Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík

Skoða „mjög stór“ mál gegn Magnúsi

24.8. „Ég get staðfest að við erum að skoða alvarlega að fara í frekari mál,“ segir Geir Gestsson, skiptastjóri þrotabús United Silicon, spurður hversu mörg mál til viðbótar þrotabúið ætli að höfða gegn Magnúsi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins. 156 kröfuhafar lýstu yfir kröfum í þrotabúið. Meira »

Höfða annað mál á hendur Magnúsi

23.8. Þrotabú United Silicon hefur höfðað annað mál á hendur Magnúsi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins, vegna meintra fjársvika. Meira »

Reyna við sölu United Silicon í núverandi mynd

3.8. Arion banki hyggst setja kísilverksmiðjuna Stakksberg í Helguvík í söluferli á síðari hluta ársins. Stakksberg er eignarhaldsfélagið sem tók við þrotabúi United Silicon. Fyrst um sinn verður reynt við sölu miðað við núverandi ástand verskmiðjunnar en engin starfsemi er í verksmiðjunni. Meira »

Tekist á um formsatriði

13.6. Tekist var á um formsatriði við fyrirtöku í máli Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Sameinað sílikon ehf. höfðaði mál á hendur Magnúsi Ólafi þar sem hann er krafinn um hálfan milljarð fyrir meint auðgunarbrot og skjalafals. Meira »

Mengun frá kísilverinu olli ertingu

18.5. Mengun frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík olli mismikilli ertingu í augum og öndunarvegi hjá þeim sem voru með undirliggjandi öndunarvegasjúkdóma. Þetta er niðurstaða sóttvarnalæknis sem skoðaði áhrif á meintri heilsuspillandi mengun frá verksmiðjunni. Meira »

Engin úttekt á búnaði verksmiðja

17.5. „Þú getur kannski svindlað þér í gegnum ákveðinn hluta en hvar endarðu í lokin? Þú endar í gjaldþroti og stórkostlegu tapi fyrir verksmiðjuna, tapi fyrir bærinn og sári fyrir íbúana.“ Þetta sagði forstjóri Umhverfisstofnunar í Kastljósi þar sem rætt var um stjórnsýsluúttekt vegna United Silicon. Meira »

Vill meiri kröfur og bætt verklag

17.5. Fram kemur meðal annars í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík að beiðni Alþingis að bæta þurfi verklag og auka kröfur við gerð ívilnunarsamninga um nýfjárfestingar, mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og útgáfu starfsleyfa. Meira »

Mikilvægt að læra af reynslunni

12.4. „Ljóst er að málefni Sameinaðs sílikons hf. eiga sér engin fordæmi hérlendis. Mikilvægt er að læra af þeirri reynslu sem hér hefur skapast,“ segir í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðherra til Alþingis um aðdraganda að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons hf. í Helguvík. Meira »

Frjálsi hugaði ekki að hagsmunatengslum

10.4. Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á þau hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon og af þeim sökum var ekki tekið fullnægjandi tillit til þeirrar orðsporsáhættu sem lífeyrissjóðurinn stóð frammi fyrir vegna þessa. Meira »

Fjárfestingar lífeyrissjóða í skoðun hjá FME

13.3. Fjárfestingar lífeyrissjóða sem Arion banki rekur í kísilverksmiðju United Silicon eru til athugunar hjá Fjármálaeftirlitinu. Þetta koma fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á Rúv í kvöld. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

23.2. Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Meta eignarhlutinn í USi á 5,4 milljarða

15.2. Arion banki metur eignarhlut sinn í United Silicon á 5,4 milljarða og til viðbótar er félagið skráð fyrir 0,9 milljarða lánsloforði og ábyrgðum hjá bankanum. Á bókum sínum er Arion banki því í heild með 6,3 milljarða sem tengjast kísilverinu. Meira »

Vilja kaupa og flytja verksmiðjuna út

1.2. Alþjóðlegur hópur fjárfesta hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa þá innviði kísilverksmiðju United Silicon sem eru í nothæfu ástandi samkvæmt heimildum mbl.is. Hann hefur í huga að reisa kísilverksmiðju erlendis frá grunni. Meira »

Magnús krafinn um hálfan milljarð

30.1. Héraðsdómur Reykjaness hefur stefnt Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra United Silicon, til að mæta fyrir dóm 4. apríl. Sameinað sílikon ehf. krefst þess að hann verði dæmur til að greiða 4.230.904 evrur, eða um 530 milljónir króna, og að staðfest verði kyrrsetningaraðgerð á eignum hans. Meira »

Aðalatriðið er að vanda sig

25.1. Húsvíkingar voru fullvissaðir um það, á fjölmennum fundi í dag, að allt yrði gert, sem mögulegt væri, til að umhverfisáhrif kísilvers PCC á Bakka yrðu sem minnst. Forstjóri fyrirtækisins sagði m.a. að verksmiðjan yrði ekki gangsett fyrr en öll tækni og öll tæki virkuðu eins og þau ættu að gera. Meira »

Íbúar kjósi um framhaldið

23.1. Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík eru að undirbúa íbúafund í Reykjanesbæ vegna stöðu sem upp er komin í tengslum við kísilver United Silicon í Helguvík. Talsmaður samtakanna segir það kröfu margra íbúa að boðað verði til bindandi kosninga um framhaldið þar sem greidd verði atkvæði um framtíð iðnaðarsvæðisins í Helguvík. Meira »

Breytt staða ef nýtt félag í bígerð

23.1. Meirihluti starfsmanna United Silicon er útlendingar og fjölskyldufólk sem búsett er í Reykjanesbæ. Ef Arion banki stofnar nýtt félag um eignirnar mun staða starfsfólksins breytast að því er formaður verkalýðfélagsins segir. Meira »

PCC Bakki boðar til íbúafundar

23.1. Stjórnendur kísilsvers PCC Bakki Silicon hf. hafa boðað til fundar með íbúum Húsavíkur. Þar verður íbúum kynnt gangsetning ofna verksmiðjunnar á Bakka og hvers íbúar geti helst vænst meðan á ræsingu ofnanna stendur. Meira »

Nýtt félag um United Silicon

23.1. Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabús United Silicon að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins, koma þeim eignum í söluferli og freista þess að koma kísilverksmiðjunni aftur í gang. Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

22.1. „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Framtíðartekjur út um gluggann

22.1. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að framtíðartekjur bæjarins af United Silicon fari út um gluggann með gjaldþroti verksmiðjunnar. Meira »

Slökkt í glæðum United Silicon

22.1. Grunur um refsiverða háttsemi; stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Verksmiðjuhús sem risu í engu samræmi við deiliskipulag og teikningar. Lyktarmengun og reykur allt frá fyrstu dögum starfseminnar. Eldur kom ítrekað upp. Stutt saga kísilvers United Silicon í Helguvík er fordæmalaus. Meira »

United Silicon óhaggað í bókum Arion

22.1. Gjaldþrot United Silicon leiðir ekki til frekari niðurfærslna í bókum Arion banka sem mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabúsins að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins. Samtals hefur bankinn fært niður 4,8 milljarða króna. Meira »

United Silicon gjaldþrota

22.1. Heimild United Silicon til greiðslustöðvunar er fallin niður og mun stjórn félagsins skila inn gjaldþrotabeiðni fyrir kl. 16 í dag. Málið átti að vera tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness kl. 14 í dag en ekkert varð úr þinghaldi. Meira »

Þrot blasir við United Silicon

21.1. Á morgun verður haldinn stjórnarfundur hjá Sameinuðu sílikoni vegna niðurstöðu Umhverfisstofnunar um að ljúka þurfi 3 milljarða úrbótum í stað 630 milljóna króna úrbótum til að fyrirtækið geti hafið rekstur á ný. Þrot virðist blasa við verksmiðjunni eftir langa þrautagöngu. Meira »

United Silicon ljúki öllum úrbótum

21.1. United Silicon fær ekki heimild til að hefja framleiðslu á ný fyrr en lokið hefur verið við nær allar þær úrbætur sem tilteknar eru í mati norska ráðgjafafyrirtækisins Multiconsult sem rannsakað hefur tækjabúnað fyrirtækisins. Þetta kemur fram í úrskurði Umhverfisstofnunar sem tilkynnt var um í dag. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

21.1. Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Hópmálsókn undirbúin gegn United Silicon

3.1. „Við höfum verið að safna upplýsingum frá öllum aðilum til þess að byggja upp heildarmynd og síðan verður farið yfir gögnin og skoðað hvað fleira sé hægt að kæra þarna,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, talsmaður Andstæðinga stóriðju í Helguvík (ASH), en hópurinn undirbýr hópmálsókn gegn starfsemi United Silicon í Helguvík á Reykjanesi. Meira »

Funda með áhugasömum kaupendum

2.1. Stjórn United Silicon mun hefjast handa á fyrstu dögum nýs árs við að ræða við áhugasama kaupendur en heimild til greiðslustöðvunar rennur út 22. janúar. Meira »

Kostnaðarsamt að klára verksmiðjuna

20.12. Samkvæmt norskum sérfræðingum sem unnu úttekt á verksmiðju United Silicon í Helguvík kostar 25 milljónir evra, 3,1 milljarð íslenskra króna, að klára verksmiðjuna og koma mengunarvörnum í lag. Meira »