Kostnaður þingmanna

Menn vilja fara með löndum

20.5. Forsætisnefnd Alþingis mun gefa sér góðan tíma til að kanna hvaða afstaða verði tekin til álits siðanefndar um að Þórhildur Sunna hafi brotið gegn siðareglum þingsins. Greinargerð Þórhildar var lögð fyrir á fundi forsætisnefndar í morgun. Meira »

Helga Vala vill breyta siðareglum

18.5. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að koma þurfi málum siðanefndar Alþingis í nýjan farveg. Hún vill stíga varlega til jarðar í þeim efnum en segir þó breytinga þörf. Meira »

Telur Þórhildi Sunnu brotlega

17.5. Siðanefnd Alþingis telur Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur hafa brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans. Meira »

Verði að meta sannleiksgildi ummælanna

28.1. „Til þess að það sé hægt að taka afstöðu til þessa máls, þá verður náttúrlega að athuga hvort að það sé eitthvað til í því sem við höfum verið að segja,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata um erindi Ásmundar Friðrikssonar til forsætisnefndar þingsins, vegna ummæla um hann. Meira »

Forsætisnefnd skoði ummæli Pírata

24.1. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir því að forsætisnefnd Alþingis taki til skoðunar hvort tveir þingmenn Pírata hafi gerst brotlegir við siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum opinberlega um endurgreiðslu þingsins á aksturskostnaði til Ásmundar. Meira »

Vísar leka úr forsætisnefnd á bug

28.11. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, vísar því á bug að leki hafi orðið í forsætisnefnd Alþingis vegna tilkynningar í tengslum við erindi Björns Levís Gunnarssonar Pírata um akstursgreiðslur þingmanna. Meira »

„Alvarlegur leki“ úr forsætisnefnd

28.11. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, kannast ekki við að forsætisnefnd hafi rætt það á fundi sínum að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, yrði mögulega látinn sæta ábyrgð samkvæmt siðareglum fyrir að hafa sent erindi til nefndarinnar um akstursgreiðslur til þingmanna. Meira »

Ætlar ekki að láta staðar numið

28.11. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, ætlar ekki að láta staðar numið í máli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í tengslum við endurgreiddan aksturskostnað þrátt fyrir að forsætisnefnd Alþingis hafi gefið þau svör að hátterni hans hafi ekki verið andstætt siðareglum alþingismanna. Meira »

Tæpar 15 milljónir í ferðakostnað

19.4.2018 Heildarferðakostnaður starfsmanna Alþingis árið 2017 var tæpar 15 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins. Meira »

Upphæðir um akstursgreiðslur útskýrðar nánar

12.3.2018 Skrifstofa Alþingis hefur sent frá sér tilkynningu þar sem upphæðir um endurgreiðslu ferðakostnaðar þingmanna innanlands fyrir janúar eru betur útskýrðar. Meira »

Vill upplýsingar um greiðslur til ráðherra

12.3.2018 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn á Alþingi til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar þar sem óskað er eftir upplýsingum um greiðslur til ráðherra og ráðuneytisstjóra aftur til ársins 2006 og vinnuferða þeirra til annarra landa. Meira »

Nýr vefur opnar í lok vikunnar

5.3.2018 Nýr vefur með upplýsingum um kostnað alþingismanna opnar í lok vikunnar ef allt gengur að óskum. Þetta segir Helgi Bernódusson, skrif­stofu­stjóri Alþing­is. Meira »

Spyr um kjör í ráðuneytum og stofnunum

1.3.2018 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, hefur lagt fyrir fyrirspurnir til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar þar sem hann óskar eftir upplýsingum um kjör í ráðuneytum og stofnunum þeirra. Meira »

Birta laun og greiðslur þingmanna

27.2.2018 Búið er að opna 1. áfanga nýrrar upplýsingasíðu á vef Alþingis, en þar eru birtar fastar launagreiðslur til þingmanna og fastar kostnaðargreiðslur, en síðarnefndu greiðslurnar eru frá 30.000 kr. upp í 258.000 kr. Meira »

29 milljónir vegna flugs og bílaleigubíla

26.2.2018 Kostnaður Alþingis vegna flugferða þingmanna innanlands á síðasta ári var 15 milljónir króna og kostnaður vegna bílaleigubíla 14 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

22.2.2018 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

19.2.2018 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

18.2.2018 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Vilja kostnaðartölur upp á borðið

17.2.2018 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segja báðar að gögn um greiðslur til þingmanna og kostnað sem greiddur væri af ríkinu fyrir störf þeirra ættu að vera upp á borðinu. Meira »

Telur fréttaflutning jaðra við einelti

14.2.2018 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur umræðuna um endurgreiðslu sína vegna aksturskostnaðar meiri en góðu hófi gegni. Þá finnst honum umfjöllun fréttamiðla á tíðum jaðra við einelti. Meira »

Rekstur bílsins rúmar 2 milljónir

14.2.2018 Rekstrarkostnaður vegna bifreiðar Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem er af gerðinni Kia Sportage, er rúmar tvær milljónir króna miðað við útreikninga sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) gerði fyrir Morgunvakt Rásar 2 eða 2,07 milljónir króna. Meira »

„Góða fólkið er bókstaflega að ærast“

10.2.2018 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í færslu á facebooksíðu sinni að hann geti ekki orða bundist og kemur kollega sínum, Ásmundi Friðrikssyni, til varnar. „Góða fólkið er bókstaflega að ærast af vandlætingu yfir því hvað Ásmundur Friðriksson er duglegur að sinna sínu gríðarstóra kjördæmi.“ Meira »

„Ég hef ekki fengið medalíu“

8.2.2018 „Það er ekki gefin út nein keppnisskýrsla í þinginu um þetta og ég hef ekki fengið medalíu, en ég er allavega kandídat í þetta,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort hann sé sá þingmaður sem fékk mestan aksturskostnað endurgreiddan fyrir síðasta ár. Meira »

29 milljónir í aksturskostnað þingmanna

8.2.2018 Aksturskostnaður þingmanna í fyrra nam rúmlega 29 milljónum króna og var kostnaður fyrir þann þingmann sem fékk hæstan endurgreiddan kostnað 4,6 milljónir króna. Aksturskostnaður hefur frá árinu 2013 farið lækkandi ár frá ári, en það ár nam hann tæplega 60 milljónum. Meira »