Ísrael/Palestína

Átök brutust út milli Ísraela og Palestínu í byrjun júlí en tæp tvö ár eru síðan vopnahlé var undirritað milli þjóðanna tveggja.

Segir af sér vegna vopnahlés

14.11. Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt af sér embætti í kjölfar ákvörðunar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, að samþykkja vopnahlé á Gaza. Meira »

Vopnahlé á Gaza samþykkt

14.11. Samið hefur verið um vopnahlé á Gaza eftir að umfangsmikil átök brutust þar út fyrir um tveimur sólarhringum. Egyptar höfðu frumkvæði að samningum um vopnahléið sem forystumenn Hamas, og annarra fylkinga Palestínumanna á Gaza, og Ísraelar samþykktu. Meira »

Óttast nýja styrjöld

13.11. Sjö hafa látist í átökum sem hafa brotist út á milli Ísraela og Palestínumanna á Gaza. Búið er að skjóta yfir 400 flugskeytum inn á ísraelskt landsvæði frá því í gærkvöldi. Þá hefur Ísraelsher svarað með því að gera loftárásir á skotmörk Palestínumanna. Menn óttast að nýtt stríð muni brjótast út. Meira »

Brasilía flytur sendiráð til Jerúsalem

1.11. Brasilía ætlar að flytja sendiráð sitt í Ísrael til Jerúsalem. Þetta sagði Jair Bolsonaro, nýkjörinn forseti Brasilíu. Þar með verður landið það stærsta á eftir Bandaríkjunum til að taka þessa umdeildu ákvörðun. Meira »

Skaut tvo Ísraela til bana

7.10. Tveir Ísraelar létu lífið í skotárás í iðnaðarhverfi á Vesturbakkanum í morgun og sá þriðji særðist. Rúmlega tvítugur Palestínumaður stóð fyrir árásinni samkvæmt frétt AFP. Meira »

Tveir strákar drepnir á Gaza

29.9. Fjöldi fólks fylgdi 12 ára og 14 ára strákum frá Palestínu til grafar en ísraelskir hermenn skutu sjö Palestínumenn til bana í gær. Auk þess skutu ísraelskir hermenn á meira en 90 mótmælendur. Meira »

Loka fyrir leiðina frá Gaza til Ísraels

19.8. Stjórnvöld í Ísrael hafa lokað fyrir einu fólksflutningaleiðina um landamæri ríkisins við Gaza. Varnarmálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, segir lokunina vera vegna ofbeldisatvika við landamærin á föstudag. Þann dag skutu Ísraelar tvo Palestínumenn til bana við landamærin. Meira »

Tveir skotnir til bana á Gaza

17.8. Ísraelsher skaut í dag tvo Palestínumenn til bana, en þeir tóku þátt í mótmælum meðfram öryggisgirðingunni á Gaza-ströndinni. Palestínska heilbrigðisráðuneytið á Gaza segir að báðir mennirnir hafi verið skotnir í höfuðið. Meira »

Átján Palestínumenn særðust

9.8. Að minnsta kosti átján Palestínumenn særðust þegar ísraelskri eldflaug var skotið á byggingu í Gaza-borg.  Meira »

Mæðgur meðal fallinna á Gaza

9.8. Ísraelar gerðu árásir á Gaza í nótt eftir að 150 eldflaugum var skotið þaðan og yfir landamærin að Ísrael. Þrír Palestínumenn féllu í árásunum, m.a. ungbarn. Meira »

Besta vörnin að víkka út landnemabyggðirnar

28.7. Varnarmálaráðherra Ísraels segir bestu aðferðina, til að stöðva frekari árásir á Ísraela á hernumdu héruðunum á Vesturbakkanum, vera að víkka út landnemabyggðirnar. Ráðherrann tilkynnti í gær að 400 íbúðarhús yrðu reist í nágrenni Ramallah, þar sem palestínskur unglingur stakk ísraelskan mann til bana á fimmtudag. Meira »

Svara með stækkun landnemabyggða

27.7. Ísraelar ætla að byggja hundruð nýrra heimila í landnemabyggðum á hinum hertekna Vesturbakka eftir að Palestínumaður stakk þrjá Ísraela með þeim afleiðingum að einn þeirra lést. Meira »

Skutu ungling til bana

23.7. Palestínskur unglingur var skotinn til bana af ísraelskum hermönnum í árás á Vesturbakkanum í nótt, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu. Meira »

Opna flutningaleiðina með skilyrðum

22.7. Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að opna á ný flutningaleið fyrir varning til og frá Gaza í Palestínu á þriðjudag ef ró haldist á svæðinu. Þetta segir varnarmálaráðherra landsins. Flutningaleiðinni var lokað þann 9. júlí. Meira »

Guterres kallar eftir stillingu

21.7. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres beinir því til Ísraela og Palestínumanna að forðast „önnur hörmungarátök“, eftir að skærur á milli þeirra í gær kostuðu alls fimm manns lífið. Meira »

Segja lögin valda sundrung

21.7. Stjórnvöld í Egyptalandi hafna umdeildri löggjöf ísraelska þingsins þar sem Ísrael er skilgreint sem þjóðríki gyðinga. Telja Egyptar að slík skilgreining grafi undan friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Meira »

Ísraelar hefja loftárásir á Gaza

14.7. Hermálayfirvöld Ísraelsríkis segjast hafa hafið loftárásir á Hamas-liða á Gaza-svæðinu snemma í dag. Koma árásirnar í kjölfar átaka við landamærin þar sem tveir Palestínumenn, annar þeirra táningur, hafa verið drepnir og allt að 220 særðir, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gaza-svæðinu. Meira »

Vill banna upptökur af hermönnum

17.6. Frumvarp að lögum þar sem lagt er bann við myndatökum eða myndbandsupptökum af ísraelska hernum nýtur stuðnings allra ráðherra Ísraels. Stjórnarandstæðingar segja lögin andlýðræðisleg og hættuleg. Meira »

Fordæma ofbeldi Ísraela á Gaza

13.6. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld, með atkvæðum 120 ríkja, að fordæma ályktun þar sem Ísraelar eru fordæmdir vegna ofbeldis og drápa á Palestínumönnum á Gaza-svæðinu. Bandaríkin gerðu tilraun til að fá í gegn að Hamas-samtökin yrðu einnig fordæmd, en sú tillaga var felld. Meira »

Boða til neyðarfundar vegna Gaza

8.6. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur boðað til neyðarfundar vegna ástandsins á Gaza. Fulltrúar nokkurra Arabaríkja óskuðu eftir fundinum. Fundurinn fer fram á miðvikudag klukkan 15 að staðartíma, að því er fram kemur í fundarboði sem forseti þingsins, Miroslav Lajcak, sendi aðildarríkjunum 193 í kvöld. Meira »

Vilja neyðarfund hjá öryggisráði

29.5. Bandarísk stjórnvöld hafa óskað eftir neyðarfundi hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflauga- og sprengjuárása Palestínumanna á Ísrael. Meira »

Sigla frá Gaza

29.5. Palestínumenn ýttu bátum úr vör frá Gaza í dag til að mótmæla því að Ísraelar hafa bannað þeim að fara lengra en níu sjómílur frá landi. Aðgerðirnar eru taldar auka enn frekar á þá spennu sem ríkir á svæðinu. Meira »

Tveir Palestínumenn látnir af sárum sínum

24.5. Tveir Palestínumenn, sem særðust í átökum við ísraelska hermenn við landamæri Gaza-strandarinnar að Ísrael á dögunum, létust í dag af sárum sínum. Þetta er haft eftir palestínskum embættismönnum í frétt AFP. Meira »

Nýbyggingar í landtökubyggðum

24.5. Varnarmálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, greindi frá því í dag að hann ætlaði að óska eftir samþykki skipulagsráðs um að heimila byggingu 2.500 heimila Ísraelsmanna á Vesturbakkanum. Meira »

Tveir Palestínumenn til viðbótar látnir

19.5. Tveir Palestínumenn létust í dag af sárum sem þeir hlutu er ísraelskir hermenn skutu á þá í mótmælum á Gaza á mánudag. Þetta segir heilbrigðisráðuneytið á Gaza. Meira »

Harkan í ósamræmi við mótmælin

18.5. Það vald sem Ísraelar beittu gegn mótmælunum á Gaza var í engu samræmi við mótmælin sem kostuðu rúmlega hundrað manns lífið. Þetta sagði mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Zeid Raad Al Hussein, á fundi Sameinuðu þjóðanna sem skoða nú hvort hefja eigi óháða rannsókn á málinu. Meira »

Arababandalagið krefst rannsóknar

17.5. Arababandalagið hefur óskað eftir því að alþjóðleg rannsókn fari fram á meintum glæpum ísraelskra hersveita gegn Palestínumönnum eftir fjöldamótmæli á Gaza þar sem tugir mótmælenda voru drepnir. Meira »

Segir flesta hinna látnu liðsmenn Hamas

17.5. Háttsettur meðlimur í forystu Hamas-samtakanna, Salah al-Bardaweel, segir að flestir þeirra 62 sem létust í mótmælum við landamæri Ísraels og Gaza-strandarinnar á mánudaginn hafi verið liðsmenn samtakanna eða 50. Aðrir hafi verið almennir borgarar. Meira »

Vísa embættismönnum úr landi

16.5. Tyrkir hafa vísað aðalræðismanni Ísraela í Istanbul tímabundið úr landi. Tyrkir hafa þegar kallað sendiherra sinn í Tel Aviv heim og óskað eftir því við sendiherra Ísraels í Ankara að yfirgefa landið. Meira »

Sýndu samstöðu með Palestínumönnum

15.5. Hópur fólks safnaðist saman á Austurvelli síðdegis á samstöðufundi með Palestínumönnum sem var haldinn af félaginu Ísland-Palestína. Meira »