Kynferðisbrot

Skýrsla um drátt í lok viku

5.2. „Við útilokum ekki að fleiri tilkynningar um brot gætu borist á næstu dögum en rannsókninni á kynferðisbrotamálinu hefur miðað mjög vel. Það sama má segja um athugunina á því hvað fór úrskeiðis við meðferð lögreglunnar vegna kæru á hendur stuðningsfulltrúa sem starfaði á vegum barnaverndaryfirvalda og grunaður er um kynferðisbrot í starfi sínu með skjólstæðingum barnaverndaryfirvalda.“ Meira »

Sýnt að mistök voru gerð

2.2. „Sýnt þykir að mistök hafi verið gerð og harmar embættið að sú hafi verið raunin,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna dráttar sem varð á því að hafin yrði rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns sem tilkynnt var um í sumarlok 2017. Meira »

407 milljónir í meðferð kynferðisbrota

2.2. Ákveðið hefur verið að leggja til 407 milljóna viðbótarfjármagn á næsta ári til eflingar á meðferð kynferðisbrota hjá löggæslu, saksóknara og dómstólum. Þar af verða tæplega 290 milljónir sem viðbótarfjármagn á ársgrundvelli til framtíðar, en annað til sértækari verkefna frá einu upp í þrjú ár. Meira »

Dómsmálaráðherra boðar blaðamannafund

2.2. Dómsmálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem kynnt verða áform um að efla löggæsluna í landinu.  Meira »

Bein útsending frá ráðstefnunni í HR

5.1. Ráðstefnan Þögnin, skömmin og kerfið er nú við það að hefjast í Háskólanum í Reykjavík, en þar verður fjallað um nauðgun í víðu samhengi. Fjöldi fræði- og lögreglumanna, sálfræðinga og lögmanna munu flytja erindi í dag, ásamt öðrum sem starfað hafa með brotaþolum, en dagskrána má sjá hér fyrir neðan. Meira »

Reyna oft að geta í eyðurnar

15.11. „Oft er mikil hætta að brotaþoli reyni að geta í eyðurnar um hvað gerðist. Það getur haft neikvæð áhrif á trúverðugleika á framburð hans,“ segir réttargæslumaður um skýrslu brotaþola í kynferðisbrotamálum. Það sé margt sem virki ótrúverðugt en eigi sér fullkomlega eðlilegar sálfræðilegar skýringar. Meira »

Umræða um brotaþola kynferðisbrota

15.11. Nú fer fram málþing Orators um brotaþola í kynferðisbrotamálum og hvernig gerum við betur. Fylgjast má með því í beinni útsendingu hér. Meira »

Tilkynnt um 277 kynferðisbrot

2.11. Árið 2016 voru 277 kynferðisbrot tilkynnt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, eða að meðaltali 12 tilkynningar á hverja 10.000 íbúa. Langflestar tilkynningar bárust um brot sem áttu sér stað í miðborg Reykjavíkur, eða um 49 tilkynningar á hverja 10.000 íbúa með skráða búsetu þar. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

18.10. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Kynnir aðgerðaráætlun um kynferðisbrot

12.10. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra mun í næstu viku leggja fram aðgerðaráætlun um bætta meðferð kynferðisbrota. Aðgerðaráætlunin er afrakstur starfshóps sem settur var á laggirnar i mars i fyrra. Meira »

Aldrei fleiri ofbeldismál en í júlí

10.8. Hátt í fimmtíu ofbeldismál komu inn á borð Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, í júlí. Aldrei hafa fleiri mál komið inn á borð miðstöðvarinnar á einum mánuði, frá opnun hennar í mars. Af málunum fimmtíu fóru um fjörtíu inn á borð lögreglu. Meira »

Átta kynferðisbrot verið tilkynnt

9.8. Átta kynferðisbrot hafa verið tilkynnt um og eftir verslunarmannahelgina, og þar af sjö tengd útihátíðum. Þetta staðfestir Hrönn Stefánsdóttir, verk­efna­stjóri neyðar­mót­töku fyr­ir þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is á Land­spít­ala. Meira »

Ekki tilkynnt fleiri kynferðisbrot

7.8. Ekki hafa borist upplýsingar um kynferðisbrot síðasta sólarhringinn að sögn Hrannar Stefánsdóttur, verkefnisstjóra neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala. Alls hafa verið tilkynnt fimm kynferðisbrotamál um helgina. Meira »

Bílstjóri Ferðaþjónustu fatlaðra sýknaður

15.6. Hæstiréttur hefur sýknað karlmann sem ákærður hafði verið fyrir að hafa, sem bílstjóri hjá Ferðaþjónustu fatlaðra, í fjögur skipti haft samræði og önnur kynferðismök við konu sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Meira »

Hæstiréttur mildar nauðgunardóm

1.6. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að milda skuli fangelsisdóm yfir manni sem sakfelldur var í héraði fyrir að nauðga 16 ára stúlku á gistiheimili í Reykjavík. Maðurinn hlaut þriggja ára dóm í héraði í janúar en Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að maðurinn skuli sæta tveggja ára fangelsi. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn barnabörnum

10.5. Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn þremur barnabörnum sínum, en stúlkurnar voru á aldrinum 6 til 14 ára þegar brotin áttu sér stað og stóðu þau yfir í 10 til 11 ár. Meira »

Meintur nauðgari áfram í varðhaldi

9.5. Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að karlmaður sem er grunaður um að hafa nauðgað tveim­ur kon­um á hót­eli á Sel­fossi um miðjan febrúar sitji áfram í gæsluvarðhaldi. Meira »

„Þetta verður að vera minna!“

28.4. Þýska blaðið Der Spiegel hefur undir höndum samskipti milli Cristiano Ronaldo og fulltrúa hans í samningaviðræðum við konu sem sakaði knattspyrnumanninn um nauðgun. Þá hefur miðillinn undir höndum samningsgögnin, þar sem kennsl eru borin á Ronaldo. Meira »

Dæmdir fyrir hópnauðgun sem sýnd var í beinni

25.4. Dómstóll í Svíþjóð hefur dæmt þrjá unga karlmenn í fangelsi fyrir að hópnauðga konu og sýna beint frá árásinni á Facebook.  Meira »

Hafa handtekið 104 menn fyrir að falast eftir kynlífi við börn

21.4. Lögregluyfirvöld í Toronto hafa handtekið fleiri en 100 menn fyrir að nota internetið til að falast eftir kynlífi hjá börnum allt niður í 13 ára gömul. Um er að ræða aðgerð sem staðið hefur yfir í fjögur ár en ráðist var í hana eftir að lögregla komst að því að þriðjungur allra vændiskvenna sem voru handteknar í borginni voru 18 ára eða yngri. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um nauðgun

14.4. Hæstiréttur staðfesti fyrir helgi áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum á hóteli á Selfossi. Þá er hann grunaður um kynferðislega áreitni gagnvart þriðju konunni. Meira »

Sýknuð á grundvelli orðhefndar

12.4. Kona, sem lýsti árið 2015 í færslu á Facebook-síðu grunnskólaárgangs síns hópnauðgun og að hún hafi átt sér stað með „leyfi“ stjúpbróður síns, var í dag sýknuð af meiðyrðaákæru stjúpbróðursins. Þurfti stjúpbróðirinn einnig að greiða 950 þúsund krónur í málskostnað. Meira »

349 kynferðisbrot árið 2007, 501 í fyrra

5.4. Tilkynntum og kærðum kynferðisbrotum til lögreglu hefur fjölgað á undanförnum tíu árum. Árið 2007 voru þau 349 en samkvæmt bráðabirgðatölum síðasta árs var 501 brot kært eða tilkynnt til lögreglu. Meira »

„Nauðganafaraldur“ - 58 fleiri mál

30.3. 58 fleiri nauðgunarmál komu inn á borð til Stígamóta á árinu 2016 en 2015. Mikil aukning er á tilkynntum hópnauðgunum og lyfjanauðgunum. „Það er nærtækt að álykta að nauðgunarfaraldur hafi átt sér stað,“ segir talskona Stígamóta. Þá hafi átak samtakanna gert fólki auðveldara að stíga fram. Meira »

Meintur nauðgari áfram í haldi

23.3. Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að maður, sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum á hóteli á Selfossi, skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 12. apríl. Meira »

Grunaður um brot gegn fimm ára stúlku

15.3.2017 Hæstiréttur hefur vísað frá kæru karlmanns á úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, þar sem fallist var á að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu væri heimilt að rannsaka efnisinnihald farsíma hans. Lögregla telur rökstuddan grun vera um að hann hafi brotið gegn fimm ára stúlkubarni sambýliskonu sinnar. Meira »

„Veiðileyfi á máttvana konur“

7.3.2017 Þúsundir kalla nú eftir því að kanadískur héraðsdómari verði sviptur embætti eftir að hann sýknaði leigubílstjóra af kynferðisofbeldi með þeim orðum að ölvaðir einstaklingar gætu augljóslega veitt samþykki. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn stjúpdætrum

28.2.2017 Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn tveimur stjúpdætrum sínum þegar þær voru 15 ára. Í ákæru málsins segir að maðurinn hafi í að minnsta kosti fimm skipti áreitt aðra stúlkuna kynferðislega með því að káfa á maga, rassi og brjóstum hennar. Meira »

Segir meinta nauðgun „misskilning“

22.2.2017 Hæstiréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir spænskum karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju á hóteli á Suðurlandi um þarsíðustu helgi. Hann verður í haldi fram til 17. mars næstkomandi. Meira »

Grunaður um brot gegn þremur konum

17.2.2017 Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað spænskan karlmann í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna, til og með 17. mars. Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. Meira »