Kosningar í Bandaríkjunum 2018

Atkvæði handtalin í Flórída

16.11. Yfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum hafa fyrirskipað að öll atkvæðin sem voru greidd í kosningunum til öldungadeildarinnar í byrjun mánaðarins verði handtalin. Afar mjótt er á mununum milli frambjóðenda repúblikana og demókrata, en sá fyrrnefndi er með örlítið forskot á þann síðarnefnda sem á sæti í efri deild þingsins. Meira »

Demókrati sigraði í Arizona

13.11. Þau tíðindi urðu í Arizona í Bandaríkjunum að fyrsta konan úr röðum demókrata var kjörin sem öldungadeildarþingmaður í ríkinu í þingkosningunum sem fóru fram í byrjun mánaðarins. Demókratinn Kyrsten Sinema sigraði repúblikanann Mörthu McSally í spennandi kosningu. Meira »

Sögulegar niðurstöður fyrir margar sakir

7.11. Þingkosningarnar í Bandaríkjunum sem fram fóru í nótt eru sögulegar fyrir margar sakir og í raun var vitað fyrir fram að kosningarnar færu í sögubækurnar. Aldrei hafa fleiri konur og hinsegin fólk verið í framboði og áhugi á kosningum á miðju kjörtímabili forseta hefur sjaldan verið meiri. Meira »

„Þú ert dónalegur og hræðileg manneskja“

7.11. Allt ætlaði um koll að keyra á blaðamannafundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í kvöld þegar hann ræddi niðurstöðu þingkosninganna sem fram fóru landinu í gær. Forsetinn var léttur í lundu í byrjun fundarins og lýsti því yfir að hann hlakkaði til samstarfsins við demókrata í fulltrúadeildinni, sem náðu meirihluta í deildinni eftir nokkurt hlé. Meira »

Vonast eftir fundi með Kim á næsta ári

7.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að repúblikanar hafi átt „stóran dag“ eftir að flokkur hans missti meirihluta sinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í þingkosningunum í landinu en jók meirihluta sinn í öldungadeildinni. Hann vonast til að funda með leiðtoga N-Kóreu, snemma á næsta ári. Meira »

„Tveir geta leikið sama leikinn“

7.11. Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur fagnað niður­stöðum þing­kosn­ing­anna í land­inu og seg­ir þær fela í sér gríðarlega góðan ár­ang­ur fyr­ir repúblikana. Þrátt fyr­ir að missa meiri­hluta sinn í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings héldu þeir meiri­hluta sín­um í ölduga­deild­inni og bættu við sig þingmönn­um. Meira »

Trump hrósar Nancy Pelosi

7.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, ætti skilið að verða forseti deildarinnar. Meira »

Kusu látinn mann á þing

7.11. Kjósendur í suðurhluta Nevada-ríkis í Bandaríkjunum kusu kaupsýslumanninn Dennis Hof á þing ríkisins fyrir 36. umdæmi í kosningunum í gær, en Hof, sem er hvað þekktastur fyrir að reka fjölda vændishúsa, lýsti því yfir framboði sínu síðasta sumar. Meira »

Mikilvægt að halda öldungadeildinni

7.11. Miklu skiptir fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að Repúblikanaflokkurinn hafi haldið meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings í þingkosningunum sem fram fóru í gær þrátt fyrir að hafa tapað meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. Meira »

106 ára og fékk ríkisborgararétt á kjördag

7.11. Maria Valles Bonilla, sem er 106 ára gömul langamma, fékk loksins að kjósa í Bandaríkjunum í gær því hún fékk ríkisborgararétt þann sama dag. Meira »

Pelosi tekur við af Ryan

7.11. Talið er fullvíst að leiðtogi demókrata, Nancy Pelosi, muni taka sæti forseta fulltrúadeildarinnar nú eftir að demókratar hafa endurheimt meirihlutann í deildinni. Paul Ryan, sem hefur gegnt embættinu undanfarin ár, er hættur á þingi. Meira »

Demókratar ná fulltrúadeildinni

7.11. Útlit er fyrir að demókratar nái meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem fram fóru vestanhafs í gær. Í kosningasigrinum þykir felast töluvert högg fyrir forsetann Donald Trump, sem haldið hefur um valdataumana í nær tvö ár. Meira »

Ríkisstjóraslagir í sveifluríkjum

6.11. Alls kusu 36 ríki Bandaríkjanna og þrjú sjálfstjórnarsvæði um ríkisstjóra í dag. Ríkisstjórakosningar í ár eru afar mikilvægar því ný íbúatalning Bandaríkjanna kemur út árið 2020 og verða kjördæmi m.a. ákveðin eftir þeim. Meira »

Kosningaréttur fanga á kjörseðlinum

6.11. Kjósendur í 37 ríkjum Bandaríkjanna ákvarða um 155 málefni með beinu lýðræði í dag. Íbúar í Flórída kjósa um málefni sem gæti haft mikil áhrif á næstu forsetakosningar. Í þessu stærsta sveifluríki Bandaríkjanna er kosið um hvort um 1,5 milljónir fyrrverandi fanga eigi að fá kosningarétt aftur. Meira »

Stefnir í met kjörsókn vestanhafs

6.11. Kjörsókn hefur verið með besta móti frá því að kjörstaðir opnuðu í Bandaríkjunum í morgun og stefnir í bestu kjörsókn í þingkosningum í Bandaríkjunum í hálfa öld. Stjórnmálaskýrendur furðu sig á þessum mikla áhuga, sérstaklega í ljósi þess að áhugi kjósenda er yfirleitt minni í þingkosningum sem fara fram á miðju kjörtímabili forsetans, líkt og raunin er nú. Meira »

„Verið að pissa í skóna“

6.11. Friðjón Friðjónsson, framkvæmdastjóri KOM, ræddi kosningar í Bandaríkjunum við blaðamann mbl.is. Hann telur hörð stefna Repúblikanaflokksins ekki vænleg til árangurs í kosningum á næstu árum en ómenntuðum hvítum karlmönnum sem hafa áhyggjur af innflytjendamálum fer fækkandi í Bandaríkjunum. Meira »

Þjóðaratkvæði um störf Trumps

6.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska kjósendur á kosningafundi í gær til þess að styðja Repúblikanaflokkinn í þingkosningunum sem fram fara í Bandaríkjunum í dag, en margir líta á kosningarnar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um framgöngu hans í embætti til þessa. Meira »

Rasistaáróður og villandi upplýsingar

6.11. Facebook hefur lokað tugum síðna og það sama á við um Instagram þar sem talið er að síðurnar hafi verið notaðar til að dreifa villandi upplýsingum. Eins hafa helstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna hætt að sýna auglýsingu frá stjórnmálateymi Trumps þar sem hún telst rasistaáróður. Meira »

Pitt og DiCaprio hvetja fólk til að kjósa

5.11. „Framtíð landsins verður ákveðin í þessari viku. Kosningar skipta ekki bara máli þegar kosið er um forseta. Þessar kosningar gætu verið þær mikilvægustu á lífsleiðinni.“ Þetta er meðal hvatningarorða Leonardo DiCaprio til bandarískra kjósenda í myndskeiði þar sem stórleikararnir Dicaprio og Brad Pitt sameina krafta sína. Meira »

Spennan að ná hámarki

4.11. Frambjóðendur repúblikana og demókrata hafa í dag keppst við að ná til eyrna kjósenda fyrir komandi þingkosningar sem fara fram í Bandaríkjunum á þriðjudag. Margir líta á kosningarnar atkvæðagreiðslu þar sem fyrstu tvö ár Donalds Trumps í stóli Bandaríkjaforseta verða gerð upp. Meira »

Tangarhald á öldungadeildinni

3.11. Kosið verður um þriðjung þingsæta í öldungadeild Bandaríkjaþings á þriðjudaginn og virðast litlar líkur á að Repúblikanaflokkurinn tapi meirihluta í þingdeildinni. Alls eru 100 þingmenn í öldungadeildinni, tveir fyrir hvert ríki Bandaríkjanna, óháð íbúafjölda. Atkvæðafjöldi á bak við við hvern þingmann er því afar ójafn en hugmyndin með þessu kerfi er að tryggja að fámennari ríki hafi rödd í þinginu. Meira »

10 þúsund Twitter-aðgöngum eytt

2.11. Samfélagsmiðillinn Twitter hefur eytt 10.000 sjálfvirkum aðgöngum sem deildu þar skilaboðum sem voru til þess ætluð að draga úr áætlunum fólks til þess að kjósa í bandarísku þingkosningunum sem fram fara á þriðjudag. Meira »

Valdataflið ræðst á þriðjudag

1.11. Á þriðjudaginn í næstu viku ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu. Kosið verður m.a. um 35 þingsæti í öldungadeildinni, 39 ríkisstjórastóla, öll 435 þingsætin í fulltrúadeildinni og fjölmarga bæjar- og héraðsstjórastóla. Augu flestra verða hins vegar á fulltrúadeildinni á þriðjudaginn. Meira »

Sendi 15.000 hermenn að landamærunum

31.10. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist gera ráð fyrir því að senda allt að 15 þúsund hermenn að landamærum Mexíkó til að stöðva för fólks sem hann segir vera hættulegan hóp hælisleitenda. Meira »

Þúsundir hermanna sendar að landamærunum

29.10. Þúsundir bandarískra hermanna kunna að vera sendar að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að hindra hóp hælisleitenda sem er á leið í gegnum Mexíkó að komast yfir til Bandaríkjanna. Er það mun fjölmennara lið en þeir 800-1.000 hermanna sem hingað til hefur verið talað um. Meira »

Senda 800 hermenn að landamærunum

25.10. Donald Trump Bandaríkjaforseti undirbýr að senda að minnsta kosti 800 hermenn að suðurlandamærum Bandaríkjanna að Mexíkó. Hermennirnir eiga að koma í veg fyrir að hóp­ur hæl­is­leit­enda, sem er á leið að landa­mær­um Banda­ríkj­anna að Mexí­kó, kom­ist yfir þau. Meira »

Líkurnar á sigri demókrata minnka

25.10. Skoðanakannanir í Bandaríkjunum benda núna til þess að líkurnar á því að demókratar fari með sigur af hólmi í þingkosningunum 6. nóvember séu ekki eins miklar og þær voru fyrir nokkrum mánuðum. Demókratar eru enn taldir líklegir til að bæta við sig þingsætum í fulltrúadeild þingsins en óvissa er um hvort þeim tekst að ná meirihluta í deildinni eins og þeir vonast til. Meira »

Trump segir ósatt um fólkið í göngunni

23.10. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fer ekki leynt með það að hann vill uppræta hóp þúsunda Suður-Ameríkubúa, aðallega frá Hondúras, sem stefnir að landamærum Bandaríkjanna í þeirri von að komast inn í landið. Meira »

„Guði sé lof fyrir Taylor Swift“

13.10. Skráðum kjósendum í Bandaríkjunum fjölgaði um 65.000 eftir að bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift birti færslu á Instagram-aðgangi sínum þar sem hún lýsti yfir stuðningi við frambjóðanda demókrata, Phil Bredesen, til öldungadeildar Bandaríkjaþings í sínu heimaríki, Tennessee. Meira »