman að beiðni atvinnuvegaráðuneytisins um svonefndan þriðja orkupakka Evrópusambandsins að hann haggi í engu heimildum íslenskra stjórnvalda til að banna framsal á eignarrétti að orkuauðlindum sem eru í opinberri eigu eins og þegar sé gert íslenskum lögum. Meira »

Tregða að byggja á tveimur stoðum

13.4. Tvennt ógnar samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) fyrst og fremst að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Annars vegar það að Evrópusambandið skuli ekki leggja áherslu á tveggja stoða kerfi samningsins og hins vegar viðleitni stuðningsmanna inngöngu í sambandið á Íslandi og Noregi til að tala niður samninginn. Meira »

Samþykktu beiðni um EES-skýrslu

10.4. Samþykkt var á Alþingi í dag beiðni þrettán þingmanna Miðflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins um skýrslu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra um kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »

Vilja meta kosti og galla EES

10.4. Pólitísk sátt virðist vera að myndast um úttekt um aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, en fleiri yfirlýsingar þess efnis hafa verið birtar að undanförnu. „Augljóst er EES-samningurinn þurfi að taka breytingum þar sem Bretar séu á leið út úr Evrópusambandinu“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson í umræðum um störf þingsins í dag. Meira »

Segir Noreg „stórveldi“ innan EES

10.4. Varasamt er að hleypa Bretlandi inn í EES-samstarfið í gegnum Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) þar sem það myndi ógna stöðu Noregs innan þess sem stórveldis. Meira »

Miklar áhyggjur af orkulöggjöfinni

8.4. „Miklar áhyggjur eru innan Sjálfstæðisflokksins vegna þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins. Málið snýst um fullveldið yfir orkuframleiðslunni og stjórn auðlindanna.“ Meira »

Vilja ekki að Bretar fái betri samning

6.4. Hópur norskra þingmanna hefur komið því á framfæri við Evrópusambandið að ekki sé ásættanlegt að samið verði við Bretland um fríverslunarsamning eftir að landið yfirgefur sambandið sem er hagstæðari en EES-samningurinn. Meira »

Finna lausn án þátttöku Íslands

5.4. „Segi Ísland nei verður það ekki nóg til þess að stöðva þátttöku Norðmanna í ACER. Þá tel ég að Noregur og og Evrópusambandið muni finna praktíska lausn án þátttöku Íslands.“ Meira »

Noregur hunsað hagsmuni Íslands

2.4. Þar sem norsk stjórnvöld hafa oft kosið að fara sínar eigin leiðir í EES-samstarfinu kann það að þýða að íslenskir ráðamenn verði ekki eins reiðubúnir að koma til móts við hagsmuni Norðmanna vegna orkumálatilskipunar Evrópusambandsins. Þetta er haft eftir Eiríki Bergmann Einarssyni stjórnmálafræðiprófessor. Meira »

Vilja skýrslu um kosti og galla EES

2.4. Þrettán þingmenn hafa lagt fram beiðni á Alþingi um að utanríkisráðherra flytji þinginu skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að EES-samningnum. Fyrrverandi utanríkisráðherra á meðal flutningsmanna. Meira »

Orkumál Íslands ekki mál ESB

22.3. „Þegar að um svona mál er að ræða þá á Alþingi síðasta orðið. Það er sá fyrirvari sem menn gera í Evrópusamvinnunni að þeir hafa ekki að stjórnskipunarlögum heimild til þess að skuldbinda Ísland við samningaborðið úti í Brussel án aðkomu Alþingis.“ Meira »

Túlkun norskra embættismanna

21.3. Fram kemur í svarbréfi sem Terje Søviknes, orkumálaráðherra Noregs, sendi til orku- og umhverfisnefndar norska Stórþingsins á mánudaginn að ályktun atvinnuveganefndar landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem fram fór um síðustu helgi, um orkumál tæki ekki til fyrirhugaðrar innleiðingar á þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins. Meira »

Mat verði lagt á reynsluna af EES

17.3. Fram kemur í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál að tímabært sé að gera úttekt á reynslu Íslands af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) nú þegar aldarfjórðungur sé síðan hann var undirritaður. Meira »

Þörf á nokkurra ára aðlögunartíma

17.3. Töluverð vinna er í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu til þess að bregðast við dómi EFTA-dómstólsins í nóvember á síðasta ári þar sem innflutningstakmarkanir Íslands á fersku kjöti frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) voru dæmdar ólögmætar. Meira »

Farið út fyrir tveggja stoða kerfið

16.3. Vegna breytts stofnanalegs fyrirkomulag innan Evrópusambandsins r í EES-samstarfinu sem hentar í öllum kringumstæðum og að hvert mál þarf að leysa á sínum eigin forsendum. Þetta kann einnig að fela í sér að í ákveðnum tilfellum sé bestu lausnina að finna fyrir utan hið hefðbundna tveggja stoða kerfi.“ Meira »

Meirihlutinn á móti orkumálapakkanum

16.3. Meirihluti Norðmanna er andvígur því að norskir ráðamenn samþykki nýjan orkumálapakka Evrópusambandsins í gegnum aðild Noregs að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar. Meira »

Mótmæla orkumálatilskipun ESB

12.3. Verkalýðshreyfingin í Noregi leggst gegn því að norska Stórþingið samþykki þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Mikil andstaða er við málið á meðal norskra stjórnmálamanna og hagsmunasamtök starfsmanna í orkuiðnaðinum leggjast einnig gegn því að umrædd löggjöf sambandsins verði innleidd í Noregi. Meira »

Hafa stundum farið aðrar leiðir

2.3. Stjórnvöld í Noregi vísa því á bug að þau hafi látið undan kröfum Evrópusambandsins um að hverfa frá tveggja stoða kerfinu sem samstarfið um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hvílir á við innleiðingu á regluverki frá sambandinu og þannig grafið undan því. Meira »

Samið verði við ESB um kjötinnflutning

28.2. Bændasamtök Íslands telja eðlilegast að stjórnvöld óski eftir viðræðum við Evrópusambandið um þá stöðu sem íslenskur landbúnaður er í vegna niðurstöðu EFTA-dómstólsins um að bann og takmarkanir á innflutningi kjöts og fleiri búvara til landsins stangist á við EES-samninginn. Meira »

Vegið að grunnstoðum EES-samningsins

12.2. „Mér finnst orðið tímabært að við tökum það til alvarlegrar skoðunar á þinginu hver staða EFTA-ríkjanna sé á grundvelli EES-samningsins þegar slíkar kröfur eru gerðar af hálfu Evrópusambandsins. Mjög fljótt á litið sýnist mér að það séu í raun og veru ekki kröfur sem samrýmast grunnhugsun EES-samstarfsins.“ Meira »

Fullt tollfrelsi með sjávarafurðir

12.2. Fríverslunarsamningur Kanada við Evrópusambandið tryggir kanadískum sjávarafurðum mun betra aðgengi en Íslendingar njóta í gegnum EES-samninginn. Við gildistöku hans féllu niður tollar Evrópusambandsins af um 96% allra tollskrárnúmera Evrópusambandsins á kanadískar sjávarafurðir og á næstu 3 til sjö árum verður það sem eftir stendur einnig afnumið. Meira »

Kanada nýtur betri kjara en Ísland

9.2. Nýr fríverslunarsamningur Kanada við ESB tryggir kanadískum sjávarafurðum mun betra aðgengi að innri markaði sambandsins en Íslendingar njóta í gegnum EES-samninginn. Meira »

Hafnar þjóðaratkvæði um ESB

31.10. Framsóknarflokkurinn er ekki reiðubúinn að samþykkja að boðað verði til þjóðaratkvæðis um frekari skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Meira »

Fleiri vilja halda í krónuna

16.10. Fleiri landsmenn eru andvígir því að evran verði tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi í stað krónunnar en eru hlynntir því samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var af Gallup fyrir samtökin Já Ísland sem hlynnt eru inngöngu í Evrópusambandið. Meira »

Vilja ekki aðildarviðræður við ESB

16.10. Fleiri eru andvígir því að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik en þeir sem eru því hlynntir samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var af Gallup fyrir samtökin Já Ísland sem eru hlynnt inngöngu Íslands í sambandið. Meira »

Mikill meirihluti vill ekki í ESB

16.10. Meirihluti landsmanna er andvígur því að Ísland gangi í Evrópusambandið samkvæmt niðustöðum skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir samtökin Já Ísland sem hlynnt eru inngöngu í sambandið. Meira »

Fleiri á móti inngöngu í átta ár

16.7. Fleiri hafa verið andvígir inngöngu í Evrópusambandið en hlynntir í öllum skoðanakönnunum sem birtar hafa verið hér á landi undanfarin átta ár eða frá því sumarið 2009. Hvort sem kannanirnar hafa verið gerðar af Gallup, MMR, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands eða öðrum. Meira »

ESB ekki á dagskrá næstu árin

17.4.2017 „Það er margstaðfest á löngum tíma að sterkur meirihluti Íslendinga er andvígur aðild að Evrópusambandinu. Menn sjá Evrópusambandið sem ólýðræðislegt skriffinnsku- og valdabákn og tilræði við þjóðlegt fullveldi,“ segir Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, á vefsíðu sinni. Meira »

Vilja kjósa um nýjar viðræður við ESB

29.3.2017 Þingflokkur Pírata hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort óska eigi eftir nýjum viðræðum við Evrópusambandið um inngöngu Íslands í sambandið. Þjóðaratkvæðið fari fram vorið 2018. Meira »

„Heill pakki með kostum og göllum“

21.3.2017 „Evrópusambandið kemur náttúrulega sem heill pakki með öllum þeim kostum og göllum sem honum fylgja,“ sagði Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins þar sem hann svaraði fyrirspurn frá Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Meira »