Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík

Frestur vegna athugasemda framlengdur

5.12. Frestur til að skila inn athugasemdum við matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat kísilverksmiðjunnar í Helguvík hefur verið framlengdur til 15. desember en hann átti að renna út í dag. Meira »

Vilja íbúakosningu um Helguvík

27.11. „Tilgangurinn með undirskriftasöfnuninni er að knýja bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ til þess að halda bindandi íbúakosningu og fá þannig fram vilja meirihluta íbúa sveitarfélagsins til málsins,“ segir Einar Már Atlason, formaður íbúasamtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík, í samtali við mbl.is. Meira »

Mikill fjöldi frávika var í kísilverinu

21.11. Áberandi skortur á fyrirbyggjandi viðhaldi var í kísilverksmiðjunni í Helguvík, skortur á þjálfun starfsfólks og verulegir vankantar á heilsu- og öryggismálum. Þetta kom fram í máli Tom Arild Olsen, ráðgjafa frá Multiconsult, á íbúafundi um framtíð verksmiðjunnar. Meira »

„Ég skil ekki svona vinnubrögð“

20.11. „Þetta fyrirtæki, Stakksberg, er að halda kynningarfund annað kvöld klukkan átta. Ég verð að segja það að mér finnst það sæta mikilli furðu hversu illa sá fundur sé kynntur,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, um íbúafund sem Stakksberg heldur annað kvöld. Meira »

Átta mánuði að svara um Helguvík

20.11. Þórólfur Dagsson, talsmaður andstæðinga við stóriðju í Helguvík, hefur beðið tæplega átta mánuði eftir svari við fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um hvort gert hafi verið óháð áhættumat um nálægð málmbræðsluofna við olíudreifingar- og geymslustöðvar í Helguvík við íbúabyggð. Meira »

Setja 4,5 milljarða í kísilverksmiðju

20.11. Félagið Stakksberg áætlar að fjárfesta fyrir um 4,5 milljarða króna í úrbótum á kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. Samkvæmt tilkynningu miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar. Meira »

Fagnar því að bæjarstjórn vandi sig

16.10. Félagið Stakkberg ehf. fagnar því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar vandi skoðun sína á erindi Verkís fyrir hönd félagsins um að skipulags- og matlýsing vegna umbóta á verksmiðju félagsins í Helguvík verði tekin til meðferðar samkvæmt 43. grein skipulagslaga. Meira »

Beiðni Stakkbergs rædd í bæjarstjórn

15.10. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun hvorki funda með fulltrúum Stakkbergs ehf. um deiliskipulag United Silicon í dag né á morgun að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Málið verður þó tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar annað kvöld. Meira »

Fara fram á að sitja fundinn

13.10. Ef til fundar kemur á milli fulltrúa Stakksbergs ehf. og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar næstkomandi mánudag, fara fulltrúar íbúasamtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík fram á að fá að vera viðstaddir fundinn ásamt lögmanni samtakanna. Meira »

Óska eftir fundi áður en kosið verður

13.10. Stakksberg ehf. vill funda með bæjarstjórn Reykjanesbæjar áður en hún samþykkir að synja fyrirtækinu um að vinna tillögu að deiliskipulagi á kísilverinu í Helguvík. Stakksberg er félag í eigu Arion banka sem keypti starfsemina af þrotabúi United Silicon. Meira »

Ekkert fæst upp í launakröfur starfsmanna

1.10. Ekkert mun fást upp í launakröfur hátt í sextíu starfsmanna í þrotabú United Silicon en eignir búsins hafa að mestu farið í að greiða kröfur Arion banka í búið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem segir tjón starfsmanna geta hlaupið á tugum milljóna króna. Meira »

Skoða „mjög stór“ mál gegn Magnúsi

24.8. „Ég get staðfest að við erum að skoða alvarlega að fara í frekari mál,“ segir Geir Gestsson, skiptastjóri þrotabús United Silicon, spurður hversu mörg mál til viðbótar þrotabúið ætli að höfða gegn Magnúsi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins. 156 kröfuhafar lýstu yfir kröfum í þrotabúið. Meira »

Höfða annað mál á hendur Magnúsi

23.8. Þrotabú United Silicon hefur höfðað annað mál á hendur Magnúsi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins, vegna meintra fjársvika. Meira »

Reyna við sölu United Silicon í núverandi mynd

3.8. Arion banki hyggst setja kísilverksmiðjuna Stakksberg í Helguvík í söluferli á síðari hluta ársins. Stakksberg er eignarhaldsfélagið sem tók við þrotabúi United Silicon. Fyrst um sinn verður reynt við sölu miðað við núverandi ástand verskmiðjunnar en engin starfsemi er í verksmiðjunni. Meira »

Tekist á um formsatriði

13.6. Tekist var á um formsatriði við fyrirtöku í máli Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Sameinað sílikon ehf. höfðaði mál á hendur Magnúsi Ólafi þar sem hann er krafinn um hálfan milljarð fyrir meint auðgunarbrot og skjalafals. Meira »

Mengun frá kísilverinu olli ertingu

18.5. Mengun frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík olli mismikilli ertingu í augum og öndunarvegi hjá þeim sem voru með undirliggjandi öndunarvegasjúkdóma. Þetta er niðurstaða sóttvarnalæknis sem skoðaði áhrif á meintri heilsuspillandi mengun frá verksmiðjunni. Meira »

Engin úttekt á búnaði verksmiðja

17.5. „Þú getur kannski svindlað þér í gegnum ákveðinn hluta en hvar endarðu í lokin? Þú endar í gjaldþroti og stórkostlegu tapi fyrir verksmiðjuna, tapi fyrir bærinn og sári fyrir íbúana.“ Þetta sagði forstjóri Umhverfisstofnunar í Kastljósi þar sem rætt var um stjórnsýsluúttekt vegna United Silicon. Meira »

Vill meiri kröfur og bætt verklag

17.5. Fram kemur meðal annars í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík að beiðni Alþingis að bæta þurfi verklag og auka kröfur við gerð ívilnunarsamninga um nýfjárfestingar, mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og útgáfu starfsleyfa. Meira »

Mikilvægt að læra af reynslunni

12.4. „Ljóst er að málefni Sameinaðs sílikons hf. eiga sér engin fordæmi hérlendis. Mikilvægt er að læra af þeirri reynslu sem hér hefur skapast,“ segir í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðherra til Alþingis um aðdraganda að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons hf. í Helguvík. Meira »

Frjálsi hugaði ekki að hagsmunatengslum

10.4. Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á þau hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon og af þeim sökum var ekki tekið fullnægjandi tillit til þeirrar orðsporsáhættu sem lífeyrissjóðurinn stóð frammi fyrir vegna þessa. Meira »

Fjárfestingar lífeyrissjóða í skoðun hjá FME

13.3. Fjárfestingar lífeyrissjóða sem Arion banki rekur í kísilverksmiðju United Silicon eru til athugunar hjá Fjármálaeftirlitinu. Þetta koma fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á Rúv í kvöld. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

23.2. Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Meta eignarhlutinn í USi á 5,4 milljarða

15.2. Arion banki metur eignarhlut sinn í United Silicon á 5,4 milljarða og til viðbótar er félagið skráð fyrir 0,9 milljarða lánsloforði og ábyrgðum hjá bankanum. Á bókum sínum er Arion banki því í heild með 6,3 milljarða sem tengjast kísilverinu. Meira »

Vilja kaupa og flytja verksmiðjuna út

1.2. Alþjóðlegur hópur fjárfesta hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa þá innviði kísilverksmiðju United Silicon sem eru í nothæfu ástandi samkvæmt heimildum mbl.is. Hann hefur í huga að reisa kísilverksmiðju erlendis frá grunni. Meira »

Magnús krafinn um hálfan milljarð

30.1. Héraðsdómur Reykjaness hefur stefnt Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra United Silicon, til að mæta fyrir dóm 4. apríl. Sameinað sílikon ehf. krefst þess að hann verði dæmur til að greiða 4.230.904 evrur, eða um 530 milljónir króna, og að staðfest verði kyrrsetningaraðgerð á eignum hans. Meira »

Aðalatriðið er að vanda sig

25.1. Húsvíkingar voru fullvissaðir um það, á fjölmennum fundi í dag, að allt yrði gert, sem mögulegt væri, til að umhverfisáhrif kísilvers PCC á Bakka yrðu sem minnst. Forstjóri fyrirtækisins sagði m.a. að verksmiðjan yrði ekki gangsett fyrr en öll tækni og öll tæki virkuðu eins og þau ættu að gera. Meira »

Íbúar kjósi um framhaldið

23.1. Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík eru að undirbúa íbúafund í Reykjanesbæ vegna stöðu sem upp er komin í tengslum við kísilver United Silicon í Helguvík. Talsmaður samtakanna segir það kröfu margra íbúa að boðað verði til bindandi kosninga um framhaldið þar sem greidd verði atkvæði um framtíð iðnaðarsvæðisins í Helguvík. Meira »

Breytt staða ef nýtt félag í bígerð

23.1. Meirihluti starfsmanna United Silicon er útlendingar og fjölskyldufólk sem búsett er í Reykjanesbæ. Ef Arion banki stofnar nýtt félag um eignirnar mun staða starfsfólksins breytast að því er formaður verkalýðfélagsins segir. Meira »

PCC Bakki boðar til íbúafundar

23.1. Stjórnendur kísilsvers PCC Bakki Silicon hf. hafa boðað til fundar með íbúum Húsavíkur. Þar verður íbúum kynnt gangsetning ofna verksmiðjunnar á Bakka og hvers íbúar geti helst vænst meðan á ræsingu ofnanna stendur. Meira »

Nýtt félag um United Silicon

23.1. Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabús United Silicon að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins, koma þeim eignum í söluferli og freista þess að koma kísilverksmiðjunni aftur í gang. Meira »