Ísland og ESB

Hafnar þjóðaratkvæði um ESB

31.10. Framsóknarflokkurinn er ekki reiðubúinn að samþykkja að boðað verði til þjóðaratkvæðis um frekari skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Meira »

Fleiri vilja halda í krónuna

16.10. Fleiri landsmenn eru andvígir því að evran verði tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi í stað krónunnar en eru hlynntir því samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var af Gallup fyrir samtökin Já Ísland sem hlynnt eru inngöngu í Evrópusambandið. Meira »

Vilja ekki aðildarviðræður við ESB

16.10. Fleiri eru andvígir því að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik en þeir sem eru því hlynntir samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var af Gallup fyrir samtökin Já Ísland sem eru hlynnt inngöngu Íslands í sambandið. Meira »

Mikill meirihluti vill ekki í ESB

16.10. Meirihluti landsmanna er andvígur því að Ísland gangi í Evrópusambandið samkvæmt niðustöðum skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir samtökin Já Ísland sem hlynnt eru inngöngu í sambandið. Meira »

Fleiri á móti inngöngu í átta ár

16.7. Fleiri hafa verið andvígir inngöngu í Evrópusambandið en hlynntir í öllum skoðanakönnunum sem birtar hafa verið hér á landi undanfarin átta ár eða frá því sumarið 2009. Hvort sem kannanirnar hafa verið gerðar af Gallup, MMR, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands eða öðrum. Meira »

ESB ekki á dagskrá næstu árin

17.4. „Það er margstaðfest á löngum tíma að sterkur meirihluti Íslendinga er andvígur aðild að Evrópusambandinu. Menn sjá Evrópusambandið sem ólýðræðislegt skriffinnsku- og valdabákn og tilræði við þjóðlegt fullveldi,“ segir Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, á vefsíðu sinni. Meira »

Vilja kjósa um nýjar viðræður við ESB

29.3. Þingflokkur Pírata hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort óska eigi eftir nýjum viðræðum við Evrópusambandið um inngöngu Íslands í sambandið. Þjóðaratkvæðið fari fram vorið 2018. Meira »

„Heill pakki með kostum og göllum“

21.3. „Evrópusambandið kemur náttúrulega sem heill pakki með öllum þeim kostum og göllum sem honum fylgja,“ sagði Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins þar sem hann svaraði fyrirspurn frá Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Meira »

Hafa málfrelsi í Evrópumálum

7.3. „Það sem skiptir hins vegar mestu máli í þessu er að ég og hæstvirtur utanríkisráðherra erum algerlega sammála og samstiga í því að tryggja hagsmuni Íslands og gæta þeirra á alþjóðavettvangi. Það er eitthvað sem við erum algerlega sammála um og við erum í mjög góðum samskiptum.“ Meira »

„Þið vitið hvað er í pakkanum“

6.3. „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það besta sem þið getið gert,“ segir Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, í samtali við mbl.is. Meira »

Tveir þriðju andvígir inngöngu

22.2. Meirihluti landsmanna er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR eða 54%. Rúmur fjórðungur, eða 25,9% er hins vegar hlynntur því að landið gangi í sambandið. Meira »

Vaxandi andstaða við inngöngu í ESB

16.11.2016 Vaxandi andstaða er við inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR. Þannig hefur andstaðan aukist um 7,2 prósentustig miðað við sambærilega könnun í lok september. Meira »

Reglur ESB „óumsemjanlegar“

1.11.2016 Sr. Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur á Akureyri, sendi á dögunum fyrirspurn til Evrópusambandsins þar sem hann grennslaðist fyrir um það hvert eðli umsóknar að sambandinu væri. Meira »

Þurfti ekki að koma á óvart

29.9.2016 Hvorugur stjórnarflokkanna, Framsóknarflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn, höfðu það að stefnu sinni að ganga í Evrópusambandið fyrir síðustu þingkosningar og því þurfti ekki að koma á óvart að þeir beittu sér ekki fyrir skerfum í þá átt. Meira »

Meirihlutinn vill sem fyrr ekki í ESB

27.9.2016 Meirihluti landsmanna vill ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR. Könnunin var gerð dagana 20.-26. september en samkvæmt henni eru 50,6% andvíg inngöngu í sambandið en 28,2% henni hlynnt. Meira »

Umdeilt mál samþykkt á Alþingi

23.9.2016 Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu um að Ísland gangist undir yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit ESB í gegnum Eftirlitsstofnun EFTA. Málið er afar umdeilt og hafa sérfræðingar haft efasemdir um að málið standist stjórnarskrá. Hart var deilt um málið á þingi áður en atkvæðagreiðsla hófst. Meira »

Verða að standast stjórnarskrána

23.9.2016 „Mín skoðun hefur verið sú að á meðan ekkert slíkt er til staðar sé þetta á ábyrgð Alþingis. Þeir eiga ekki að setja lög nema þau standist stjórnarskrána og þeir verða að axla þá ábyrgð að mínu mati,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti. Meira »

Vilji til fundar með Björgu

23.9.2016 Vilji er í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að funda með Björgu Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, vegna fyrirhugaðrar innleiðingar evrópskra reglna um fjármálaeftirlit. Meira »

Frekari kröfur um framsal valds

22.9.2016 Viðbúið er að áframhaldandi aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) þýði að fleiri tilfelli komi upp þar sem gerð verði krafa um að valdheimilir verði framseldar til evrópskra stofnana. Þetta segir Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is. Meira »

Verður ekki lengra komist

21.9.2016 „Mér þykir þetta ekki hafa tekið þeim lagfæringum sem þyrfti og hef verið þeirrar skoðunar að það yrði ekkert lengra komist í að teygja stjórnarskrána heldur en orðið er,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti. Meira »

Vill ákvæði um valdaframsal

20.9.2016 Löngu tímabært er að setja ákvæði í stjórnarskrána um heimild til framsals á ríkisvaldi að því gefnu að það njóti stuðnings aukins meirihluta þingmanna. Meira »

Stenst ekki stjórnarskrána

20.9.2016 Samanlagt framsal fullveldis til yfirþjóðlegra stofnana vegna aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og Schengen-samstarfinu er komið út fyrir þau mörk sem stjórnarskráin heimilar. Þetta segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra. Meira »

Skiptar skoðanir um fullveldisframsal

20.9.2016 Fulltrúar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eru ekki á einu máli um það hvort framsal á fullveldi vegna fyrirhugaðrar innleiðingar á evrópskum reglum hér á landi um fjármálaeftirlit samrýmist stjórnarskránni. Meira »

Víkja megi frá lágmarksfresti

29.8.2016 Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðsla þess efnis að heimilt verði að víkja frá ákvæðum laganna um þriggja mánaða lágmarksfrest áður en þjóðaratkvæði fer fram ef mögulegt er að það fari fram samhliða almennum kosningum innan þess tíma. Meira »

Verður kosið um Evrópusambandið?

26.8.2016 Vandséð er að boðað verði til þjóðaratkvæðis um frekari skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið á næsta kjörtímabili ef miðað er við stefnu flokkanna. Björt framtíð hefur boðað slíka atkvæðagreiðslu samhliða næstu þingkosningum en hvergi er hins vegar kveðið á um það í stefnu flokksins. Meira »

Vilja þjóðaratkvæði um aðildarviðræður

19.8.2016 Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hvort halda skuli áfram aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Er þá gert ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningum til Aþingis sem boðaðar hafa verið 29. október. Meira »

Fari í gegnum þingið og þjóðina

9.8.2016 „Við höfum sagt að það verði ekkert haldið áfram með þetta mál nema með aðkomu þings og þjóðar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í samtali við mbl.is spurð um afstöðu flokks hennar til umsóknar um inngöngu í Evrópusambandið. Meira »

Evrópusambandinu hafnað í sjö ár

26.7.2016 Meirihluti hefur verið fyrir því að standa utan Evrópusambandsins í öllum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið hér á landi undanfarin sjö ár. Samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunar MMR eru rúm 69% andvíg inngöngu í sambandið sé aðeins miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti. Meira »

Meirihlutinn vill ekki í ESB

26.7.2016 Meirihluti Íslendinga vill ekki ganga í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR líkt og verið hefur undanfarin ár. Samkvæmt könnuninni eru 55,5% andvíg því að ganga í sambandið en 24,7% hlynnt því. Meira »

Taldi þögn sama og samþykki

10.2.2016 „Fulltrúar utanríkisráðuneytisins sögðu að viðræðunum hafi verið alfarið slitið. Enginn andmælti því,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hún úrskýrir ummæli sem hún lét falla í gær um umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Meira »