Kynferðisbrot í Hollywood

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sakaður um ósæmilega framkomu  í garð samstarfskvenna um áratuga skeið.

Weinstein lék sér „eins og köttur að mús“

13.9. „Má ég daðra við þig?“ er meðal þess sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist segja í myndbandi af fundi hans og Melissu Thomp­son árið 2011. Þau funduðu til að ræða nýjar markaðsaðferðir en Thompson sakar Weinstein um áreitni og segir að hann hafi nauðgað sér nokkrum klukkustundum eftir fundinn. Meira »

Enn ein kæran á hendur Spacey

23.8. Ný kæra á hendur bandaríska leikaranum Kevin Spacey var lögð fram í vikunni. Að sögn saksóknara í Los Angeles barst kæran á þriðjudag en Spacey er sakaður um kynferðislegt ofbeldi. Fjölmargir hafa sakað leikarann um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Meira »

Rannsókn á Argento ekki hafin

20.8. Lögreglan í Los Angeles hefur ekki hafið rannsókn á meintri kynferðislegri misnotkun ítölsku leikkonunnar Asiu Argento á sautján ára unglingi fyrir fimm árum. Lögmaður Harvey Weinstein, sem Argento hefur sakað um nauðgun, hefur sakað hana um hræsni. Meira »

Tekjur af mynd Spacey 14 þúsund krónur

20.8. Kvikmyndin Billionaire Boys Club, sem er fyrsta myndin sem leikarinn Kevin Spacey kemur fram í frá því hann var sakaður um kynferðislegt ofbeldi, var frumsýnd á föstudag. Tekjur af myndinni námu 126 Bandaríkjadölum, sem svarar til tæplega 14 þúsund króna, á fyrsta sýningardegi. Meira »

Argento sökuð um kynferðislegt ofbeldi

20.8. Ítalska leikkonan Asia Argento, sem var ein af þeim sem leiddu #MeToo-hreyfinguna eftir að hafa sakað bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað henni, greiddi manni sem sakaði hana um kynferðislegt ofbeldi fyrir að þegja. Meira »

Vilja að mál gegn Weinstein verði felld niður

3.8. Lögmenn bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hafa farið fram á að mál skjólstæðings þeirra fyrir dómstóli í New York verði felld niður. Weinstein er sakaður um að hafa beitt þrjár konur kynferðislegu ofbeldi á árunum 2004, 2006 og 2011. Meira »

Anderson sakaður um kynferðislegt ofbeldi

24.7. Bandaríski leikarinn Anthony Anderson, sem fer með aðalhlutverkið í þáttaröðinni Black-ish, hefur verið kærður fyrir kynferðislegt ofbeldi en atvikið átti sér stað fyrir ári. Meira »

Segja Judd hafa gert kynferðislegan „samning“

19.7. Lögmenn Harveys Weinstein fara fram á það að dómari vísi málsókn leikkonunnar Ashley Judd frá þar sem hún hafi gert kynferðislegan „samning“ við hinn forsmáða kvikmyndaframleiðanda. Meira »

Besson sakaður um margvísleg kynferðisbrot

12.7. Önnur kona hefur sakað franska kvikmyndaleikstjórann og -framleiðandann Luc Besson um að beita hana kynferðislegu ofbeldi, skv. vef breska dagblaðsins Guardian. Meira »

Eiginkona Polanski neitar akademíunni

7.7. Eiginkona Roman Polanski, franska leikkonan Emmanuelle Seigner, greinir frá því í Journal du Dimanche að hún hafi hafnað boði um að verða hluti af bandarísku kvikmyndaakademíunni í mótmælaskyni við að eiginmanni hennar hafi verið vísað úr henni vegna nauðgunarmáls í Bandaríkjunum. Meira »

Þrjú ný mál gegn Spacey til rannsóknar

4.7. Þrjú ný mál gegn leikaranum Kevin Spacey eru til rannsóknar hjá bresku lögreglunni, samkvæmt heimildum BBC.   Meira »

Weinstein ákærður á ný

2.7. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið ákærður í New York í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn þriðju konunni í máli sem nær allt aftur til ársins 2006. Meira »

Weinstein lýsti yfir sakleysi sínu

5.6. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómara í morgun en hann var formlega ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í lok maí. Meira »

Weinstein ákærður fyrir nauðgun

31.5. Kvikmyndagerðarmaðurinn Harvey Weinstein var ákærður formlega fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í New York í gær. Lögmaður hans segir að Weinstein sé saklaus og harðneiti þessum ásökunum sem fram komi í ákærunni. Meira »

Ekki byrlað ólyfjan

29.5. Ekkert bendir til þess að leikkonu og fyrirsætu, sem sakaði franska kvikmyndagerðarmanninn Luc Besson um að hafa nauðgað sér á hóteli í París, hafi verið byrlað ólyfjan. Meira »

Weinstein laus gegn tryggingu

25.5. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið leystur úr haldi lögreglu gegn milljón dollara tryggingu, en hann var fyrr í dag handtekinn og ákærður fyrir nauðgun og fleiri kynferðisbrot gegn tveimur konum. Meira »

Weinstein ákærður fyrir nauðgun

25.5. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið ákærður fyrir nauðgun og fleiri kynferðisbrot gagnvart tveimur konum. Weinstein gaf sig sjálfur fram við lögreglu á Manhattan í New York í morgun og skömmu síðar var gefin út yfirlýsing um að hann hefði verið handtekinn og ákærður. Meira »

Weinstein gefur sig fram við lögreglu

25.5. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur gefið sig fram við lögreglu í New York en gera má ráð fyrir því að hann verði ákærður fyrir kynferðisbrot. Fjöldi blaða- og fréttamanna sátu fyrir Weinstein þegar hann mætti á lögreglustöðina á Manhattan nú fyrir skömmu. Meira »

Weinstein ekki velkominn aftur

19.5. Ítalska leikkonan Asia Argento, sem hefur sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér á kvikmyndahátíðinni í Cannes, segir að hann verði aldrei velkominn þangað aftur. Meira »

Krefjast hærri launa og öryggis

12.5. Stórstjörnur úr Hollywood, Cate Blanchett, Kristen Stewart og Salma Hayek, fóru fyrir hópi leikkvenna sem kröfðust þess að þær fengju jafnhá laun og karlmenn í kvikmyndaiðnaðinum. Konurnar mótmæltu á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Meira »

Grunaði aldrei neitt

10.5. Fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein segir í fyrsta viðtalinu, sem hún fer í síðan fjöldi kvenna sakaði Weinstein um kynferðisofbeldi, áreitni og hótanir, að hún hafi aldrei grunað hann um slíka hegðun. Meira »

Höfðar mál gegn Weinstein

2.5. Framleiðandi þáttaraða fyrir Netflix hefur höfðað mál gegn Harvey Weinstein í New York þar sem hann er sakaður um nauðganir, kynferðislegt ofbeldi og svívirðingar á fimm ára tímabili. Meira »

Telur að sér verði fyrirgefið

29.4. Harvey Weinstein telur að Hollywood muni á endanum fyrirgefa sér. Breski fréttamaðurinn Piers Morgan lætur hafa þetta eftir sér í fjölmiðlum en hann átti um klukkustundar langt viðtal við Weinstein í meðferðarstöðinni þar sem hann dvelur í Arizona. Meira »

Neyðarnúmer á Cannes-hátíðinni

27.4. Hægt verður að hringja í sérstakt neyðarnúmer til að tilkynna um kynferðislegt ofbeldi á meðan á hinni árlegu Cannes-kvikmyndahátíð stendur í Frakklandi dagana 8. til 19. maí. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn fjórum leikkonum á hátíðinni. Meira »

Segir Weinstein reynt að hafa samband

25.4. Leikkonan Rose McGowan segir að kvikmyndaframeiðandinn Harvey Weinstein hafi reynt að setja sig í samband við hana eftir að hún sakaði hann opinberlega um að hafa nauðgað sér. Þetta kemur fram í viðtali við hana í þættinum Victoria Derbyshire show sem sýndur er á BBC. Meira »

Fá Pulitzer fyrir að afhjúpa Weinstein

16.4. The New York Times og tímaritið New Yorker fengu í dag Pulitzer-verðlaunin í blaðamennsku í flokki almannaþjónustu fyrir umfjöllun sína um kynferðislega áreitni og ásakanir um kynferðisofbeldi í Hollywood. Meira »

Byrlaði leikkonunni ólyfjan

11.4. Bandaríski leikarinn Bill Cosby byrlaði leikkonunni Heidi Thomas ólyfjan í víni sem gerði hana syfjaða í fjóra daga árið 1984. Þetta kom fram í vitnisburði hennar við réttarhöldin sem nú standa yfir leikaranum. Meira »

Toback ekki ákærður

10.4. Bandaríski leikstjórinn James Toback, sem hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi á áreitni í garð um 40 kvenna, verður ekki ákærður í Los Angeles að sögn saksóknara. Meira »

Krefjast svara um rannsókn á Weinstein

20.3. Sex mánuðum eftir að upp fór að komast um alvarleg og ítrekuð kynferðisbrot kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein er þrýstingur um að sækja hann til saka vegna brota þessara farinn að magnast. Meira »

Forseti kvikmyndakademíunnar ásakaður um kynferðislega áreitni

17.3. Rannsókn stendur yfir á John Bailey, forseta Bandarísku kvikmyndaakademíunnar, vegna ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni. Síðastliðinn miðvikudag barst akademíunni þrjár ábendingar þar sem Bailey er sakaður um kynferðislega áreitni. Variety greindi fyrst frá málinu. Meira »