Ísrael/Palestína

Átök brutust út milli Ísraela og Palestínu í byrjun júlí en tæp tvö ár eru síðan vopnahlé var undirritað milli þjóðanna tveggja.

Trump óskar Netanyahu til hamingju

10.4. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir kosningasigur Netanyahu auka líkurnar á því að áætlun Bandaríkjanna um að skapa frið milli Ísraels og Palestínu eigi frekar möguleika á að ganga eftir með Netanyahu við stjórnvölinn. Meira »

Útlit fyrir óbreytt stjórnmálaástand

10.4. Þegar 97% atkvæða í þingkosningunum í Ísrael hafa verið talin er útlit fyrir að óbreytt ástand verði í ísraelskum stjórnmálum þar sem allt bendir til þess að Benjam­in Net­anya­hu sé bú­inn að tryggja sér for­sæt­is­ráðherra­stól­inn fimmta kjör­tíma­bilið í röð. Meira »

Fimmta kjörtímabilið í augsýn

10.4. Allt bendir til þess að Benjamin Netanyahu sé búinn að tryggja sér forsætisráðherrastólinn fimmta kjörtímabilið í röð.  Meira »

Kosningar hafnar í Ísrael

9.4. Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Ísrael en afar mjótt er á munum milli tveggja stærstu flokka landsins.   Meira »

Ætlar að innlima landtökubyggðir

7.4. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, segir að ef hann fer með sigur af hólmi í þingkosningum á þriðjudag þá muni hann innlima landtökubyggðir á Vesturbakkanum. Meira »

Tveir unglingar látnir í átökum á Gaza

31.3. Það sló í brýnu með palestínskum mótmælendum og ísraelsku herliði á Gaza í gær. Vikuleg mótmæli á landamærunum hafa staðið yfir í ár. Meira »

Átök harðna á Gaza

25.3. Tíu flugskeytum var skotið frá Gazasvæðinu í átt að Ísrael í kvöld. Árásin var svar við árás Ísraelshers síðdegis, en sú árás var gerð í hefndarskyni við eldflaugaárásir frá Gaza á bæ í Ísrael síðustu nótt. Meira »

Viðurkenna yfirráð yfir Gólanhæðum

25.3. Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir yfirlýsingu þar sem fram kemur að Bandaríkin viðurkenni Gólanhæðir sem hluta af Ísrael. Meira »

Skutu eldflaug á Tel Aviv

25.3. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að stytta heimsókn sína í Bandaríkjunum í kjölfar þess að eldflaug sem var skotið frá Gaza á Tel Aviv særði fimm manneskjur. Meira »

Fordæma ákvörðun Trumps

22.3. Ríkisstjórn Sýrlands fordæmir ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að leggja það til að Bandaríkin viðurkenni Gólanhæðir sem hluta af Ísrael en Ísraelar hernámu þær árið 1967 en þær voru áður hluti Sýrlands. Meira »

Viðurkenni yfirráð yfir Gólanhæðum

21.3. Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum sem eru við landamæri Ísraels og Sýrlands. Meira »

Múr sundrar og skilur að fjölskyldur

19.3. „Að búa við múr sem sundrar og skilur að fjölskyldur hefur gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og ekki síst barna,“ segir Fathy Flefel, verkefnastjóri sálfræðiseturs palestínska Rauða hálfmánans. Meira »

Drápu tvo Palestínumenn

4.3. Ísraelskir hermenn skutu tvo Palestínumenn til bana á Vesturbakkanum í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Ísraelsher höfðu mennirnir ráðist á hermann og slasað auk þess sem þeir hafi ráðist á lögreglumann á landamærunum. Meira »

Sakaðir um glæpi gegn mannkyninu

28.2. Vísbendingar eru um að Ísraelar hafi framið glæpi gegn mannkyninu í aðgerðum gegn mótmælum á Gaza í fyrra, samkvæmt nýrri rannsókn Sameinuðu þjóðanna. Þar kemur fram að leyniskyttur hafi beint vopnum sínum vísvitandi að börnum, heilbrigðisstarfsmönnum og blaðamönnum. Meira »

Hátíðarhöld snerust í andhverfu sína

21.12. Hátíðarhöld í tilefni 50 ára afmælis Rauða hálfmánans í Palestínu, sem haldin voru í Ramallah 13. desember, snerust upp í andhverfu sína þegar Ísraelsher skaut palestínskt ungmenni til bana í nágrenni höfuðstöðva Rauða hálfmánans. Fulltrúar Rauða krossins á Íslandi voru á staðnum. Meira »

Höfnuðu að fordæma Hamas-samtökin

7.12. Ályktun um að Hamas-samtökn í Palestínu yrðu fordæmd vegna flugskeytaárása á Ísrael var hafnað á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Ályktunin var lögð fram af Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, og var þetta síðasta ályktunin sem hún leggur fyrir þingið áður en hún lætur af embætti. Meira »

Airbnb fjarlægir íbúðir á Vesturbakkanum

20.11. Íbúðamiðlunin Airbnb hefur ákveðið að fjarlægja íbúðir sem skráðar eru í landnemabyggðum Ísraela á Vesturbakkanum, af vefsíðu sinni. Samkvæmt upplýsingum frá Airbnb var ákvörðunin tekin vegna þess að svæðið sé miðpunktur átaka á milli Ísrael og Palestínu. Meira »

Segir af sér vegna vopnahlés

14.11. Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt af sér embætti í kjölfar ákvörðunar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, að samþykkja vopnahlé á Gaza. Meira »

Vopnahlé á Gaza samþykkt

14.11. Samið hefur verið um vopnahlé á Gaza eftir að umfangsmikil átök brutust þar út fyrir um tveimur sólarhringum. Egyptar höfðu frumkvæði að samningum um vopnahléið sem forystumenn Hamas, og annarra fylkinga Palestínumanna á Gaza, og Ísraelar samþykktu. Meira »

Óttast nýja styrjöld

13.11. Sjö hafa látist í átökum sem hafa brotist út á milli Ísraela og Palestínumanna á Gaza. Búið er að skjóta yfir 400 flugskeytum inn á ísraelskt landsvæði frá því í gærkvöldi. Þá hefur Ísraelsher svarað með því að gera loftárásir á skotmörk Palestínumanna. Menn óttast að nýtt stríð muni brjótast út. Meira »

Brasilía flytur sendiráð til Jerúsalem

1.11. Brasilía ætlar að flytja sendiráð sitt í Ísrael til Jerúsalem. Þetta sagði Jair Bolsonaro, nýkjörinn forseti Brasilíu. Þar með verður landið það stærsta á eftir Bandaríkjunum til að taka þessa umdeildu ákvörðun. Meira »

Skaut tvo Ísraela til bana

7.10. Tveir Ísraelar létu lífið í skotárás í iðnaðarhverfi á Vesturbakkanum í morgun og sá þriðji særðist. Rúmlega tvítugur Palestínumaður stóð fyrir árásinni samkvæmt frétt AFP. Meira »

Tveir strákar drepnir á Gaza

29.9. Fjöldi fólks fylgdi 12 ára og 14 ára strákum frá Palestínu til grafar en ísraelskir hermenn skutu sjö Palestínumenn til bana í gær. Auk þess skutu ísraelskir hermenn á meira en 90 mótmælendur. Meira »

Loka fyrir leiðina frá Gaza til Ísraels

19.8. Stjórnvöld í Ísrael hafa lokað fyrir einu fólksflutningaleiðina um landamæri ríkisins við Gaza. Varnarmálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, segir lokunina vera vegna ofbeldisatvika við landamærin á föstudag. Þann dag skutu Ísraelar tvo Palestínumenn til bana við landamærin. Meira »

Tveir skotnir til bana á Gaza

17.8. Ísraelsher skaut í dag tvo Palestínumenn til bana, en þeir tóku þátt í mótmælum meðfram öryggisgirðingunni á Gaza-ströndinni. Palestínska heilbrigðisráðuneytið á Gaza segir að báðir mennirnir hafi verið skotnir í höfuðið. Meira »

Átján Palestínumenn særðust

9.8. Að minnsta kosti átján Palestínumenn særðust þegar ísraelskri eldflaug var skotið á byggingu í Gaza-borg.  Meira »

Mæðgur meðal fallinna á Gaza

9.8. Ísraelar gerðu árásir á Gaza í nótt eftir að 150 eldflaugum var skotið þaðan og yfir landamærin að Ísrael. Þrír Palestínumenn féllu í árásunum, m.a. ungbarn. Meira »

Besta vörnin að víkka út landnemabyggðirnar

28.7. Varnarmálaráðherra Ísraels segir bestu aðferðina, til að stöðva frekari árásir á Ísraela á hernumdu héruðunum á Vesturbakkanum, vera að víkka út landnemabyggðirnar. Ráðherrann tilkynnti í gær að 400 íbúðarhús yrðu reist í nágrenni Ramallah, þar sem palestínskur unglingur stakk ísraelskan mann til bana á fimmtudag. Meira »

Svara með stækkun landnemabyggða

27.7. Ísraelar ætla að byggja hundruð nýrra heimila í landnemabyggðum á hinum hertekna Vesturbakka eftir að Palestínumaður stakk þrjá Ísraela með þeim afleiðingum að einn þeirra lést. Meira »

Skutu ungling til bana

23.7. Palestínskur unglingur var skotinn til bana af ísraelskum hermönnum í árás á Vesturbakkanum í nótt, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu. Meira »