Kynferðisbrot í Hollywood

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sakaður um ósæmilega framkomu  í garð samstarfskvenna um áratuga skeið.

Fær ekki milljarðana greidda

07:58 Les Moonves, sem var yfirmaður bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins CBS, mun ekki fá greiddan starfslokasamning en hann var rekinn frá störfum vegna ásakana um að hafa beitt fjölmargar konur kyn­ferðisof­beldi eða áreitt þær kynferðislega. Meira »

Nýjar ásakanir á hendur Rush

í gær Ástralski leikarinn Geoffrey Rush var í dag sakaður um ósæmilega hegðun í garð leikkonu en þetta er önnur leikkonan sem sakar leikarann um ósæmilega hegðun. Hann segir ekkert hæft í ásökunum og er í málaferlum við ástralskt dagblað vegna fyrri ásakananna. Meira »

Eyddi gögnum af ótta við ákæru

5.12. Af ótta við að ferli hans í fjölmiðlum væri lokið og að hann yrði ákærður fyrir kynferðisbrot eyddi Leslie Moonves, forstjóri bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins CBS, gögnum og reyndi að afvegaleiða rannsóknina, segir í uppkasti að skýrslu sem lagt var fram á fundi stjórnar félagsins. Meira »

Nuddari kærir Spacey

29.9. Nuddari í Kaliforníu lagði í gær fram kæru á hendur leikaranum Kevin Spacey og sakar hann Spacey um að hafa káfað á sér þegar hann var í nuddi hjá honum. Meira »

Weinstein lék sér „eins og köttur að mús“

13.9. „Má ég daðra við þig?“ er meðal þess sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist segja í myndbandi af fundi hans og Melissu Thomp­son árið 2011. Þau funduðu til að ræða nýjar markaðsaðferðir en Thompson sakar Weinstein um áreitni og segir að hann hafi nauðgað sér nokkrum klukkustundum eftir fundinn. Meira »

Enn ein kæran á hendur Spacey

23.8. Ný kæra á hendur bandaríska leikaranum Kevin Spacey var lögð fram í vikunni. Að sögn saksóknara í Los Angeles barst kæran á þriðjudag en Spacey er sakaður um kynferðislegt ofbeldi. Fjölmargir hafa sakað leikarann um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Meira »

Rannsókn á Argento ekki hafin

20.8. Lögreglan í Los Angeles hefur ekki hafið rannsókn á meintri kynferðislegri misnotkun ítölsku leikkonunnar Asiu Argento á sautján ára unglingi fyrir fimm árum. Lögmaður Harvey Weinstein, sem Argento hefur sakað um nauðgun, hefur sakað hana um hræsni. Meira »

Tekjur af mynd Spacey 14 þúsund krónur

20.8. Kvikmyndin Billionaire Boys Club, sem er fyrsta myndin sem leikarinn Kevin Spacey kemur fram í frá því hann var sakaður um kynferðislegt ofbeldi, var frumsýnd á föstudag. Tekjur af myndinni námu 126 Bandaríkjadölum, sem svarar til tæplega 14 þúsund króna, á fyrsta sýningardegi. Meira »

Argento sökuð um kynferðislegt ofbeldi

20.8. Ítalska leikkonan Asia Argento, sem var ein af þeim sem leiddu #MeToo-hreyfinguna eftir að hafa sakað bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað henni, greiddi manni sem sakaði hana um kynferðislegt ofbeldi fyrir að þegja. Meira »

Vilja að mál gegn Weinstein verði felld niður

3.8. Lögmenn bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hafa farið fram á að mál skjólstæðings þeirra fyrir dómstóli í New York verði felld niður. Weinstein er sakaður um að hafa beitt þrjár konur kynferðislegu ofbeldi á árunum 2004, 2006 og 2011. Meira »

Anderson sakaður um kynferðislegt ofbeldi

24.7. Bandaríski leikarinn Anthony Anderson, sem fer með aðalhlutverkið í þáttaröðinni Black-ish, hefur verið kærður fyrir kynferðislegt ofbeldi en atvikið átti sér stað fyrir ári. Meira »

Segja Judd hafa gert kynferðislegan „samning“

19.7. Lögmenn Harveys Weinstein fara fram á það að dómari vísi málsókn leikkonunnar Ashley Judd frá þar sem hún hafi gert kynferðislegan „samning“ við hinn forsmáða kvikmyndaframleiðanda. Meira »

Besson sakaður um margvísleg kynferðisbrot

12.7. Önnur kona hefur sakað franska kvikmyndaleikstjórann og -framleiðandann Luc Besson um að beita hana kynferðislegu ofbeldi, skv. vef breska dagblaðsins Guardian. Meira »

Eiginkona Polanski neitar akademíunni

7.7. Eiginkona Roman Polanski, franska leikkonan Emmanuelle Seigner, greinir frá því í Journal du Dimanche að hún hafi hafnað boði um að verða hluti af bandarísku kvikmyndaakademíunni í mótmælaskyni við að eiginmanni hennar hafi verið vísað úr henni vegna nauðgunarmáls í Bandaríkjunum. Meira »

Þrjú ný mál gegn Spacey til rannsóknar

4.7. Þrjú ný mál gegn leikaranum Kevin Spacey eru til rannsóknar hjá bresku lögreglunni, samkvæmt heimildum BBC.   Meira »

Weinstein ákærður á ný

2.7. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið ákærður í New York í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn þriðju konunni í máli sem nær allt aftur til ársins 2006. Meira »

Weinstein lýsti yfir sakleysi sínu

5.6. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómara í morgun en hann var formlega ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í lok maí. Meira »

Weinstein ákærður fyrir nauðgun

31.5. Kvikmyndagerðarmaðurinn Harvey Weinstein var ákærður formlega fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í New York í gær. Lögmaður hans segir að Weinstein sé saklaus og harðneiti þessum ásökunum sem fram komi í ákærunni. Meira »

Ekki byrlað ólyfjan

29.5. Ekkert bendir til þess að leikkonu og fyrirsætu, sem sakaði franska kvikmyndagerðarmanninn Luc Besson um að hafa nauðgað sér á hóteli í París, hafi verið byrlað ólyfjan. Meira »

Weinstein laus gegn tryggingu

25.5. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið leystur úr haldi lögreglu gegn milljón dollara tryggingu, en hann var fyrr í dag handtekinn og ákærður fyrir nauðgun og fleiri kynferðisbrot gegn tveimur konum. Meira »

Weinstein ákærður fyrir nauðgun

25.5. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið ákærður fyrir nauðgun og fleiri kynferðisbrot gagnvart tveimur konum. Weinstein gaf sig sjálfur fram við lögreglu á Manhattan í New York í morgun og skömmu síðar var gefin út yfirlýsing um að hann hefði verið handtekinn og ákærður. Meira »

Weinstein gefur sig fram við lögreglu

25.5. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur gefið sig fram við lögreglu í New York en gera má ráð fyrir því að hann verði ákærður fyrir kynferðisbrot. Fjöldi blaða- og fréttamanna sátu fyrir Weinstein þegar hann mætti á lögreglustöðina á Manhattan nú fyrir skömmu. Meira »

Weinstein ekki velkominn aftur

19.5. Ítalska leikkonan Asia Argento, sem hefur sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér á kvikmyndahátíðinni í Cannes, segir að hann verði aldrei velkominn þangað aftur. Meira »

Krefjast hærri launa og öryggis

12.5. Stórstjörnur úr Hollywood, Cate Blanchett, Kristen Stewart og Salma Hayek, fóru fyrir hópi leikkvenna sem kröfðust þess að þær fengju jafnhá laun og karlmenn í kvikmyndaiðnaðinum. Konurnar mótmæltu á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Meira »

Grunaði aldrei neitt

10.5. Fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein segir í fyrsta viðtalinu, sem hún fer í síðan fjöldi kvenna sakaði Weinstein um kynferðisofbeldi, áreitni og hótanir, að hún hafi aldrei grunað hann um slíka hegðun. Meira »

Höfðar mál gegn Weinstein

2.5. Framleiðandi þáttaraða fyrir Netflix hefur höfðað mál gegn Harvey Weinstein í New York þar sem hann er sakaður um nauðganir, kynferðislegt ofbeldi og svívirðingar á fimm ára tímabili. Meira »

Telur að sér verði fyrirgefið

29.4. Harvey Weinstein telur að Hollywood muni á endanum fyrirgefa sér. Breski fréttamaðurinn Piers Morgan lætur hafa þetta eftir sér í fjölmiðlum en hann átti um klukkustundar langt viðtal við Weinstein í meðferðarstöðinni þar sem hann dvelur í Arizona. Meira »

Neyðarnúmer á Cannes-hátíðinni

27.4. Hægt verður að hringja í sérstakt neyðarnúmer til að tilkynna um kynferðislegt ofbeldi á meðan á hinni árlegu Cannes-kvikmyndahátíð stendur í Frakklandi dagana 8. til 19. maí. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn fjórum leikkonum á hátíðinni. Meira »

Segir Weinstein reynt að hafa samband

25.4. Leikkonan Rose McGowan segir að kvikmyndaframeiðandinn Harvey Weinstein hafi reynt að setja sig í samband við hana eftir að hún sakaði hann opinberlega um að hafa nauðgað sér. Þetta kemur fram í viðtali við hana í þættinum Victoria Derbyshire show sem sýndur er á BBC. Meira »

Fá Pulitzer fyrir að afhjúpa Weinstein

16.4. The New York Times og tímaritið New Yorker fengu í dag Pulitzer-verðlaunin í blaðamennsku í flokki almannaþjónustu fyrir umfjöllun sína um kynferðislega áreitni og ásakanir um kynferðisofbeldi í Hollywood. Meira »