Ísland og ESB

Þingmenn efast um orkupakkann

4.12. Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins að minnsta kosti hafa opinberlega viðrað miklar efasemdir um að rétt sé að Alþingi samþykki þriðja orkupakka Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn eða um þriðjungur þingflokksins, en til stendur að leggja fram þingmál um samþykkt pakkans í febrúar. Meira »

Uppreisn í Sjálfstæðisflokknum

2.12. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sér fram á uppreisn í grasrót Sjálfstæðisflokknum ef þingflokkurinn ákveður að keyra þriðja orkupakkann í gegnum þingið. Meira »

Standi utan orkulöggjafar ESB

29.11. „Ég get ekki séð að það skipti samstarfsþjóðir okkar nokkru máli þó að við stæðum utan regluverksins um orkumál,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann ræðir um þriðja orkupakka Evrópusambandsins sem til stendur að innleiða í gegnum EES-samninginn. Meira »

„Labbakútar“ sjá ESB allt til foráttu

27.11. „Það eru líka labbakútar víða í Evrópu sem sjá Evrópusambandinu allt til foráttu,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er hún ræddi um popúlisma á Alþingi í dag. Meira »

Harma rangar upplýsingar um áhrif orkupakkans

26.11. Stjórn Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins harmar þær röngu upplýsingar sem haldið er að almenningi um áhrif orkupakkans og ítrekar að ákvæði hans fela hvorki í sér valdaframsal til Evrópusambandsins, afsal forræðis yfir orkuauðlindunum né skyldu til að leggja sæstreng til Íslands. Meira »

Mögulega óheimilt að banna sæstreng

21.11. Fjórfrelsisreglur EES gera „það mögulega að verkum að óheimilt sé að leggja fortakslaust bann við lagningu [sæ]strengs,“ að því er segir á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins í færslu sem ætlað er að útskýra hvað felst í þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Telur að VG hafni orkupakkanum

21.11. Vinstri hreyfingin – grænt framboð mun væntanlega leggjast gegn því að innleiðing þriðja orkupakka Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn verði samþykkt á Alþingi. Þetta er mat Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi þingmanns og ráðherra flokksins. Meira »

Er ekki afsal á forræði auðlindarinnar

19.11. Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar segir fjarstæðukennt að halda því fram að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér að Íslendingar verði neyddir til þess að samþykkja sæstreng. Meira »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

18.11. „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum

17.11. „Er ekki leiðin að nýta þær undanþágur sem við gerðum upphaflega?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Kastar handsprengjum á ríkisstjórnarheimilið

17.11. Miðflokkurinn er að reyna að kasta handsprengjum inn á ríkisstjórnarheimilið að mati Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Sagði Logi í þættinum Víglínunni á Stöð 2 að afstaða Miðflokksins til þriðja orkupakkans væri poppúlísk. Málið væri stormur í vatnsglasi. Meira »

Útilokar ekki frekari frestun orkupakka

16.11. Ekki er útilokað að framlagning frumvarps um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins frestist lengur en til vorþings. Þetta segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Fresta orkupakkanum til vors

15.11. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor. Tímann muni sérfræðingar nota til að fara yfir samninginn. Meira »

Vilja hafna þriðja orkupakka ESB

13.11. Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjavík telur að ástæða sé til að að hafna þriðja orkupakka ESB og að leita þurfi allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi. Meira »

Tengist ekki Atlantic SuperConnection

13.11. Fram kemur í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að rangt sé að fyrirtækið Atlantic SuperConnection hafi verið að skoða möguleika á lagningu sæstrengsins Ice-Link á milli Bretlands og Íslands sem sé á verkefnalista Evrópusambandsins. Meira »

Farið talsvert nærri stjórnarskránni

12.11. „Sífellt fleirum líður eins og Evrópusambandið beri ekki þá virðingu fyrir tveggja stoða kerfinu sem okkur finnst það eiga að gera. Það eru fleiri mál þar sem gengið hefur verið ansi langt gagnvart framsalsheimildum okkar miðað við stjórnarskrá okkar.“ Meira »

Fleiri lýsa yfir efasemdum um innleiðingu þriðja orkupakkans

12.11. Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi samþykktu á kjördæmisþingi framsóknarmanna í kjördæminu að hafna þriðja orkupakkanum.  Meira »

Vilja ekki innleiða orkupakkann

11.11. „Ég vil reyna að komast hjá því í lengstu lög, ef það er hægt, að innleiða þennan orkupakka,“ sagði Brynjar Níelsson í þættinum Þingvöllum á K100. Ásamt honum var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, mættur til að ræða þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ice Link-strengurinn á lista ESB

10.11. Ljóst er að sæstrengur til raforkuflutninga á milli Íslands og Stóra-Bretlands (Ice Link) er kominn á verkefnalista Evrópusambandsins (ESB) með blessun og samþykki íslenskra stjórnvalda, að mati Friðriks Daníelssonar, ritstjóra heimasíðu Frjáls lands (frjalstland.is). Meira »

Höfðar mál gegn Ernu Solberg

8.11. „Framsal fullveldis til Evrópusambandsins í hverju málinu á fætur öðru, nú síðast til orkustofnunar sambandsins, er stjórnarskrármál. Baráttunni fyrir fullveldið er ekki lokið.“ Meira »

Orkupakkinn innleiddur þrátt fyrir viðvaranir

3.11. Miðflokkurinn segir að allt bendi til þess að ríkisstjórnin ætli sér að innleiða hinn svokallaða þriðja orkupakka Evrópusambandsins, þrátt fyrir ótal viðvaranir, heiman frá og að utan. „Það er ótækt að jafnstórt hagsmunamál og hér um ræðir sé látið reka á reiðanum af starfandi stjórnvöldum.“ Meira »

Ekki kveðið á um lagningu sæstrengs

1.11. Óhugsandi er að sæstrengur yrði lagður gegn vilja íslenskra stjórnvalda og þriðji orkupakkinn leggur engar skyldur á herðar Íslandi um að samþykkja hugsanlegan sæstreng. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna ummæla formanns Sambands garðyrkjubænda. Meira »

Garðyrkja leggist af með orkupakkanum

1.11. Formaður Sambands garðyrkjumanna telur ástæðu til að óttast um íslenska matvælaframleiðslu þegar þriðji orkupakki ESB verður innleiddur. Segir hann það borðleggjandi að íslensk garðyrkja leggist af í þeirri mynd sem hún er nú. Afleiðingar verði ekki síður alvarlegar fyrir annan landbúnað. Meira »

Frjálst flæði matvæla ekki sjálfgefið

31.10. „Við búum við þá sérstöðu umfram önnur lönd að auðveldara er að verjast sjúkdómum, forðast sýklalyfjaónæmi og draga úr útbreiðslu slíkra baktería vegna þess við erum eyja með hreina búfjárstofna. Slíkt er eftirsóknarvert.“ Meira »

Bann við sæstreng yrði andstætt EES

22.10. Peter Thomas Örebech, lagaprófessor við háskólann í Tromsö, telur að reglurnar sem felast í þriðja orkupakka Evrópusambandsins muni eiga fullkomlega við um Ísland, hafni Íslendingar ekki upptöku hans. Meira »

Þess virði að halda í EES-samninginn?

11.10. „Ef það er svo að EES-samningurinn ógnar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar ber okkur að skoða hvort það sé þess virði að halda í samninginn.“ Meira »

Meirihlutinn á móti inngöngu í ESB

5.10. Meirihluti landsmanna myndi hafna inngöngu Íslands í Evrópusambandið ef kosið væri um í dag samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir samtökin Já Ísland sem beita sér fyrir því að gengið verði í sambandið. Þannig eru 57,3% andvíg inngöngu í ESB en 42,7% því hlynnt. Meira »

Þriðji orkupakkinn varði ekki eignarrétt

17.9. Þriðji orkupakki Evrópusambandsins leggur ekki skyldu á íslensk stjórnvöld um að tengjast innri raforkumarkaði ESB með sæstreng og reglur hans varða ekki á nokkurn hátt eignarrétt á orkuauðlindum á Íslandi, samkvæmt greinargerð lögmanns, sem unnin var að beiðni Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur. Meira »

Þriðji orkupakkinn í febrúar

13.9. Til stendur að leggja fram þingmál í febrúar á næsta ári um samþykkt svonefnds þriðja orkupakka Evrópusambandsins vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Þetta kemur fram í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar vegna þingvetrarins. Mikil umræða hefur verið um það hvort rétt sé að samþykkja pakkann. Meira »

Sjálfstæðið til Brussel í smápörtum

1.9. „Við stöndum á ákveðnum tímamótum í samskiptum okkar við Evrópusambandið. Frá því að EES-samningurinn var gerður fyrir aldarfjórðungi hefur Evrópusambandið þróast á þann veg að það koma upp stöðug fleiri álitamál um hversu langt við getum gengið í þessu samstarfi án þess að við afsölum okkur sjálfstæði okkar í smápörtum hér og þar til Brussel.“ Meira »