Kjarnorkuáætlun Írans

Telur að Trump beiti refsiaðgerðum á ný

11.1. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, telur líklegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni leggja refsiaðgerðir á Íran á ný. Trump mun taka ákvörðun á morgun um afstöðu ríkisstjórnar Bandaríkjanna til kjarnorkusamnings við Íran. Meira »

Geti fetað í fótspor N-Kóreu

20.4. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakar stjórnvöld í Íran um að ýta undir óstöðugleika í Mið-Austurlöndum og að grafa undan hagsmunum Bandaríkjanna á svæðinu. Meira »

Hörmulegt ef Trump riftir Íranssamningi

30.11.2016 Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA varar við því að það yrði hörmulegt ef Donald Trump riftir samningi sem heimsveldin gerðu við írönsk stjórnvöld til að stöðva kjarnorkuáætlun þeirra. Mike Pompeo sem Trump hefur tilnefnt sem næsta yfirmann CIA er andstæðingur samningsins. Meira »

Mikil óánægja meðal þingmanna

13.10.2015 Íranska ríkissjónvarpið sýndi ekki frá atkvæðagreiðslu um samkomulag Íran og Vesturveldanna um kjarnorkuáætlun fyrrnefnda sem fram fór á íranska þinginu í dag en aðrir fjölmiðlar hafa lýst því sem fram fór. Meira »

Bretar opna sendiráð í Íran á ný

23.8.2015 Utanríkisráðherra Bretlands, Philip Hammond, tók þátt í opnunarathöfn sendiráðs landsins í Tehran, höfuðborg Íran, í dag en fjögur ár eru síðan sendiráðinu var lokað eftir að mótmælendur brutust þar inn. Þetta er fyrsta heimsókn bresks utanríkisráðherra til landsins síðan árið 2003. Meira »

Ásakanir um blekkingarleik

4.8.2015 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sakaði í dag stuðningsmenn samkomulagsins um kjarnorkuáætlun Írans um að hafa reynt að villa um fyrir almenningi. Þeir hafi mistúlkað samkomulagið, vitandi vits, sem og afstöðu ísraelska stjórnvalda til þess. Meira »

John Kerry: Mið-Austurlönd öruggari

2.8.2015 John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir „enga spurningu“ um það að samningur um kjarnorkuáætlun Írans muni gera Mið-Austurlönd öruggari, ekki hættulegri. Meira »

Sefar áhyggjur bandamanna

22.7.2015 Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lenti í Sádi Arabíu í morgun en hann er á ferðalagi í Mið-Austurlöndum til að ræða við leiðtoga á svæðinu um samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. Meira »

Bandaríkin ekki bandamenn Írans

18.7.2015 Ayatollah Ali Khamenei, erkiklerkur og æðsti leiðtogi Írans, segir að samkomulagið um kjarnorkuáætlun landsins, sem náðist seinasta þriðjudag, muni ekki hafa nein áhrif á samskipti Írana og Bandaríkjanna. Meira »

Fagnar samningi við Írana

15.7.2015 Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur fagnað samningi sem náðist í gær við Írana um að þeir hægi á kjarnorkutilraunum sínum og minnki birgðir sínar af auðguðu úrani. Í staðinn verður refsiaðgerðum aflétt. Meira »

Olíuverð lækkar eftir samkomulag

14.7.2015 Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um meira en 2% eftir að tilkynnt var um í morgun að samkomulag hefði náðst í Vín um kjarnorkuáætlun Írans. Meira »

„Okkur liggur ekkert á“

9.7.2015 John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að það liggi ekki á að ná kjarnorkusamkomulagi við Írana og þar með létta á viðskiptabanninu sem ríkir gegn landinu. Meira »

Enginn samningur betri en slæmur

28.6.2015 Enginn kjarnorkusamningur á milli Írans og stórveldanna er betri en „vondur samningur“. Þetta segir Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands. Meira »

Óvíst að kjarnorkuviðræðum ljúki í bráð

27.5.2015 Einn af samningamönnum íranskra stjórnvalda í kjarnorkudeilunni segir óvíst hvort það takist að ljúka viðræðum Írans og stórveldanna áður en fresturinn rennur út, þann 30. júní næstkomandi. Meira »

Refsiaðgerðir þrátt fyrir samkomulag

13.4.2015 Líklegt er að mörg ríki Bandaríkjanna haldi sínum eigin refsiaðgerðum gegn Írönum í gildi jafnvel þó að endanlegt samkomulag náist um kjarnorkuáætlun þeirra sem feli í sér að refsiaðgerðum gegn þeim verði aflétt að hluta. Sum ríki íhuga jafnvel nýjar refsiaðgerðir. Meira »

Kjarnorkusamningurinn „diplómatískt afrek“

11.1. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, er þeirrar skoðunar að núgildandi kjarnorkusamningur við Íran komi í veg fyrir að ríkið bæti við sig kjarnorkuvopnum. Eigi að rifta samningnum, líkt og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið í skyn að hann muni gera, þarf að leggja til eitthvað betra í staðinn. Meira »

Íranar bregðast við refsiaðgerðum

2.12.2016 Stjórnvöld í Íran segjast ætla að bregðast við ákvörðun Bandaríkjaþings um að endurnýja refsiaðgerðir gegn landinu í tíu ár „með viðeigandi hætti“. Þau telja lögin í andstöðu við kjarnorkusamning sinn við heimsveldin. Stjórn Obama forseta telur ákvörðunina ekki brjóta gegn samningnum. Meira »

Haukur settur yfir CIA

18.11.2016 Fulltrúadeildarþingmaðurinn Mike Pompeo, sem Donald Trump hefur valið til að stýra bandarísku leyniþjónustunni (CIA), er sagður svonefndur haukur í utanríkismálum og hefur verið harður andstæðingur kjarnorkusamkomulags vesturveldanna við Íran. Meira »

Samþykktu kjarnorkusamninginn

13.10.2015 Íranska þingið samþykkti í morgun kjarnorkusamninginn sem ríkið gerði við helstu ríki heims fyrr á árinu og lýkur þar með deilum innanlands um samkomulagið. Nú bíður samningurinn formlegrar viðurkenningar. Meira »

Grafi undan trúverðugleika Bandaríkjanna

5.8.2015 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði við bandaríska þingmenn í dag að ef þeir greiddu atkvæði gegn samkomulaginu sem stórveldin sex náðu við Íran um kjarnorkuáætlun Írana, þá myndu þeir grafa undan trúverðugleika bandarískra stjórnvalda á alþjóðavettvangi. Meira »

Íranir ætla að kaupa 80-90 flugvélar

2.8.2015 Íranir hyggjast kaupa áttatíu til níutíu flugvélar á ári frá framleiðendunum Airbus og Boeing til þess að endurnýja flugvélaflota landsins eftir að viðskiptaþvingunum gagnvart landinu verður aflétt. Meira »

Minni upphæðir í húfi en talið var?

26.7.2015 Valiollah Seif, seðlabankastjóri Íran, segir ríkið eiga eignir sem nema 29 milljörðum Bandaríkjadala í erlendum bönkum, sem gætu mögulega endurheimst í kjölfar samkomulags um kjarnorkuáætlun landsins. Um er að ræða mun lægri upphæð en menn hafa áætlað, en rætt hefur verið um að erlendar bankainnistæður Íran næmu 100 milljörðum dala. Meira »

Kjarnorkusamkomulag fyrir bandaríska þingið

20.7.2015 Kjarnorkusamkomulag Bandaríkjanna og Íran hefur nú verið sent til fulltrúadeildar bandaríska þingsins til samþykktar. Hefur þingið 60 daga frest til þess að afgreiða málið. Meira »

Írönum refsað ef þeir standa ekki við sitt

16.7.2015 Hægt verður að setja á viðskiptaþvinganir gagnvart Írönum að nýju ef þeir standa ekki við samkomulagið sem náðist á þriðjudaginn um kjarnorkuáætlun landsins. Meira »

Ísraelar óbundnir af samningi

14.7.2015 Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir landið óbundið af samkomulagi sem heimsveldin hafa gert við Írana um að draga úr kjarnorkuáætlun þeirra. Heimurinn sé hættulegri staður en áður eftir samkomulagið og Ísraelsmenn hafi fullan rétt til að verja sig. Meira »

Samkomulag náðist við Íran

14.7.2015 Fulltrúar Írana og vesturveldanna í Vín í samningaviðræðunum um kjarnorkutilraunir hinna fyrrnefndu hafa leyst mikilvægustu ágreiningsefnin og verður tilkynnt um samkomulag þeirra á blaðamannafundi sem hefst klukkan 8:30. Meira »

Kjarnorkusamkomulag hefði áhrif á olíuverð

6.7.2015 Viðræður Bandaríkjamanna og Írana um kjarnorkusamkomulag og afléttingu viðskiptaþvingana gætu endað með samkomulagi á allra næstu dögum. Samkomulag á milli þjóðanna gæti haft athyglisverð áhrif á markaði víðs vegar um heim, meðal annars olíumarkaðinn. Meira »

Sagðist skilja ótta Ísraelsmanna

1.6.2015 Barack Obama sagði í viðtali sem sjónvarpað var í Ísrael í dag að samningaviðræður, ekki hernaðaraðgerðir, væru leiðin til að koma í veg fyrir að stjórnvöld í Íran kæmu sér upp kjarnorkuvopnum. Meira »

Kerry hvetur til stillingar

2.5.2015 John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmir það sem hann kallar „móðursýkisleg viðbrögð“ við kjarnorkusamningi við Íran. Meira »

Engin trygging fyrir endanlegum samningi

12.4.2015 Ali Khamenei erkiklerkur, æðsti leiðtogi klerkastjórnarinnar í Írak, segir að engin trygging sé fyrir því að endanlegt samkomulag næðist við stórveldin sex um kjarnorkuáætlun Írana, þrátt fyrir rammasamkomulagið sem náðist í Lausanne í Sviss 2. apríl síðastliðinn. Meira »