Kynferðisbrot í Hollywood

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sakaður um ósæmilega framkomu  í garð samstarfskvenna um áratuga skeið.

New York stefnir Weinstein and Co

11.2. New York-ríki hefur höfðað mál á hendur Harvey Weinstein, bróður hans og fyrirtæki þeirra Weinstein and Co fyrir svívirðileg brot á borgaralegum réttindum og mannréttindum starfsfólks, sem og brot á viðskiptalögum. Meira »

Þrjú Weinstein-mál til saksóknara

9.2. Lögreglan í Los Angeles hefur afhent ríkissaksóknara þrjú mál þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sakaður um kynferðislegt ofbeldi. Meira »

Aldrei aftur Allen

19.1. Einangrun leikstjórans Woody Allen eykst dag frá degi vegna ásakana um að hann hafi beitt dóttur sína, Dylan Farrow, kynferðislegu ofbeldi fyrir meira en 25 árum síðan. Breski leikarinn Colin Firth bættist í gærkvöldi í hóp þeirra leikara sem ætla aldrei aftur að vinna með leikstjóranum. Meira »

Allir heimsins peningar

10.1. Hvers vegna Mark Wahlberg fékk fimmtán hundruð sinnum hærri fjárhæð fyrir endurupptökur á atriðum í kvikmyndinni All the Money in the World en Michelle Williams er spurning sem ýmsir velta fyrir sér þessa dagana. Meira »

Skera upp herör gegn áreitni

8.1. Stjörnurnar í Hollywood voru samstíga á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í nótt. Skera þarf upp herör gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Meira »

Vill milljarð í bætur frá Weinstein

21.12. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein og fyrrverandi framleiðslufyrirtæki hans hafa verið kærð af fyrrverandi aðstoðarframleiðanda sjónvarpsþáttarins Marco Polo sem var sýndur á Netflix. Meira »

Neitar því að hafa beitt konuna ofbeldi

20.12. Leikarinn T.J. Miller bætist í hóp þeirra manna í Hollywood sem hafa verið áskaðir um kynferðislegt ofbeldi. Miller og eiginkona hans komu með sína hlið á málinu. Meira »

Meryl Streep svarar Rose McGowan

19.12. Leikkonan Meryl Streep þvertekur fyrir það að hafa vitað af kynferðisafbrotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Rose McGowan, eitt fórnarlamb hans, átti erfitt með að trúa því. Meira »

Vinkona dóttur Hoffman stígur fram

15.12. Þrjár konur í viðbót stigu fram og sökuðu Óskarsverðlaunaleikarann Dustin Hoffman um kynferðislegt ofbeldi. Lögmaður Hoffman segir sögurnar ósannar og ærumeiðandi. Meira »

„Ég var algjörlega niðurbrotin“

14.12. Tónlistarframleiðandinn Russell Simmons nauðgaði að minnsta kosti þremur konum sem voru á mála hjá tónlistarfyrirtæki hans Def Jam Recordings. Þetta segja konurnar í viðtali við New York Times í dag. Þáttastjórnandinn Tavis Smiley hefur verið leystur frá störfum vegna ásakana um ósæmilega hegðun. Meira »

Í mál vegna ásakana um nauðgun

9.12. Charlie Sheen hefur höfðað mál gegn slúðurblaðinu National Enquirer fyrir að hafa gefið í skyn í umfjöllun sinni að hann hefði beitt leikarann Corey Haim kynferðisofbeldi er hann var á barnsaldri. Meira »

Weinstein beitti bæði hótunum og skjalli

6.12. Harvey Weinstein réði yfir heilum her aðstoðarmanna er kom að kynferðisbrotum hans. Þetta var m.a. fólk sem sá um að þagga niður í þeim sem vildu gera brot hans opinber, njósnurum sem færðu honum upplýsingar sem hann gat notað til að kúga aðra til þagnar. Meira »

Stjórnandi Today Show rekinn

29.11. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur rekið Matt Lauer, stjórnanda morgunþáttarins The Today Show, vegna ásakana um ósæmilega kynferðislega hegðun hans. Meira »

Sakar Carter um nauðgun

22.11. Leik- og söngkonan Melissa Schuman hefur sakað Nick Carter um nauðgun fyrir 15 árum. Carter er einn liðsmanna strákabandsins Backstreet Boys. Meira »

Í leyfi vegna „óæskilegra faðmlaga“

21.11. Annar stofnandi Pixar og yfirmaður teiknimynda hjá Disney, John Lasseter, er farinn í sex mánaða leyfi vegna „óæskilegra faðmlaga“. Meira »

„Jill var lögð í einelti“

9.2. Framleiðandinn og fyrrverandi umboðsmaður leikkonunnar Rose McGowan, Jill Messick, framdi sjálfsmorð en hún lést í Los Angeles á miðvikudaginn. Massick var umboðsmaður McGowan árið 1997 þegar McGowan sakaði Harvey Weinstein um nauðgun. Meira »

Fannst sársauki sinn of lítill

8.2. Salma Hayek beið með að segja frá samskiptum sínum við Harvey Weinstein. „Ég byrjaði að gráta þegar þau báðu mig og endaði á því að gera það ekki,“ sagði leikkonan. Meira »

Þriðja málið gegn Spacey rannsakað

18.1. Breska lögreglan er að rannsaka ásakanir á hendur bandaríska leikaranum Kevin Spacey um að hann hafi beitt mann kynferðislegu ofbeldi í miðborg London árið 2005. Meira »

Craig McLachlan sakaður um áreitni

8.1. Ástralski leikarinn Craig McLachlan hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af hálfu þriggja kvenna en hann neitar sök.  Meira »

Mál gegn Weinstein og Toback til saksóknara

3.1. Saksóknaraembætti Los Angeles er nú með til skoðunar að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.   Meira »

Saka framleiðanda um misnotkun

21.12. Átta fyrrverandi barnastjörnur í Hollywood hafa stigið fram og sakað framleiðandann Gary Goddard um kynferðislega misnotkun eða tilraunir til misnotkunar. Meira »

Fær milljarð við skilnað við Weinstein

20.12. Georgina Chapman, eiginkona Harvey Weinstein, mun ekki þurfa að kvarta undan peningaleysi þegar hún skilur við Weinstein. Chapman fór frá kvikmyndaframleiðandanum í haust eftir að upp komst um kynferðislegt ofbeldi hans. Meira »

Weinstein setti ferilinn af sporinu

16.12. „Hér er þetta. Staðfesting á því að Harvey Weinstein setti feril minn út af sporinu, eitthvað sem mig grunaði en var ekki viss um,“ segir leikkonan Mira Sorvino á Twitter-síðu sinni í gær. Meira »

Spurlock játar sök og segist vera hluti af vandamálinu

14.12. Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Spurlock hefur játað opinberlega að hafa gerst sekur um kynferðislega áreitni. Hann segist vera „hluti af vandamálinu“. Meira »

Hayek: „Weinstein var skrímslið mitt“

13.12. Leikkonan Salma Hayek fjallar um samskipti sín við bandarísk kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein í aðsendri grein sem birt er í New York Times í dag. Segir Hayek að árum saman hafi Weinstein verið skrímslið sitt. Meira »

„Kvöld eftir kvöld fór ég heim og grét“

8.12. „Dustin hvíslaði: „Hærra, hærra,“ og reyndi þannig að fá mig til að færa hendur mínar upp fætur hans í átt að kynfærum hans. Ég gerði það ekki.“ Svona lýsir leikkonan Kathryn Rossetter meðal annars kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir af hendi bandaríska leikarans Dustin Hoffman. Meira »

Rush hættur vegna ásakana

2.12. Óskarsverðlaunaleikarinn Geoffrey Rush hefur sagt af sér sem forseti Áströlsku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar vegna ásakana á hendur honum um „ósæmilega hegðun”. Meira »

Thurman sendi Weinstein kalda kveðju

25.11. Leikkonan Uma Thurman sendi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein virkilega kaldar kveðjur á þakkargjörðarhátíðinni.  Meira »

Fleiri saka Spacey um áreitni

22.11. Breska lögreglan er með tvær ásakanir um kynferðislega áreitni af hendi bandaríska leikarans Kevin Spacey til rannsóknar. Lögreglan greindi frá því í dag að nýjar ásakanir hefðu borist en áður hafði rannsókn hafist vegna annars máls fyrr í mánuðinum. Meira »

Tóku þátt Rose af dagskrá

21.11. Nokkrar sjónvarpsstöðvar hafa ákveðið að hætta sýningum á spjallþætti Charlies Rose í kjölfar ásakana kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Meira »