Kóngafólk í fjölmiðlum

Vilhjálmur kominn til Mið-Austurlanda

í gær Vilhjálmur Bretaprins er kominn til Jórdaníu í sögulegri heimsókn sinni sem nú er hafin í Mið-Austurlöndum. Hann er sá fyrsti úr bresku konungsfjölskyldunni sem fer í opinbera heimsókn bæði til Ísraels og Palestínu. Meira »

Kóróna Díönu notuð í fyrsta sinn í 21 ár

22.6. Kórónan sem Díana prinsessa gifti sig með var í fyrsta sinn notuð eftir lát hennar í brúðkaupi systurdóttur hennar á dögunum. Meira »

Faðir Meghan fékk borgað fyrir viðtalið

19.6. Faðir Meghan Markle talaði innilega um samband sitt við dóttur sína í breskum morgunþætti. Thomas Markle fékk borgað fyrir viðtalið og höllin var ekki látin vita. Meira »

Drottningin minnist litlu systur sinnar

19.6. Drottning Hollands, Maxima, minntist yngri systur sinnar í hjartnæmri ræðu í dag en systir hennar lést fyrr í mánuðinum.  Meira »

Fyrsta samkynhneigða brúðkaupið

18.6. Frændi Elísabetar Englandsdrottningar hyggst ganga í hjónaband með kærasta sínum. Um er að ræða fyrsta samkynhneigða brúðkaupið í stórfjölskyldu bresku konungsfjölskyldunnar. Meira »

Meghan grét þegar hún fékk fréttirnar

18.6. Faðir hertogaynjunnar af Sussex, Thomas Markle, segir að Meghan hafi farið að gráta þegar hann greindi henni frá því að hann gæti ekki verið viðstaddur brúðkaup hennar og Harry prins, að því er fram kemur í morgunþætti ITV, Good Morning Britain. Meira »

Mági Spánarkonungs gert að hefja afplánun

13.6. Mági Spánarkonungs var tilkynnt í dag að hann yrði að gefa sig fram við fangelsisyfirvöld eftir fimm daga til að hefja afplánun vegna spillingarmáls sem hefur verið til mikilla vandræða fyrir konungsfjölskylduna. Meira »

Komin í gamla formið 7 vikum eftir fæðingu

12.6. Katrín hertogaynja er orðin tággrönn rétt eins og hún var áður hún varð ólétt að sínu þriðja barni. Aðeins eru sjö vikur síðan barnið kom í heiminn. Meira »

Konungleg skírn í Svíþjóð

8.6. Adrienne Svíaprinsessa var skírð í dag, föstudag, en litla prinsessan fæddist í mars og er dóttir Madeleine Svíaprinsessu og eiginmanns hennar Christopher O'Neill. Meira »

Neyðast til að skila brúðargjöfum

30.5. Sundföt voru meðal þess sem Harry og Meghan fengu í brúðkaupsgjöf en gátu ekki notað í brúðkaupsferðinni sinni.   Meira »

Meghan hannar sitt eigið skjaldarmerki

27.5. Hertogaynjunni af Sussex, Meghan Markle, hefur verið úthlutað sínu eigin skjaldarmerki af Elísabetu Englandsdrottningu. Meghan tók sjálf þátt í sköpun skjaldarmerkisins og nýtti hún heiðbláan himininn í Kaliforníu og söngfugl (e. songbird) sem innblástur og tákn um samskipti hennar og Harry prins í nýtilkomnu hjónabandi þeirra. Meira »

Amma þín hefði verið stolt

26.5. „Hversu stolt hún amma þín hefði verið af þér.“ Þetta sagði Margrét Danadrottning við son sinn, Friðrik krónprins, þegar hún bauð gesti velkomna í hátíðakvöldverð sem haldinn er í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í kvöld í tilefni af fimmtugsafmæli prinsins. Meira »

Í fyrsta sinn í síðbuxum í brúðkaupinu

23.5. Georg prins sést alla jafna í stuttbuxum, hvernig sem veðrar, hann braut því eiginlega konunglega reglu þegar hann klæddist síðbuxum í brúðkaup Harry og Meghan. Meira »

Biðst afsökunar á kremfrauði í brúðarkjól

23.5. Þýskur sælgætisframleiðandi hefur nú birt afsökunarbeiðni vegna mynda sem birtar voru af svo nefndum negrakossum, súkkulaði húðuðu kremfrauði, í brúðarkjól á brúðkaupsdegi þeirra Harry Bretaprins og Meghan Markle að því er BBC greinir frá. Meira »

Fyrstu opinberu brúðkaupsmyndirnar

21.5. Fyrstu opinberu brúðkaupsmyndirnar af hjónunum nýgiftu, hertogahjónunum af Sussex, voru birtar í dag. Myndirnar eru þrjár talsins og eru teknar af ljósmyndaranum Alexi Lubomirski í svokölluðum Græna sal í Windsor-kastala. Myndirnar voru teknar að athöfn lokinni. Meira »

Tugþúsundir hlaupa með prinsinum

21.5. Hvað er hægt að gefa 50 ára krónprinsi í afmælisgjöf sem mun einn daginn erfa heilt konungsríki? Sjálfur sagði hann að besta afmælisgjöfin væri að koma Danmörku á hreyfingu. Í dag er haldið upp á fimmtugsafmæli Friðriks krónprins Danmerkur með almenningshlaupi á fimm stöðum víða um Danmörku. Meira »

„Ég er stoltur femínisti“

21.5. Eiginkona Harry prins, Meghan Markle, er komin með sína eigin síðu á vef bresku konungsfjölskyldunnar. Þar kemur ýmislegt fram og meðal annars bein tilvitnun í hana sjálfa: „Ég er stolt af því að vera kona og femínisti.“ Meira »

29 milljónir horfðu á brúðkaupið í Bandaríkjunum

21.5. Yfir 29 milljónir sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkjunum fylgdust með brúðkaupi í bresku konungsfjölskyldunni á laugardag er Harry prins gekk að eiga bandarísku leikkonuna Megan Markle. Meira »

Bestu myndirnar frá brúðkaupinu

20.5. Það má nær fullyrða að ekkert brúðkaup hefur verið jafn ítarlega skjalfest í myndum hingað til í sögunni og brúðkaup þeirra Meghan Markle og Harrys Bretaprins sem fram fór í Windsor-kastala í gær. Meira »

Pippa á von á barni í haust

20.5. Pippa Middleton, systir Katrínar hertogaynju, á von á barni ásamt eiginmanni sínum, James Matthews, í haust. Fréttir af óléttu hennar hófu að birtast um svipað leyti og systir hennar fór á fæðingardeildina þar sem hún átti sitt þriðja barn, Lúðvík prins. Meira »

Fresta brúðkaupsferðinni

20.5. Harry prins og Meghan Markle slá ekki slöku við eftir brúðkaup sitt í gær heldur munu þegar í stað hefja störf sín fyrir konungsfjölskylduna. Nú sem hertoginn og hertogaynjan af Sussex. Þau ætla því að slá brúðkaupsferðinni á frest um hríð. Meira »

Frú Beckham í rauðum skóm í brúðkaupinu

19.5. Victoria Beckham tískuhönnuður og söngkona mætti í dökkbláu dressi í brúðkaup Meghan og Harrys í dag. Við dressið var hún í rauðum skóm. Meira »

Milljónir tístu um brúðkaupið

19.5. Um sex milljónir manna hafa tjáð sig um brúðkaup Harrys Bretaprins og banda­rísku leik­kon­unar Meg­h­an Markle á Twitter. Þetta kemur fram í úttekt frönsku upplýsingaveitunnar um samfélagsmiðla, Visibrain. Meira »

Bar hring Díönu heitinnar

19.5. Meghan, hertogaynjan af Sussex, fór úr brúðarkjólnum frá Givenchy yfir í kjól frá breska hönnuðinum Stella McCartney. Hún bar hring Díönu prinsessu heitinnar í veislunni. Meira »

Allt um brúðarkjól hertogaynjunnar

19.5. Meghan hertogaynja af Sussex klæddist hönnun Clare Waight Keller þegar hún gekk að eiga Harry sinn í dag. Keller starfar fyrir tískuhúsið Givenchy. Meira »

Hertogaynjan boðberi nýrra tíma

19.5. „Afkomandi þræla er að giftast meðlimi konungsfjölskyldu sem áður gaf samþykki sitt fyrir þrælahaldi. Ljónið er að leggjast niður með lambinu,“ sagði Denise Crawford frá Brooklyn við fréttamann New York Times í Windsor. Konunglegt hjónaband Harry og Meghan þykir til marks um breytta tíma. Meira »

Löng bið á Harry & Meghan-stöðinni

19.5. Að minnsta kosti klukkutíma bið hefur verið eftir lest til London á Harry & Meghan-lestarstöðinni vegna brúðkaups Harrys Bretaprins og Meghan Markle. Meira »

„Tárin láku hér bara alveg“

19.5. Sex æskuvinkonur sem allar hafa rætur á Blönduósi hittust uppáklæddar á heimili einnar í Reykjavík í morgun og fylgdust með konunglega brúðkaupinu í Windsor. Vinkvennahópurinn hefur nýtt konungleg brúðkaup til þess að gera skemmtilega hluti saman. Meira »

Athöfnin engri annarri lík

19.5. Breski aðallinn og aðrir ástvinir hinna augljóslega ástföngnu Meghan og Harry vissu sumir ekki hvernig þeir áttu að vera er bandaríski biskupinn Michael Curry hóf að flytja tilfinningaþrungna ræðu sína í kapellunni þar sem þau voru gefin saman. Meira »

Þau eru gift!

19.5. Meghan Markle og Harry Bretaprins eru hjón. Þau játuðust hvort öðru við hátíðlega athöfn í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala í dag. Meira »