Ketó

Ketó pítsubotn sem sagður er „sjúllaður“

15.2. Ég ber nákvæmlega enga ábyrgð á þessari orðanotkonun, hún kemur beint frá samstarfskonu minni hér á Árvakri sem bað mig vinsamlegast um að deila þessri uppskrift af ketó pítsubotni sem hún sagði að - og nú lýg ég engu - væri algjrölega sjúllaður. Meira »

Ketó meðlætið sem ærir mannskapinn af gleði

13.2. Það kemur ekkert í stað þessara stökku ostavöfðu blómkálshnappa sem eru eins einfaldir í framkvæmd og mögulegt er.   Meira »

Hvað þýðir að vera í „ketósu“?

11.2. Flest höfum við heyrt talað um hið goðsagnakennda ástand að komast í ketósu. En hvernig í ósköpunum kemst maður í slíkt ástand og hvernig veit maður að því er náð? Meira »

Lykilatriðin til að ná árangri á ketó

8.2. Þeir sem ná árangri á ketó eiga nokkur lykilatriði sameiginleg að sögn Gunnars Más Sigfússonar, ketósérfræðings með meiru.   Meira »

Einfaldur ketó kjúklingaréttur með kennslumyndbandi

5.2. Ketó kjúklingur nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir enda hálf þjóðin á ketó. Þegar uppskriftarhöfundar fara skrefinu lengra og framleiða kennslumyndbönd er ekki annað hægt en að gleðjast því það þýðir að það er bókstaflega engin leið að klúðra matnum. Meira »

Er brauð í alvöru jafn slæmt og sykur?

4.2. Ein algengasta spurning þeirra sem taka upp ketó mataræði er hvort brauð sé jafn slæmt og sykur. Gunnar Már Sigfússon, höfundur bókarinnar um ketó mataræðið sem er að gera allt vitlaust þessa dagana, svaraði spurningunni fyrir okkur. Meira »

Ketó kjúklingaréttur sem er löðrandi í osti

4.2. Hvern þyrstir ekki í ómótstæðilegan ketó kjúkling á degi sem þessum? Ekki síst þegar hann er svo auðveldur að átta ára barn gæti auðveldlega búið hann til án þess að blikna. Meira »

Svona losnar þú við ketó andfýluna

28.1. Vissir þú að það er algengur fylgikvilli ketó að fá hina svokölluðu ketóflensu sem lýsir sér með höfuðverk, þreytu, pirringi, munnþurrk, andfýlu og vöðvakrömpum? Meira »

Ketó pizza með ostabotni

25.1. Nú þegar ketó æðið er að ná hámarki er ekki úr vegi að henda í eina ketó pítsu til að fagna því að það er kominn föstudagur!  Meira »

Ketó kaka sem reyndist algjörlega frábær

20.1. Það hefur verið smá erfitt að finna ketó eftirrétt fyrir ketó fólkið í kringum mig. Þessi kaka er mjög einföld og fljótleg. Þar sem ég hef aldrei notað sætuefni áður tók nokkurn tíma að finna þessi í sætuefnafrumskóginum en það tókst. Meira »

Af hverju er ketó svona vinsælt?

19.1. Ketóbækurnar hans Gunnars Más rjúka út í Hagkaup og eftir okkar bestu heimildum er fyrsta upplagið að verða uppselt. En hvað er það við ketó sem er að æra landann og af hverju er það svona vinsælt? Meira »

Ketó-plokkfiskpanna með smjörsteiktu grænmeti

14.1. Ótrúlega einfaldur en syndsamlega góður ketó-plokkfiskur sem allir í fjölskyldunni geta gætt sér á og elskað! Í þessari uppskrift er notað blómkál og brokkólí en það er líka mjög gott að nota hvítkál í staðinn. Meira »

Missti 8 kíló á 15 dögum

13.1. Erna Bryndís Einarsdóttir er ein þeirra fjölmörgu sem hafa prófað ketó mataræðið með góðum árangri. Hún segist hafa verið einn mesti sælgætisgrís sem þekkt hafi og að hennar uppáhaldsóvinur hafi verið brauð. Meira »

Bulletproof-kaffi sem gefur jafna orku yfir daginn

12.1. Kaffidrykkir njóta mikilla vinsælda og hið svokallaða Bulletproof-kaffi er sérstaklega vinsælt ... ekki síst hjá þeim sem eru að prufa ketómataræðið. Meira »

Helstu mistökin sem fólk gerir á ketó

11.1. Nú þegar flestir eru með mataræði sitt í naflaskoðun og ansi margir eru að stíga sín fyrstu skref í ketó mataræðinu lék okkur forvitni á að vita hver helstu mistökin sem fólk gerir séu. Meira »

Kremaður ketókjúklingur

10.1. Þessi uppskrift er að sögn Gunnars Más algjör klassík enda ekki annað hægt þegar um er að ræða kremaða hvítlaukssósu, ferskt spínat og sólþurrkaða tómata. Meira »

„Þegar ketóprógrammið kom gerðist eitthvað“

10.1. Gunnar Már Sigurðsson sendi nú á dögunum frá sér bókina KETO sem fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um allt er viðkemur ketómataræði og föstum. Ketó hefur verið afskaplega vinsælt mataræði um heim allan og fullyrðir fólk að það finni mikla breytingu á almennri líðan til hins betra. Meira »

Rjómakennd súpa með brokkolí

8.1. Það hafa eflaust einhverjir landar tileinkað sér spennandi matarvenjur á nýju ári. Fyrir ykkur og alla aðra kemur hér ein girnilegasta súpu uppskrift sem við höfum lengi séð. Meira »

Allt sem þú þarft að vita um ketó og föstur

4.1. Út er komið tæplega 400 hundruð blaðsína bók eftir sjálfan Gunnar Má Sigfússon um ketó. Um er að ræða bók sem inniheldur gríðarlegt magn upplýsinga og leiðbeininga um ketó mataræðið enda sjálfsagt fáir fróðari en Gunnar um mataræðið. Meira »

Besti beikonkjúlli ketó-unnandans

2.1. Leyndardómurinn á bak við þessa uppskrift er að kjúklingurinn matreiðist upp úr beikonfitu sem gefur kjúklingnum þetta auka bragð sem erfitt er að standast. Meira »

Lúxus ketólax Jennu Jameson

20.12. Ég átti seint von á því að deila uppskriftum frá fyrrum fullorðinsstjörnunni Jennu Jameson en í ljósi þess að hún er heitasta ketó stjarnan í heiminum í dag er ekki annað hægt en að leggjast yfir matarræði hennar og sjá hvort þetta sé eitthvað alvöru gúrmei nasl. Meira »

Keto kjúklingasalat með stökku beikoni

26.11. Sjúklega einfalt og fáránlega bragðgott... gæti þessi uppskrift heitið en hún sýnir það og sannar að góður matur þarf ekki að vera flókinn. Meira »

Kjúklingaréttur sem stelur senunni

26.10. Í þessum dásemdarrétti er bæði að finna kjúkling og beikon. Það þýðir einfaldlega að þetta er mögulega fullkominn réttur við hvert tilefni. Meira »

Svona hefur þú aldrei smakkað blómkál áður

11.10. Blómkál er formlega að vinna keppnina sem mest spennandi grænmetið í augnablikinu. Þannig að ef þú ætlar að bjóða upp á meðlæti aldarinnar eða mögulega bara besta snarl í heimi þá er þetta algjörlega málið. Meira »

Ketó-veisla fyrir vandláta: Ostabollur með óvæntu tvisti

11.9. Aðdáendur ketó-mataræðis eru æði margir og skyldi engan undra. Hvað er nefnilega betra en að geta gætt sér á ostum og smjöri á meðan kílóin hrynja af manni? Þessar veisluuppskriftir koma úr smiðju Anítu Aspar Ingólfsdóttur, matreiðslumeistara á RÍÓ Reykjavík. Meira »

Kjúklingataco sem ketó-istar elska

11.9. Hver elskar ekki ketó? Það á borða smjör og beikon og allan hinn skemmtilega matinn sem svo erfitt er að lifa án. Þó fyrst og fremst smjör og rjóma og þessi uppskrift er einmitt algjör ketó-rokkstjarna ef svo má að orði komast um uppskrift. Meira »

Ómótstæðilegur kjúklingur með 30 sekúndna sósu

5.9. Þessi sósa er svo mikil snilld því það tekur nákvæmlega 30 sekúndur að gera hana sem er Íslandsmet innanhúss. Það er líka hægt að skera ferskar paprikur í sneiðar, pensla þær með olíu og baka þær í ofni í 10 mínútur ef þú vilt gera allt frá grunni. Meira »

Fiskréttur sem allir í fjölskyldunni elska

3.9. Hér gefur að líta uppskrift sem er þeim óvanalega kosti gædd að tikka í öll box. Hún er bragðgóð og einföld, elskuð af börnum og það sem meira er ... skilgreinist sem ketó þannig að foreldrar í heilsufíling geta áhyggjulausir gúffað hann í sig. Meira »

Ketó hamborgara-steik með fylltum sveppum og hrásalati

31.8. Hér er allt gert frá grunni og brauðinu sleppt. Líklega er þetta besti borgari sem þú munt borða og fylltu sveppirnir eru algerlega ómissandi meðlæti. Meira »

Ketó-lax með spínatsmjöri og fersku steiktu rósakáli

30.8. Það er enginn annar en Gunnar Már Sigfússon sem á þessa uppskrift en hann segir að það sé vart hægt að finna ketóvænni rétt. Meira »