Ísrael/Palestína

Átök brutust út milli Ísraela og Palestínu í byrjun júlí en tæp tvö ár eru síðan vopnahlé var undirritað milli þjóðanna tveggja.

Hús Palestínumanna jöfnuð við jörðu

Í gær, 14:28 Ísraelsmenn hafa í dag rifið nokkur íbúðarhús palestínskra borgara í þorpinu Sur Baher, suður af höfuðborginni Jerúsalem, um það bil 100 íbúðir í það heila. Íbúar húsanna voru vaktir af hermönnum í nótt og skipað á brott, áður en hafist var handa við að rífa húsin með vinnuvélum og sprengiefnum. Meira »

Vonar að Palestína taki þátt

26.6. Jared Kushner, ráðgjafi Hvíta hússins og tengdasonur Donalds Trump bandaríkjaforseta, sagði í dag enn tækifæri fyrir Palestínu að taka þátt í friðaráætlun sem hefur verið í mótun á friðarráðstefnu Bandaríkjanna í Barein í tvo daga. Meira »

Netanyahu neitað um frest á yfirheyrslu

6.6. Ríkissaksóknari í Ísrael hefur hafnað beiðni Benjamin Netanyahu forsætisráðherra þess efnis að yfirheyrslum í spillingarmáli gegn honum verði frestað. Meira »

Þingkosningar í Ísrael í september

29.5. Ísraelska þingið samþykkti í dag að halda nýjar kosningar í september. Í atkvæðagreiðslu voru 74 hlynntir því að leysa upp þingið og halda kosningar 17. september en 45 voru á móti. Meira »

Opna landamæri Gaza

12.5. Ísraelar hafa opnað landamæri sín að nýju við Gaza eftir að hafa lokið þeim á meðan átök geisuðu þar fyrr í mánuðinum. Vopnahlé er í gildi á milli Palestínumanna og Ísraela en óvíst er hversu lengi það varir. Meira »

Bjóða Ísraelum á Eurovision

9.5. Ísraelum sem búa í suðurhluta landsins verður boðið á undankvöld Eurovision-keppninnar á þriðjudag og æfingar í aðdraganda keppninnar. Ísraelska ríkisútvarpið KAN greindi frá þessu í dag. Meira »

Hindra aðgerðasinna í að koma til Ísrael

7.5. Ísraelsk stjórnvöld munu stöðva alla aðgerðasinna við komu til landsins ef þeir hafa í huga að trufla Eurovision-söngvakeppnina sem fer fram í Tel Aviv um miðjan mánuðinn. Meira »

Náðu samkomulagi um vopnahlé á Gaza

6.5. Vopnahlé náðist í nótt milli Ísraela og Palestínumanna eftir mannskæðar árásir helgarinnar. Höfðu Egyptar milligöngu um samkomulagið að því er AFP-fréttaveitan hefur eftir ónafngreindum liðsmönnum Hamas-samtakanna. 27 manns hið minnsta fórust í átökum helgarinnar. Meira »

Minnst 16 látnir á Gaza-ströndinni

5.5. Yfirvöld á Gaza hafa tilkynnt að minnsta kosti 16 dauðsföll vegna árása Ísraelsmanna sem hófust á laugardag með eldflaugaárás frá Gaza-ströndinni. Átökin hafa harðnað á Gaza og eru sögð ein þau hörðustu í áraraðir. Meira »

Vígamenn meðal látinna á Gaza

5.5. Tveir palestínskir vígamenn voru drepnir í árásum Ísraelshers á Gaza-ströndina og hafa því árásir Ísraela kostað sjö mannslíf á Gaza í dag. Meira »

Vígasamtök hóta Eurovision

5.5. Vígasamtökin Islamic jihad (Palestinian Islamic Jihad) hótaði söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Eurovision í gær. Undirbúningur keppninnar, sem fer fram í Tel Aviv í Ísrael eftir tæpar tvær vikur, heldur þó áfram samkvæmt áætlun, að því er segir í umfjöllun The Jerusalem Post. Meira »

Netanyahu fyrirskipar fleiri árásir

5.5. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, greindi í dag frá því að hann hefði fyrirskipað her landsins að gera frekari árásir á Gaza og bregðast með því við flugskeytaárásum Hamas-liða, en átök hafa farið harðnandi milli Ísraela og Palestínumanna. Meira »

7 farast í árásum í Ísrael og á Gaza

5.5. Átök virðast nú fara harðnandi milli Ísraela og Palestínumanna. Skutu uppreisnarmenn á Gaza hundruð eldflauga yfir til Ísrael í gær og svaraði ísraelski herinn með loftárásum á yfir hundrað skotmörk á svæðinu. Sjö fórust í árásunum, þeirra á meðal ólétt kona með barn. Meira »

Yfir 200 eldflaugum skotið á Ísrael

4.5. Yfir tvö hundruð eldflaugum hefur verið skotið á Ísrael frá Gaza í dag. Evrópusambandið sendi frá sér yfirlýsingu vegna árásarinnar síðdegis þar sem þess er krafist að árásunum verði hætt svo hægt sé að tryggja að líf almennra borgara og öryggi þeirra. Meira »

Trump óskar Netanyahu til hamingju

10.4. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir kosningasigur Netanyahu auka líkurnar á því að áætlun Bandaríkjanna um að skapa frið milli Ísraels og Palestínu eigi frekar möguleika á að ganga eftir með Netanyahu við stjórnvölinn. Meira »

Útlit fyrir óbreytt stjórnmálaástand

10.4. Þegar 97% atkvæða í þingkosningunum í Ísrael hafa verið talin er útlit fyrir að óbreytt ástand verði í ísraelskum stjórnmálum þar sem allt bendir til þess að Benjam­in Net­anya­hu sé bú­inn að tryggja sér for­sæt­is­ráðherra­stól­inn fimmta kjör­tíma­bilið í röð. Meira »

Fimmta kjörtímabilið í augsýn

10.4. Allt bendir til þess að Benjamin Netanyahu sé búinn að tryggja sér forsætisráðherrastólinn fimmta kjörtímabilið í röð.  Meira »

Kosningar hafnar í Ísrael

9.4. Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Ísrael en afar mjótt er á munum milli tveggja stærstu flokka landsins.   Meira »

Ætlar að innlima landtökubyggðir

7.4. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, segir að ef hann fer með sigur af hólmi í þingkosningum á þriðjudag þá muni hann innlima landtökubyggðir á Vesturbakkanum. Meira »

Tveir unglingar látnir í átökum á Gaza

31.3. Það sló í brýnu með palestínskum mótmælendum og ísraelsku herliði á Gaza í gær. Vikuleg mótmæli á landamærunum hafa staðið yfir í ár. Meira »

Átök harðna á Gaza

25.3. Tíu flugskeytum var skotið frá Gazasvæðinu í átt að Ísrael í kvöld. Árásin var svar við árás Ísraelshers síðdegis, en sú árás var gerð í hefndarskyni við eldflaugaárásir frá Gaza á bæ í Ísrael síðustu nótt. Meira »

Viðurkenna yfirráð yfir Gólanhæðum

25.3. Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir yfirlýsingu þar sem fram kemur að Bandaríkin viðurkenni Gólanhæðir sem hluta af Ísrael. Meira »

Skutu eldflaug á Tel Aviv

25.3. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að stytta heimsókn sína í Bandaríkjunum í kjölfar þess að eldflaug sem var skotið frá Gaza á Tel Aviv særði fimm manneskjur. Meira »

Fordæma ákvörðun Trumps

22.3. Ríkisstjórn Sýrlands fordæmir ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að leggja það til að Bandaríkin viðurkenni Gólanhæðir sem hluta af Ísrael en Ísraelar hernámu þær árið 1967 en þær voru áður hluti Sýrlands. Meira »

Viðurkenni yfirráð yfir Gólanhæðum

21.3. Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum sem eru við landamæri Ísraels og Sýrlands. Meira »

Múr sundrar og skilur að fjölskyldur

19.3. „Að búa við múr sem sundrar og skilur að fjölskyldur hefur gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og ekki síst barna,“ segir Fathy Flefel, verkefnastjóri sálfræðiseturs palestínska Rauða hálfmánans. Meira »

Drápu tvo Palestínumenn

4.3. Ísraelskir hermenn skutu tvo Palestínumenn til bana á Vesturbakkanum í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Ísraelsher höfðu mennirnir ráðist á hermann og slasað auk þess sem þeir hafi ráðist á lögreglumann á landamærunum. Meira »

Sakaðir um glæpi gegn mannkyninu

28.2. Vísbendingar eru um að Ísraelar hafi framið glæpi gegn mannkyninu í aðgerðum gegn mótmælum á Gaza í fyrra, samkvæmt nýrri rannsókn Sameinuðu þjóðanna. Þar kemur fram að leyniskyttur hafi beint vopnum sínum vísvitandi að börnum, heilbrigðisstarfsmönnum og blaðamönnum. Meira »

Hátíðarhöld snerust í andhverfu sína

21.12. Hátíðarhöld í tilefni 50 ára afmælis Rauða hálfmánans í Palestínu, sem haldin voru í Ramallah 13. desember, snerust upp í andhverfu sína þegar Ísraelsher skaut palestínskt ungmenni til bana í nágrenni höfuðstöðva Rauða hálfmánans. Fulltrúar Rauða krossins á Íslandi voru á staðnum. Meira »

Höfnuðu að fordæma Hamas-samtökin

7.12. Ályktun um að Hamas-samtökn í Palestínu yrðu fordæmd vegna flugskeytaárása á Ísrael var hafnað á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Ályktunin var lögð fram af Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, og var þetta síðasta ályktunin sem hún leggur fyrir þingið áður en hún lætur af embætti. Meira »