Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík

Fjárfestingar lífeyrissjóða í skoðun hjá FME

13.3. Fjárfestingar lífeyrissjóða sem Arion banki rekur í kísilverksmiðju United Silicon eru til athugunar hjá Fjármálaeftirlitinu. Þetta koma fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á Rúv í kvöld. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

23.2. Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Meta eignarhlutinn í USi á 5,4 milljarða

15.2. Arion banki metur eignarhlut sinn í United Silicon á 5,4 milljarða og til viðbótar er félagið skráð fyrir 0,9 milljarða lánsloforði og ábyrgðum hjá bankanum. Á bókum sínum er Arion banki því í heild með 6,3 milljarða sem tengjast kísilverinu. Meira »

Vilja kaupa og flytja verksmiðjuna út

1.2. Alþjóðlegur hópur fjárfesta hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa þá innviði kísilverksmiðju United Silicon sem eru í nothæfu ástandi samkvæmt heimildum mbl.is. Hann hefur í huga að reisa kísilverksmiðju erlendis frá grunni. Meira »

Magnús krafinn um hálfan milljarð

30.1. Héraðsdómur Reykjaness hefur stefnt Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra United Silicon, til að mæta fyrir dóm 4. apríl. Sameinað sílikon ehf. krefst þess að hann verði dæmur til að greiða 4.230.904 evrur, eða um 530 milljónir króna, og að staðfest verði kyrrsetningaraðgerð á eignum hans. Meira »

Aðalatriðið er að vanda sig

25.1. Húsvíkingar voru fullvissaðir um það, á fjölmennum fundi í dag, að allt yrði gert, sem mögulegt væri, til að umhverfisáhrif kísilvers PCC á Bakka yrðu sem minnst. Forstjóri fyrirtækisins sagði m.a. að verksmiðjan yrði ekki gangsett fyrr en öll tækni og öll tæki virkuðu eins og þau ættu að gera. Meira »

Íbúar kjósi um framhaldið

23.1. Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík eru að undirbúa íbúafund í Reykjanesbæ vegna stöðu sem upp er komin í tengslum við kísilver United Silicon í Helguvík. Talsmaður samtakanna segir það kröfu margra íbúa að boðað verði til bindandi kosninga um framhaldið þar sem greidd verði atkvæði um framtíð iðnaðarsvæðisins í Helguvík. Meira »

Breytt staða ef nýtt félag í bígerð

23.1. Meirihluti starfsmanna United Silicon er útlendingar og fjölskyldufólk sem búsett er í Reykjanesbæ. Ef Arion banki stofnar nýtt félag um eignirnar mun staða starfsfólksins breytast að því er formaður verkalýðfélagsins segir. Meira »

PCC Bakki boðar til íbúafundar

23.1. Stjórnendur kísilsvers PCC Bakki Silicon hf. hafa boðað til fundar með íbúum Húsavíkur. Þar verður íbúum kynnt gangsetning ofna verksmiðjunnar á Bakka og hvers íbúar geti helst vænst meðan á ræsingu ofnanna stendur. Meira »

Nýtt félag um United Silicon

23.1. Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabús United Silicon að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins, koma þeim eignum í söluferli og freista þess að koma kísilverksmiðjunni aftur í gang. Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

22.1. „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Framtíðartekjur út um gluggann

22.1. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að framtíðartekjur bæjarins af United Silicon fari út um gluggann með gjaldþroti verksmiðjunnar. Meira »

Slökkt í glæðum United Silicon

22.1. Grunur um refsiverða háttsemi; stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Verksmiðjuhús sem risu í engu samræmi við deiliskipulag og teikningar. Lyktarmengun og reykur allt frá fyrstu dögum starfseminnar. Eldur kom ítrekað upp. Stutt saga kísilvers United Silicon í Helguvík er fordæmalaus. Meira »

United Silicon óhaggað í bókum Arion

22.1. Gjaldþrot United Silicon leiðir ekki til frekari niðurfærslna í bókum Arion banka sem mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabúsins að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins. Samtals hefur bankinn fært niður 4,8 milljarða króna. Meira »

United Silicon gjaldþrota

22.1. Heimild United Silicon til greiðslustöðvunar er fallin niður og mun stjórn félagsins skila inn gjaldþrotabeiðni fyrir kl. 16 í dag. Málið átti að vera tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness kl. 14 í dag en ekkert varð úr þinghaldi. Meira »

Þrot blasir við United Silicon

21.1. Á morgun verður haldinn stjórnarfundur hjá Sameinuðu sílikoni vegna niðurstöðu Umhverfisstofnunar um að ljúka þurfi 3 milljarða úrbótum í stað 630 milljóna króna úrbótum til að fyrirtækið geti hafið rekstur á ný. Þrot virðist blasa við verksmiðjunni eftir langa þrautagöngu. Meira »

United Silicon ljúki öllum úrbótum

21.1. United Silicon fær ekki heimild til að hefja framleiðslu á ný fyrr en lokið hefur verið við nær allar þær úrbætur sem tilteknar eru í mati norska ráðgjafafyrirtækisins Multiconsult sem rannsakað hefur tækjabúnað fyrirtækisins. Þetta kemur fram í úrskurði Umhverfisstofnunar sem tilkynnt var um í dag. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

21.1. Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Hópmálsókn undirbúin gegn United Silicon

3.1. „Við höfum verið að safna upplýsingum frá öllum aðilum til þess að byggja upp heildarmynd og síðan verður farið yfir gögnin og skoðað hvað fleira sé hægt að kæra þarna,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, talsmaður Andstæðinga stóriðju í Helguvík (ASH), en hópurinn undirbýr hópmálsókn gegn starfsemi United Silicon í Helguvík á Reykjanesi. Meira »

Funda með áhugasömum kaupendum

2.1. Stjórn United Silicon mun hefjast handa á fyrstu dögum nýs árs við að ræða við áhugasama kaupendur en heimild til greiðslustöðvunar rennur út 22. janúar. Meira »

Kostnaðarsamt að klára verksmiðjuna

20.12. Samkvæmt norskum sérfræðingum sem unnu úttekt á verksmiðju United Silicon í Helguvík kostar 25 milljónir evra, 3,1 milljarð íslenskra króna, að klára verksmiðjuna og koma mengunarvörnum í lag. Meira »

Hrakfarirnar þjöppuðu hópnum saman

10.12. „Þrátt fyrir gríðarlega neikvæða umfjöllun hefur okkur tekist að halda uppi góðum starfsanda,“ segir Kristleifur Andrésson, mannauðsstjóri hjá United Silicon. Langflestir starfsmenn fyrirtækisins hafa haldið störfum áfram eftir að það fór í greiðslustöðvun. Meira »

United Silicon fær gálgafrest

4.12. Héraðsdóm­ur Reykja­ness samþykkti í dag beiðni kröfuhafa United Silicon um að heimild til greiðslustöðvunar yrði framlengd til 22. janúar. Meira »

Alþjóðafyrirtæki skoða United Silicon

24.11. Alþjóðlegir aðilar í kísiliðnaði hafa sett sig í samband við Arion banka vegna United Silicon og lýst yfir áhuga á að skoða aðkomu að starfsemi verksmiðjunnar. Meira »

Hafa sett 600 milljónir í reksturinn

22.11. Kostnaður Arion banka vegna reksturs United Silicon frá því að félagið fékk heimild til greiðslustöðvunar nemur meira en 600 milljónum króna, eða um 200 milljónum á mánuði samkvæmt heimildum mbl.is. Meira »

Útilokar ekki að United Silicon verði sett í þrot

15.11. Bankastjóri Arion banka útilokar ekki að United Silicon verði sett í þrot í byrjun næsta mánaðar. Þetta hefur fréttastofa RÚV eftir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Meira »

Undirbúa tillögur um endurbætur

4.11. Enn er unnið að tillögum um endurbætur á kísilveri United Silicon í Helguvík til að draga úr mengun. Stjórnendur fyrirtækisins hafa farið yfir drög norsku ráðgjafanna hjá Multiconsult og nú liggur fyrir að útfæra þær, forgangsraða aðgerðum og kostnaðarmeta. Meira »

Þórður ráðinn forstjóri United Silicon

2.11. Helgi Þórhallsson hefur látið af störfum sem forstjóri United Silicon og Þórður Magnússon verið ráðinn í hans stað. Þórður hefur að undanförnu gegnt stöðu aðstoðarforstjóra fyrirtækisins. Meira »

Arion kærir einnig

13.10. Arion banki sendi í vikunni kæru til héraðssaksóknara um mögulega refsiverða háttsemi Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra og stofnanda kísilvers United Silicon í Helguvík. Meira »

Ekki stóra svarið við lyktarvandanum

11.10. Rannsókn á lyktarvanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er hvergi nærri lokið og skýrsla NILU, norsku loftgæðastofnunarinnar, er aðeins fyrsta skrefið í því ferli segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun. Meira »