Ísland og ESB

Heitir reitir í boði ESB

Í gær, 16:32 Evrópusambandið afhenti í gær þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar 15.000 evra styrk, um 2,1 milljónar króna, til uppsetningar á heitum reitum víðsvegar um borgina. Munu borgarbúar bráðum geta tengst þráðlausu neti á opnum stöðum í borgarlandinu í boði Evrópusambandsins. Meira »

Sjálfstæðismenn safni undirskriftum

Í gær, 13:35 „Deilur meðal sjálfstæðismanna um orkupakka 3 hafa verið harðar og fara harðnandi. Það er kominn tími á að láta lýðræðið ráða för.“ Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

í fyrradag „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

„Við fylgjum bara okkar stefnu“

19.7. „Þó maður hafi nú einsett sér fyrir tíu árum að sveiflast ekki eftir skoðanakönnunum þá verð ég að viðurkenna að þetta er samt auðvitað mjög ánægjulegt og við erum þakklát fyrir þennan stuðning,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um fylgisaukningu flokksins. Meira »

Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei minna

19.7. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst lægra í skoðanakönnunum fyrirtækisins MMR, en samkvæmt niðurstöðum þeirrar nýjustu er fylgi flokksins nú 19%. Lægst fór fylgið áður í 19,5% í janúar 2016. Meira »

Orkupakkinn takmörkun á fullveldi

18.7. Yrði þriðji orkupakkinn innleiddur í íslenskan rétt mundi það fela í sér takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Íslendingar væru að játa sig undir það að raforka, eins og hver önnur vara, flæddi frjáls á milli landa. Meira »

Vonast eftir frumvarpi um jarðakaup í haust

18.7. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Meira »

Tækifæri til að „leiðrétta kúrsinn“

12.7. Tekist hefur verið á innan Sjálfstæðisflokksins um menn og málefni alla tíð, rétt eins og öðrum flokkum. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, á Facebook-síðu sinni í dag vegna deilna innan flokksins um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

„Geggjað framúrstefnulegt trix“

28.6. Þórdís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ráðherra hæðist að Hjörleifi Hallgrímssyni en hann gagnrýnir framgöngu Sjálfstæðisflokksins í málefnum er varða þriðja orkupakkann í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær. „Fagri ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“ er það sem Hjörleifur kallar Þórdísi. Meira »

16 milljónir í lögfræðiálit

24.6. Kostnaður utanríkisráðuneytisins við aðkeypt lögfræðiálit vegna innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins nemur 16 milljónum króna, að því er fram kemur í svari við fyrirspurn mbl.is. Álit Carls Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, kostaði tæplega 8,5 milljónir króna. Meira »

34% styðja orkupakkann - 46% andvígir

24.6. Þeim fjölgar um fjögur prósentustig sem styðja innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins, að því er fram kemur á vef MMR. Stuðningur við orkupakkann mælist nú 34% miðað við 30% í síðustu könnun. Meira »

61,25% vilja undanþágu

19.6. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Maskína vann fyrir samtökin Heimssýn dagana 12.-18. júní eru um 61,25% þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi því að Ísland fái undanþágu frá orkulöggjöf Evrópusambandsins en um 38,7% eru andvíg. Meira »

Mun „sakna blessaðs stríðsins“

18.6. Sigmundur Davíð telur málþóf þeirra Miðflokksmanna hafa skilað heilmiklum árangri, án þess þó að segja að „þetta hafi þannig séð endilega verið málþóf“. Hann vonast til að ríkisstjórnin endurskoði afstöðu sína í sumar. Meira »

EES „aðlögunarsamningur inn í ESB“

18.6. „Hvað sem hver segir þá er EES í raun ekki viðskiptasamningur eins og svo oft er haldið fram hér á landi. Viðskipti eru forsenda þeirrar samþættingar og samruna sem stefnt er að,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfus, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann gerir að umtalsefni sínu eðli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »

Samþykkir ekki orkupakkann

14.6. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ætlar ekki að greiða atkvæði með samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þessu greindi þingmaðurinn frá í umræðum á Alþingi á dögunum og ítrekaði síðan í umræðum um málið á Facebook-síðu sinni í gær. Meira »

Skapar lagalega óvissu og áhættu

14.6. Fimm hæstaréttarlögmenn vara við því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að ófullkomin innleiðing þriðja orkupakka Evrópusambandsins hér á landi í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum gæti valdið hagsmunaaðilum tjóni og gefið þeim tilefni til að höfða skaðabótamál gegn íslenska ríkinu. Meira »

Er rafmagnsframleiðsla þjónusta?

8.6. Íslenskum stjórnvöldum gæti orðið óheimilt að koma í veg fyrir útboð nýtingarréttar og rekstur vatnsaflsvirkjanna með lögfestingu opinbers eignarhalds, fari eftirlitsstofnun EFTA, ESA, með nýtingarréttarfyrirkomulag norðmanna fyrir EFTA-dómstólinn og hann dæmi fyrirkomulagið ólögmætt. Meira »

„Þér er ekki boðið“

7.6. Skilaboð Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, til klofningsbrots flokksins í síðustu kosningunum, sem í dag er Miðflokkurinn, voru skýr í ræðu sem hann flutti á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. Meira »

Tæplega þrettán tíma þingfundi lokið

6.6. Þingfundi var slitið rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld og hafði þá staðið yfir í rúman hálfan sólarhring, eða 12 klukkustundir og 47 mínútur. Meira »

Verið að samþykkja óheft flæði raforku

6.6. „Með þriðja orkupakkanum verður ekki betur séð en að við séum að játa okkur undir það og festa það í sessi að raforka, eins og hver önnur vara, flæði óheft á milli landa,“ segir Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og fyrrverandi dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Meira »

Kallaði Steingrím harðstjóra

6.6. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, harðlega á fyrstu klukkstund þingfundar í morgun fyrir að breyta dagskrá þingsins og færa umræðuna um þriðja orkupakkann aftast í röðina í dag. Meira »

Fyrirvari á grundvelli raforkulaga

5.6. Ástæða þess að fyrirvari ríkisstjórnarinnar vegna þriðja orkupakka Evrópusambandsins er í formi þingsályktunnar en ekki frumvarps til laga, er að lagalegt gildi fyrirvarans er bundið í raforkulögum. Þetta kemur fram í skriflegu svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Uppfærðu svör um orkupakkann

5.6. Færslan á heimasíðu atvinnuvegaráðuneytisins undir heitinu „spurningar og svör um þriðja orkupakka ESB“ sem birt var í nóvember á síðasta ári, var breytt fyrsta apríl síðastliðinn. Ráðuneytið segir að um uppfærslu sé að ræða og að hún sé ítarlegri en fyrri útgáfa. Meira »

Ný stjórnarskrá lausnin

4.6. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði á Alþingi að umræðan um þriðja orkupakkann hefði verið afgreidd fyrir löngu síðan ef ný stjórnarskrá hefði verið samþykkt. Meira »

„Verulega óklókt“ hjá stjórnarliðum

4.6. Hanna Katrín Friðriksson og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, gagnrýndu stjórnarliða fyrir að saka minnihlutann um að stunda málþóf í umræðunni um fjármálaáætlun í gær. Lýstu þau einnig yfir furðu sinni á því að enginn stjórnarliði hafi tekið þátt í umræðunni fyrir utan framsögumann. Meira »

Munu áfram ræða orkupakkann

2.6. Þingmenn Miðflokksins munu halda áfram að ræða þriðja orkupakka Evrópusambandsins með svipuðu sniði og til þessa verði málinu ekki frestað til haustsins, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Valdið hjá Alþingi óháð fyrirvörunum

31.5. „Við erum mjög skýr með það og höfum fengið álit sérfræðinga sem telja flestir að fyrirvarana þurfi ekki einu sinni,“ svarar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkisnefndar Alþingis, er mbl.is leitar viðbragða hennar við fullyrðingu héraðsdómara um að fyrirvararnir haldi ekki. Meira »

Semja um dagskrá þingsins

31.5. „Forseti ákvað að taka önnur mál á dagskrá í dag á meðan standa yfir viðræður milli þingflokksformanna,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is um stöðuna í þinglegri meðferð þriðja orkupakkans. Meira »

Óvissa „eins og venjulega“

31.5. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á þeim fjölda mála sem ekki hafa komist til umræðu á Alþingi, meðal annars sökum málþófs þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann sem staðið hefur yfir síðustu daga. Meira »

Vill að umræðunni linni

31.5. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að mörgum rangfærslum hafi verið haldið fram í umræðunni um þriðja orkupakkann, sem hefði staðið yfir í 133 klukkustundir. Meira »