Jóns Þrastar leitað

Pókerspilarar hafi varann á

Í gær, 11:59 Pókerspilarar um heim allan eru beðnir um að vera á varðbergi í kjölfar hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar frá því 9. febrúar. Jón var staddur í Dublin á Írlandi og ætlaði að taka þátt í pókermóti í borginni þessa helgi. Meira »

Enga uppgjöf að finna í leitinni

18.3. Engar nýjar vísbendingar hafa borist varðandi hvarf Jóns Þrastar Jónssonar, en um helgina voru liðnar fimm vikur síðan hann hvarf í Dublin á Írlandi. Meira »

Ólíklegt að Jón sé í Whitehall

15.3. Talið er mjög ólíklegt að Jón Þröstur Jónsson sé í Whitehall-hverfinu í Dublin þaðan sem hann hvarf 9. febrúar. Þetta var niðurstaða eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila á Írlandi, að því er segir í fréttatilkynningu frá fjölskyldu Jóns Þrastar. Meira »

Interpol lýsir eftir Jóni Þresti

13.3. Alþjóðalögreglan Interpol lýsir nú eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem ekki hefur spurst til frá því hann hvarf í Dublin á Írlandi 9. febrúar síðastliðinn. Máls hans hefur vakið mikla athygli bæði hér á landi og á Írlandi, þar sem fjölskylda hans hefur dvalist síðustu vikur. Meira »

Mánuður liðinn frá hvarfi Jóns

9.3. Í dag er einn mánuður frá því Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin á Írlandi. Síðast sást til Jóns í Whitehall-hverfinu klukkan rétt rúmlega ellefu fyrir hádegi. Jón Þröstur lenti í borginni kvöldi áður en hann hvarf en hann ætlaði að taka þátt í pókermóti sem hófst á miðvikudeginum í vikunni á eftir. Meira »

Sætta sig ekki við að lifa í óvissu

8.3. Hanna Björk Þrastardóttir, móðir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf sporlaust frá Dublin á Írlandi fyrir mánuði síðan, segir síðustu fjórar vikur þær erfiðustu sem hún hefur upplifað á ævinni. „Ég get ekki ímyndað mér neitt verra en að vita ekki hvar barnið manns er.“ Meira »

Segir fjölda ábendinga hafa borist

7.3. Fjölmargar ábendingar hafa borist írsku lögreglunni vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar fyrir tæpum mánuði. Fréttastofa RÚV hefur þetta eftir yfirlögregluþjóni írsku lögreglunnar sem segir um 600 þúsund manns hafa fylgst með umfjöllun um leitina að Jóni Þresti og í kjölfarið hafi fjölmargar ábendingar borist. Meira »

„Við gefumst ekki upp“

5.3. Fjöl­skylda og vin­ir Jóns Þrast­ar Jóns­son­ar, sem hvarf spor­laust í Dublin, halda enn í vonina um að hann finnist og eru þakklát fyrir umfangsmikla leit sem fram fór á sunnudag með aðstoð írsku björgunarsveitarinnar. Fjölskyldan hafði óskað eftir þátttöku hennar frá því að leitin hófst. Meira »

Ábending um farartæki skoðuð

3.3. Margt bendir til þess að Jón Þröstur Jónsson hafi ferðast með einhvers konar farartæki í burtu frá svæðinu þar sem hann hvarf í Dublin fyrir rúmum þremur vikum, að sögn bróður hans. Írsk lögregla skoðar meðal annars ábendingu um að hann hafi farið í leigubíl daginn sem hann hvarf. Meira »

Gefa ekki tommu eftir í leitinni

2.3. Þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf. Í Dublin er unnið úr ábendingum og þrýst á björgunarsveitir, að taka málið upp. „Manni finnst eins og það sé eitthvað að fara að falla með okkur,“ segir bróðir Jóns, sem er jákvæður fyrir framhaldinu. Meira »

„Enn þá jafn dularfullt“

27.2. Fjölskylda og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf sporlaust í Dublin 9. febrúar, binda miklar vonir við að ábendingar sem lögreglan er að vinna eftir verði til þess að írskar björgunarsveitir verði kallaðar út til að leita Jóns Þrastar. Meira »

„Það er erfitt að bíða svona“

26.2. Ellefu vinir og ættingjar Jóns Þrastar Jónssonar eru enn staddir í Dublin til að leita að honum. Bróðir Jóns segir að í kjölfar hvarfs hans hafi orðið vitundarvakning á Írlandi um týnt fólk. „Okkur þykir mjög vænt um að það komi eitthvað gott út úr þessu og að umræðan um týnt fólk verði meiri.“ Meira »

Lögreglan vinnur úr fjölda ábendinga

26.2. Írsku lögreglunni barst fjöldi ábendinga vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar eftir að fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum Crimecall á RTÉ í gærkvöldi. Fjölskylda Jóns bindur vonir við að þær geti komið lögreglu á sporið þannig að björgunarsveitir verði kallaðar til. Meira »

Talinn hafa tapað hálfri milljón króna

26.2. Talið er að Jón Þröstur Jónsson hafi tapað allt að 4.000 evrum, rúmlega hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hann hvarf í Dyflinni á Írlandi 9. febrúar síðastliðinn. Þessu er haldið fram í umfjöllunum tveggja írskra fjölmiðla. Meira »

Birta upptökur úr öryggismyndavél af Jóni

25.2. Írska lögreglan birti í kvöld upptökur úr öryggismyndavélum sem sýna síðustu ferðir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dublin 9. febrúar síðastliðinn. Meira »

Bræður Jóns Þrastar gestir Crimecall

25.2. Davíð Karl og Daníel Örn Wiium, bræður Jóns Þrastar Jónssonar sem er týndur á Írlandi, verða gestir sjónvarpsþáttarins Crimecall sem verður sýndur á írsku sjónvarpsstöðinni RTÉ í kvöld. Meira »

Ráðherrar ræddu leitina að Jóni

25.2. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hitti í morgun Simon Coveney utanríkisráðherra Írlands á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf og tók upp við hann mál Jóns Þrastar Jónssonar, sem leitað er í Dublin. Meira »

Nýjar ábendingar í leitinni að Jóni

25.2. Nokkrar ábendingar hafa borist írsku lögreglunni frá einstaklingum sem telja sig hafa séð Jón Þröst Jónsson, Íslendinginn sem hvarf í Dublin að morgni laugardagsins 9. febrúar. Meira »

Nokkrir telja sig hafa séð Jón Þröst

24.2. Nokkrar ábendingar hafa borist frá einstaklingum sem telja sig hafa séð Jón Þröst Jónsson, sem hvarf í Dublin að morgni laugardagsins 9. febrúar. Þetta segir Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, í samtali við mbl.is. Meira »

Var með greiðslukortin á sér

24.2. Írski lögreglumaðurinn sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar segir hann hafa verið með greiðslukortin sín á sér þegar hann hvarf. Þá er haft eftir eftir bróður Jóns Þrastar að mögulegt sé að hann hafi haft nokkur þúsund evrur á sér þegar hann yfirgaf hótelið. Meira »

Ráðherrar ræða mál Jóns Þrastar

24.2. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar með utanríkisráðherra Írlands á morgun og hyggst bera upp mál Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dyflinni fyrir rúmum tveimur vikum. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór við mbl.is. Meira »

Birta mynd úr öryggismyndavél

24.2. Írska lögreglan hefur birt mynd úr öryggismyndavél þar sem Jón Þröstur Jónsson sést á gangi við Whitehall í Dyflinni um klukkan 11 daginn sem hann hvarf, 9. febrúar, og biðlað til almennings á ný um að aðstoða við leitina. Garda-lögreglan deilir ljósmyndinni úr öryggismyndavél á Facebook. Meira »

Enn ekkert spurst til Jóns

23.2. Hátt í hundrað manns leituðu Jóns Þrast­ar Jóns­son­ar sem hefur verið týndur í tvær vikur. Jón sást síðast í Whitehall-hverfinu í Dublin um ellefuleytið að morgni laugardagsins 9. febrúar. Meira »

Í vinsælasta spjallþætti á Írlandi

23.2. Bræður Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dublin á dögunum, fóru í viðtal í The Late Late Show í írska ríkissjónvarpinu í gær. Þátturinn er annar langlífasti spjallþáttur í heimi. Meira »

Umfangsmesta aðgerðin hingað til

23.2. Í dag hefst umfangsmesta einstaka aðgerðin í leitinni að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingi sem hvarf í Dublin fyrir tveimur vikum síðan. Fleiri tugir írskra sjálfboðaliða taka þátt í þaulskipulagðri aðgerð. Meira »

Safna fyrir leitinni að Jóni

22.2. Söfnunarátak fjölskyldu og vina Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf sporlaust í Dublin fyrir 13 dögum, hefur skilað rúmum 5.000 evrum af 10.000 evra markmiði. Síðdegis í gær höfðu alls 103 veitt átakinu lið, sem hófst fyrir þremur dögum. Meira »

Leita Jóns frá morgni til kvölds

17.2. Fjölskylda og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf á laugardagsmorgun fyrir um viku í Dublin, hafa frá í gærmorgun gengið skipulega um hverfi borgarinnar í allsherjarleit. Á bilinu 12 til 15 manns hafa leitað hans frá í gærmorgun þegar skipulögð leit hófst. Meira »

Jóns leitað logandi ljósi í Dyflinni

16.2. Leit heldur áfram að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingi er hvarf í Dyflinnarborg fyrir viku. Fjölskylda hans er nú stödd þar eystra og leitar hans ásamt lögreglunni þar. Meira »

Fjölskyldan á leið til Dublin

12.2. Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem ekkert hefur spurst til síðan í Dublin á laugardagsmorgun, er á leið til Írlands til að aðstoða lögreglu við leit að honum. Meira »

Leitað að Íslendingi í Dublin

11.2. Hafin er leit að íslenskum karlmanni, Jóni Jónssyni, í Dublin, höfuðborg Írlands, sem ekkert hefur spurst til síðan um helgina. Málið er í höndum írsku lögreglunnar. Meira »