Kynferðisbrot

Áfram í varðhaldi eftir nauðgunardóm

17.9. Landsréttur úrskurðaði fyrir helgi að karlmaður á fertugsaldri skyldi sæta gæsluvarðhaldi áfram meðan mál hans er til meðferðar fyrir Landsrétti, en hann var fyrr á þessu ári í héraðsdómi dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi unnustu sinni á hrottafenginn hátt. Meira »

Fangelsi fyrir nauðgun staðfest

14.9. Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Vesturlands yfir erlendum karlmanni fyrir að nauðga konu á Akranesi í júlí á síðasta ári. Maðurinn, Eldin Skoko, var einnig dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Meira »

Braut gegn dætrum sínum

10.9. Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum og fyrir að hafa brotið gegn nálgunarbanni sem hann sætti gagnvart næstelstu dóttur sinni meðan á rannsókn málsins stóð. Maðurinn var árið 1991 dæmdur fyrir brot gegn annarri dóttur sinni. Meira »

Eitt kynferðisbrot einu broti of mikið

1.8. Lögregluyfirvöld í umdæmum helstu áfangastaða Íslendinga um verslunarmannahelgina munu kappkosta að auka viðbúnað vegna kynferðisbrotamála sem og annarra málaflokka þessa helgina. Þá verður víða enn fremur aukið við forvarnir og gæslu til þess að sporna við því að slík mál komi upp. Meira »

Ákærður fyrir að nauðga konu í tvígang

3.7. Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa í janúar árið 2015 nauðgað konu með því að hafa í tvígang, gegn hennar vilja, haft samræði við hana. Meira »

Fékk 5 ára dóm fyrir nauðgun

12.6. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 46 ára karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun. Er maðurinn, Erol Topal, fundinn sekur um kynferðisbrot gegn tveimur konum. Í öðru tilfellinu var um einkar hrottalega og langvarandi árás að ræða, þar sem hann beitti konuna ofbeldi og hélt henni nauðugri. Meira »

41 kynferðisbrot á Suðurlandi

9.6. 41 kynferðisbrotamál kom inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi í fyrra. Árið 2016 voru kynferðisbrotin 23 og 27 árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Oddi Árnasyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi. Meira »

Kölluð lygari og þorði ekki að segja frá

6.6. „Ég þorði ekki að segja frá af ótta við að fólk héldi að ég væri að ljúga, því það var það sem mér var kennt,“ segir Áslaug María, markþjálfi, sem sagði sögu sína af ítrekuðu ofbeldi af hendi foreldra sinna á málþingi sem Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfið stóðu fyrir í dag. Meira »

„Linur“ dómari rekinn

6.6. Dómari í Bandaríkjunum, sem var harðlega gagnrýndur fyrir linkind sem hann sýndi í garð nauðgarans Brock Turner fyrir tveimur árum, hefur verið vikið úr embætti eftir kosningu. Meira »

Grunaður um fleiri kynferðisbrot

1.6. Þorsteinn Halldórsson, sem dæmdur var í síðasta mánuði í sjö ára fangelsi fyrir nauðgun og önnur brot í Héraðsdómi Reykjaness, er grunaður um kynferðisbrot í öðru máli sem hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Ábyrgð fjölmiðla er mikil“

25.5. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir ábyrgð fjölmiðla mikla þegar kemur að umfjöllun um kynferðisbrotamál. Ástæða þess að gerendur eru oft ekki nafngreindir sé ekki í virðingu við þá heldur brotaþolann. Meira »

Nauðgaði dreng undir áhrifum fíkniefna

18.5. Samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í máli Þorsteins Halldórssonar hefur hann verið fundinn sekur um gróf og langvarandi kynferðisbrot gegn brotaþola, sem þá var barn á viðkvæmu þroska- og mótunarskeiði, auk brota á nálgunarbanni. Meira »

Sjö ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

18.5. Þorsteinn Halldórsson var dæmdur í sjö ára fangelsi í héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fyrir gróf kynferðisbrot gegn ungum pilti. Þetta staðfestir Guðrún Björg Birgisdóttir, verjandi Þorsteins, í samtali við mbl.is. Meira »

Nálgunarbann fyrir ítrekað ofbeldi

7.5. Landsréttur staðfesti fyrir helgi úrskurð héraðsdóms og ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að vísa manni af heimili sínu og láta hann sæta nálgunarbanni gagnvart eiginkonu sinni. Kemur fram í úrskurðinum að maðurinn sé grunaður um að hafa beitt konuna langvarandi ofbeldi, líkamlegu og kynferðislegu. Meira »

Nauðgaði og njósnaði um eiginkonuna

2.5. Karlmaður á fertugsaldri var í síðustu viku dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa nauðgað fyrrverandi eiginkonu sinni, fyrir að hafa brotið ítrekað gegn nálgunarbanni og að hafa komið fyrir GPS staðsetningartæki í bifreið konunnar og þannig fylgst með ferðum hennar. Meira »

„Rómantísk kyrrð yfir dauðanum“

29.4. Karlar sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi glíma við sjálfsvígshugsanir en þær snúast oft um að finna frið og sleppa við ágengar hugsanir um ofbeldið. Í nýrri rannsókn kemur fram að meirihluti þeirra karla sem rætt var við hafði orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu kvenna. Meira »

Ítrekað kynferðisofbeldi fósturafa

6.4. Karlmaður var á föstudaginn fyrir páska dæmdur í héraðsdómi í fjögurra ára fangelsi og til að greiða 2,5 milljónir í miskabætur fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn fósturafabarni sínu þegar hún var á aldrinum þriggja til ellefu ára. Meira »

Skýrsla um drátt í lok viku

5.2. „Við útilokum ekki að fleiri tilkynningar um brot gætu borist á næstu dögum en rannsókninni á kynferðisbrotamálinu hefur miðað mjög vel. Það sama má segja um athugunina á því hvað fór úrskeiðis við meðferð lögreglunnar vegna kæru á hendur stuðningsfulltrúa sem starfaði á vegum barnaverndaryfirvalda og grunaður er um kynferðisbrot í starfi sínu með skjólstæðingum barnaverndaryfirvalda.“ Meira »

Sýnt að mistök voru gerð

2.2. „Sýnt þykir að mistök hafi verið gerð og harmar embættið að sú hafi verið raunin,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna dráttar sem varð á því að hafin yrði rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns sem tilkynnt var um í sumarlok 2017. Meira »

407 milljónir í meðferð kynferðisbrota

2.2. Ákveðið hefur verið að leggja til 407 milljóna viðbótarfjármagn á næsta ári til eflingar á meðferð kynferðisbrota hjá löggæslu, saksóknara og dómstólum. Þar af verða tæplega 290 milljónir sem viðbótarfjármagn á ársgrundvelli til framtíðar, en annað til sértækari verkefna frá einu upp í þrjú ár. Meira »

Dómsmálaráðherra boðar blaðamannafund

2.2. Dómsmálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem kynnt verða áform um að efla löggæsluna í landinu.  Meira »

Bein útsending frá ráðstefnunni í HR

5.1. Ráðstefnan Þögnin, skömmin og kerfið er nú við það að hefjast í Háskólanum í Reykjavík, en þar verður fjallað um nauðgun í víðu samhengi. Fjöldi fræði- og lögreglumanna, sálfræðinga og lögmanna munu flytja erindi í dag, ásamt öðrum sem starfað hafa með brotaþolum, en dagskrána má sjá hér fyrir neðan. Meira »

Reyna oft að geta í eyðurnar

15.11. „Oft er mikil hætta að brotaþoli reyni að geta í eyðurnar um hvað gerðist. Það getur haft neikvæð áhrif á trúverðugleika á framburð hans,“ segir réttargæslumaður um skýrslu brotaþola í kynferðisbrotamálum. Það sé margt sem virki ótrúverðugt en eigi sér fullkomlega eðlilegar sálfræðilegar skýringar. Meira »

Umræða um brotaþola kynferðisbrota

15.11. Nú fer fram málþing Orators um brotaþola í kynferðisbrotamálum og hvernig gerum við betur. Fylgjast má með því í beinni útsendingu hér. Meira »

Tilkynnt um 277 kynferðisbrot

2.11. Árið 2016 voru 277 kynferðisbrot tilkynnt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, eða að meðaltali 12 tilkynningar á hverja 10.000 íbúa. Langflestar tilkynningar bárust um brot sem áttu sér stað í miðborg Reykjavíkur, eða um 49 tilkynningar á hverja 10.000 íbúa með skráða búsetu þar. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

18.10. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Kynnir aðgerðaráætlun um kynferðisbrot

12.10. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra mun í næstu viku leggja fram aðgerðaráætlun um bætta meðferð kynferðisbrota. Aðgerðaráætlunin er afrakstur starfshóps sem settur var á laggirnar i mars i fyrra. Meira »

Aldrei fleiri ofbeldismál en í júlí

10.8.2017 Hátt í fimmtíu ofbeldismál komu inn á borð Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, í júlí. Aldrei hafa fleiri mál komið inn á borð miðstöðvarinnar á einum mánuði, frá opnun hennar í mars. Af málunum fimmtíu fóru um fjörtíu inn á borð lögreglu. Meira »

Átta kynferðisbrot verið tilkynnt

9.8.2017 Átta kynferðisbrot hafa verið tilkynnt um og eftir verslunarmannahelgina, og þar af sjö tengd útihátíðum. Þetta staðfestir Hrönn Stefánsdóttir, verk­efna­stjóri neyðar­mót­töku fyr­ir þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is á Land­spít­ala. Meira »

Ekki tilkynnt fleiri kynferðisbrot

7.8.2017 Ekki hafa borist upplýsingar um kynferðisbrot síðasta sólarhringinn að sögn Hrannar Stefánsdóttur, verkefnisstjóra neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala. Alls hafa verið tilkynnt fimm kynferðisbrotamál um helgina. Meira »