Kjarnorkuáætlun Írans

Átta ríki undanþegin viðskiptabanninu

5.11. Kína, Indland og Japan verða undanþegin einhliða viðskiptabanni Bandaríkjanna gegn olíuviðskiptum við Íran. Frá þessu greindi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag og kvað bandarísk yfirvöld ætla að beita írönsk stjórnvöld stöðugum þrýstingi. Meira »

Taka upp allar fyrri refsiaðgerðir gegn Íran

2.11. Bandarísk stjórnvöld ætla að taka upp allar þær refsiaðgerðir gegn Íran sem afnumdar voru sem hluti af alþjóðulegu kjarnorkusamkomulagi við Íran, sem undirritað var 2015, að því er BBC greinir frá. Meira »

Gert að draga úr refsiaðgerðum gegn Íran

3.10. Alþjóðadómstóllinn (ICJ), sem er æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, hefur fyrirskipað Bandaríkjunum að draga úr refsiaðgerðum sem þarlend stjórnvöld settu á Íran í maí, eftir að þau sögðu sig frá alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi við Íran nú vor. Meira »

Varar írönsk yfirvöld við

26.9. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, John Bolton, varar ráðamenn í Íran við því að þeirra bíði helvíti ef þeir skaði Bandaríkin, borgara þeirra eða bandamenn. Meira »

Íranar ræði framtíð kjarnorkusamkomulags

30.8. Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, segir að stjórnvöld í Íran geti ekki forðast að ræða ágreiningsatriði sem tengjast framtíð kjarnorkusamkomulags ríkisins við Kína, Rússland, Frakkland, Bretland og Þýskaland. Meira »

Refsiaðgerðir gegn Íran í gildi í nótt

6.8. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann muni fylgja refsiaðgerðum gegn Íran eftir af fullri hörku, í kjölfar þess að bandarísk stjórnvöld sögðu sig frá alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi við Íran nú vor. Viðskiptabannið tekur gildi á miðnætti í kvöld. Meira »

Íranar hefja auðgun úrans að nýju

5.6. Íranar munu tilkynna kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna í dag að þeir séu að hefja ferli til þess að auka getu sína til þess að auðga úran. Meira »

Beita Íran hörðustu viðurlögum sögunnar

21.5. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, tilkynnti rétt í þessu að Bandaríkin hygðust setja „hörðustu viðurlög sögunnar“ á Íran. Meira »

Íranar vilja halda samningnum á lífi

13.5. Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, hóf diplómatískt ferðalag sitt í dag til aðildarríkja kjarnorkusamkomulagsins við Íran í þeim tilgangi að ræða mögulegar leiðir til að viðhalda samningnum eftir útgöngu Bandaríkjanna. Meira »

Evrópuríki standi saman gegn refsiaðgerðum

12.5. Leiðtogar Evrópuríkjanna sem eiga aðild að kjarnorkusamkomulagi við Íran reyna nú að beita öllum mögulegum diplómatískum leiðum til að bjarga samkomulaginu og koma í veg fyrir að Bandaríkin refsi ríkjum sem eiga í viðskiptum við Íran. Meira »

Fordæmir refsiaðgerðir Bandaríkjanna

11.5. Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, hefur fordæmt refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart erlendum fyrirtækjum sem eiga viðskipti við Íran og segir þær óásættanlegar. Meira »

Beita Írana refsiaðgerðum

11.5. Bandarísk yfirvöld ákváðu í gærkvöldi að beita refsiaðgerðum á sex manns og þrjú fyrirtæki í Íran. Að sögn bandarískra yfirvalda eru mennirnir og fyrirtækin með tengsl við byltingaverði Írans (IRGC). Meira »

Evrópuríki geta ekki treyst á Bandaríkin

10.5. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að Evrópuríki geti ekki lengur treyst á að Bandaríkin tryggi öryggi þeirra. Ummælin lét hún falla í ljós ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í fyrradag um að rifta kjarnorkusamningi við Íran. Meira »

Trump tók mikla áhættu

10.5. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók mikla áhættu með þeirri ákvörðun sinni að draga landið út úr samningnum við klerkastjórnina í Íran um kjarnorkuáætlun hennar, að mati margra fréttaskýrenda. Þeir telja ákvörðunina m.a. auka hættuna á átökum milli herja Írans annars vegar og Bandaríkjanna, Ísraels eða Sádi-Arabíu hins vegar. Meira »

Átök milli Ísraels og Írans í Sýrlandi

10.5. Íranskar hersveitir gerðu árás í nótt á bækistöðvar Ísraelshers í Gólanhæðum á Sýrlandi. Alls var um 20 flugskeytum skotið. Jonathan Conricus, talsmaður Ísraelshers, fullyrðir að loftvarnakerfi hersins hafi ráðið við árásirnar og að engan hafi sakað. Meira »

„Ekki treysta Bandaríkjunum“

9.5. Ali Khamenei, erkiklerkur og æðsti ráðamaður Írans, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi gert mistök með að draga Bandaríkin út úr kjarnorkusamkomulagi sexveldanna svonefndu. Meira »

Telur að Trump beiti refsiaðgerðum á ný

11.1.2018 Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, telur líklegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni leggja refsiaðgerðir á Íran á ný. Trump mun taka ákvörðun á morgun um afstöðu ríkisstjórnar Bandaríkjanna til kjarnorkusamnings við Íran. Meira »

Kjarnorkusamningurinn „diplómatískt afrek“

11.1.2018 Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, er þeirrar skoðunar að núgildandi kjarnorkusamningur við Íran komi í veg fyrir að ríkið bæti við sig kjarnorkuvopnum. Eigi að rifta samningnum, líkt og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið í skyn að hann muni gera, þarf að leggja til eitthvað betra í staðinn. Meira »

Geti fetað í fótspor N-Kóreu

20.4.2017 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakar stjórnvöld í Íran um að ýta undir óstöðugleika í Mið-Austurlöndum og að grafa undan hagsmunum Bandaríkjanna á svæðinu. Meira »

Íranar bregðast við refsiaðgerðum

2.12.2016 Stjórnvöld í Íran segjast ætla að bregðast við ákvörðun Bandaríkjaþings um að endurnýja refsiaðgerðir gegn landinu í tíu ár „með viðeigandi hætti“. Þau telja lögin í andstöðu við kjarnorkusamning sinn við heimsveldin. Stjórn Obama forseta telur ákvörðunina ekki brjóta gegn samningnum. Meira »

Hörmulegt ef Trump riftir Íranssamningi

30.11.2016 Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA varar við því að það yrði hörmulegt ef Donald Trump riftir samningi sem heimsveldin gerðu við írönsk stjórnvöld til að stöðva kjarnorkuáætlun þeirra. Mike Pompeo sem Trump hefur tilnefnt sem næsta yfirmann CIA er andstæðingur samningsins. Meira »

Haukur settur yfir CIA

18.11.2016 Fulltrúadeildarþingmaðurinn Mike Pompeo, sem Donald Trump hefur valið til að stýra bandarísku leyniþjónustunni (CIA), er sagður svonefndur haukur í utanríkismálum og hefur verið harður andstæðingur kjarnorkusamkomulags vesturveldanna við Íran. Meira »

Mikil óánægja meðal þingmanna

13.10.2015 Íranska ríkissjónvarpið sýndi ekki frá atkvæðagreiðslu um samkomulag Íran og Vesturveldanna um kjarnorkuáætlun fyrrnefnda sem fram fór á íranska þinginu í dag en aðrir fjölmiðlar hafa lýst því sem fram fór. Meira »

Samþykktu kjarnorkusamninginn

13.10.2015 Íranska þingið samþykkti í morgun kjarnorkusamninginn sem ríkið gerði við helstu ríki heims fyrr á árinu og lýkur þar með deilum innanlands um samkomulagið. Nú bíður samningurinn formlegrar viðurkenningar. Meira »

Bretar opna sendiráð í Íran á ný

23.8.2015 Utanríkisráðherra Bretlands, Philip Hammond, tók þátt í opnunarathöfn sendiráðs landsins í Tehran, höfuðborg Íran, í dag en fjögur ár eru síðan sendiráðinu var lokað eftir að mótmælendur brutust þar inn. Þetta er fyrsta heimsókn bresks utanríkisráðherra til landsins síðan árið 2003. Meira »

Grafi undan trúverðugleika Bandaríkjanna

5.8.2015 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði við bandaríska þingmenn í dag að ef þeir greiddu atkvæði gegn samkomulaginu sem stórveldin sex náðu við Íran um kjarnorkuáætlun Írana, þá myndu þeir grafa undan trúverðugleika bandarískra stjórnvalda á alþjóðavettvangi. Meira »

Ásakanir um blekkingarleik

4.8.2015 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sakaði í dag stuðningsmenn samkomulagsins um kjarnorkuáætlun Írans um að hafa reynt að villa um fyrir almenningi. Þeir hafi mistúlkað samkomulagið, vitandi vits, sem og afstöðu ísraelska stjórnvalda til þess. Meira »

Íranir ætla að kaupa 80-90 flugvélar

2.8.2015 Íranir hyggjast kaupa áttatíu til níutíu flugvélar á ári frá framleiðendunum Airbus og Boeing til þess að endurnýja flugvélaflota landsins eftir að viðskiptaþvingunum gagnvart landinu verður aflétt. Meira »

John Kerry: Mið-Austurlönd öruggari

2.8.2015 John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir „enga spurningu“ um það að samningur um kjarnorkuáætlun Írans muni gera Mið-Austurlönd öruggari, ekki hættulegri. Meira »

Minni upphæðir í húfi en talið var?

26.7.2015 Valiollah Seif, seðlabankastjóri Íran, segir ríkið eiga eignir sem nema 29 milljörðum Bandaríkjadala í erlendum bönkum, sem gætu mögulega endurheimst í kjölfar samkomulags um kjarnorkuáætlun landsins. Um er að ræða mun lægri upphæð en menn hafa áætlað, en rætt hefur verið um að erlendar bankainnistæður Íran næmu 100 milljörðum dala. Meira »