Læknirinn í eldhúsinu

Fátt verra en að klára gasið

24.2. Ragnar Frey Ingvarsson eða Lækninn í eldhúsinu þarf ekki að kynna fyrir neinum en hann hefur yfir að ráða forláta eldhúsi sem hann hannaði sjálfur. Meira »

Girnilegasta pítsa norðan Alpafjalla

15.2. Ókey - þetta er formlega girnilegasta pítsa sem sést hefur á norðurhveli jarðar frá því um aldamótin. Eða því sem næst. Hún verður prufuð á mínu heimili í kvöld því þrátt fyrir að ég sé oft á tíðum kjánalega fastheldin á mitt meðlæti verð ég að prófa þetta. Meira »

Sonur læknisins sló heldur betur í gegn

30.12. Það kemur fyrir besta fólk að vakna upp á aðfangadagsmorgun og átta sig á því að það gleymdi að gera ísinn fyrir aðfangadagsmáltíðina. Líka Ragnar Frey, Lækninn í eldhúsinu, sem lenti í þessari skelfingu sem hann sagði reyndar að væri engin harmleikur enda á hann ráð undir rifi hverju. Meira »

Saltfiskur sem slær alltaf í gegn

17.12. Hér gefur að líta saltfiskuppskrift úr smiðju Ragnars Freys Ingvarssonar - sem er landsmönnum betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu. Hér fáum við dýrari týpuna af uppskrift þar sem myndband fylgir með. Meira »

Magnað kartöflumeðlæti frá Lækninum

24.11. „Það er morgunljóst að kartöflur og ostur passa ótrúlega vel saman,“ segir hinn eini sanni Læknir í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson. Ragnar kættist á dögunum þegar frétt birtist um að væntanlegur væri á markað nýr íslenskur ostur. Meira »

Nautasteik að hætti Marco Pierre White

12.10. Marco Pierre White er með merkilegri matreiðslumönnum veraldar og er saga hans sérlega áhugaverð. Jafnframt kunni hann að elda betur en flestir og því er þessi uppskrift gæðavottuð í gegn ef svo má að orði komast. Meira »

Úrvalslambalæri með ekta soðsósu og soðnum kartöflum

29.9. Það er komið haust og því fátt meira viðeigandi en gott lambalæri með sósu sem setur allt á hliðina – eða því sem næst. Þessi einstaklega skemmtilega uppskrift kemur úr smiðju Ragnars Freys Ingvarssonar eða Læknisins í eldhúsinu sem er nú ekki vanur að klikka. Meira »

Dásemdar fiskréttur innblásinn af Tjöruhúsinu

10.9. Hér gefur að líta blálöngu sem er afbragðsfiskur í alla staði - bragðgóð og afar þétt og góð í sér enda í algjöru uppáhaldi hjá mörgum. Meira »

Sous vide steik sem er löðrandi í ostum

31.8. Það er formlega skítaveður framundan um næstum allt land á næstu dögum og þá má maður gera vel við sig í mat og drykk. Það má líka færa sannfærandi rök fyrir því að þetta sé ketómáltíð og þá geta allir verið glaðir. Meira »

Ljúffengur lax með þremur sósum

23.7. Lax er herramannsmatur og ekki spillir fyrir ef hann er villtur. Hér er einstaklega skemmtileg uppskrift að laxi sem á endanum var borinn fram í hrísgrjónapappír að austurlenskum hætti. Meira »

Er sólginn í djúpsteiktan mat

28.6. Ragnar Freyr Ingvarsson, lyf og gigtarlæknir er ef til vill betur þekktur sem Læknirinn í Eldhúsinu. En hann hefur skrifað matreiðslubækur og tekið upp fjölda sjónvarpsþátta þar sem hann kynnir sér mat og matarmenningu, ásamt því að töfra fram ljúffenga rétti á öllum vígstöðum. Meira »

Framúrskarandi Bernaise sósa frá lækninum

2.2.2016 Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson, elskar Bernaise sósu og „sous vide“ eldað nautakjöt.   Meira »

Ljúffeng ommiletta með karmelliseruðum lauk

18.1.2016 „Þó að eiginkonan og táningurinn hafi verið á Íslandi um helgina hefur húsið okkar í Brighton ekki verið tómlegt. Óperinn okkar, Þórhildur, var með vinkonur sínar í heimsókn og við gerðum okkar besta við að bjóða þær velkomnar.“ Meira »

Læknirinn mælir með kjúklingasalati

16.1.2016 Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson, þurfti aðeins að skera niður í mataræði sínu eftir jólin. Hér kemur kjúklingasalat sem fitar minna. Meira »

Jólamatnum reddað

14.12.2015 Ragnar Freyr Ingvarsson, Læknirinn í eldhúsinu, er hér með uppskrift að guðdómlegri jólamáltíð. Þeir sem voru að fá kvíðakast yfir matnum á aðfangadag geta andað léttar. Meira »

Chablis-kjúklingur og 40 hvítlauksrif

30.7.2015 Fjórði þáttur af Lækninum í eldhúsinu frá Ragnari Ingvarssyni er kominn í loftið. Í þessum þætti sýnir hann okkur hvernig má matreiða kjúkling á tvo vegu. Dásamlega girnilegt. Meira »

Dásamlegt Risotto með nýjum aspas

23.7.2015 „Þá er kominn fimmtudagur á nýjan leik og komið að þriðja þættinum. Þessi þáttur er tileinkaður risotto og pastaréttum. Vilhjálmur Bjarki, sonur minn, er mér innan handar,“ seg­ir Ragn­ar Freyr Ingvars­son, Lækn­ir­inn í eld­hús­inu, en hér fyr­ir neðan er þátt­ur 3 í serí­unni Lækn­ir­inn í eld­hús­inu sem sýnd­ir voru á Skjá­Ein­um. Í þessum þætti eldar hann meðal annars gómsætt Risotto með aspas. Meira »

Ríkulega fylltir portobellosveppir

16.7.2015 Í þætti 2 af Lækninum í eldhúsinu fyllir hann portobellosveppi og töfrar fram kræsingar eins og honum er einum lagið.   Meira »

Sjónvarpsþættir Læknisins í eldhúsinu sýndir á mbl.is

9.7.2015 Eitt vinsælasta matarblogg landsins er Læknirinn í eldhúsinu á mbl.is. Nú eru þættir Ragnars Freys Ingvarssonar til sýninga á mbl.is. Meira »

Læknirinn í eldhúsinu 1. þáttur

9.7.2015 Á næstu vikum ætlum við að fylgjast með Ragnari Frey Ingvarssyni elda í þáttunum, Læknirinn í eldhúsinu. Grísakótilettur frá Normandí gjörið svo vel. Meira »