Kynferðislegt áreiti

Ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar

14.12. Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi fyrrverandi kærustu sinnar, stórfelldar ærumeiðingar í hennar garð og að hafa móðgað hana og smánað með því að hafa skrifað rætin ummæli um hana og birt myndir af henni á vefnum, meðal annars fáklæddri. Meira »

Greiða starfsmönnum miskabætur

22.8. Leigubílafyrirtækið Uber en langt komið með að ljúka samkomulagi um að greiða fórnarlömbum kynferðislegrar áreitni og mismununar miskabætur en um 56 mál er að ræða. Meira »

Láti vita að sér misbjóði áreitið

1.4.2017 Sálfræðingurinn Einar Gylfi Jónsson er bjartsýnn á að frásagnir Sölku Sólar og annarra tónlistarkvenna af kynferðislegu áreiti sem þær sæta í starfi leiði til vitundarvakningar. Kannanir hafa sýnt að sumar stéttir verða fyrir meira áreiti en aðrar og segir hann það mannlega skyldu að skipta sér af. Meira »

Bögg frá farþega sem er vel í glasi

30.3.2017 „Ég viðurkenni að það á sér alveg stað áreitni um borð. Það er samt ekki algengt og gerist ekki daglega,“ segir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, og kveður starfsmenn í fluginu þurfa að taka á ýmsu. Meira »

„Helmingurinn hérna inni vill ríða þér“

28.3.2017 „Ég er búin að vera í tónlistarbransanum frá því að ég byrjaði að spila með Stuðmönnum 16 ára og get eiginlega talið á fingrum mér hversu oft ég hef fengið einhver komment sem stinga mig,“ segir tónlistarkonan Stefanía Svavarsdóttir. Hún lenti þó nýlega í uppákomu sem hún er ekki til í að leiða hjá sér. Meira »

Strákarnir eru spólgraðir í þig

28.3.2017 „Það er eiginlega algengara frekar en ekki að einhver sé að atast í þér og kommenta á það hvernig þú lítur út á þeim skemmtunum þar sem áfengi er haft um hönd,“ segir tónlistarkonan Elísabet Ormslev. Hún segir verstu upplifun sína af slíku áreiti hafa átt sér stað í litlum bæ úti á landi. Meira »

Ókunnugur maður kleip í rassinn á Sölku

26.3.2017 Söng- og fjölmiðlakonan Salka Sól Eyfeld lenti í miður góðri reynslu á árshátíð Icelandair um helgina þar sem hún kom fram. Salka var við það að stíga á svið þegar ókunnugur maður kleip hana í rassinn. Meira »