Kóngafólk í fjölmiðlum

Harry vanmáttugur í Meghan-dramanu

14.12. Neikvæðar fréttir af að Meghan hafi farið illa í Harry Bretaprins. Á hann erfitt með að hlífa Meghan og hafa fréttirnar aukið álagið í hjónabandinu. Meira »

Meghan setti föður sínum úrslitakosti

12.12. Hertogaynjan talaði við föður sinn eftir brúðkaup hennar og Harry og bað hann um tvennt. Að hætta að tala við fjölmiðla og hætta samskiptum við hálfsystur Meghan, Samönthu. Meira »

Heyrir ekkert frá dóttur sinni

10.12. Meghan og Harry hafa lokað á föður hertogaynjunnar sem reynir nú í örvæntingu sinni að ná til dóttur sinnar í gegnum fjölmiðla. Meira »

Vilhjálmur gerði grín að konu sinni

7.12. Vilhjálmur Bretaprins gerði grín að fötum Katrínar hertogaynju þegar hjónin stilltu sér upp fyrir ljósmyndara í Kýpur í vikunni. Meira »

Georg bað pabba sinn um eitt

6.12. Vilhjálmur og Katrín heimsóttu hermenn á Kýpur í vikunni en Georg hafði lítinn áhuga á fluvélunum þeirra og bað föður sinn aðeins um að gera eitt fyrir sig á Kýpur. Meira »

Michelle gefur Meghan góð ráð

4.12. Miklar breytingar eru fram undan í lífi Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex og eiginkonu Harry Bretaprins, og hefur Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, veitt henni gagnleg ráð til að takast á við áreitið sem fylgir því að vera opinber persóna. Meira »

Fá sín eigin jólatré hjá ömmu

4.12. Litla kóngafólkið, Karlotta prinsessa og Georg prins, fá sín eigin jólatré heima hjá móðurömmu sinni og afa sem þau skreyta sjálf. Meira »

Hvað er mamma Katrínar að plotta?

4.12. Carole Middleton, móðir Katrínar hertogaynju, ræðir líf sitt og fjölskyldu sinnar í tveimur nýjum viðtölum. Frú Middleton hefur hingað til ekki rætt við fjölmiðla. Meira »

Díönu mistókst fyrstu jólin

2.12. Fyrstu jólin með Karli Bretaprins gaf Díana prinsessa systur tengdaföður síns jólagjöf sem þótti ekki við hæfi.   Meira »

Katrín brotnaði niður og grét

28.11. Spenna milli Katrínar og Meghan er sögð hafa valdið því að Katrín fór að gráta þegar Karlotta prinsessa mátaði kjól fyrir brúðkaup Harry og Meghan í maí. Meira »

Pabbahelgi að hætti Channing Tatum

26.11. Leikarinn setti á sig kórónu og bjó til ógeðslegt og klístrað slím með fimm ára gamalli dóttur sinn um helgina.   Meira »

Harry og Meghan flytja í Windsor-kastala

24.11. Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex, munu flytja vistarverur sínar frá Kensington-höll yfir í Windsor-kastala. Flutningarnir eru hluti af undirbúningi hjónanna fyrir fæðingu frumburðarins en þau eiga von á barni í vor. Meira »

Mynd af prinsinum misnotuð

22.11. Alexandra greifynja segir að sonur sinn, hinn 19 ára gamli Nikolai prins, sé ekki sáttur eftir að mynd af honum var notuð í auglýsingaskyni fyrir bílaleiguna Sixt. Meira »

Meghan glitraði fyrir allan peninginn

20.11. Meghan hertogaynja geislaði í London í gær þegar hún og Harry Bretaprins mættu í sínu allra fínasta pússi á góðgerðarkvöld í leikhúsi. Meira »

Prinsessan komin með kærasta

20.11. Beatrice prinsessa af Jórvík er einu skrefi nær því að trúlofa sig en þegar yngri systir hennar gerði það enda komin með kærasta. Meira »

Tom Hardy sæmdur æðstu tign

17.11. Tom Hardy leikari hefur verið sæmdur CBE-orðunni af Karli Bretaprins fyrir störf í þágu leiklistarinnar. Orðan er æðsta heiðurstign sem almennir borgarar í Bretlandi eru sæmdir. Meira »

Segir Díönu hafa verið bestu vinkonu sína

17.11. Sarah Ferguson segir í nýju viðtali við að Díana prinsessa hafi verið besta vinkonu sína. Segir hún hafa hlegið mikið með henni og prinsessan hafi haft gott skopskyn. Meira »

Sjötugur og enn á hliðarlínunni

15.11. Flest fólk sem komið er um og yfir sjötugt er ýmist komið á eftirlaun eða farið að huga að því að setjast í helgan stein. En það á ekki við um Karl Bretaprins, sem í gær fagnaði sjötugsafmæli sínu, og bíður enn eftir því að taka við starfinu sem honum hefur verið lofað; Bretakonungur. Meira »

Drottningin búin að taka Camillu í sátt

15.11. Það andaði lengi köldu á milli Elísabetar Bretadrottningar og Camillu Parker Bowles. Nú þegar Karl sonur hennar er orðinn sjötugur virðist móðir hans hafa tekið tengdadóttur sína í sátt. Meira »

Katrín setti á sig svuntu

15.11. Katrín baðst afsökunar á hæfileikum sínum í eldhúsinu þegar hún eldaði hádegismat ásamt eiginmanni sínum Vilhjálmi Bretaprinsi. Meira »

Sjötugur og sæll prins á afmælismyndunum

14.11. Karl Bretaprins fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Karl er venjulegur faðir og afi en jafnframt tilbúinn að taka við af móður sinni, Elísabetu Bretadrottningu. Meira »

Faldi bumbuna og var í kápunni inni

12.11. Meghan hertogaynja fór ekki úr kápu sem faldi óléttukúluna vel í Royal Albert Hall. Svilkona hennar Katrín sá hins vegar ekki ástæðu til þess að klæðast yfirhöfn í tónleikahúsinu. Meira »

Meghan sögð vera erfið

9.11. Elísabet Bretadrottning er sögð hafa tekið Harry á teppið fyrir brúðkaup hans. „Meghan getur ekki fengið hvað sem hún vill. Hún fær kórónuna sem ég læt hana fá,“ á drottningin að hafa sagt. Meira »

„Ég er ekki það heimskur“

8.11. Karl Bretaprins ætlar ekki að vera afskiptasamur kóngur þegar þar að kemur þó svo hann hafi verið mjög afskiptasamur prins.   Meira »

Þetta lærðu prinsarnir af föður sínum

7.11. Karl Bretaprins kenndi sonum sínum snemma að hugsa vel um umhverfið. Fóru Harry og Vilhjálmur út að tína rusl þegar þeir voru í fríi með föður sínum. Meira »

Ekki kallaður afi Kalli

5.11. Georg prins og Karlotta prinsessa kalla Karl Bretaprins ekki bara afa Kalla eða afa Karl. Afanafnið hans ber vott um það að hann er sonur Bretadrottningar. Meira »

Greifynjan gefur út popplag

2.11. Alexandra greifynja, fyrrverandi eiginkona Jóakims Danaprins, er tilbúin fyrir ný ævintýri og í dag, föstudag, gaf hún út lagið Wash Me Away. Meira »

Pils Meghan var gegnsætt

1.11. Vel sást í nærbuxur Meghan hertogaynju þegar hún klæddist bláu plíseruðu pilsi frá sama hönnuði og hannaði brúðarkjól hennar. Meira »

Skilaði kveðju frá litlu kúlunni

29.10. Harry virðist kalla væntanlegan erfingja sinn litlu kúluna. Hann talaði að minnsta kosti þannig um barnið sem Meghan ber undir belti í heimsókn á Nýja-Sjálandi. Meira »

Hertogaynjan fékk hláturskast

26.10. Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, átti í mestu erfiðleikum með að halda aftur af hlátrinum þegar hún fylgdist með sýningu skóladrengja á Suður-Kyrrahafseyjunni Tonga í dag. Meira »