Kynferðisbrot

Biskup ákærður fyrir nauðganir

10.4. Indverska lögreglan ákærði í gær kaþólskan biskup fyrir að hafa nauðgað nunnu ítrekað í Kerala-héraði og hefur málið beint kastljósinu enn á ný að kynferðislegu ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar. Meira »

Refsilækkun ekki útskýrð

7.4. Ekki kemur fram í dómi Landsréttar á föstudag hvers vegna refsing yfir Þórði Ju­hasz er milduð en þrír dómarar Landsréttar staðfestu dóm héraðsdóm yfir honum en lækkuðu refsinguna úr fjórum árum í þrjú og hálft ár. Þórður var sakfelldur fyrir að nauðga 14 ára stúlku. Meira »

Barnaníðingur í Páfagarði

13.3. George Pell, fyrrverandi fjármálastjóri Páfagarðs og kardínáli, var í dag dæmdur í sex ára fangelsi fyrir barnaníð.   Meira »

Tveggja ára dómur fyrir nauðgun

11.3. Karlmaður var á fimmtudaginn dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun. Hafði maðurinn farið heim með konu sem hafði fyrr um daginn fagnað útskrift sinni, en þau voru bæði í sama vinahópi og var maðurinn besti vinur fyrrverandi kærasta konunnar. Meira »

Sendi ólögráða stúlku kynlífsmyndir

7.3. Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa árið 2017 brotið gegn blygðunarsemi stúlku undir lögræðisaldri með því að hafa viðhaft við hana kynferðislegt og klámfengið tal í skilaboðum í farsíma og jafnframt sent henni ljósmynd af fólki í kynferðislegum athöfnum. Meira »

Vatíkanið með eigin rannsókn á brotunum

27.2. Vatíkanið mun hefja innri rannsókn á ástralska kardínálanum og fyrrverandi fjármálastjóra Vatíkansins, George Pell, eftir að greint var frá því í gær að Pell hefði verið fundinn sekur um kynferðislegt ofbeldi gegn tveimur kórdrengjum. Meira »

Fjármálastjórinn dæmdur fyrir barnaníð

26.2. George Pell, kardínáli og fjármálastjóri Vatíkansins, hefur verið dæmdur sekur um kynferðisofbeldi gegn börnum. Pell er þar með hæst setti embættismaður kaþólsku kirkjunnar sem dæmdur hefur verið fyrir barnaníð. Meira »

Níð fyrir náð drottins

23.2. Franskur dómstóll hefur heimilað sýningar á nýrri kvikmynd leikstjórans François Ozon en í myndinni er sögð saga sem byggir á sannsögulegum heimildum um prest sem er sakaður um að hafa beitt ungan skátadreng kynferðisofbeldi. Meira »

Kynferðisofbeldið viðgengist lengi

20.2. „Kynferðislegt ofbeldi presta í garð nunna hefur lengi viðgengist í Póllandi,“ sagði pólska abbadísin Joanna Olech í viðtali við kaþólsku KAI-fréttastofuna. Meira »

Stafrænt kynferðisofbeldi til umræðu

18.2. Nú klukkan 14:00 hefst fundur í Háskóla Reykjavíkur um stafrænt kynferðisofbeldi, en frumvarp sem tekur á slíku ofbeldi liggur nú fyrir Alþingi í annað skiptið. Verður meðal annars rætt um stöðuna á slíku ofbeldi, hvaða refsingar búa við slíkum brotum og þá vernd sem er til staðar. Meira »

Aðalmeðferð í máli hjóna hófst í dag

14.2. Aðalmeðferð í máli hjóna sem grunuð eru um gróf kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjaness. Skýrslutaka yfir hjónunum fer fram í dag auk þess sem sex vitni koma fyrir dóminn. Meira »

Sekur um stórfelldar ærumeiðingar

28.1. Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 300 þúsund krónur ásamt 1,9 milljónum í málskostnað fyrir stórfelldar ærumeiðingar. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um brot gegn blygðunarsemi. Meira »

Sendi kynlífsmyndir af fyrrverandi

9.1. Héraðssaksóknari hefur höfðað mál gegn karlmanni sem talinn er hafa brotið gegn fyrrverandi eiginkonu sinni með því að senda foreldrum konunnar, systur og unnusta myndir af henni í kynlífsathöfnum í gegnum skilaboðaforrit Facebook. Meira »

Ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar

14.12. Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi fyrrverandi kærustu sinnar, stórfelldar ærumeiðingar í hennar garð og að hafa móðgað hana og smánað með því að hafa skrifað rætin ummæli um hana og birt myndir af henni á vefnum, meðal annars fáklæddri. Meira »

Nærföt brotaþola notuð gegn henni

14.11. Fjöldi fólks hefur mótmælt á götum Írlands í dag, en vika er síðan 27 ára gamall maður var sýknaður af nauðgunarákæru gegn 17 ára stúlku. Verjandi mannsins í málinu sagði við kviðdóm að „hafa þyrfti í huga hvernig hún var klædd. Hún var í þveng með blúndu.“ Meira »

Fjórðungi verið nauðgað eða það reynt

14.11. Fjórðungi þeirra kvenna sem tekið hafa þátt í rannsókn á áfallasögu kvenna á Íslandi hefur verið nauðgað eða tilraun verið gerð til þess að nauðga þeim. Hlutfallið er hærra en sést hefur annars staðar, erlendis og hér á landi. „Þetta þykir okkur sláandi,“ segir Arna Hauksdóttir. Meira »

Leikstjóri sakaður um kynferðisofbeldi

1.11. Leikstjóri frönsku kvikmyndarinnar Blue is the Warmest Colour, sem meðal annars vann til verðlauna sem besta kvikmyndin á Cannes-kvikmyndahátíðinni árið 2013, hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi. Meira »

Sakaður um brot gegn 16 ára

1.11. Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta kynferðislega gegn stúlku undir lögaldri. Þetta kemur fram í dómsmáli gegn honum sem lagt var fram í New York-borg í Bandaríkjunum í dag. Meira »

Viltu vera foreldri geranda eða þolanda?

26.10. Allir krakkar geta orðið gerendur kynferðisofbeldis og allir krakkar geta orðið þolendur kynferðisofbeldis, en #allirkrakkar er ný herferð á vegum Stígamóta sem hefst í dag. Markmið herferðarinnar er að safna fé til þess að stofna fræðslumiðstöð um forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

19.10. Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot hans gegn dóttur sinni. Er hann fund­inn sek­ur um að hafa látið dótt­ur sína snerta kyn­færi sín auk þess að hafa snert kyn­færi henn­ar og fróað sér í návist henn­ar. Meira »

Dómur í nauðgunarmáli þyngdur

5.10. Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir karlmanni á þrítugsaldri sem fundinn hefur verið sekur um að nauðga ölvaðri konu í júní 2015. Var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi, en í héraði hafði hann verið dæmdur í eins árs fangelsi. Þá hækkaði Landsréttur bætur til handa konunni. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni

27.9. Karl­maður hef­ur verið ákærður af embætti héraðssak­sókn­ara fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn stjúpdótt­ur sinni með því að hafa ít­rekað áreitt stúlk­una á heim­ili þeirra. Meira »

Landsréttur mildaði nauðgunardóm

25.9. Landsréttur mildaði í síðustu viku dóm héraðsdóms yfir 28 ára karlmanni sem dæmdur hafði verið fyrir að nauðga stúlku eftir starfsmannafögnuð á vinnustað þeirra árið 2015. Var stúlkan þá 17 ára og maðurinn 24 ára. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

24.9. Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar með því að hafa á árunum 2013 til 2015 ítrekað áreitt stúlkuna á heimili þeirra og í sumarbústað fjölskyldunnar. Meira »

Áfram í varðhaldi eftir nauðgunardóm

17.9. Landsréttur úrskurðaði fyrir helgi að karlmaður á fertugsaldri skyldi sæta gæsluvarðhaldi áfram meðan mál hans er til meðferðar fyrir Landsrétti, en hann var fyrr á þessu ári í héraðsdómi dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi unnustu sinni á hrottafenginn hátt. Meira »

Fangelsi fyrir nauðgun staðfest

14.9. Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Vesturlands yfir erlendum karlmanni fyrir að nauðga konu á Akranesi í júlí á síðasta ári. Maðurinn, Eldin Skoko, var einnig dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Meira »

Braut gegn dætrum sínum

10.9. Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum og fyrir að hafa brotið gegn nálgunarbanni sem hann sætti gagnvart næstelstu dóttur sinni meðan á rannsókn málsins stóð. Maðurinn var árið 1991 dæmdur fyrir brot gegn annarri dóttur sinni. Meira »

Eitt kynferðisbrot einu broti of mikið

1.8. Lögregluyfirvöld í umdæmum helstu áfangastaða Íslendinga um verslunarmannahelgina munu kappkosta að auka viðbúnað vegna kynferðisbrotamála sem og annarra málaflokka þessa helgina. Þá verður víða enn fremur aukið við forvarnir og gæslu til þess að sporna við því að slík mál komi upp. Meira »

Ákærður fyrir að nauðga konu í tvígang

3.7. Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa í janúar árið 2015 nauðgað konu með því að hafa í tvígang, gegn hennar vilja, haft samræði við hana. Meira »

Fékk 5 ára dóm fyrir nauðgun

12.6. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 46 ára karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun. Er maðurinn, Erol Topal, fundinn sekur um kynferðisbrot gegn tveimur konum. Í öðru tilfellinu var um einkar hrottalega og langvarandi árás að ræða, þar sem hann beitti konuna ofbeldi og hélt henni nauðugri. Meira »