Ísrael/Palestína

Átök brutust út milli Ísraela og Palestínu í byrjun júlí en tæp tvö ár eru síðan vopnahlé var undirritað milli þjóðanna tveggja.

33 létust í átökum á Gaza

13.4. Mikil mótmæli eru í dag á landamærum Gaza og Ísraels, þriðja föstudag í röð. Átök urðu þegar þúsundir palestínskra mótmælenda mættu Ísraelska varnarliðinu. 33 Palestínumenn hafa látið lífið og eru hundruð særð. Meira »

Rannsaka dauða fréttaljósmyndara

7.4. Ísraelsher mun rannsaka dauða palestínsks blaðamanns sem var skotinn til bana í átökum milli palestínskra mótmælenda og ísraelska hersins. Þetta hefur BBC eftir talsmanni Ísraelshers. Meira »

Sex fréttamenn skotnir á Gaza

6.4. Sex palestínskir fréttamenn særðust er þeir urðu fyrir byssuskotum ísraelskra hermanna þegar til átaka kom milli mótmælenda og hermanna á Gaza svæðinu í dag. Þá létu sjö mótmælendur lífið og yfir 400 Palestínumenn særðust. Meira »

Hvað mun gerast á Gaza í dag?

6.4. Í dag munu þúsundir Palestínumanna taka þátt í mótmælum við landamærin sem komið hefur verið upp á milli Ísraels og Gaza. Fyrir viku létust nítján í sambærilegum mótmælum er ísraelskir hermenn skutu á þá. Sá dagur var sá blóðugasti í átökum Ísraela og Palestínumanna frá árinu 2014. Meira »

Tala látinna komin í sautján

2.4. Palestínumaður lést af sárum sínum þremur dögum eftir að hafa verið skotinn af hersveitum Ísraels eftir að fjöldamótmæli leiddu til átaka á föstudaginn. Þar með hafa sautján látið lífið eftir að átökin brutust út. Meira »

Segir gagnrýni Erdogans minna á aprílgabb

1.4. Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els svaraði í dag gagnrýni Recep Erdogans, forseta Tyrklands, vegna árásar Ísraelshers á þrjár bækistöðvar Ham­as-sam­tak­anna á Gaza-strönd­inni á föstudag Meira »

Hrósaði hermönnum eftir mannskæð átök

31.3. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hrósaði í dag hermönnum landsins fyrir að hafa „gætt landamæra ríkisins“, en í gær skutu hermenn ríkisins 16 Palestínumenn til bana eftir umfangsmikil mótmæli við landa­mærag­irðing­ar ísra­elskra stjórn­valda á svæðinu. Meira »

Dauðsföll á Gaza verði rannsökuð

31.3. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna vill að óháð og gegnsæ rannsókn verði gerð á því mannfalli sem varð á Gaza-ströndinni í gær. Að minnsta kosti sextán létust og tugir særðust. Meira »

Öryggisráðið ræðir ástandið á Gaza

30.3. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun halda fund fyrir luktum dyrum í dag til að ræða atburði dagsins á Gaza, en þar sló í brýnu á milli palestínskra mótmælenda og ísraelskra hermanna með þeim afleiðingum að minnst 15 Palestínumenn féllu. Meira »

Hörð átök við ísraelsku landamærin

30.3. Þúsundir Palestínumanna í Gaza hafa gengið að landamærunum að Ísrael, en gangan er upphafið að sex daga mótmælum. Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir að a.m.k. sex hafi látist og 750 særst í átökum sem brutust út. Margir eru sagðir hafa særst eftir að hafa orðið fyrir byssukúlum ísraelskra hermanna. Meira »

Átta mánaða fangelsi fyrir að slá hermanninn

22.3. Palestínsk táningsstúlka, sem var handtekin í kjölfar myndbands þar sem hún sást slá ísraelskan hermann á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum utan undir, gerði dómssátt í málinu og hlaut átta mánaða fangelsisdóm. Meira »

„Gífurlegar áhyggjur“ af opnun sendiráðs

24.2. Tyrkir segjast hafa gífurlegar áhyggjur af opnun sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem í maí þegar 70 ár verða liðin frá stofnun Ísraels. Meira »

Abbas vill alþjóðlega ráðstefnu

20.2. Mahmud Abbas, leiðtogi Palestínu, hefur óskað eftir því að alþjóðleg ráðstefna verið haldin um mitt þetta ár þar sem málefni Palestínu og friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs yrði rætt. Meira »

Kveiktu í Trump-brúðu

27.1. Palestínumenn hengdu upp brúður með ljósmyndum af Donald Trump Bandaríkjaforseta og Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna og kveiktu í þeim í flóttamannabúðum í Betlehem á Vesturbakkanum í dag. Meira »

Hótar að stöðva fjárhagsaðstoð

25.1. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað Palestínumenn um að bera ekki virðingu fyrir Bandaríkjunum. Hann hótar því að hætta að veita þeim fjárhagsaðstoð sem er hundruð milljóna dollara virði vilji þeir ekki taka þátt í viðræðum um frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Meira »

Hvatti til friðar í Jerúsalem

25.12. Frans páfi hvatti til friðar í Jerúsalem og óskaði eftir gagnkvæmu trausti á Kóreuskaganum í jólaræðu sinni í morgun. Hann lagði áherslu á þjáningar barna í átökum víðsvegar um heiminn. Meira »

Sendiráð Gvatemala til Jerúsalem

25.12. Stjórnvöld í Gvatemala hafa ákveðið að feta í fótspor Bandaríkjanna og flytja sendiráð sitt í Ísrael til Jerúsalem. Jimmy Morales, forseti Gvatemala, greindi frá þessu í gærkvöldi. Meira »

Fordæmir niðurstöðu SÞ

21.12. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur fordæmt niðurstöðuna í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um að hafna viðurkenningu Bandaríkjanna á því að að Jerúsalem verði höfuðborg Ísraels. Meira »

„Höldum áfram að hvetja til stillingar“

21.12. „Afstaða Íslands hefur verið mjög skýr, við styðjum þessa tveggja ríkja lausn þar sem staða Jerúsalems verður á endanum leyst með samningum á milli Ísraela og Palestínumanna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Meira »

Höfnuðu ákvörðun um Jerúsalem

21.12. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt frumvarp um að hafna viðurkenningu Bandaríkjanna á því að Jerúsalem verði höfuðborg Ísraels. Alls greiddu 128 þjóðir atkvæði með frumvarpinu á móti 9. Meira »

Rannsaka dráp á fótalausum manni

19.12. Fulltrúi mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna segist „virkilega miður sín“ vegna morðsins á hinum fótalausa Ibrahim Abu Thurayeh og fer fram á sjálfstæða og hlutlausa rannsókn á málinu. Meira »

Stúlka handtekin fyrir að slá hermann

19.12. Ísraelskir hermenn handtóku palestínska stúlku sem sló til eins úr þeirra röðum í mótmælum við hús á Vesturbakkanum. Atvikið náðist á myndband. Meira »

Hvetur Ísraela til að sýna hugrekki

10.12. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hvetur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, til að sýna hugrekki í samskiptum sínum við Palestínumenn til að byggja upp velvilja sem gæti hjálpað til við að blása að nýju í glæður friðarviðræðnanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Meira »

Segja ákvörðun Trumps skapa glundroða

10.12. Utanríkisráðherrar 22 Arabaríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þess er krafist að Bandaríkin afturkalli viðurkenningu sína á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Í yfirlýsingunni er alþjóðasamfélagið einnig hvatt til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Meira »

Mótmælt þriðja daginn í röð

9.12. Palestínumenn mótmæltu þriðja daginn í röð á Vesturbakkanum í dag. Mótmælin snúa að ákvörðun Don­alds Trumps Bandaríkjafor­seta að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els. Meira »

Ætlar ekki að hitta varaforsetann

9.12. Mahmud Abbas, forseti Palestínu, ætlar ekki að hitta Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í kjölfar ákvörðunar Donalds Trumps forseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Meira »

Fjórir Palestínumenn féllu

9.12. Átök brutust út, eldflaugum var skotið og loftárásir gerðar á Gaza í gær í kjölfar umdeildrar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem viðurkennt hefur Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Fjórir Palestínumenn féllu í gær og morgun og tugir særðust. Meira »

Tíu særðir í loftárás á Gaza

8.12. Tíu eru særðir eftir loftárás Ísraela á Gazaströndinni. Flugvél á vegum Ísraela var beint að herstöð Hamas á svæðinu. Árásins er svar við flugskeytaárásum Palestínumanna fyrr í dag, að sögn fulltrúa hjá ísraelska hernum. Meira »

Fjölga hersveitum á Vesturbakkanum

7.12. Ísraelski herinn greindi frá því í dag að fjölgað verði í hersveitum á Vesturbakkanum í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að Bandaríkin viðurkenni nú Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Meira »

Heimurinn fordæmir Trump

7.12. Bandamenn Bandaríkjanna eru framarlega í flokki þeirra sem fordæma ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, er hins vegar ánægður og segir nafn Trumps komið á spjöld sögu borgarinnar. Meira »