Kóngafólk í fjölmiðlum

„Sannur heimsborgari fallinn frá“

í gær Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, komst við er hún flutti minningarræðu um Hinrik prins í morgun. Útför prinsins fer fram í dag. „Sannur heimsborgari er fallinn frá og við syrgjum öll þennan ástúðlega og örláta andans mann,“ sagði hún. Meira »

Útför Hinriks prins í dag

í gær Um sextíu aðstandendur og nánir vinir Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Danadrottningar, verða viðstaddir útför hans í dag. Meira »

Hlýr og skemmtilegur maður

15.2. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hitti Hinrik prins, sem lést í fyrradag, margoft og tókust með þeim góð kynni og vinátta. „Ég kynntist Hinriki prins býsna vel og minnist hans með mikilli virðingu og hlýju. Hann var viðræðugóður, afar skemmtilegur og víðlesinn. Hann var sérlega hlýr maður.“ Meira »

Fallbyssuskot í fjörutíu mínútur

15.2. Klukkan átta að dönskum tíma í morgun hófust fallbyssuskot frá Holmen í Kaupmannahöfn og frá Kronborgarhöll í Helsingør til heiðurs Hinriki prins sem lést í fyrradag, 83 ára að aldri. Meira »

Bannar plast í höllinni

14.2. Ólíklegt er að boðið verði upp á kokteila með plaströrum í brúðkaupsveislu Harry Bretaprins og Meghan Markle miðað við nýjustu reglu Elísabetar Englandsdrottningar. Meira »

Ösku Hinriks dreift í hafið

14.2. Útför Hinriks prins fer fram þriðjudaginn 20. febrúar. Lík hans verður brennt. Helmingi öskunnar verður dreift yfir sjó við strendur Danmerkur og hinn helmingurinn verður jarðsettur í einkagrafreit við höllina í Fredensborg. Meira »

Villingurinn í dönsku höllinni

14.2. Á rigningardegi í september árið 1966 hafði hópur fólks safnast saman í þeim tilgangi að sjá manninn sem hafði fangað hjarta Margrétar Danaprinsessu. Danir voru spenntir að hitta þennan framandi greifa með langa nafnið: Henri Marie Jean André de Laborde de Monpezat. Meira »

Vill eyða síðustu stundum sínum heima

13.2. Hinrik Danaprins hefur verið fluttur af Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn og til Fredensborg-hallar samkvæmt tilkynningu frá dönsku hirðinni. Meira »

Persónuleg athöfn með 800 manns

12.2. Brúðkaupð Harry Bretaprins og Meghan Markle mun verða persónulegra en þeirra Vilhjálms og Katrínar enda komast bara 800 manns í kirkju heilags Georgs. Meira »

Hleypur um höllina í hælaskóm

9.2. Viktoría krónprinsessa giftist einkaþjálfaranum sínum og eru hjónin þekkt fyrir að vera í góðu formi. Nýlega birtist myndband af prinsessunni taka létta æfingu í stiga í sænsku konungshöllinni. Meira »

Konunglegu brúðkaupi frestað um tvö ár

7.2. Það vakti athygli í fyrra þegar Mako Japansprinsessa tilkynnti að hún ætlaði að giftast almúgamanninum Kei Komura. Nú virðist sem þau hafi flýtt sér of mikið. Meira »

Hinrik prins með góðkynja æxli í lunga

3.2. Hinrik prins, eig­inmaður Mar­grét­ar Þór­hild­ar Dana­drottn­ing­ar, er með góðkynja æxli í lunga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni. Meira »

Fengu alvörusnjó í Noregi

1.2. Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja hófu tveggja daga opinbera heimsókn sína til Noregs í dag. Hertogahjónin voru vel búin loðhúfu og trefli enda mikill snjór í Noregi þessa dagana. Meira »

Katrín og Vilhjálmur kíktu í búðir

1.2. Viktoría krónprinsessa nældi sér í bangsa þegar hún fór með þau Vilhjálm og Katrínu í búðir á seinni degi heimsóknar hertogahjónanna í Svíþjóð. Meira »

Reyndu fyrir sér í bandí í Stokkhólmi

30.1. Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja hófu opinbera heimsókn sína í Svíþjóð á skautasvelli í Stokkhólmi. Heilsuðu hertogahjónin upp á bandíleikmenn á svellinu. Meira »

Hinrik prins á sjúkrahúsi

29.1. Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, var lagður inn á sjúkrahús í gær, samkvæmt tilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni. Meira »

Sýndi trúlofunarhringinn

22.1. Eugenie prinsessa og verðandi eiginmaður hennar, Jack Brooksband, skelltu sér í trúlofunarmyndatöku eins og allt fínt fólk gerir. Trúlofunarhringurinn er skreyttur safírsteini og demöntum. Meira »

Eugenie prinsessa trúlofuð

22.1. Elísabet Englandsdrottning á tvö ömmubörn sem munu gifta sig í kirkju heilags George í Windsor í ár. Eugenie prinsessa hyggst giftast unnusta sínum Jack Brooksbank í haust. Meira »

Mundi hálsbrotna ef hún liti niður

15.1. Djásn bresku konungsfjölskylunnar eru falleg á að horfa en öllu erfiðara er að bera þau ef marka má lýsingar Elísabetar Englandsdrottningar. Drottningin fagnar 65 ára valdaafmæli sínu á þessu ári. Meira »

Maghan og Harry mættu hönd í hönd

9.1. Harry Bretaprins hélt áfram að kynna Meghan Markle fyrir breskri menningu þegar tilvonandi brúðhjónin heimsóttu útvarpsstöð í Brixton í Lundúnum. Meira »

Spariklædd fyrsta leikskóladaginn

9.1. Katrín hertogaynja tók fram myndavélina áður en Karlotta prinsessa mætti í leikskólann í gær. Litla prinsessan hóf leikskólagöngu í Willcocks Nur­sery School í gær. Meira »

Vilja skála lengur fyrir Harry og Meghan

7.1. Innanríkisráðuneytið í Bretlandi er nú með til skoðunar að lengja afgreiðslutíma kráa í tilefni af brúðkaupi Harrys prins og Meghan Markle. Meira »

Hélt hún væri að byrja á breytingaskeiðinu

3.1. Mette-Marit, krónprinsessa Noregs, veiktist í haust. Þegar hún fann fyrir sjúkdómnum hélt hin 44 ára gamla prinsessa að hún væri að byrja á breytingaskeiðinu. Meira »

Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn með í messu

25.12. Nýjasti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar, leikkonan Meghan Markle sem mun ganga að eiga prinsinn Harry næsta vor, mætti til árlegrar jólaguðsþjónustu konungsfjölskyldunnar í morgun. Meira »

Þakkar Filippusi fyrir stuðninginn

25.12. Elísabet Englandsdrottning mun í jólaræðu sinni í dag hrósa því hvernig íbúar og stjórnvöld í London og Manchester brugðust við hryðjuverkaárásum í borginni fyrr á þessu ári. Hún mun einnig þakka eiginmanni sínum Filippusi drottningarmanni fyrir stuðninginn í gegnum tíðina. Meira »

Ástfangin á trúlofunarmyndunum

21.12. Harry Bretaprins og unnusta hans líta út fyrir að vera mjög ástfangin og hamingjusöm á nýjum trúlofunarmyndum sem Kensington-höll gaf út í dag. Meira »

Leikskólinn kostar 2 milljónir á ári

19.12. Vilhjálmur og Katrín borga töluvert meira í leikskólagjöld fyrir Karlottu prinsessu en venjulegir foreldrar á Íslandi. Sú stutta byrjar í leikskóla eftir áramót. Meira »

Brúðkaupsdagurinn tilkynntur

15.12. Kensington-höll er búin að tilkynna hvaða dag Harry mun giftast unnustu sinni, Meghan Markle. Brúðkaupsáhugafólk getur byrjað að taka daginn frá fyrir brúðkaup ársins 2018. Meira »

Eru Harry og Meghan allt of ástfangin?

4.12. Harry Bretaprins og Meghan Markle eiga erfitt með að leyna ást sinni hvort á öðru. Þau knúsast og snertast opinberlega eins og enginn sé morgundagurinn. Meira »

Glæsileg í 85.000 króna pilsi

2.12. Það hefur vart farið fram hjá neinum að skötuhjúin Harry Bretaprins og Meghan Markle hyggjast ganga í það heilaga næsta vor. Markle hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna mánuði, og þykir hún mikil tískufyrirmynd kvenna um allan heim. Meira »