Kafbátur hverfur við Argentínu

Aðmírállinn rekinn eftir hvarf kafbátsins

16.12. Yfirmaður argentínska sjóhersins hefur verið rekinn úr starfi í kjölfar þess að kafbáturinn San Juan hvarf með 44 manna áhöfn í hafinu úti fyrir strönd Argentínu í síðasta mánuði. Meira »

Grunur um mútur við endurbætur á kafbátnum

10.12. Þingmenn í Argentínu eru sagðir vera að rannsaka tvö þýsk fyrirtæki vegna skipta á rafgeymum í kafbátnum San Juan sem hvarf undan ströndum landsins um miðjan nóvember. Hefur því verið haldið fram að mútur hafi verið greiddar í samningum og rafgeymar af lélegum gæðum verið notaðir. Meira »

Mótmæla að björgunaraðgerðum hafi verið hætt

4.12. Ættingjar áhafnar kafbátsins ARA San Juan sem hvarf úti fyrir strönd Argentínu um miðjan síðasta mánuð gagnrýna nú stjórn landsins fyrir að leit að áhöfn kafbátsins hafi verið hætt. Er fólkið m.a. ósátt við að hafa frétt í fjölmiðlum að leit að 44 manna áhöfn San Juan hefði verið hætt. Meira »

Björgunarleit að kafbátinum hætt

1.12. Björgunarleit að argentínska kafbátinum ARA San Juan, sem ekkert hefur til spurst frá því um miðjan síðasta mánuð, hefur verið hætt. Argentínski sjóherinn tilkynnti í gær að ekki væri lengur um björgunaraðgerð að ræða, en 44 voru í áhöfn kafbátsins, sem umfangsmikil leit hefur staðið yfir að sl. tvær vikur. Meira »

Staðfesta að sjór lak inn í kafbátinn

29.11. Svo virðist sem vatn hafi komist inn í argentínska kafbátinn San Juan, sem ekkert hefur spurst til síðan þann 15. nóvember síðastliðinn, en 44 áhafnarmeðlimir eru um borð. Talið er að vatn hafi komist inn í bátinn í gegnum lofttúðu á skrokk hans. Meira »

Hvernig getur kafbátur horfið?

27.11. Leitin að argentínska kafbátnum San Juan hefur enn engan árangur borið. Ekkert hefur spurst til hans í ellefu sólarhringa. En hvernig getur kafbátur einfaldlega horfið? Meira »

Ástvinir hafa misst vonina

25.11. Nú eru tíu dagar liðnir frá því að síðast náðist samband við argentínska kafbátinn San Juan. Vonarneistinn er slokknaður og ástvinir áhafnarinnar eru farnir að syrgja. Meira »

Hættu við að fara um borð

25.11. Tveir skipverjar argentínska kafbátsins San Juan hættu við að fara um borð í hann á síðustu stundu áður en hann lagði af stað í sína hinstu för fyrir rúmri viku. Kafbátsins hefur nú verið saknað í níu daga. Meira »

Bréfin frá áhöfn Kursk rifjuð upp

24.11. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur boðið Argentínumönnum fram hjálp sína í leitinni að kafbátnum San Juan sem hvarf fyrir níu dögum. Talið er líklegt að sprenging hafi orðið um borð. Meira »

Greindu hlut í sjónum

23.11. Sérútbúin flugvél bandaríska sjóhersins sem tekur þátt í leitinni að argentínska kafbátnum San Juan greindi hlut í sjónum í námunda þess staðar sem báturinn var á er síðast náðist samband við hann. Nú hefur verið staðfest að hluturinn tengist ekki kafbátnum. Meira »

Rannsaka hávært hljóð

23.11. Argentínski sjóherinn rannsakar nú uppruna háværs hljóðs sem var greint nokkrum klukkustundum eftir að kafbáturinn San Juan hvarf fyrir rúmri viku undan ströndum landsins. 44 eru í áhöfn bátsins. Leit að honum hefur enn engan árangur borið. Meira »

„Staðan er slæm“

22.11. Argentínski sjóherinn greindi frá því í dag að hann rannsaki nú hljóð sem heyrðist í Atlantshafinu undan ströndum Argentínu nokkrum klukkustundum eftir síðustu samskipti við kafbátinn San Juan. Meira »

Mannskæð kafbátaslys fortíðar

22.11. Leitin að argentínska kafbátnum San Juan í kapphlaupi við tímann vekur upp minningar um mannskæð kafbátaslys fortíðarinnar. Skemmst er að minnast hins hrikalega slyss er rússneski kafbáturinn Kursk sökk og áhöfnin barði skipsskrokkinn að innan með stálrörum. Meira »

Súrefnið senn á þrotum

22.11. Leitin að argentínska kafbátnum San Juan hefur enn engan árangur borið að sögn hers landsins. Ekki hefur náðst samband við hina 44 manna áhöfn í viku. Súrefnið um borð mun brátt þverra að sögn talsmanns hersins. Meira »

Tilkynnti um vélarbilun

20.11. Argentínski sjóherinn hefur greint frá því að kafbáturinn San Juan, sem ekkert samband hefur náðst við síðan á miðvikudag, hafi tilkynnt um vélarbilun í síðustu samskiptum sínum áður en hann hvarf. Þá var hann um 432 km úti fyr­ir strönd Arg­entínu. Meira »

Stormur hamlar leit að kafbátnum

19.11. Stormviðri hefur gert björgunarsveitum og sjóher Argentínu erfitt fyrir með leit að kafbát sem hefur verið týndur frá því á miðvikudag með 44 manna áhöfn. Greint var frá því fyrr í dag að vonir hefðu vaknað um að finna kafbátinn eftir að Bandaríkjamenn námu merki sem talið er geta verið neyðarkall frá bátn­um. Meira »

Vonir um að finna kafbátinn vakna

19.11. Vonir um um að finna argentínskan kafbát með 44 manna áhöfn innanborðs hafa nú vaknað eftir að bandaríski sjóherinn telur sig hafa numið merki sem gæti hafa verið neyðarkall frá bátnum. Ekkert samband hefur þó náðst við kafbátinn í fjóra daga. Meira »

Leita kafbáts með 44 manna áhöfn

18.11. Argentínski sjóherinn leggur nú aukinn kraft í leit að kafbát með 44 manna áhöfn, sem ekkert samband hefur náðst við í þrjá daga. Maurico Macri, forseti Argentínu, segir alþjóðlegar björgunarsveitir nú taka þátt í leitinni ásamt heimamönnum og allt kapp lagt á að finna kafbátinn San Juan hið fyrsta. Meira »