Kjaramál í Hörpu

Leiðrétta kjör þjónustufulltrúa

30.5. Á stjórnarfundi Hörpu ohf. í dag kynnti forstjóri Hörpu stjórn félagsins þá ákvörðun sína að greiða þjónustufulltrúum tímakaup sem tekur í meginatriðum mið af þeim samningum sem voru í gildi á síðasta ári. Meira »

Vill flýta stjórnarfundi Hörpu

22.5. „Ég hef verið að pressa á að stjórnarfundurinn verði haldinn fyrr til þess að fá niðurstöðu í málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stjórnarfund Hörpu sem fram fer þann 30. maí næstkomandi. Uppsagnir 20 þjónustufulltrúa Hörpu taka gildi þann 1. júní. Meira »

Fallið verði frá hækkun stjórnarlauna

17.5. Þórður Sverrisson, stjórnarformaður í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu, ætlar að leggja það til við stjórn félagsins á næsta stjórnarfundi 30. maí að fallið verði frá hækkun stjórnarlauna sem var samþykkt á aðalfundi 26. apríl. Meira »

„Heiðarlegt og gott samtal“

17.5. Forstjóri Hörpu fundaði í dag með með formanni VR um stöðu 20 þjónustufulltrúa sem sögðu upp störfum í Hörpu í síðustu viku. Forstjórinn segir fundinn hafa verið góðan og hreinskiptinn. Engin niðurstaða liggur fyrir eftir fundinn en unnið er að mögulegum lausnum sem allir geti vonandi verið sáttir við. Meira »

Vonast til þess að lending náist

15.5. Það er „ekki útilokað“ að þjónustufulltrúar Hörpu dragi uppsagnir sínar til baka, að sögn Ragnar Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem fundaði með hópnum í gær. Hann mun funda með forstjóra og öðrum stjórnendum Hörpu á fimmtudag og segir að kjaramál í Hörpu ættu að verða kosningamál í Reykjavík. Meira »

Segir launamál hafa skaðað ímynd Hörpu

14.5. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að launamál starfsmanna í Hörpu hafi skaðað ímynd tónlistar- og ráðstefnuhússins.  Meira »

Beiðnin tekin fyrir 30. maí

11.5. Beiðni Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun verður tekin til formlegrar afgreiðslu á næsta stjórnarfundi sem verður haldinn 30. maí. Meira »

Laun stjórnar Hörpu hækkuðu um 8%

10.5. Tillaga um hækkun launa stjórnar Hörpu um 8% var samþykkt á aðalfundi Hörpu í lok síðasta mánaðar. Hækkunin nam 7.500 krónum og verða laun stjórnarmanna nú 100 þúsund krónur á mánuði. Formaður stjórnar fær hins vegar 200 þúsund krónur á mánuði. Meira »

Hugsi yfir viðbrögðum formanns VR

10.5. Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, segir að málstaður forstjóra Hörpu hafi fengið lítinn hljómgrunn í umfjöllun og umræðu um uppsagnir meirihluta þjónustufulltrúa Hörpu í vikunni. Meira »

Launalækkunin of sein

10.5. Einn þeirra 22 þjónustufulltrúa sem hafa sagt starfi sínu lausu í Hörpu vegna óánægju með kjör segir það hafa verið of seint í rassinn gripið hjá forstjóra Hörpu að ætla að lækka laun sín. Fimm þjónustufulltrúar til viðbótar eiga eftir að gera upp hug sinn um hvort þeir haldi áfram eða ekki. Meira »

Ummæli Þórðar gerðu útslagið

9.5. Alls hafa 22 þjónustufulltrúar í Hörpu sent inn uppsagnarbréf vegna óánægju með kjör sín. Fimm til viðbótar eiga eftir að gera upp við sig hvort þeir halda áfram eða ekki. Einn þjónustufulltrúanna segir að ummæli stjórnarformanns Hörpu í gær hafi endanlega gert útslagið. Meira »

Ríkið stuðli að sátt á vinnumarkaði

8.5. „Hlutverk ríkisins er að stuðla að sátt á vinnumarkaði og stöðugleiki á vinnumarkaði verður ekki settur á ábyrgð launalægstu hópanna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Þjónustufulltrúar þakka stuðninginn

8.5. Þjónustufulltrúar sem sögðu upp störfum í Hörpu í gær þakka kærlega fyrir þann stuðning sem þeir hafa fengið vegna kjarabaráttu sinnar. Meira »

„Laun forstjóra hækkuðu ekki“

8.5. Þórður Sverrisson, stjórnarformaður tónlistar- og ráðstefnuhússin Hörpu, segir það ekki rétt að laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, hafi hækkað um 20% eftir tvo mánuði í starfi, líkt og greint hefur verið frá. „Það voru sagðar falsfréttir um að laun forstjóra hefðu hækkað um 20% sem er rangt,“ segir Þórður í samtali við mbl.is. Meira »

Vill að laun hennar verði lækkuð

8.5. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, hefur óskað eftir því að laun hennar verði lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018. Þessu greinir hún frá á Facebook-síðu sinni í dag. Launahækkun sem henni var veitt af stjórn Hörpu hefur verið harðlega gagnrýnd. Meira »

Tveir viðburðir í Hörpu afbókaðir

8.5. VR hefur þegar afbókað tvo viðburði sem áttu að fara fram í Hörpu á þessu ári. Annar viðburðanna er Fyrirtæki ársins og hinn er árlegt jólaball stéttarfélagsins. Meira »

VR hættir viðskiptum við Hörpu

8.5. VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins í ljósi yfirlýsingar frá Hörpu í morgun.  Meira »

Styðja þjónustufulltrúa heilshugar

8.5. Sviðs- og tæknifólk sem starfar í Hörpu hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningi er lýst við þá þjónustufulltrúa sem sögðu upp störfum í gær. Meira »

„Leitt að sjá á eftir góðu fólki“

8.5. Í yfirlýsingu frá Hörpu vegna uppsagna þjónustufulltrúa kemur fram að stjórnendum þyki mjög leitt að sjá á eftir góðu fólki sem hafi starfað þar til lengri eða skemmri tíma en telur sig ekki eiga samleið með fyrirtækinu áfram. Meira »

Bíða spenntir eftir niðurstöðu fundar

8.5. Þjónustufulltrúar sem sögðu upp í Hörpu í gær bíða spenntir eftir því að heyra hvað kemur út úr fundi Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, með stjórnarformanni Hörpu og starfsmönnum fyrir hádegi í dag. Meira »

Þjónustufulltrúar í Hörpu segja upp

7.5. Tuttugu þjónustufulltrúar í Hörpu, þar á meðal allir vaktstjórar, sögðu upp störfum í kvöld í kjölfar fundar með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þjónustufulltrúum í Hörpu. Meira »

Segja launin ekki hafa hækkað um 20%

4.5. Stjórn tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar fjölmiðla þess efnis að laun forstjóra fyrirtækisins hafi hækkað um 20% eftir tvo mánuði í starfi. Meira »