Kvöldverðarhugmyndir...

Lágkolvetna hunangskjúklingur sem engan svíkur

Í gær, 14:34 Hver elskar ekki góða kjúklingauppskrift, hvað þá ef hún er lágkolvetna en engu að síður alveg syndsamlega góð? Eiginlega bara fullkomin á degi sem þessum. Meira »

Lax sem reddar hjónabandinu

Í gær, 11:33 Heyrst hefur að hjónaband nokkuð í vesturbænum hafi snarbatnað eftir að hjónin ákváðu að elda nýja uppskrift alla miðvikudaga og skiptast á því að elda. Fyrsti rétturinn var þessi asíski laxaréttur og ískalt hvítvín en hamingjan var allsráðandi að málsverði loknum. Ekki skemmir fyrir að gjörningurinn tók ekki langa stund. Meira »

Ómótstæðileg pítsa sem eldhússtjörnurnar elska

21.9. Þessi pítsa er hreint ótrúlega spennandi enda má segja að tvær rokkstjörnur í eldhúsinu sameinist í henni. Hér erum við annars vegar að tala um Svövu Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheitum og hins vegar hina einu sönnu Pioneer Woman en Svava segir að innblásturinn sé þaðan kominn. Meira »

Brjálæðislegt brúsettu-kjúklinga-pasta

19.9. Ef þú hefur ekki smakkað þennan áður þá getum við lofað þér því að þessi réttur mun verða reglulega á matseðlinum hér eftir. Meira »

„Krispí" kjúklingur með hunangs-sinnepsgljáa

19.9. Ef þetta er ekki uppskrift sem fær hjartað til að slá hraðar þá veit ég ekki hvað. Hér erum við að tala um kjúklingabringur sem búið er að hjúpa með valhnetum og alls kyns góðgæti svo þær verða stökkar og ómótstæðilegar. Meira »

Lasagna með leynihráefni sem toppar allt

18.9. Hver hefði trúað að eins einfaldur réttur og lasagna er, væri einn sá vinsælasti á mörgum heimilum? Það er svo þægilegt að henda í lasagna og allir verða sáttir. Meira »

Pasta með rjómasósu, rósakáli og kjötbollum

18.9. Þessar kjötbollur ættu að tryggja heimilisfrið og almenna hamingju í nokkuð góða stund enda eru þær himneskar á bragðið.  Meira »

Svaðalegur Tex-Mex-fiskréttur sem krakkarnir elska

17.9. Þessi uppskrift ætti engan að svíkja en hér blandast saman hágæðafiskur og mexíkósk matargerð. Útkoman er alveg hreint upp á 10 enda réttur sem allir í fjölskyldunni elska. Meira »

Vikumatseðillinn mættur!

17.9. Það er töluvert haust í kortunum og dregur vikuseðillinn okkar dám af því. Hann er sneisafullur af ljúffengum kræsingum eins og við er að búast og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Meira »

Grillaðar pestó-rækjur með ananassalsa

17.9. Við erum öll að reyna halda aðeins í sumarið sem kom aðeins of seint í ár, en kom þó blessunarlega í kortér. Þessi réttur er alveg í þeim anda og er tilvalinn sem forréttur. Meira »

Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín

16.9. Þessi uppskrift er tilvalin á haustin eða að vetri til, þegar við þurfum sárlega á mat að halda sem yljar okkur að innan. Það er líka eitthvað svo sérstaklega notalegt að hægelda mat – það færist svo mikil ró yfir heimilið. Meira »

Sunnudagslamb sem engan svíkur

15.9. Hefðbundið lambalæri hefur verið uppáhaldsmatur Íslendinga áratugum saman. Enda ekki skrítið, íslenskt lambakjöt er sennilega eitthvert besta kjöt sem völ er á, ferskt af fjallinu þar sem íslenskar kryddjurtir hafa verið aðalfæðan. Meira »

Hamborgari fyrir þá sem þora

14.9. Það er ekki annað hægt en að elska hamborgara, enda fullkomin máltíð sem má matreiða á svo marga vegu. Þessir borgarar eru áskorun fyrir þig! Meira »

Kókoskjúklingur með sólþurrkuðum tómötum

13.9. Þessi uppskrift er akkúrat það sem maður þarf á degi sem þessum. Hér erum við með dásamlegan kjúkling og kókosmjólk sem er einmitt akkúrat það sem tekur góða kjúklingauppskrift upp á næsta stig. Meira »

Bollu spagettí með kirsuberjatómötum og fersku basil

12.9. Hvað er bollu spagettí kunna margir að spyrja en því verður fljótsvarað og svarið ætti engan að svíkja...  Meira »

Kjúklingarétturinn sem eldar sig sjálfur

12.9. Matur sem eldar sig sjálfur gæti verið yfirskriftin að þessum girnilega kjúklingarétti. Allt inn í ofninn og síðan bara að hafa það kósí og njóta þess að finna matarilminn verða til smátt og smátt. Meira »

Ketó-veisla fyrir vandláta: Ostabollur með óvæntu tvisti

11.9. Aðdáendur ketó-mataræðis eru æði margir og skyldi engan undra. Hvað er nefnilega betra en að geta gætt sér á ostum og smjöri á meðan kílóin hrynja af manni? Þessar veisluuppskriftir koma úr smiðju Anítu Aspar Ingólfsdóttur, matreiðslumeistara á RÍÓ Reykjavík. Meira »

Kjúklingataco sem ketó-istar elska

11.9. Hver elskar ekki ketó? Það á borða smjör og beikon og allan hinn skemmtilega matinn sem svo erfitt er að lifa án. Þó fyrst og fremst smjör og rjóma og þessi uppskrift er einmitt algjör ketó-rokkstjarna ef svo má að orði komast um uppskrift. Meira »

Öðruvísi kjötsúpa en þú átt að venjast

10.9. Hver elskar ekki alvöru kjötsúpu - hvað þá þegar haustið er í lofti og kominn hrollur í kroppinn?  Meira »

Dásemdar fiskréttur innblásinn af Tjöruhúsinu

10.9. Hér gefur að líta blálöngu sem er afbragðsfiskur í alla staði - bragðgóð og afar þétt og góð í sér enda í algjöru uppáhaldi hjá mörgum. Meira »

Kjúklingaréttur sem þú verður að prófa

10.9. Hér er kjúklingaréttur sem þú getur ekki staðist – en í þennan rétt er tilvalið að nota afganga.   Meira »

Sunnudagslambið tekið á næsta stig

9.9. Góð lambasteik er akkúrat það sem tíðin kallar á og hér gefur að líta nokkuð einfalda en alveg hreint ævintýralega góða útgáfu sem engan ætti að svíkja. Flóknar en ákaflega snjallar bragðsamsetningar einkenna réttinn sem er upp á tíu! Meira »

Pítsan sem ærir bragðlaukana

7.9. María Gomez galdrar hér fram pítsu sem er óður til beikonrúllunnar góðu sem flestir Íslendingar ættu að kannast við. Einföld er hún í grunninn; tilbúið deig og svo nóg af djúsí hráefni. Þessi virði að prófa og takið eftir að María forbakar deigið eins og ég! Meira »

Besta pítsu-trixið í bransanum

7.9. Föstudagspítsan er heilög í huga margra og sjálf er ég þar engin undantekning. Á pítsukvöldunum ræð ég ríkjum í eldhúsinu og nýti mér það vald óspart. Pítsurnar mínar þykja með þeim betri í bransanum og oftar en ekki er slegist um að fá að koma í mat. Meira »

Parmesankjúklingur fylltur með mozzarellaosti

6.9. Haldið ykkur fast því hér kemur uppskrift sem er ekki bara líkleg til vinsælda heldur er nánast gefið að hún muni rústa kvöldverðarkeppninni. Hér erum við að tala um löðrandi ost, stökka skorpu og gómsætan kjúkling. Meira »

Geggjaðar núðlur sem koma á óvart

6.9. Þessar núðlur koma virkilega á óvart, bragðmikill og ferskur réttur sem bragðast vel og er jafnframt afar hollur. Fyrir þá sem vilja ekki rækjur er hægt að nota kjúklingabringur sem eru kryddaðar á sama hátt og rækjurnar. Meira »

Salatið sem varð aðalstjarnan í matarboðinu

5.9. „Ég veit að salat getur hljómað mjög óspennandi en treystið mér; þessi uppskrift er svo hrikalega góð að í síðasta matarboði þar sem ég grillaði alls konar geggjaðan mat var það þetta salat sem var aðalstjarnan og allir vinir mínir báðu um uppskriftina á eftir.“ Meira »

Ómótstæðilegur kjúklingur með 30 sekúndna sósu

5.9. Þessi sósa er svo mikil snilld því það tekur nákvæmlega 30 sekúndur að gera hana sem er Íslandsmet innanhúss. Það er líka hægt að skera ferskar paprikur í sneiðar, pensla þær með olíu og baka þær í ofni í 10 mínútur ef þú vilt gera allt frá grunni. Meira »

Pasta sem passar með öllu

4.9. Þetta verður að smakkast! Þessi pastaréttur er hinn fullkomni réttur sem verður ekki auðveldari í framkvæmd.   Meira »

Heimsins besta lasagne

4.9. Þessa uppskrift er tilvalið að gera um helgi, þegar þú ert í rólegheitunum heima og ekkert að flýta þér. Leyfir sósunni að malla í fleiri tíma á ítalska vísu. Meira »