Kynferðisbrot í Hollywood

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sakaður um ósæmilega framkomu  í garð samstarfskvenna um áratuga skeið.

Weinstein lýsti yfir sakleysi sínu

5.6. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómara í morgun en hann var formlega ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í lok maí. Meira »

Weinstein ákærður fyrir nauðgun

31.5. Kvikmyndagerðarmaðurinn Harvey Weinstein var ákærður formlega fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í New York í gær. Lögmaður hans segir að Weinstein sé saklaus og harðneiti þessum ásökunum sem fram komi í ákærunni. Meira »

Ekki byrlað ólyfjan

29.5. Ekkert bendir til þess að leikkonu og fyrirsætu, sem sakaði franska kvikmyndagerðarmanninn Luc Besson um að hafa nauðgað sér á hóteli í París, hafi verið byrlað ólyfjan. Meira »

Weinstein laus gegn tryggingu

25.5. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið leystur úr haldi lögreglu gegn milljón dollara tryggingu, en hann var fyrr í dag handtekinn og ákærður fyrir nauðgun og fleiri kynferðisbrot gegn tveimur konum. Meira »

Weinstein ákærður fyrir nauðgun

25.5. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið ákærður fyrir nauðgun og fleiri kynferðisbrot gagnvart tveimur konum. Weinstein gaf sig sjálfur fram við lögreglu á Manhattan í New York í morgun og skömmu síðar var gefin út yfirlýsing um að hann hefði verið handtekinn og ákærður. Meira »

Weinstein gefur sig fram við lögreglu

25.5. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur gefið sig fram við lögreglu í New York en gera má ráð fyrir því að hann verði ákærður fyrir kynferðisbrot. Fjöldi blaða- og fréttamanna sátu fyrir Weinstein þegar hann mætti á lögreglustöðina á Manhattan nú fyrir skömmu. Meira »

Weinstein ekki velkominn aftur

19.5. Ítalska leikkonan Asia Argento, sem hefur sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér á kvikmyndahátíðinni í Cannes, segir að hann verði aldrei velkominn þangað aftur. Meira »

Krefjast hærri launa og öryggis

12.5. Stórstjörnur úr Hollywood, Cate Blanchett, Kristen Stewart og Salma Hayek, fóru fyrir hópi leikkvenna sem kröfðust þess að þær fengju jafnhá laun og karlmenn í kvikmyndaiðnaðinum. Konurnar mótmæltu á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Meira »

Grunaði aldrei neitt

10.5. Fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein segir í fyrsta viðtalinu, sem hún fer í síðan fjöldi kvenna sakaði Weinstein um kynferðisofbeldi, áreitni og hótanir, að hún hafi aldrei grunað hann um slíka hegðun. Meira »

Höfðar mál gegn Weinstein

2.5. Framleiðandi þáttaraða fyrir Netflix hefur höfðað mál gegn Harvey Weinstein í New York þar sem hann er sakaður um nauðganir, kynferðislegt ofbeldi og svívirðingar á fimm ára tímabili. Meira »

Telur að sér verði fyrirgefið

29.4. Harvey Weinstein telur að Hollywood muni á endanum fyrirgefa sér. Breski fréttamaðurinn Piers Morgan lætur hafa þetta eftir sér í fjölmiðlum en hann átti um klukkustundar langt viðtal við Weinstein í meðferðarstöðinni þar sem hann dvelur í Arizona. Meira »

Neyðarnúmer á Cannes-hátíðinni

27.4. Hægt verður að hringja í sérstakt neyðarnúmer til að tilkynna um kynferðislegt ofbeldi á meðan á hinni árlegu Cannes-kvikmyndahátíð stendur í Frakklandi dagana 8. til 19. maí. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn fjórum leikkonum á hátíðinni. Meira »

Segir Weinstein reynt að hafa samband

25.4. Leikkonan Rose McGowan segir að kvikmyndaframeiðandinn Harvey Weinstein hafi reynt að setja sig í samband við hana eftir að hún sakaði hann opinberlega um að hafa nauðgað sér. Þetta kemur fram í viðtali við hana í þættinum Victoria Derbyshire show sem sýndur er á BBC. Meira »

Fá Pulitzer fyrir að afhjúpa Weinstein

16.4. The New York Times og tímaritið New Yorker fengu í dag Pulitzer-verðlaunin í blaðamennsku í flokki almannaþjónustu fyrir umfjöllun sína um kynferðislega áreitni og ásakanir um kynferðisofbeldi í Hollywood. Meira »

Byrlaði leikkonunni ólyfjan

11.4. Bandaríski leikarinn Bill Cosby byrlaði leikkonunni Heidi Thomas ólyfjan í víni sem gerði hana syfjaða í fjóra daga árið 1984. Þetta kom fram í vitnisburði hennar við réttarhöldin sem nú standa yfir leikaranum. Meira »

Toback ekki ákærður

10.4. Bandaríski leikstjórinn James Toback, sem hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi á áreitni í garð um 40 kvenna, verður ekki ákærður í Los Angeles að sögn saksóknara. Meira »

Krefjast svara um rannsókn á Weinstein

20.3. Sex mánuðum eftir að upp fór að komast um alvarleg og ítrekuð kynferðisbrot kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein er þrýstingur um að sækja hann til saka vegna brota þessara farinn að magnast. Meira »

Forseti kvikmyndakademíunnar ásakaður um kynferðislega áreitni

17.3. Rannsókn stendur yfir á John Bailey, forseta Bandarísku kvikmyndaakademíunnar, vegna ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni. Síðastliðinn miðvikudag barst akademíunni þrjár ábendingar þar sem Bailey er sakaður um kynferðislega áreitni. Variety greindi fyrst frá málinu. Meira »

Hefði vilja ræða málið við nefndina

7.3. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, segir að framsetning og afstaða úrskurðarnefndar hafi verið óvænt, en úrskurðarnefndin komst þeirri niðurstöðu að málsmeðferð biskups á kvörtun einnar konunnar hefði í veigamiklum þáttum verið ábótavant og ekki í samræmi við meginreglur stjórnsýslulaga. Meira »

Weinstein snýr aftur til Hollywood

2.3. Svo virðist sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hafi snúið aftur til Hollywood, rétt í tæka tíð fyrir Óskarsverðlaunahátíðina sem fer fram á sunnudag. Reyndar ekki í eigin persónu, heldur í formi gylltrar styttu í sem götulistamaðurinn Plastic Jesus útbjó og kom fyrir á Hollywood Walk of Fame í gær. Meira »

„Ég kenndi sjálfum mér um“

23.2. Leikarinn Brendan Fraser opnaði sig í fyrsta skipti um kynferðislega áreitni, sem hann varð fyrir sumarið 2003, í viðtali við GQ. Meira »

New York stefnir Weinstein and Co

11.2. New York-ríki hefur höfðað mál á hendur Harvey Weinstein, bróður hans og fyrirtæki þeirra Weinstein and Co fyrir svívirðileg brot á borgaralegum réttindum og mannréttindum starfsfólks, sem og brot á viðskiptalögum. Meira »

„Jill var lögð í einelti“

9.2. Framleiðandinn og fyrrverandi umboðsmaður leikkonunnar Rose McGowan, Jill Messick, framdi sjálfsmorð en hún lést í Los Angeles á miðvikudaginn. Massick var umboðsmaður McGowan árið 1997 þegar McGowan sakaði Harvey Weinstein um nauðgun. Meira »

Þrjú Weinstein-mál til saksóknara

9.2. Lögreglan í Los Angeles hefur afhent ríkissaksóknara þrjú mál þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sakaður um kynferðislegt ofbeldi. Meira »

Fannst sársauki sinn of lítill

8.2. Salma Hayek beið með að segja frá samskiptum sínum við Harvey Weinstein. „Ég byrjaði að gráta þegar þau báðu mig og endaði á því að gera það ekki,“ sagði leikkonan. Meira »

Aldrei aftur Allen

19.1. Einangrun leikstjórans Woody Allen eykst dag frá degi vegna ásakana um að hann hafi beitt dóttur sína, Dylan Farrow, kynferðislegu ofbeldi fyrir meira en 25 árum síðan. Breski leikarinn Colin Firth bættist í gærkvöldi í hóp þeirra leikara sem ætla aldrei aftur að vinna með leikstjóranum. Meira »

Þriðja málið gegn Spacey rannsakað

18.1. Breska lögreglan er að rannsaka ásakanir á hendur bandaríska leikaranum Kevin Spacey um að hann hafi beitt mann kynferðislegu ofbeldi í miðborg London árið 2005. Meira »

Allir heimsins peningar

10.1. Hvers vegna Mark Wahlberg fékk fimmtán hundruð sinnum hærri fjárhæð fyrir endurupptökur á atriðum í kvikmyndinni All the Money in the World en Michelle Williams er spurning sem ýmsir velta fyrir sér þessa dagana. Meira »

Craig McLachlan sakaður um áreitni

8.1. Ástralski leikarinn Craig McLachlan hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af hálfu þriggja kvenna en hann neitar sök.  Meira »

Skera upp herör gegn áreitni

8.1. Stjörnurnar í Hollywood voru samstíga á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í nótt. Skera þarf upp herör gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Meira »