Kjaradeila kennara

Eingreiðsla og vinnumat fellt út

28.5. Kjarasamningur við grunnskólakennara sem undirritaður var á föstudag felur meðal annars í sér 150 þúsund króna eingreiðslu 1. júlí, 4,1% launahækkun 1. júní og vinnumatið fellur út og tími til undirbúnings er aukinn. Meira »

Grunnskólakennarar undirrita kjarasamning

25.5. Samn­inga­nefnd­ir Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Kenn­ara­sam­bands Íslands vegna Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara (FG) und­ir­rituðu nýj­an kjara­samn­ing síðdeg­is. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands kemur fram að samningurinn gildi til 30. júní 2019. Meira »

Fáir kennarar stóðu við uppsagnir

28.3.2017 Afar fáir kennarar stóðu við uppsagnir sem tilkynntar voru meðan kjaradeila kennara og sveitarfélaga landsins stóð yfir síðastliðið haust. Meira »

Starfið þurfi að vera samkeppnishæft

28.2.2017 „Þetta hefur legið fyrir í þó nokkurn tíma, að það stefni í þetta, og búið er að benda á lengi að ef ekkert verði að gert þá muni þetta verða raunin,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, um yfirvofandi kennaraskort. Meira »

Farnir að draga uppsagnirnar til baka

13.12.2016 Fjöldi kennara í Njarðvíkurskóla, Seljaskóla og Réttarholtsskóla hefur dregið uppsagnir sínar til baka undanfarna daga. Þetta staðfestu skólastjórnendur í samtali við mbl.is í dag. Grunnskólakennarar samþykktu kjarasamning í gær með 55% atkvæða gegn 43%. Meira »

Kennarar enn klofnir

13.12.2016 Grunnskólakennarar hafa samþykkt kjarasamning við sveitarfélögin í almennri atkvæðagreiðslu en þeir höfðu áður fellt tvo samninga sem samninganefnd þeirra lagði fyrir. Meira »

Kennarar samþykkja kjarasamninginn

12.12.2016 Grunnskólakennarar hafa samþykkt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Já sögðu 55,12%, Nei 42,90% en auðir seðlar voru 81, eða 1,98%. Á kjörskrá voru 4.521 og var kosningaþátttaka 90,69%. Meira »

Stefnir í 90% kosningaþátttöku

12.12.2016 Atkvæðagreiðslu grunnskólakennara vegna kjarasamnings Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitafélaga lýkur klukkan fjögur í dag. Kosningaþátttaka vegna þessa samnings hefur verið töluvert betri en vegna samninganna tveggja sem grunnskólakennarar hafa fellt í ár. Meira »

Fleiri kennarar greiða atkvæði

12.12.2016 Meiri þátttaka er í atkvæðagreiðslu grunnskólakennara um kjarasamning við sveitarfélögin en í fyrri atkvæðagreiðslum kennara. Meira »

Um 70% hafa kosið um kjarasamning

9.12.2016 Um 70% grunnskólakennara hafa kosið um nýjan kjarasamning Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga í hádeginu í dag. Kosningaþátttakan um þessa kjarasamninga er þegar orðin meiri en hún var um síðustu kjarasamninga sem voru felldir. Þá kusu alls 67% um samninginn. Meira »

Meiri kröfur til kunnáttu kennara

8.12.2016 Skoða þarf gæði kennaranámsins eftir að það var lengt í fimm ár. Menntun kennara þarf að vera markvissari og gerðar meiri kröfur til kennara varðandi kunnáttu í stærðfræði, náttúrufræði og íslensku. Meira »

Ekki dregið uppsagnir til baka

7.12.2016 Að minnsta kosti um hundrað grunnskólakennarar á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ sem sögðu upp starfi sínu fyrir 1. desember hafa ekki dregið uppsagnir sínar til baka. Í Reykja­nes­bæ sögðu um 24% upp í öllu sveit­ar­fé­lag­inu og þar hafa enn sem komið er engar uppsagnir verið dregnar til baka. Meira »

50 milljónir aukalega í skólana

6.12.2016 Fimmtíu milljónir verða lagðar aukalega í grunnskóla Garðabæjar samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins sem var samþykkt á fimmtudaginn. Meira »

Kosning um kjarasamninga hafin

5.12.2016 Opnað verður á kosningu vegna kjarasamninga Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga í hádeginu í dag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, vonast eftir meiri þátttöku nú en í samningunum sem felldir voru. Meira »

Hækki útsvar vegna kjarasamninga

2.12.2016 Sveitarfélögin þurfa að greiða tæpa fimm milljarða króna á ári vegna launakostnaðar kennara, samþykki kennarar nýgerða kjarasamninga. Samningurinn var kynntur sveitarstjórnarmönnum í gær. Sveitarfélög verða að hagræða í rekstrinum og skera niður til að standa straum af kostnaðinum. Meira »

„Þyngra en tárum taki“

2.12.2016 „Stjórn foreldrafélags Réttarholtsskóla lýsir þungum áhyggjum af stöðu grunnskólakennara og nýgerðum kjarasamningum sem virðast ekki til þess fallnir að draga úr óánægju kennara með kjör sín.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn foreldrafélags Réttarholtsskóla. Meira »

Stór biti fyrir sveitarfélögin

1.12.2016 Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nýjan samning sambandsins við Félag grunnskólakennara vera stóran bita fyrir mörg sveitarfélög. Meira »

„Sorgartíðindi fyrir skólann“

30.11.2016 „Þetta eru sorgartíðindi fyrir skólann,“ segir Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Réttarholtsskóla. Átta kennarar við skólann sögðu upp störfum í dag, eða um 30% kennara sem þar starfa. Meira »

Sagði upp á kynningarfundinum

30.11.2016 „Í þessum samningum felst engin framtíðarsýn.“ Þetta segir Ragnar Þór Pétursson, grunnskólakennari í Norðlingaskóla í Reykjavík og trúnaðarmaður kennara í þeim skóla. Félag grunnskólakennara kynnir nú nýjan kjarasamning fyrir trúnaðarmönnum og þar stóð einn fundarmanna upp og tilkynnti uppsögn sína. Meira »

Hætt við fyrirhugaða útgöngu kennara

30.11.2016 Ekkert virðist verða af fyrirhugaðri útgöngu grunnskólakennara úr skólum klukkan 12.30 í dag eftir að samkomulag náðist í kjaradeilu grunnskólakennara í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum mbl.is þá hafa skólastjórar verið að senda pósta á foreldra í dag og tilkynna að skólahald skerðist ekki. Meira »

Fá 204 þúsund króna eingreiðslu

30.11.2016 Aðeins er samið til eins árs í kjarasamningi grunnskólakennara og sveitarfélaganna og samkvæmt heimildum kveður samningurinn á um 7,3% hækkun 1. desember nk. og 3,5% 1. mars 2017. Einnig kemur eingreiðsla 1. janúar nk. upp á 204 þúsund krónur fyrir 100% starf. Meira »

Kynna samninginn trúnaðarmönnum

29.11.2016 „Við kynnum samninginn trúnaðarmönnum okkar í fyrramálið og þurfum svigrúm til að koma þessu til fólksins okkar,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, um nýsamþykktan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Meira »

Atkvæðagreiðsla fyrir 12. desember

29.11.2016 ,,Þetta hefur verið löng og ströng samningalota og nú er niðurstaðan komin. Við vonum að sátt náist við kennarastéttina með þessum samningi,” segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Meira »

Undirritaður eftir mikla samningalotu

29.11.2016 „Samningurinn var undirritaður eftir mikla samningalotu en vinnunni síðustu daga hefur miðað vel,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Hún vill ekki gefa neitt upp um innihald kjarasamningsins við kennara og segir það vera hlutverk forystu samninganefndanna. Meira »

Kennarar semja

29.11.2016 Félag grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa komist að samkomulagi. Skrifað verður undir nýjan kjarasamning klukkan 18.15 í kvöld. Þetta staðfesti Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, við mbl.is. Meira »

„Við erum að tala saman“

29.11.2016 „Við erum að vinna, við erum að tala saman, það styttist í mánaðamótin og það er pressa á okkur,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, en samninganefndir félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga sitja nú á fundi í húsnæði ríkissáttasemjara. Meira »

Vonandi að þokast í rétta átt

29.11.2016 Samninganefndir kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa setið á fundum síðan klukkan níu í morgun. Hóparnir ræða nú saman hvor í sínu lagi en ætla að halda sameiginlegum fundum áfram um klukkan tvö. Meira »

Stuttur tími til stefnu

28.11.2016 Næsti fundur í kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara er á morgun kl. 13. Í dag var vinnufundur hjá samninganefndunum í tvennu lagi. Tíminn er til stefnu er orðinn naumur en margir kennarar líta til mánaðamóta og vonast eftir samningi fyrir þann tíma. Meira »

„Svikalogn“ í grónum hverfum

28.11.2016 „Nei,“ sögðu grunnskólakennararnir Guðlaug Björgvinsdóttir og Ágúst Tómasson, spurð hvort þau væru bjartsýn á að kjarasamningar næðust fljótlega. Þau telja að boltinn liggi hjá sveitarfélögunum og eru sammála um að sveitarfélögin hafi ekki axlað þá ábyrgð sem þau þurfa að gera. Meira »

Með 85% af launum grunnskólakennara

28.11.2016 Tónlistarkennarar eru með 85% af launum grunnskólakennara. Þetta kom fram á samstöðufundi Félags tónlistarkennara með grunnskólakennurum í Iðnó. Samningar tónlistarkennara hafa verið lausir í 13 mánuði. Meira »