Jón Baldvin Hannibalsson

Fjór­ar kon­ur stigu ný­verið fram og sögðu í Stund­inni frá áreitni og of­beldi sem þær hefðu orðið fyr­ir af hendi Jóns Bald­vins. Fleiri kon­ur hafa síðan stigið fram á net­inu og sagst ým­ist vera þolend­ur eða vitni.

Segir einhverja hljóta að vita meira

í gær „Það eru þættir í málum Jóns Baldvins Hannibalssonar sem fá mig til að staldra við. Þessi mál eru svo mörg og ná yfir svo langt tímabil að það hlýtur hafa verið fólk sem vissi meira en það kýs að segja.“ Meira »

Aldís kærir lögreglumann vegna vottorðs

13.2. Aldís Schram hefur lagt fram kæru á hendur Herði Jóhannessyni aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu vegna ætlaðs brots á þagnarskyldu og mögulegs brots á öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga. Meira »

Hóta að stefna RÚV

13.2. Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram skrifa opið bréf til útvarpsstjóra í Morgunblaðinu í dag þar sem þau gefa honum, starfsmönnum RÚV og viðmælendum viku til að biðjast afsökunar annars verði þeim stefnt. Meira »

„Jafn trúverðug og allur almenningur“

8.2. Landssamtökin Geðhjálp hafa sent frá sér yfirlýsingu um megineinkenni geðhvarfa vegna fjölda erinda sem borist hafa samtökunum og vekja athygli á því að einkenni geðhæða hverfi um leið og jafnvægi er náð á ný. Meira »

Jóni Baldvin svarað

8.2. Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson þáttastjórnendur á Rás 2 svara Jóni Baldvin Hannibalssyni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag en ráherrann fyrrverandi gagnrýndi viðtal við dóttur sína á RÚV í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær. Meira »

„Sannleikurinn er sagna bestur,“ segir Jón Baldvin

7.2. Jón Baldvin Hannibalsson segir að dóttir hans hafi fyrst borið á hann sakir eftir nauðungarvistun á geðdeild Landspítalans árið 2002 áratug síðar en hún segir sjálf frá í viðtali. Þetta kemur fram í aðsendri grein eftir Jón Baldvin í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Segir frásögnina „hugarburð og heilaspuna“

6.2. Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, segir frásögn konu þar sem hún sakar Jón Baldvin um kynferðisbrot vera „hugarburð og heilaspuna“. Sagan er ein af þeim 23 nafnlausu frásögnum kvenna af kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra og for­manns Alþýðuflokks­ins, sem birtar voru á mánudag. Meira »

MÍ fjarlægir málverk af Jóni Baldvin

5.2. Málverk af Jóni Baldvin Hannibalssyni og Bryndísi Schram hefur verið fjarlægt úr matsal Menntaskólans á Ísafirði þar sem það hefur hangið í 35 ár. Meira »

Aldís leitast eftir viðtali í Silfrinu

5.2. Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, hefur óskað eftir því að fá að segja sína sögu og bregðast við svörum Jóns Baldvins sem hann veitti í Silfrinu á sunnudag, í sambærilegu viðtali, það er í sjónvarpi. Meira »

Kosningastjórinn hrinti honum af henni

4.2. „Þegar leið á kvöldið vildi Jón Baldvin fá að tala við mig í einrúmi. Hann bað mig að koma upp á herbergi og vildi sýna mér hvað flokkurinn væri að gera.“ Svona lýsir flokkssystir Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi formanns Alþýðuflokksins, flokksfundi sem endaði á hóteli og drykkir voru hafðir um hönd. Meira »

„Gat ekki með nokkru móti varið mig“

4.2. Jón Baldvin Hannibalsson brást ókvæða við þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, boðaði hann á sinn fund í aðdraganda alþingiskosninga 2007 og óskaði eftir því að hann léti taka sig af lista Samfylkingarinnar, þar sem honum hafði verið boðið heiðurssæti. Meira »

„Hann afhjúpaði siðblindu sína“

4.2. „Ég tala fyrir hönd hópsins þegar ég segi að það sé bæði spennufall og léttir að hafa komið þessu út. Þetta er auðvitað enn þá erfitt en við finnum fyrir miklum samhug og áhuga,“ segir Guðrún Harðardóttir um bloggsíðuna með frásögnum kvenna af kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins sem opnuð var í dag. Meira »

Vöruð við að rugga bátnum

4.2. „Verst geymda leyndarmálið mitt er hatur mitt á þeim hjónum,“ segir í frásögn konu á bloggsíðunni metoo-jonbaldvin.blog.is þar sem hópur kvenna deilir frásögnum af kynnum sínum af Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra og formanni Alþýðuflokksins. Meira »

„Láttu hana vera, hún er bara 13 ára“

4.2. Kona sem segist hafa verið starfskona í Ráðherrabústaðnum í utanríkisráðherratíð Jóns Baldvins Hannibalssonar er í hópi þeirra kvenna sem deilir frásögn sinni á bloggsíðunni. Hún segir hann hafa hlaupið inn í eldhús og gripið um brjóst sér með orðunum „mig vantar kvenmann!!“. Meira »

„Frosin og vissi ekki mitt rjúkandi ráð“

4.2. Meðal frásagnanna, sem birtar eru á bloggsíðu um meint kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar, er saga ungrar konu sem hafði kynni af honum er hún var í háskólanámi og hann ritstjóri Alþýðublaðsins, sem birt er undir heitinu „Ritstjórinn Jón Baldvin“. Meira »

Sögur kvennanna birtar

4.2. Kon­ur sem segj­ast hafa orðið fyr­ir barðinu á Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni opnuðu nú í morgun bloggsíðuna met­oo-jon­bald­vin.blog.is. Á síðunni er að finna 23 nafnlausar sögur kvenna, sem segjast vera þolendur kynferðisbrota og áreitis Jóns Baldvins, og ná þær yfir tæplega 60 ára tímabil. Meira »

Konurnar segja sína sögu

4.2. Konur sem segjast hafa orðið fyrir barðinu á Jóni Baldvini Hannibalssyni opna í dag bloggsíðuna metoo-jonbaldvin.blog.is með frásögnum sínum. Þetta kemur fram á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Meira »

Carmen hló að fullyrðingum Jóns

3.2. „Þetta er bara hlægilegt. Ég fór bara að hlæja,“ segir Carmen Jóhannsdóttir í samtali við mbl.is, um viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson í Silfrinu í morgun. Hún segir fullyrðingar Jóns Baldvins vera ótrúlegar, fáránlegar og að þær dæmi sig sjálfar. Meira »

Heimsóknin hafi verið sviðsett

3.2. Jón Baldvin sagði enga aðra skýringu vera á því hvers vegna Carmen og móðir hennar komu í heimsókn nema til að setja á svið umrætt atvik. Jón Baldvin var mættur til að ræða ásakanirnar sem hann hefur á síðustu misserum verið borinn, um að hafa beitt konur kynferðislegu ofbeldi og að hafa í krafti valds síns látið nauðungarvista dóttur sína Aldísi Schram. Meira »

Spænskur miðill fjallar um Jón Baldvin

28.1. Spænski fjölmiðillinn Granada Hoy fjallar í dag um mál Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem fjölmargar konur hafa sakað um kynferðislega áreitni og ofbeldi undanfarnar vikur. Meira »

Eistneskt dagblað fjallar um ásakanirnar

25.1. Eitt stærsta dagblað Eistlands, Eesti Päevaleht, fjallaði í gær um mál Jóns Baldvins Hannibalssonar og meinta kynferðislega áreitni hans gagnvart fjölda íslenskra kvenna. Eistneska þjóðin hefur miklar mætur á Jóni Baldvini. Meira »

„Auðvitað kvikna viðvörunarljós“

20.1. „Rauð ljós kvikna út um allt, eðlilega,“ segir Gunn­ar Hrafn Birg­is­son, doktor í klín­ískri sál­fræði, um bréfaskrif Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar til Guðrún­ar Harðardótt­ur, systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins. Meira »

„Stefndu mér!“

20.1. Aldís Schram segir föður sinn vera siðblindan kynferðisbrotamann en hún hefur sett inn færslu á Facebook í tilefni af beiðni mbl.is um viðtal í gær vegna yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í gærmorgun. Meira »

Ræða bréfaskrif Jóns Baldvins

20.1. Gunnar Hrafn Birgisson, doktor í klínískri sálfræði, er gestur Bjartar Ólafsdóttur í þættinum Þingvellir á K100 klukkan tíu. Þau munu meðal annars ræða bréfaskrif Jóns Baldvins Hannibalssonar til Guðrúnar Harðardóttur í þættinum. Meira »

Segir sögurnar uppspuna

19.1. Jón Baldvin Hannibalsson segir sögur um hann eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti, segir hann í yfirlýsingu. Meira »

Misnotaði stöðu sína gegn Aldísi

17.1. Jón Baldvin Hannibalsson notaði sendiráðsbréfsefni og undirritaði bréf sín til íslenskra ráðuneyta sem sendiherra, þar sem hann óskaði eftir því að dóttir hans, Aldís Schram, yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Meira »

„Hlýtur að hafa gengið á annars staðar“

14.1. „Ég ætla að tala við lögfræðing í dag og sjá hvernig málið stendur gagnvart mér,“ segir Carmen Jóhannsdóttir, sem steig fram og sagði frá áreitni af hálfu Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi þingmanns og ráðherra, í Stundinni fyrir helgi. Meira »

Metoo-hópur stofnaður um Jón Baldvin

12.1. Hópur kvenna hefur stofnað Facebook-hóp þar sem fjallað er um „upplifun kvenna af áreitni og/eða ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar,“ eins og segir á síðunni. Síðan nefnist „#metoo Jón Baldvin Hannibalsson Tæpitungulaust“ og eru yfir 150 einstaklingar skráðir í hópinn, en síðan var stofnuð 8. janúar. Meira »

„Ég stend við hvert orð“

16.3.2012 „Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin,“ segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins og höfundur greinar um samskipti Jóns Baldsins við systurdóttur eiginkonu hans. „Kjósi Jón Baldvin að gera mig að sökudólgi í málinu er hann að gera aukaatriði að aðalatriði og beina athyglinni frá eigin gjörðum.“ Meira »

Braut allar helstu grundvallarreglur

15.3.2012 „Ég býð ekki í það, ef óhróður af þessu tagi, settur fram undir yfirskini hlutlægrar blaðamennsku, yrði látinn viðgangast fyrir dómi. Guð forði okkur frá því.“ Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson um grein Nýs lífs. Hann segir Þóru Tómasdóttur, ritstjóra blaðsins, hafa brotið allar helstu grundvallarreglur, sem gilda um heiðarlega og vandaða blaðamennsku. Meira »