Jólageitur

„Markmiðið að engin kveiki í geitinni“

20.10. „Aðallega þykir okkur vænt um jólageitina og þetta er náttúrulega dýr búnaður, jólaseríur og fleira,“ segir Gunnlaugur Fannar Jónsson, öryggisstjóri IKEA, í við fyrirspurn mbl.is um nauðsyn sólarhringsvöktunar við hina margfrægu jólageit IKEA við Kauptún í Garðabæ. Meira »

Kveikt strax í jólageitinni

28.11.2016 Jólageitin í Gävle náði nokkrum klukkustundum áður en hún var öll blessunin í ár. Fimmtíu ár eru liðin frá því jólageitinni var fyrst komið fyrir á Slottstorget í sænska bænum Gävle og yfirleitt er kveikt í henni. Meira »

Viljum hægja á þessum sirkus

16.11.2016 Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, gerir ekki ráð fyrir því að önnur jólageit verði reist fyrir jólin í stað þeirrar sem var brennd aðfaranótt mánudags. Meira »

Rannsókn geitar-brunans lokið

14.11.2016 Manninum og konunni sem voru handtekin og yfirheyrð í tengslum við bruna IKEA-geitarinnar hefur verið sleppt. Málið telst upplýst, að sögn lögreglu, og verður vísað til ákærusviðs. Meira »

Kona og karl í haldi

14.11.2016 Kona og karl eru enn í haldi lögreglu og eru sökuð um að hafa kveikt í jólageitinni við IKEA. Þriðja einstaklingnum sem er kona var sleppt fljótlega eftir handtöku. Þremenningarnir voru allir handteknir við Grímsbæ á Bústaðaveginum í Reykjavík í nótt. Meira »

Öryggisvörður elti brennuvargana

14.11.2016 Lögreglan náði skemmdavörgunum sem kveiktu í jólageitinni í IKEA í nótt. Fólkið verður kært og lögð fram bótakrafa. Öryggisvörður sýndi mikið snarræði því hann elti fólkið uppi og í samvinnu við lögreglu náðist það við Grímsbæ. Tjónið er vel á aðra milljón króna. Meira »

Jólageitin brann í nótt

14.11.2016 Kveikt var í jólageitinni við IKEA við Kauptún í Garðabæ í nótt. Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um íkveikjuna um fjögurleytið og brann geitin nánast til kaldra kola. Ekki er víst hvort geitin rís á ný enda kostnaðarsamt, samkvæmt upplýsingum frá IKEA. Meira »

Reyndu að kveikja í jólageitinni

10.11.2016 Rétt fyrir klukkan fimm í nótt reyndu tveir menn að kveikja í jólageit IKEA en höfðu ekki erindi sem erfiði. „Mennirnir voru þarna klárlega komnir í þeim eina tilgangi að vinna skemmdarverk og heppnir að slasa sig ekki alvarlega,“ segir markaðs- og umhverfisfulltrúi IKEA. Meira »

Jólageitin stóð af sér veðrið

20.10.2016 Tvær litlar dráttavélar voru notaðar til að þyngja jólageitina við Ikea og einnig var slökkt á seríunni vegna hvassviðrisins í gær. Þetta bar góðan árangur og stóð jólageitin af sér veðrið. „Við höfum gert þetta undanfarið þegar von er á vondu veðri,“ segir Guðný Camilla Aradóttir. Meira »

Tölfræðin ekki hliðholl jólageitinni

18.10.2016 Í einungis eitt ár af sex hefur jólageit Ikea staðið af sér veður, vind og varga sem vilja leggja eld að henni. Jólageitin er sum sé komin upp sjöunda árið í röð við Ikea og það er spurning hvernig henni muni reiða af í ár. Það er ljóst að tölfræðin stendur ekki með þessari himinháu geit. Meira »

Jólageitin brunnin

27.12.2015 Loksins tókst að kveikja í Gävle geitinni í Svíþjóð en það gerist yfirleitt alltaf fyrir jól. Svo bar til í ár að ekki var kveikt í henni fyrr en í nótt. Í fyrra tókst hins vegar ekki að kveikja í henni en á þeim 49 árum sem jólageitin hefur verið sett upp hefur verið kveikt í henni í 34 skipti. Meira »

Serían varð jólageitinni að falli

26.10.2015 Jólageitin við IKEA í Kauptúni í Garðabæ fuðraði upp á þremur mínútum eftir að eldur kom upp í henni eftir hádegi í dag. Í myndskeiði sem fylgir fréttinni má sjá hana brenna. Meira »

Jólageitin brunnin

26.10.2015 Það á ekki af jólageitinni við IKEA að ganga. Ekki eru liðnar tvær vikur frá því að henni var komið fyrir og nú hefur hún orðið eldinum að bráð líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Meira »

Jólageitin risin

15.10.2015 Jólageit IKEA kom sér fyrir á hólnum í Kauptúninu í dag með dyggri aðstoð kranabíls og öflugra aðstoðarmanna. Geitin er rúmlega sex metra há og er skreytt þúsundum ljósa sem lýsa upp skammdegið og gleðja augað. Meira »

Geitin í Gävle slapp við íkveikju um jólin

28.12.2014 Ótrúlegt en satt - jólageitin í Gävle stendur enn keik á sínum stað og er þetta í fyrsta skipti í mörg ár sem ekki er kveikt í blessaðri geitinni um jólin. Meira »

Jólageitin óveðrinu að bráð

10.11.2013 Erfiðlega virðist ganga fyrir forsvarsmenn húsgagnaverslunarinnar Ikea að halda jólageit sinni á sínum stað. Í fyrra varð hún brennuvörgum að bráð og í ár er það móðir náttúra sem herjar á hana. Rafmagnsgirðingin sem sett var upp í ár mátti sín lítils þegar Kári feykti geitinni af stalli sínum. Meira »

Glysgjörn geit í Garðabæ

18.10.2013 Sænska jólageitin er mætt á sinn stað á hólinn í Kauptúninu við IKEA. Geitin er rúmlega sex metra há og prýdd mörg þúsund ljósum. Meira »

5.000 perur á nýju geitinni

7.12.2012 Sænska jólageitin hjá IKEA í Garðabæ fékk heldur dapurleg örlög er skemmdarvargar kveiktu í henni. Nú er búið að setja aðra geit í hennar stað og sú er enn stæðilegri en sú fyrri. Meira »

Ný jólageit rís við IKEA (myndband)

3.12.2012 IKEA undirbýr að setja nýja jólageit á stað þeirrar gömlu sem hlaut þau örlög að vera brennd um helgina. Sjáið myndskeið af brunanum með fréttinni. Meira »

Kveikt í jólageitinni

1.12.2012 Jólageitin við Ikea í Kauptúni í Garðabæ fékk ekki að standa lengi þetta árið en kveikt var í geitinni um þrjúleytið í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er geitin gjörónýt. Meira »

Fær jólageitin að standa?

1.11.2012 Hún er tignarleg að sjá sænska jólageitin sem vakir nú yfir Garðbæingum fyrir framan verslun IKEA í Kauptúni. Í Svíþjóð hefur myndast hefð fyrir því að brenna slíkar geitur en forsvarsmenn IKEA vonast til að jólageitin standi fram yfir jól og er hún vöktuð með öryggismyndavélum allan sólarhringinn. Meira »

Sænska jólageitin komin í Kauptúnið

30.10.2012 Búið er að setja upp sænsku jólageitina við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. Talsmenn fyrirtækisins segja að þetta sé þriðja sinn sem geitin, sem er sex metra há, er reist í Kauptúninu. Meira »

Jólahafurinn í Gävle brann í nótt

2.12.2011 Jólahafurinn í Gävle í Svíþjóð naut ekki tilverunnar lengi þetta árið. Um þrjúleytið í nótt var kveikt í hafrinum þar sem hann stóð á hallartorginu í Gävle, að sögn fréttavefjar GD.se. Meira »

Grunaðir um geitarbrennu

23.12.2010 Ákveðnir menn liggja undir grun um að hafa kveikt í Gävle-jólageitinni sem stóð við verslun IKEA í Garðabæ í nótt. Enginn hefur þó verið handtekinn og engin játning liggur fyrir að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Tilkynnt var um eldinn á fjórða tímanum í nótt. Meira »