Kjaradeilur sjómanna

„Félagið má ekki við fíaskó-kosningum“

5.4. Heiðveig María Einarsdóttir segir í samtali við mbl.is ekki ljóst hvort hún bjóði sig fram til formanns Sjómannafélags Íslands aftur, en félagið hefur ákveðið að halda nýjar kosningar. Þá segir hún enn óljóst hver staða hennar er gagnvart félaginu. Meira »

Kosið á ný í stjórn Sjómannafélagsins

5.4. Kjósa á að nýju í stjórn Sjómannafélag Íslands. Félagið greinir frá þessu á vef sínum og segir stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins hafa ákveðið að kosið skuli að nýju „til að hafið sé yfir vafa að frambjóðendur á listum stjórnar félagsins sitji í óumdeildu umboði.“ Meira »

„Verður að teljast afar sérstakt“

8.3. „Núverandi stjórn og trúnaðarmannaráð hefur með framgöngu sinni gagnvart umbjóðanda mínum og öðrum félagsmönnum virt að vettugi þær lýðræðislegu grunnreglur sem gilda eiga við stjórn stéttarfélaga, eins og segir í niðurstöðum Félagsdóms.“ Meira »

Afþakkar sæti í samninganefnd

7.3. „Ég lít svo á að ég hafi alltaf verið félagsmaður, þar sem Félagsdómur dæmdi brottvikninguna ólögmæta. Þetta boð um að koma í félagið aftur stenst því ekkert. Ég er enn þeirrar skoðunar að núverandi stjórn og trúnaðarmannaráð séu umboðslaus og að boða eigi aftur til kosninga,“ segir Heiðveig María. Meira »

„Verið að rétta fram sáttarhönd“

7.3. Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, fyrrverandi formannsframbjóðanda í Sjómannafélagi Íslands, hefur verið boðið að ganga að nýju í félagið. Félagsdómur sagði brottreksturinn fela í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Meira »

Funda í næstu viku vegna lögbrots

27.2. Stjórnar- og trúnaðarmannaráðsfundur verður haldinn í Sjómannafélagi Íslands í næstu viku vegna úrskurðar Félagsdóms um að brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr félaginu hafi falið í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Meira »

„Ófyrirgefanlegt“ og hefur tekið á

26.2. Heiðveig María Einarsdóttir krefst þess að kosið verði að nýju um stjórn og formann Sjómannafélags Íslands eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að brottrekstur hennar úr félaginu hefði falið í sér brot á lögum um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur. Meira »

Sjómannafélagið braut lög

26.2. Brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, sem bauð sig fram til formanns Sjómannafélags Íslands, úr félaginu, fól í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Meira »

„Fundinum var ekki slitið“

28.12. Eitthvað var um hávær skoðanaskipti og frammíköll á aðalfundi Sjómannafélags Íslands í gærkvöldi. Það hafi hinsvegar liðið hjá og fundarstörfum lokið með eðlilegum hætti, segir Bergur Þorkelsson, gjaldkeri félagsins, við mbl.is. Meira »

Kröfum félagsins hafnað

21.12. Félagsdómur hefur úrskurðað að kröfum Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur Sjómannafélagi Íslands verði ekki vísað frá, að undanskilinni kröfu hennar um miska- og skaðabætur. Meira »

Mál Heiðveigar tekið fyrir í dag

14.12. Tekið verður fyrir mál Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, sem bauð sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en var síðan rekin úr félaginu í kjölfarið, í félagsdómi í dag. Dómurinn mun í dag fjalla um frávísunarkröfu félagsins. Meira »

Jónas víkur úr embætti formanns

7.12. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags íslands, hefur ákveðið að víkja úr því embætti. Hann segir það þola enga bið að ná á nýjan leik víðtækri samstöðu innan félagsins. Meira »

Spyrti Gunnar Smára og Heiðveigu saman

22.11. Bergur Þorkelsson, verðandi formaður Sjómannafélags íslands, segir Gunnar Smára Egilsson, stofnanda Sósíalistaflokks Íslands, standa að baki framboði Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til formanns félagsins. Hörð átök hafa verið innan Sjómannafélagsins vegna framboðs Heiðveigar og var henni vikið úr félaginu. Meira »

„Ófyrirsjáanlegur farsi“

22.11. „Við fordæmum þessar aðgerðir,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir, sem bauð sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands, við mbl.is um ákvörðun kjörstjórnar félagsins að hafna mótframboði hennar, B-lista. Meira »

Framboði Heiðveigar Maríu hafnað

21.11. Mótframboði Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til stjórnar í Sjómannafélagi Íslands gegn lista stjórnar félagsins, A-lista, var hafnað á fundi kjörstjórnar félagsins í gær. Meira »

Kröfu Sjómannafélagsins hafnað

19.11. Félagsdómur hefur hafnað kröfu Sjómannafélags Íslands um að Heiðveig María Einarsdóttir, frambjóðandi til formanns Sjómannafélagsins, eigi að leggja fram málskostnaðartryggingu í máli sínu gegn félaginu. Meira »

„Þvílíkur formaður!“

19.11. „[H]ann í alvöru skáldar upp sakir á félagsmann og síðan fær hann rekinn úr félaginu. Þvílíkur leiðtogi !! Þvílíkur formaður !!“ Þetta skrifar Heiðveig María Einarsdóttir, frambjóðandi til formanns Sjómannafélagsins, á Facebook-síðu framboðslista síns, og vísar til gjörða núverandi formanns, Jónasar Garðarssonar. Meira »

„Mælirinn er fullur“

19.11. Heiðveig María Einarsdóttir laug blygðunarlaust upp á Sjómannafélag Íslands, veitti félaginu högg neðan beltis og vó að heiðri og sæmd sjómanna. Þetta segir Jón Hafsteinn Ragnarsson, félagsmaður í Sjómannafélaginu og einn þeirra sem skipa trúnaðarmannaráðið sem vék Heiðveigu úr félaginu. Meira »

Fer fram þrátt fyrir brottvikningu

18.11. Heiðveig María Einarsdóttir ætlar á morgun að skila inn framboðslista til stjórnar Sjómannafélags Íslands. Býður hún sig fram til formanns þrátt fyrir að hafa verið rekin nýlega úr félaginu. Ásamt Heiðveigu bjóða sig fram níu aðrir á B-lista. Meira »

Fordæmir vinnubrögð Sjómannafélagsins

16.11. Stéttarfélagið Framsýn fordæmir „ólýðræðisleg vinnubrögð“ trúnaðarráðs Sjómannafélags Íslands, vegna brottreksturs Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem boðið hefur sig fram til formanns í félaginu. Meira »

Stefna Heiðveigar þingfest á morgun

15.11. Stefna Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn Sjómannafélagi Íslands verður þingfest fyrir félagsdómi á morgun. Þetta staðfestir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar, í samtali við mbl.is. „Það er búið að birta stefnuna og þetta verður þingfest í félagsdómi á morgun,“ segir Kolbrún. Meira »

Heiðveig undirbýr mál sitt

10.11. Heiðveig María Einarsdóttir undirbýr stefnu á hendur Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi. Unnið er að undirbúningi málsins og fer það inn á borð Félagsdóms í næstu viku. Meira »

Líkja félaginu við skip í brotsjó

6.11. Átta félagar í Sjómannafélagi Íslands, sem hafa óskað eftir því að félagsfundur verði haldinn í félaginu, hafa sent stjórn félagsins beiðni um að fá lista yfir félaga í Sjómannafélagi Íslands, hversu margir þeirra greiða félagsgjöld og hverjir eru skráðir félagsmenn. Meira »

Ekki boðað til félagsfundar

5.11. Ekki verður boðað til félagsfundar í Sjómannafélagi Íslands líkt og á annað hundrað manna óskuðu eftir fyrir helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Meira »

Aðgerðaleysi stjórnarinnar um að kenna

4.11. Heiðveig María Einarsdóttir segir ekki koma til greina hún geri stjórnendum Sjómannafélags Íslands þann greiða að ganga úr félaginu. Hún er þó þakklát þeim félögum sem hafi boðið henni aðild að undanförnu. Meira »

„Hættur að botna neitt í þessu“

2.11. „Við höfum aldrei skipt okkur af neinu í öðrum félögum, og mér finnst það vera einkamál hvers félags fyrir sig hvernig menn hátta sínum málum,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, spurður hvort hann taki mark á gagnrýni formanna VR, Eflingar, Framsýnar og VLFA. Meira »

Á annað hundrað óska eftir félagsfundi

2.11. Vel á annað hundrað manns hafa óskað eftir að stjórn Sjómannafélags Íslands boði innan sólarhrings til félagsfundar, í ljósi grafalvarlegrar stöðu félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send hefur verið 200 mílum. Meira »

Ásakanir Heiðveigar ekki eina ástæðan

2.11. Ásakanir Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gagnvart stjórn Sjómannafélags Íslands voru einar og sér ekki ástæða þess að viðræðum um sameiningu var frestað. Þetta segir stjórn Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum, en félagið var eitt þeirra sem slitu sameiningarviðræðum við SÍ í októbermánuði. Meira »

Fordæma brottrekstur Heiðveigar

2.11. Formenn fjögurra verkalýðsfélaga, VR, Eflingar, Framsýnar og Verkalýðsfélags Akraness, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fordæmd eru „ólýðræðisleg vinnubrögð trúnaðarmannaráðs Sjómannafélags Íslands og brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr félaginu.“ Meira »

„Einfaldlega kolólöglegt“

1.11. „Þetta er einfaldlega kolólöglegt, og það er ljóst að þeir hafa ekki unnið sína undirbúningsvinnu nógu vel.“ Þetta segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, sem vikið var úr Sjómannafélagi Íslands eftir að stjórnarmenn sökuðu hana um að vinna gegn hagsmunum félagsins. Meira »