Kjarnorkuáætlun Írans

Olíuskipið farið frá Gíbraltar

06:50 Íranskt olíuskip, sem var kyrrsett á Gíbraltar í júlí vegna gruns um að það væri að flytja olíu til Sýrlands, sigldi í gærkvöldi úr höfn. Meira »

Utanríkisráðherra Írans beittur þvingunum

31.7. Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að beita Mohammad Javad Zarif, ut­an­rík­is­ráðherra Írans efnahagsþvingunum. Aðgerðirnar frysta allar eignir Zarif í Bandaríkjunum og hafa einnig áhrif á ferðalög ráðherrans. Meira »

Tígurinn fékk sér blund uppi í rúmi

19.7. Tígrisynja, sem flúði úr þjóðgarði í Assam-fylki á Indlandi vegna flóða sem fylgt hafa monsúnrigningunum, fannst í gærmorgun sofandi í rúmi eins íbúa í nágrenninu. Húsráðendur flúðu þegar tígrisynjan kom þar inn og leyfðu henni að sofa þar allan daginn. Meira »

Bandaríkjaher skaut niður íranskan dróna

18.7. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að bandaríski sjóherinn hafi skotið niður íranskan dróna í Ómanflóa. Bandaríska herskipið USS Boxer „beitti varnarviðbrögðum“ þegar dróninn var í um 914 metra fjarlægð frá herskipinu og hörfaði ekki þrátt fyrir skipanir áhafnar þess efnis. Meira »

Stafar ógn af gjörðum Íransstjórnar?

8.7. Athygli heimsins beinist þessa dagana að Íran, en ríkið hefur að undanförnu tekið skref sem brjóta í bága við kjarnorkusamkomulagið frá 2015. Hvað eru írönsk stjórnvöld að gera og hvað gæti gerst næst? Meira »

Hvetja Íran til að hætta við

8.7. Evrópusambandið hefur „miklar áhyggjur“ af áætlunum Írana um að brjóta gegn samkomulagi um hámarksauðgun úrans sem kveðið er á um í kjarnorkusamkomulaginu frá 2015. Meira »

Vara við „síðasta skrefinu“

8.7. Yfirvöld í Íran hafa varað evrópskar þjóðir við því að bregðast af of mikilli hörku við broti Írans á kjarnorkusamningi landsins frá árinu 2015. Meira »

Trump segir að Íranar þurfi að passa sig

7.7. Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði í dag stjórnvöld í Íran við því að hefja framleiðslu á auðguðu úrani umfram það sem ríkinu hefur verið heimilt að framleiða samkvæmt kjarnorkusamningi sem gerður var árið 2015. Meira »

Brugðist verði við af hörku

7.7. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, kallar eftir því að brugðist verði við ákvörðun Írana, að hefja auðgun úrans að nýju, af hörku. Segir hann að frekari auðgun úrans sé einungis gerð í þeim tilgangi að smíða kjarnorkusprengjur. Meira »

Auðga úran umfram heimild

7.7. Stjórnvöld í Íran munu „innan nokkurra klukkustunda“ hefja framleiðslu á auðguðu úrani umfram það sem ríkinu er heimilt að framleiða, samkvæmt kjarn­orku­samn­ingn­um sem gerður var við Íran 2015. Frá þessu greindi fulltrúi Íransstjórnar í sjónvarpsávarpi í morgun. Meira »

Neyðarfundur vegna kjarnorkuáætlunar Írans

5.7. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í dag að hún hygðist halda neyðarfund, vegna kjarnorkuáætlunar Írans, í næstu viku. Beiðnin kemur nokkrum dögum eftir að Íran fór yfir leyfilegt magn auðgaðs úrans sam­kvæmt kjarnorkusamkomulaginu frá 2015. Meira »

Íranar leiki sér að eldinum

1.7. Bandaríkjastjórn mun „aldrei leyfa“ Írönum að þróa kjarnavopn, segir í yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi frá sér í dag, eftir að stjórnvöld í Teheran staðfestu að þau hefðu nú yfir meira af auðguðu úrani að ráða en þeim er heimilt samkvæmt kjarnorkusamningnum frá 2015, eða meira en 300 kílóum. Meira »

Segja Íran með úran umfram heimild

1.7. Heimildir herma að Íran hafi tekist að framleiða auðgað úran umfram það sem ríkinu er heimilt að framleiða samkvæmt kjarnorkusamningnum sem gerður var við Íran 2015. Það merkir að Íran býr yfir meira en 300 kíló af auðguðu úrani sem er bæði notað í kjarnorkuver og framleiðslu kjarnorkuvopna. Meira »

„Fáfróð og móðgandi"

25.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að yfirlýsingin sem írönsk stjórnvöld sendu frá sér vegna nýjustu efnahagsþvingana Bandaríkjastjórnar vera bæði fáfróða og móðgandi. Meira »

Íranar hverfa frá fleiri skuldbindingum

25.6. Íran hyggst hverfa frá fleiri skuldbindingum er tengjast alþjóðlegu samkomulagi vegna kjarnorkuframleiðslu landsins 7. júlí næstkomandi samkvæmt minnisblaði háttsetts embættismanns. Meira »

Gera grín að Trump

25.6. Íranar hafa á samfélagsmiðlum gert grín að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa hótað framliðnum leiðtoga landsins. Er Trump sakaður um að ruglast á núverandi leiðtoga og þeim sem lést fyrir 30 árum. Meira »

„Dróninn var í íranskri lofthelgi“

25.6. Dróni Bandaríkjahers sem var skotinn niður af írönskum yfirvöldum í síðustu viku var innan lofthelgi Írans, segir yfirmaður þjóðaröryggisráðs Rússlands. Þetta gengur þvert á það sem bandarísk yfirvöld halda fram. Meira »

Þvinganir útiloka samkomulag

25.6. Ákvörðun bandarískra yfirvalda um að beita Íran hertum viðskiptaþvingunum veldur því að ekki er möguleiki á að ríkin nái samkomulagi sín á milli, segir talsmaður utanríkisþjónustu Íran, Abbas Mousavi. Meira »

Íran hafnar viðræðum vegna „hótana“

24.6. Sendiherra Írans hjá Sameinuðu þjóðunum segir að ekki séu uppi réttu aðstæðurnar fyrir viðræður við Bandaríkin eftir að Donald Trump lagði nýjar efnahagsþvinganir á landið. Meira »

Khamenei beittur efnahagsþvingunum

24.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að beita Ayatollah Ali Khamenei, erkiklerk og æðsta ráðamann Írans„ grimmum“ efnahagsþvingunum. Hann segir að Khamenei beri höfuðábyrgðina á ákvörðunum íranskra stjórnvalda Meira »

Trump: Ákæra eykur sigurlíkurnar

24.6. Verði Donald Trump Bandaríkjaforseti ákærður fyrir embættisglöp (e. impeachment) mun það auka líkur hans á að dvelja áfram í Hvíta húsinu að afloknum forsetakosningum á næsta ári. Þetta er mat forsetans sjálfs en hann kom víða við í viðtali við Chuck Todd í Meet the Press í gærkvöldi. Meira »

Pompeo mættur til Sádi-Arabíu

24.6. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Sádi-Arabíu í morgun til að ræða spennuna í samskiptum bandarískra og íranskra stjórnvalda. Meira »

„Engin tölvuárás hefur heppnast“

24.6. Tölvuárásir bandarískra stjórnvalda gegn Íran hafa aldrei tekist. Þetta fullyrða írönsk stjórnvöld en bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Bandaríkin hafi gert tölvu­árás á eld­flauga­varn­ar­kerfi og njósna­kerfi Írans eft­ir að dróni Banda­ríkja­hers var skot­inn niður af Írön­um. Meira »

Gerðu tölvuárás á Íran

23.6. Bandaríkin gerðu tölvuárás á eldflaugavarnarkerfi Írans og njósnakerfi landsins eftir að dróni Bandaríkjahers var skotinn niður af Írönum. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu. Meira »

Tilbúinn að verða „besti vinur“ Írans

22.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að hann væri tilbúinn til þess að verða „besti vinur“ Írans og að Persaflóaríkið gæti orðið „vellauðugt“ ef það lofaði að þróa engin kjarnavopn. Meira »

Tóku njósnara af lífi

22.6. Stjórnvöld í Íran hafa látið taka af lífi verktaka hjá varnarmálaráðuneytinu sem var dæmdur sekur um að hafa njósnað fyrir bandarísku leyniþjónustuna, CIA. Á sama tíma hótar Trump því að útmá Íran komi til átaka. Meira »

Hætti við 10 mínútum fyrir árásirnar

21.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti hætti við loftárásir gegn þremur skotmörkum í Íran tíu mínútum áður en þær áttu að hefjast. Þetta fullyrðir hann í færslu á Twitter. Meira »

„Leggið niður sverðið“

21.6. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez hvetur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að „setja niður riddarasverðið og taka upp símann.“ Vísar hún þar í viðbrögð Trump eftir að bandarískur njósnadróni var skotinn niður yfir Horm­uz-sundi í vikunni. Meira »

Aflýsa flugferðum yfir Hormuz-sund

21.6. Hollenska flugfélagið KLM hefur aflýst öllu flugi félagsins yfir Hormuz-sund eftir að Íranar skutu niður dróna bandaríska hersins á þessum slóðum. Olíuverð lækkaði heldur á mörkuðum í Asíu í nótt eftir að hafa hækkað mikið í gær vegna spennunnar á milli Bandaríkjanna og Írans. Meira »

Trump samþykkti árás á Íran

21.6. Írönsk yfirvöld segjast hafa óyggjandi sannanir fyrir því að bandaríski dróninn, sem var skotinn niður í vikunni, hafi rofið lofthelgi landsins. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi heimilað hefndaraðgerðir gagnvart Íran í gær en síðan skipt um skoðun. Meira »