Jarðakaup

Segir markmiðið vera náttúruvernd

6.8. Kaup breska kaupsýslumannsins Jim Ratcliffe á jörðinni Brúarlandi 2 eru hluti af langtímaáætlun um vernd íslenska laxastofnsins sem hefur að markmiði að laxveiðar á Íslandi verði þær bestu og sjálfbærustu í heiminum. Þetta segir í fréttatilkynningu frá honum til fjölmiðla. Meira »

Vilja frekari hömlur á jarðakaup

30.7. Meirihluti landsmanna vill að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila hér á landi. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Meira »

Keyptu veiðijarðir við Búðardalsá

23.7. Svissneskir fjárfestar hafa á síðustu árum keypt þrjár jarðir við Búðardalsá á Skarðsströnd. Með kaupunum deila þeir jöfnum atkvæðisrétti í ánni með íslenskum landeigendum á svæðinu. Meira »

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

20.7. Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. Meira »

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst

20.7. Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst. Meira »

Eignarhaldið virðist vera á huldu

20.7. Hér um bil 60 jarðir á Íslandi eru komnar í eigu erlendra fjárfesta og viðskiptafélaga þeirra. Talningin byggist á fasteignaskrá og fréttum og gæti talan verið hærri. Með kaupunum hafa fjárfestarnir eignast stór svæði í nokkrum landshlutum og tilheyrandi veiðiréttindi. Meira »

Mikilvægt „að anda með nefinu“

19.7. „Miklir hagsmunir geta auðvitað verið fyrir okkur í því að sumar jarðir séu í einhvers konar nýtingu. Það mætti auðvitað setja einhverjar reglur um það hvaða starfsemi eigi að vera á hvaða jörðum. En það ætti þá frekar að vera á könnu sveitarfélaganna.“ Meira »

Vilja fyrst og fremst nýtingarskyldu

19.7. „Við höfum aðallega viljað að jarðeigendur hafi einhverjar skyldur þannig að jarðirnar séu ekki keyptar og séu síðan bara eins og stórar sumarhúsalóðir eða eitthvað slíkt,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, í samtali við mbl.is vegna umræðunnar um jarðakaup erlendra ríkisborgara hér á landi. Meira »

Vonast eftir frumvarpi um jarðakaup í haust

18.7. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Meira »

Vilji til að takmarka jarðakaup auðmanna

17.7. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir breiðan pólitískan vilja til að takmarka jarðakaup auðmanna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjónustu. Meira »

Bætist í jarðasafn Fljótabakka

16.7. Fljótabakki ehf., sem er íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience sem rekur m.a. ferðaþjónustuna Deplar Farm í Fljótunum, hefur keypt jörðina Atlastaði í Svarfaðardal. Meira »

Ratcliffe bætir við sig jörðum

15.7. Bóndi í Þistilfirði segir kaup fjárfestingafélagsins Sólarsala ehf. á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði, vera afar slæm tíðindi. Segir hann að um mikla óheillaþróun sé að ræða og að ekkert samráð hafi verið haft við landeigendur fyrir kaupin. Meira »

„Ísland á að vera eign þjóðarinnar“

20.11. „Þetta kemur eins og blaut tuska í andlitið á manni,“ segir Jóna A. Imsland um kaup breska kaupsýslumannsins Jim Ratcliffe á jörðum á Norðausturlandi. Jóna stendur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Alþingi að herða reglur um jarðakaup á Íslandi. Meira »

Ratcliffe á 90% í Streng

20.11. Jim Ratcliffe, breski kaupsýslumaðurinn sem keypt hefur jarðir á Norðausturlandi ásamt viðskiptafélögum sínum, hefur keypt eignarhaldsfélagið Grænaþing af Jóhannesi Kristinssyni. Meira »

Skýrslu skilað um eignarhald á bújörðum

5.10. Starfshópur um endurskoðun eignarhalds á bújörðum, sem var skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í júní 2017, hefur skilað skýrslu þar sem lagðar eru til breytingar á lögum í því skyni að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum landsins. Meira »

„Eitt verður yfir alla að ganga“

28.7.2018 Full ástæða er til að bregðast við áhyggjum fólks af jarðakaupum erlendra aðila hér á landi, að mati Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hún minnti á að einnig hafi orðið vart við áhyggjur vegna kaupa rammíslenskra aðila á jörðum í gegnum árin. Meira »

Gagnsæi eignarhalds á jörðum

25.7.2018 Íslendingar ganga skemur en Norðmenn og Danir við stefnumörkun og lagasetningu vegna jarðakaupa erlendra aðila, að mati íslensks lögfræðings. Meira »

Aðeins einstaklingar geti keypt jarðir

23.7.2018 „Ráðaleysið virðist algert meðan landið er selt undan þjóðinni,“ segir Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag vegna frétta af umfangsmiklum kaupum erlendra auðmanna á jörðum hér á landi. Meira »

Eiga um 40 jarðir á Íslandi

21.7.2018 Breski auðmaðurinn James Ratcliffe og viðskiptafélagar hans eiga nú hátt í 40 jarðir á Íslandi. Um 30 þessara jarða eru í Vopnafirði. Þá eiga þeir aðild að á þriðja tug félaga. Meira »

Samþykktu tilboðið í jörðina

19.7.2018 Eigendur Hrauna í Fljótum í Skagafirði hafa samþykkt kauptilboð félagsins Eleven Experience í jörðina. Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Green Highlander, staðfestir þetta. Meira »

Vill takmarkanir á jarðakaup

14.7.2018 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill frekari takmarkanir á jarðakaup á Íslandi og segir það umhugsunarefni fyrir litla þjóð að engar hömlur gildi um stærð jarða sem ganga kaupum og sölum, bæði til innlendra og erlendra aðila. Þetta sagði Katrín í Vikulokunum á Rás 2 í morgun. Meira »

2.400 jarðir í eigu fyrirtækja

12.7.2018 Sveitarstjórnarráðherra segir að Íslendingar eigi að horfa til þess hvernig Danir og Norðmenn hagi sínum jarðarmálum. Hann segir eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar að setja skilyrði við kaup á landi sem taki mið af jákvæðri þróun byggða um land allt. Meira »

Vill fastmótaðri reglur um jarðakaup

8.9.2017 Dómsmálaráðherra telur rétt að settar verði fastmótaðri reglur en nú gilda um jarðakaup útlendinga hér á landi. Til stendur að ráðherra leggi fram frumvarp þess efnis á kjörtímabilinu. Meira »

Mjög miklir hagsmunir í húfi

30.8.2017 „Það eru fjölmörg rök með því að það eigi ekki að vera sjálfsagt, einfalt og auðsótt að koma og kaupa upp stór lönd á Íslandi,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, spurður um það hvort herða þurfi reglur um eignarhald erlendra ríkisborgara á íslenskum jörðum. Meira »

„Held að við viljum ekki þessa þróun“

29.8.2017 „Ég held að við viljum ekki þessa þróun – þess vegna þarf að spyrna við fótum,“ skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sína í dag, þar sem hann tekur undir með Lilju Dögg Alfreðsdóttur, varaformanni og þingmanni flokksins, um áhyggjur af kaupum er­lendra rík­is­borg­ara á ís­lensk­um jörðum. Meira »

Jarðakaupin ekki umfram 25 hektara

29.8.2017 Viðmiðunarreglur dómsmálaráðuneytisins um fasteignakaup útlendinga hér á landi gera það ólíklegt að kínverskir fjárfestar geti keypt jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum til að reka þar ferðaþjónustu eins og hugur þeirra er sagður standa til. Meira »

Þurfum að vera vakandi

28.8.2017 „Ég vil bara fá yfirlit yfir stöðuna,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is en hún hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar frétta af áhuga kínverskra fjárfesta á að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum fyrir 1,2 milljarða króna með ferðaþjónustustarfsemi í huga. Meira »

Vitnisburður um vesaldóm stjórnvalda

20.12.2016 Sala jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum í hendur bresks auðkýfings er órækur vitnisburður um vesaldóm íslenskra stjórnvalda. Þetta segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem beitti sér á sínum tíma gegn því að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo fengi keypt jörðina. Meira »

Ratcliffe fékk en Nubo ekki

20.12.2016 Breski millj­arðamær­ing­ur­inn Jim Ratclif­fe hef­ur keypt meiri­hlut­ann í jörðinni Gríms­stöðum á Fjöll­um, að eigin sögn með það að markmiði að vernda laxveiðiár á Norðausturlandi. Kaup Ratcliffe áttu sér ekki langan aðdraganda í fjölmiðlum, en annað gilti um tilraunir fjárfestisins Huang Nubo. Meira »

Ratcliffe kaupir Grímsstaði á Fjöllum

19.12.2016 Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe hefur keypt meirihlutann í Grímsstöðum á fjöllum. Þetta staðfestir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Veiðiklúbbsins Strengs. Tilgangur kaupanna er sagður að vernda laxveiðiár á Norðausturlandi. Meira »