Íslenskir Everestfarar

Átakanlegt að ganga fram á nýlátið fólk

27.5. „Það er fátt sem situr meira í manni en svona reynsla. Auðvitað lærir maður mikið inn á sjálfan sig og hvernig maður þarf að vinna með sína vankanta og sinn karakter,“ segir Bjarni Ármannson sem síðastliðinn fimmtudag varð áttundi Íslendingurinn til að klífa hæsta tind veraldar, Everest. Meira »

Allir vilja upp við bestu aðstæðurnar

26.5. Fjallgöngumaðurinn Leifur Örn Svavarsson, sem stóð á toppi Everest fjalls ásamt Lýði Guðmundssyni í vikunni, segir að enginn óski sér þess, hvað þá Íslendingar sem séu vanir því að vera einir á fjöllum, að vera á hæsta punkti veraldar í mannmergð. Það skemmi aðeins upplifunina. Meira »

Þröngur veðurgluggi veldur röð á tindinn

23.5. Þröngur veðurgluggi veldur því á nokkurra ára fresti að löng röð myndast af fjallgöngugörpum á leið á tind Everest, líkt og sjá mátti á mynd sem tekin var af fjallinu í gær. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir fjallagarpur og Everestfari, en þrír Íslend­ing­ar toppuðu hæsta fjall heims í morgun. Meira »

Ingólfur Geir kominn heim

29.5.2013 Ingólfur Geir Gissurarson, sem nýverið kleif Everest, kom til landsins í dag 29. maí á sama degi og fyrsta staðfesta Everest-toppgangan var háð, en 60 ár eru síðan Sir Edmund Hillary og Tenzing Norgay komust fyrstir manna á topp Mt. Everest. Meira »

Sigruðu Everest fyrir 60 árum

29.5.2013 Sextíu ár eru í dag frá því Nýsjálendingurinn Edmund Hillary og Sérpinn Tenzing Norgay urðu fyrstir manna til að klífa tind Everest, hæsta fjalls í heiminum. Meira »

Þrjú fórust á Dhaulagiri

28.5.2013 Tveir fjallgöngumenn, 67 ára gömul japönsk kona og fimmtugur Spánverji, fórust á Dhaulagiri fjalli í Nepal ásamt innlendum leiðsögumanni sínum. Ekkert hefur spurst til þeirra síðan á föstudag, samkvæmt upplýsingum frá leiðangursstjóra þeirra. Meira »

Mögnuð upplifun á toppi veraldar

24.5.2013 Leifur Örn Svavarsson segir það hafa verið magnaða upplifun að vera á toppi hæsta fjalls veraldar þegar sólin var að koma upp og virða fyrir sér skugga fjallsins og er nú á leið niður. Síðustu metrarnir sóttust vel en þó lenti hann í ísingu á súrefnisgrímu sinni. Leifur ræddi við mbl.is í morgun. Meira »

Ólýsanlegt á toppi Everest

23.5.2013 „Það er ólýsanleg tilfinning að standa þarna og horfa yfir,“ segir Ingólfur Geir Gissurarson, sem stóð á tindi Everest síðasta þriðjudagsmorgun. Gangan var ekki án vandkvæða en í miklum bratta í 8.700 metra hæð sprakk þrýstijafnari súrefniskútsins og tóku þá við „ótrúlegar erfiðar“ 5-10 mínútur. Meira »

Leifur Örn kominn á toppinn

23.5.2013 Leifur Örn Svavarsson náði á topp Everest um sólarupprás og gekk ferðalagið vel. Mikið rok er á toppnum, samkvæmt upplýsingum frá Elínu Sigurveigu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Íslenskra fjallaleiðsögumanna en í höfuðstöðvum fyrirtækisins fylgdist fólk með ferðalagi Leifs í gærkvöldi og nótt. Meira »

Síðustu metrarnir eftir á Everest

23.5.2013 „Veðrið er ekkert sérstakt hjá þeim en ef allt gengur vel þá eigum við von á að þau toppi einhvern tímann á milli miðnættis og fjögur í nótt að íslenskum tíma. Við eigum von því á milli eitt og tvö ef allt fer að óskum,“ segir Elín Sigurveig Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Meira »

„Leifur fílaði sig vel“

22.5.2013 Fjallgöngumanninum Leifi Erni Svavarssyni gekk vel að ganga upp í 7.700 metra hæð Everest-fjalls í gær. Þar hefur hann nú hvílt sig vel fyrir átök dagsins í dag. Meira »

Leifur stefnir á toppinn 23. maí

21.5.2013 Fjallgöngumaðurinn Leifur Örn Svavarsson stefnir að því að komast á tind Everest-fjalls fyrir sólarupprás nk. fimmtudag, 23. maí. Leifur gekk upp í 7.000 metra hæð í gær og gekk gangan vel. Í dag mun hann svo fara upp í 7.700 metra hæð. Meira »

Ingólfur á toppinn í fyrramálið

20.5.2013 Ingólfur Geir Gissurarson og félagar hans í Everest 2013 hópnum eru komnir í suðurskarð fjallsins, í 7950 metra hæð. Hann á því eftir um 900 metra hæðarhækkun og ekki er ólíklegt að hann verði kominn á toppinn á milli klukkan 6 og 8 í fyrramálið, gangi allt að óskum. Meira »

Ingólfur kominn í 3. búðir

19.5.2013 Ingólfur Geir Gissurarson, sem hyggst komast á tind Everest-fjalls, er kominn í þriðju búðir en þangað komst hann í dag. Þar er nauðsynlegt að sofa með súrefni en hann nálgast nú topp hæsta tinds veraldar óðfluga. Meira »

Everestfarar bíða af sér veður

18.5.2013 Íslendingarnir tveir sem stefna á topp hæsta fjalls heims í næstu viku taka því rólega í dag enda slæm veðurspá. Í dag bárust einnig fregir af því að fyrsta konan frá Sádi-Arabíu, Raha Moharrak, 25 ára, hafi náð á toppinn. Ekki nóg með það heldur er hún yngsti arabinn til þess að ná á topp Everest. Meira »

Stefnir á toppinn á þriðjudag

17.5.2013 Ingólfur Geir Gissurarson er kominn í aðrar búðir á leið sinni á toppinn á Everest. Á morgun er hvíldardagur og svo heldur hann áfram upp í 3. búðir snemma á sunnudagsmorgun. Ef allt gengur að óskum er stefnt að því að vera á toppnum að morgni 21. maí. Meira »

Vindaspáin tefur Leif um einn dag

16.5.2013 Leifur Örn Svavarsson ákvað í dag að taka sér einn dag til viðbótar áður en hann leggur af stað í efri grunnbúðir á Everest. Honum leist ekki nógu vel á vindaspána fyrir 22. maí, en þá áætlaði hann að standa á tindinum. Meira »

Á topp Everest í næstu viku

14.5.2013 Gangi allt að óskum mun fjallamaðurinn Leifur Örn Svavarsson ná toppi Mt. Everest um miðja næstu viku þegar veðurskilyrði ættu að vera hagstæð. Leiðangurinn hefur gengið vel að hans sögn en hann ræddi við mbl.is í morgun um göngu sína á hæsta tind veraldar. Meira »

Ingólfur hitti Messner

12.5.2013 „Það hljóp heldur betur á snærið hjá mér í dag. Reinhold Messner, einhver þekktasti fjallgöngumaður allra tíma, kom hingað í grunnbúðir Everest í dag og tók viðtöl og fleira,“ segir Ingólfur Geir Gissurarson, sem hyggst komast á tind Everest-fjalls. Meira »

Hugar að hvíld fyrir lokaátökin

12.5.2013 Fjallagarpurinn Leifur Örn Svavarsson, sem hyggst komast á topp Everest-fjalls, hefur nú lokið hæðaraðlögunni og „rétt að huga að hvíld til að vera heill og tilbúinn í átökin sem fylgja lokaatrennunni á fjallið,“ skrifar Leifur Örn á ferðabloggsíðu sína. Meira »

Varð frá að hverfa sökum veikinda

9.5.2013 Guðmundur Stefán Maríusson er hættur við að reyna að ná toppi Everest-fjalls vegna veikinda. Félagi hans, Ingólfur Geir Gissurarson, mun aftur á móti halda ótrauður áfram. Meira »

Huang Nubo gengur á Everest

4.5.2013 Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo gengur nú á Everest. Hann hefur dvalið í sömu grunnbúðum við fjallið og íslenski Everest-farinn Leifur Örn Svavarsson. Meira »

Snýtir blóði á leið á Everest

2.5.2013 „Þó að ég hafi borið olíu og feitt krem innan á nasavængina, er ég stöðugt að snýta blóði,“ segir Leifur Örn Svavarsson, fjallgöngumaður, sem gengur nú á Everest. Undanfarna daga hefur hópurinn hækkað sig og lækkað í fjallinu til að venjast kvillunum sem fylgja hækkuninni og þunna loftinu. Meira »

Ísblokkir geta hrunið hvenær sem er

30.4.2013 „Það gengur ágætlega, þakka þér fyrir. Þetta er stanslaus barátta,“ segir fjallgöngumaðurinn Ingólfur Geir Gissurarson, sem er nú staddur í grunnbúðum Everest-fjalls, hæsta fjalls heims, ásamt Guðmundi Stefáni Maríussyni. Meira »

Leifi líður vel eftir atvikum

25.4.2013 Fjallagarpurinn Leifur Örn Svavarsson er nú staddur í efri grunnbúðum Everest, eða í 6.492 metra hæð. Leifi líður vel eftir atvikum, en vissulega tekur á að venjast loftinu sem er heldur þynnra þegar komið er upp í þessa miklu hæð. Meira »

Leifur Örn í grunnbúðum Everest

18.4.2013 Fjallagarpurinn Leifur Örn Svavarsson er lagður af stað upp í efri grunnbúðir Everest en hann hyggst ganga á tindinn um norðurleiðina sem er bæði fáfarnari og erfiðari. Einn af sherpunum sem fylgja Leifi Erni á fjallið fékk háfjallaveiki í neðri grunnbúðunum og varð í snarhasti að flytja hann neðar. Meira »

Komnir í grunnbúðir Everest

15.4.2013 Guðmundur Stefán Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson komu í grunnbúðir Everest síðastliðinn föstudag en félagarnir stefna á að ná toppi fjallsins um miðjan maí. Meira »

Með viagra á toppi veraldar

8.4.2013 Fjallamaðurinn Leifur Örn Svavarsson er lagður af stað í leiðangur sinn á Mt. Everest, hann mun ganga Norðurleiðina á fjallið sem er fáfarnari og erfiðari. Mbl.is heilsaði upp á Leif Örn þegar hann var að pakka niður fyrir ferðalagið en á meðal þess sem hann tók með sér var stinningarlyfið viagra. Meira »

Á réttum aldri fyrir Everest

25.3.2013 „Þegar við vorum í æfingaferð í Ölpunum í október síðastliðnum hittum við einn sem hafði farið sex sinnum á Everest. Hann sagði við okkur: Þið eruð á rétta aldrinum. Þið eruð orðnir nægjanlega þroskaðir og það er enginn ungæðisháttur í ykkur lengur,“ segir Guðmundur St. Maríusson fjallgöngumaður. Meira »

Orðinn spenntur fyrir Everest

24.3.2013 ,,Það er kominn heilmikil tilhlökkun og spenningur í mig fyrir þennan leiðangur. Þetta verður krefjandi en á sama spennandi verkefni. Ég stefni að því að ganga norðanmegin á fjallið frá Tíbet sem nú er hluti af Kína,“ segir Leifur Örn Svavarsson fjallgöngugarpur sem ætlar að ganga á Everest í apríl Meira »