Júlíus Vífill Ingvarsson

Embætti héraðssaksóknara ákærði Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa, fyrir peningaþvætti með því að hafa geymt fjármuni, sem nema um 131-146 milljónum króna, á erlendum bankareiknum án þess að gefa fjármunina upp til skatts. Er hluti fjármunanna sagður ávinningur refisverðra brota og að ávinningur Júlíusar hafi verið á bilinu 49-57 milljónir.

„Mjög fordæmisgefandi“ prófmál

19.12. Niðurstaða héraðsdóms um að dæma Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti, er mjög mikilvægt fordæmi. Ekki var farið fram á kyrrsetningu eða haldlagningu fjármunanna vegna meðalhófs, segir saksóknari. Meira »

Júlíus Vífill áfrýjar dóminum

18.12. Júlíus Vífill Ingvarsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, en hann var í dag dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Þetta staðfestir Hörður Felix Harðarson, verjandi Júlíusar, við mbl.is. Meira »

Júlíus í skilorðsbundið fangelsi

18.12. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Meira »

Fer fram á 8-12 mánaða dóm yfir Júlíusi

3.12. Saksóknari fór fram á 8-12 mánaða óskilorðsbundinn dóm yfir Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa, fyrir meint peningaþvætti sem hann er ákærður fyrir. Júlíus viðurkenndi að hafa ekki greitt skatta af umboðslaunum sem komu til vegna viðskipta bifreiðaumboðsins Ingvars Helgasonar. Meira »

Aðalmeðferð í máli Júlíusar Vífils

3.12. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa, hefst í héraðsdómi nú á öðrum tímanum í dag. Júlíus er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa geymt um 131-146 milljónir króna á erlendum bankareikningum og ekki gefið tekjurnar upp til skatts. Meira »

Aðalmeðferð í lok mánaðar

1.11. Aðalmeðferð í peningaþvættismáli Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fer fram 29. nóvember næstkomandi. Þetta kom fram við fyrirtöku í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Meira »

Júlíus Vífill neitaði sök

6.9. Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, neitaði sök við þingfestingu peningaþvættismáls gegn honum sem héraðssaksóknari höfðaði. „Ég er saklaus,“ sagði Júlíus þegar dómari óskaði eftir afstöðu hans. Meira »

Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti

27.8. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa geymt fjárhæðir, að andvirði 131 til 146 milljóna króna, á erlendum bankareikningi sínum sem voru að hluta til ávinningur refsiverðra brota og ráðstafað þeim á bankareikning hjá vörslusjóðs í Sviss. Þetta kemur fram í ákæru embættis héraðssaksóknara á hendur Júlíusi Vífli. Meira »

Júlíus Vífill ákærður

17.8. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti af embætti héraðssaksóknara. Meira »