Kynferðislegt ofbeldi í íþróttum

Fjölmargir knattspyrnumenn hafa stigið fram og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir af hálfu knattspyrnuþjálfara í yngri flokkum enska boltans. Talið er að mun fleiri mál eigi eftir að koma upp og innan fleiri flokka íþróttagreina.

Fundinn sekur um fjölda brota

13.2. Fyrr­ver­andi knatt­spyrnuþjálf­ar­inn Barry Benn­ell hefur verið fundinn sekur um fjölmörg kynferðisbrot gegn drengjum. Brotin áttu sér stað á níunda áratugnum en fórnarlömb Bennel voru yngri en 16 ára. Meira »

15 ára varð ófrísk eftir þjálfarann

22.6.2017 Fyrrum þjálfari kanadíska unglingalandsliðs kvenna í skíðaíþróttum hefur verið fundinn sekur um kynferðisbrot gegn níu ungum íþróttakonum á árunum 1991 til 1998. Meira »

Barnaníðingur neitar sök

16.1.2017 Fyrrverandi knattspyrnuþjálfarinn Barry Bennell neitar ásökunum þess efnis að hann hafi beitt dreng kynferðislegu ofbeldi. Hann er sakaður um að hafa beitt drenginn ofbeldi átta sinnum. Meira »

Allt niður í fjögurra ára börn

21.12.2016 Börn, allt niður í fjögurra ára gömul, eru talin hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi innan bresku íþróttahreyfingarinnar. Rannsókn á barnaníði í ensku knattspyrnunni vindur sífellt upp á sig. Meira »

Grunaður um að þagga niður kynferðisafbrot

11.12.2016 Enska knattspyrnusambandið hefur vikið yfirmanni knattspyrnumála hjá enska félaginu Crewe frá störfum vegna rannsóknar á kynferðisafbrotamálum í knattspyrnuhreyfingunni. Meira »

83 grunaðir um barnamisnotkun

9.12.2016 Lögreglan í Bretlandi segir að alls liggi nú 83 einstaklingar undir grun vegna rannsóknar sem stendur yfir á kynferðisofbeldi gegn börnum í fótbolta. Meira »

Kynferðisbrot verða ekki liðin

8.12.2016 Forseti FIFA, Gianni Infantino, segir sambandið ekki líða kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Meira »

Fór í sturtu með ungum leikmönnum

7.12.2016 Fyrrverandi knattspyrnumaður frá Möltu heldur því fram að þjálfari hafi haft það fyrir sið að fara í sturtu með leikmönnum þegar hann starfaði hjá maltneska knattspyrnusambandinu. Meira »

Þetta var óviðeigandi framkoma

7.12.2016 Matthew Le Tissier, einn þekktasti knattspyrnumaðurinn í sögu Southampton og fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir að hann hafi upplifað afar óviðeigandi framkomu af hálfu Bob Higgins, fyrrverandi yfirmanns unglingamála hjá félaginu, sem hefur verið ásakaður um að hafa beitt unga leikmenn Southampton kynferðislegu ofbeldi. Meira »

Brotamaður enn í fótboltanum

3.12.2016 Fyrrverandi starfsmaður enska knattspyrnufélagsins Southampton sem sakaður var um kynferðislegt ofbeldi gagnvart ungum drengjum er enn við störf í kringum fótboltann á Englandi. Meira »

„Þeir reyndu að þagga niður í mér“

2.12.2016 Fyrrverandi leikmaður Chelsea heldur því fram að félagið hafi greitt honum 50 þúsund pund (7 milljónir íslenskra króna) gegn því skilyrði að hann myndi ekki tjá sig um kynferðislegt ofbeldi sem hann varð fyrir af hendi yfirnjósnara félagsins þegar hann var yngri. Meira »

Lögregla í 15 héruðum rannsakar misnotkunina

1.12.2016 Tæplega 900 manns hafa hringt í neyðarlínu barnaverndarsamtaka vegna kynferðislegrar misnotkunar í yngri deildum enska fótboltans. Ekki er nema vika frá því að símanúmerið var opnað, en þeim sem greint hafa opinberlega frá misnotkun sem þeir sættu af hálfu þjálfara í æsku fjölgar stöðugt. Meira »

„Ég ætlaði að drepa manninn“

30.11.2016 Derek Bell, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnufélagsins Newcastle, segir að hann hafi viljað drepa þjálfarann sem áreitti hann kynferðislega á áttunda áratug síðustu aldar. Meira »

Eitt mesta hneyksli sögunnar

29.11.2016 Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins, segir þau mál sem komið hafa upp um kynferðislega misnotkun þjálfara á ungum iðkendum vera einn mesta skandal sem komið hefur upp í enskri knattspyrnusögu. Meira »

Barnaníðingur fannst meðvitundarlaus

28.11.2016 Barnaníðingurinn Barry Bennell var fluttur á sjúkrahús eftir að hann fannst meðvitundarlaus í húsi í Stevenage í Englandi á föstudagskvöld. Meira »

Brotið gegn 20 leikmönnum í sjö liðum

27.11.2016 Sífellt fjölgar í hópi knattspyrnumanna sem hafa verið beittir kynferðislegu ofbeldi af hálfu þjálfara sinna í yngri flokkunum. Er nú vitað um rúmlega 20 leikmenn hjá sjö félögum. Þar á meðal eru þekkt knattspyrnufélög í enska boltanum. Meira »

Óttast að fórnarlömbin skipti hundruðum

26.11.2016 Varað er við því að von sé á holskeflu barnaníðsmála í breskum íþróttafélögum á næstunni í kjölfar þess að fjórir knattspyrnumenn hafa tjáð sig opinberlega um ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hálfu fyrrverandi þjálfara yngri flokka Crewe. Meira »

Forsvarsmenn Crewe vissu af misnotkuninni

26.11.2016 Forsvarsmenn breska fótboltaliðsins Crewe Alexandra vissu þegar á seinni hluta níunda áratugarins að Barry Bennell, þjálfari yngri deilda, hefði verið sakaður um kynferðislega misnotkun. Bennell hélt engu að síður áfram að þjálfa liðið árum saman að því er fréttavefur Guardian hefur eftir fyrrum formanni fótboltafélagsins. Meira »

Þjálfari nauðgaði honum 100 sinnum

25.11.2016 Fjórir fyrrverandi fótboltamenn hafa nú sagt opinberlega frá þeirri kvöl sem þeir hafa liðið eftir að hafa verið beittir kynferðislegu ofbeldi af þjálfurum sínum á barnsaldri. Meira »

Sá fjórði staðfestir kynferðislega misnotkun

23.11.2016 Fjórði enski knattspyrnumaðurinn hefur stigið fram og skýrt frá því að hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu þjálfara þegar hann var á barnsaldri. Meira »

Þjálfari áreitti landsliðsmann: „Hann var skrímsli“

23.11.2016 Enski miðillinn Mirror birtir í dag afar óhugnarlega frásögn knattspyrnumannsins fyrrverandi, Paul Stewart, sem gerði garðinn frægan með liðum á borð við Liverpool og Tottenham og á árum áður. Meira »