Jarðskjálfti í Japan í júní 2018

Reiði og sorg í Japan

20.6. „Ég var að senda litlu stelpuna mína í skólann [þegar jarðskjálftinn reið yfir]. Við erum á 5. hæð í blokk og hún hristist mjög mikið og það myndaðist slatti af nýjum sprungum,“ segir Þórunn Jóhannsdóttir sem býr í Osaka í Japan ásamt eiginmanni sínum og börnum. Meira »

Fimm látnir eftir jarðskjálfta

19.6. Alls eru fimm manns látnir og tæplega fjögur hundruð slasaðir eftir öflugan jarðskjálfta og eftirskjálfta sem skóku borgina Osaka í Japan á mánudagskvöld segja yfirvöld í Japan. Varað hefur verið við skriðuföllum og eftirskjálftum á svæðinu. Meira »

Býst við öflugum eftirskjálftum

18.6. „Búast má við öflugum eftirskjálftum næstu tvo til þrjá daga,“ sagði Yoshihide Suga, talsmaður ríkisstjórnar Japan, við fjölmiðla eftir jarðskjálftann sem reið yfir Osaka í gærkvöldi. Þrír eru látnir, þar á meðal ung stúlka, og rúmlega 200 slasaðir. Meira »

„Snarpur en mjög sterkur“ skjálfti

18.6. „Við fundum fyrir kippinum í morgun, hann var snarpur en mjög sterkur,“ segir Hörður Magnússon, íslenskur ferðamaður, í samtali við mbl.is, um harðan jarðskjálfta sem varð í Osaka í Japan. Þrír eru látnir og rúmlega 200 slasaðir. Meira »

Mannskæður jarðskjálfti í Japan

18.6. Þrír eru látnir, þar á meðal níu ára gömul stúlka, eftir harðan jarðskjálfta í Osaka í Japan.  Meira »