Kaupþingsmenn fyrir dómi

Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari bætur

30.4.2018 Íslenska ríkið þarf að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþing banka 300 þúsund krónur, auk vaxta frá 1. desember 2016, í miskabætur. Hreiðar höfðaði mál gegn ríkinu vegna ólögmætra hlerana og óréttlátrar málsmeðferðar og fór fram á 10 milljónir í bætur. Meira »

Aðalmeðferð fer fram í september

19.3.2018 Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjóra bankans fer fram dagana 19. og 20. september næstkomandi. Þetta var ákveðið við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meira »

Hæstiréttur staðfestir frávísun

12.1.2018 Hæstiréttur hefur staðfest frávísun skaðabótamáls Samtaka sparifjáreigenda gegn Hreiðari Má Sig­urðssyni, Ingólfi Helga­syni, Magnúsi Guðmunds­syni, Ólafi Ólafs­syni og Sig­urði Ein­ars­syni. Héraðsdómur Vesturlands vísaði málinu frá dómi þann 8. desember. Meira »

Vilja álit sem getur tekið allt að 1 ár

8.11.2017 Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, óskaði eftir því í dag við fyrirtöku máls sem kennt er við samnefnt einkahlutafélag Hreiðars að fengið yrði álit frá EFTA-dómstólnum um nokkur álitamál sem tekist er á í dómsmálinu. Meira »

Frestur til að leggja fram greinargerð

23.6.2017 Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, óskaði í dag, í Héraðsdómi Reykjavíkur, eftir fresti til að skila greinargerð í umboðssvika- og inn­herja­svika­máli sem Hreiðar er ákærður í og tengist einka­hluta­fé­lag­inu Hreiðari Má Sig­urðssyni ehf. Meira »

Hreiðar fær ekki afrit af gögnum

7.6.2017 Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms og hafnaði kröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, um að fá afhent gögn sem saksóknari aflaði við rannsókn sakamáls á hendur honum. Um er að ræða gögn sem ekki hafa verið lögð fram af ákæruvaldinu í umboðs- og innherjasvikamáli Meira »

Ríkið sýknað af kröfum Sigurðar

1.6.2017 Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af kröf­um Sig­urðar Ein­ars­son­ar, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns Kaupþings, sem krafðist þess að úr­sk­urðir rík­is­skatt­stjóra og yf­ir­skatta­nefn­fd­ar, þar sem endurákvörðuð voru gjöld Sig­urðar gjaldár­in 2007, 2008 og 2009, yrðu felld­ir úr gildi. Meira »

Dómari víkur sæti í Kaupþingsmáli

20.3.2017 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Vesturlands, um að dómstjóri dómstólsins víki sæti við meðferð skaðabótamáls á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings. Meira »

Hafnar ásökunum Hreiðars Más

12.12.2016 Ólafur Hauksson héraðssaksóknari segir að embættið hafni öllum ásökunum um að á ótilhlýðilegan hátt hafi verið staðið að verki við rannsókn mála sem tengist Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings og í öðrum málum sem embættið hefur haft til rannsóknar. Meira »

Ólafur stefnir íslenska ríkinu

16.10.2016 Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur en hann krefst þess að úrskurður endurupptökunefndar frá því í janúar verði felldur úr gildi en þar var endurupptöku á þætti hans í Al-Thani málinu svonefndu hafnað. Meira »

Af hverju ekki Björgólfur og Þorsteinn?

13.10.2016 Ákvörðun saksóknara um að ákæra ekki aðra stjórnarformenn banka er brot á jafnræðisreglu. Þetta segir Sigurður Einarsson, fv. stjórnarformaður Kaupþings. Meira »

335 milljónir í sakarkostnað 

8.10.2016 Þau sem ákærð voru í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þurfa samanlagt að greiða 67,2 milljónir í sakarkostnað fyrir Hæstarétti. Samtals er sakarkostnaður í málinu fyrir bæði héraðsdómi og Hæstarétti kominn yfir 335 milljónir. Meira »

„Eðli viðskiptanna“ hið sama frá 2005

7.10.2016 Hæstiréttur endurmat niðurstöðu héraðsdóms í öllu markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Var sýknu ákærðu í fjölda liða með því snúið við. Í málinu er ákært fyrir brot á tímabilinu 1. nóvember 2007 til október árið 2008. Þrátt fyrir það skoðar Hæstiréttur samskipti ákærðu allt aftur til ársins 2005. Meira »

Hæstiréttur setur hámark í hrunmálum

6.10.2016 „Það virðist vera fallist á sjónarmið ákæruvaldsins í öllum aðalatriðum. Þannig að ég er mjög sáttur með niðurstöðuna.“ Þetta segir Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, eftir að Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Meira »

Hreiðar Már kominn í refsihámarkið

6.10.2016 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, var í Hæstarétti dæmdur í sex mánaða refsiauka við dóm héraðsdóms í markaðsmisnotkunarmáli bankans sem kveðinn var upp í fyrra. Með því er heildarrefsing Hreiðars Más komin upp í sex ár, en það er hámarksrefsing í svokölluðum hrunmálum. Meira »

Ákæran svertir mannorðið

3.10.2016 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, lýsti sig saklausan af ákæru um innherja- og umboðssvik þegar mál gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fullyrti hann við dómara að ákæran hafi svert mannorð sitt með því að gefa í skyn að hann hefði rænt Kaupþing. Meira »

Stefndi fé bankans í verulega hættu

27.9.2016 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar hann lét bankann veita einkahlutafélaginu Hreiðar Már Sigurðsson 574 milljóna króna eingreiðslulán í ágúst 2008. Meira »

Hreiðar ákærður fyrir innherjasvik

27.9.2016 Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, fyrir innherjasvik. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. Meira »

Kaupþingsmáli lokið í Hæstarétti

9.9.2016 Málflutningi í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fyrir Hæstarétti er lokið. Saksóknari fór fram á að þeir sem voru sýknaði í héraði yrðu sakfelldir og þeir dómar sem féllu væru þyngdir. Verjendur sakborninga fóru fram á sýknu, ómerkingu eða frávísun ákæranna gegn þeim Meira »

Búið að ræna bestu árum lífs hans

9.9.2016 Verjandi Einars Pálma Sigmundssonar, fv. forstöðumanns eigin viðskipta Kaupþings, segir hann hafa verið rændan bestu árum lífs síns vegna rannsóknar og málareksturs í kringum markaðsmisnotkunarmál bankans. Samstarfsmenn hans hafi lýst honum sem „heiðarlegasta manni Íslands“ og „mest solid guy ever“. Meira »

Aðkoma Ingólfs aðeins tæknileg

9.9.2016 Ingólfur Helgason, þáverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, kom aldrei að viðskiptum Kaupþings með eigin hlutabréf sem hann og sex aðrir voru sakfelldir fyrir í stóru markaðsmisnotkunarmáli í fyrra. Verjandi hans sagði Hæstarétti í morgun að aðkoma hans hafi aðeins verið tæknilegs eðlis. Meira »

Sigurður og Hreiðar Már ekki sami maður

9.9.2016 Ekki er hægt að sakfella Sigurð Einarsson fyrir lögbrot vegna náinna samskipta hans við Hreiðar Már Sigurðsson. Verjandi Sigurðar sakaði saksóknara um mismunun í garð skjólstæðings síns þegar umfangsmikið markaðsmisnotkunarmál Kaupþings var tekið fyrir í Hæstarétti í morgun. Meira »

Viðskiptin við lýði til fjölda ára

9.9.2016 Fátt benti til þess að viðskipti Kaupþings með eigin bréf væru litin hornauga af eftirlitsaðilum enda höfðu slík viðskipti verið við lýði til fjölda ára. Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar gerði lítið úr ábyrgð hans á viðskiptunum þegar Hæstiréttur tók markaðsmisnotkunarmál hans fyrir í morgun. Meira »

Skellurinn varð stærri fyrir þjóðina

9.9.2016 Markaðsmisnotkun sem fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Kaupþings voru sakfelldir fyrir gerði það að verkum að skellurinn fyrir þjóðina varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008. Þetta sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari, sem vill að Hæstiréttur fullnýti refsirammann gagnvart þeim. Meira »

Hæstiréttur tekur Kaupþingsmál fyrir

9.9.2016 Mál níu fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna Kaupþings verður tekið fyrir í Hæstarétti í dag. Sjö þeirra hlutu dóma fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik en þeim var gefið að sök að hafa haldið uppi hlutabréfaverði bankans með ólögmætum hætti í umfangsmesta markaðsmisnotkunarmáli Íslandssögunnar. Meira »

Kaupþingsmál aftur í hérað

9.9.2016 Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Vesturlands í skaðabótamáli Samtaka sparifjáreigenda gegn fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, en héraðsdómur vísaði málinu frá dómi í júlí. Hæstiréttur hefur hins vegar lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Meira »

Dómarar ekki vanhæfir í Kaupþingsmáli

7.9.2016 Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjenda þriggja sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings um að hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og Ingveldur Einarsdóttir vikju sæti þegar málið væri tekið fyrir nú á föstudaginn. Meira »

Vísar ásökunum Hreiðars Más á bug

8.8.2016 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vísar ásökunum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, um að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leynt gögnum í sakamáli gegn Kaupþingsmönnum, á bug. Málið sé til meðferðar hjá Hæstarétti. Meira »

Hreiðar Már kærir héraðssaksóknara

7.8.2016 Fyrr á þessu ári lagði Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, fram kæru á hendur embætti sérstaks saksóknara til ríkissaksóknara. Óskað var eftir rannsókn á að gögn sem lutu að sakarefni í Chesterfield-málinu, sem einnig er þekkt sem CLN-málið, hafi ekki ratað í gögn málsins. Meira »

Sigurður Einarsson áfrýjar

2.8.2016 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur áfrýjað til Hæstaréttar Íslands sýknudómi í máli hans gegn íslenska ríkinu vegna skattlagningar á kaupréttum hans í störfum sínum hjá bankanum á árunum 2006 til 2008. Meira »