Landsdómur

Á von á skiptum skoðunum

17.9. Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um „óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni“ er vongóður um að tillagan verði samþykkt á Alþingi en hún verður tekin til fyrri umræðu í dag. Meira »

Alþingi álykti að málshöfðun hafi verið röng

14.9. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni sem 15 þingmenn úr þremur flokkum leggja fram. Meira »

Vilja að beðist verði afsökunar

6.4. Fimmtán þingmenn leggja nafn sitt við þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun gegn fjórum ráðherrum þann 28. september 2010 vegna starfa þeirra í ríkisstjórn fyrir efnahagshrunið. Auk þess eigi ráðherrarnir skilið afsökunarbeiðni. Meira »

Símtal Davíðs og Geirs rætt

24.11.2017 Bankaráð Seðlabanka Íslands kom saman til fundar í gær til að ræða birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi bankastjóra Seðlabankans, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, frá 6. október 2008. Meira »

Þingið álykti um landsdómsmálið

23.11.2017 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni. Meira »

„Var hugsað sem pólitísk aðför“

23.11.2017 „Þrátt fyrir að dómstólinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að lögin um landsdóm standist Mannréttindasáttmálann breytir það ekki þeirri niðurstöðu sem ég held að flestir séu sammála um að atkvæðagreiðslan á Alþingi var pólitísk.“ Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

„Má segja að ríkið sleppi með þetta“

23.11.2017 „Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Það má segja að ástæðan sé sú að umfang málsins fyrir Mannréttindadómstólnum er miklu minna en lagt var upp með í kærunni.“ Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, í samtali við mbl.is. Meira »

Geir segist virða niðurstöðuna

23.11.2017 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segist virða niðurstöðu Mannréttindadómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu með dómi Landsdóms í apríl 2012 gegn Geir. Meira »

Ríkið sýknað í landsdómsmáli

23.11.2017 Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm í dag að íslenska ríkið hefði ekki brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var dæmdur í landsdómi í apríl 2012. Meira »

Dæmt í máli Geirs í dag

23.11.2017 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg kveður upp dóm sinn í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu í dag. Meira »

Dómurinn barn síns tíma

7.3.2017 „Fyrsta skrefið er að koma á fót sérfræðihóp sem gæti undirbúið tillögur um úrbætur á stjórnarskrá, lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm,“ segir Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, um hugmyndir að breytingu á landsdómi. Meira »

Vill leggja landsdóm af

6.3.2017 „Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali sem birt er í tímariti Lögréttu og kemur út í dag. Um það er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Mál Geirs tekið fyrir hjá Mannréttindadómstól

26.11.2013 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka fyrir mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn Íslandi vegna Landsdómsmálsins. Dómstóllinn hefur þegar sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem þetta kemur fram og spurningar um málsmeðferðina sem ber að svara fyrir mars næstkomandi. Meira »

Kannast ekki við að hafa hótað stjórnarslitum

4.11.2013 „Ég kannast ekki við að hafa hótað einum eða neinum stjórnarslitum vegna þessa máls. Ég skil ekki í hvaða samhengi það á að geta staðist. Ég ber það af mér.“ Meira »

SUS hvetur ráðherra til að biðjast afsökunar

26.8.2013 Ungir sjálfstæðismenn skora á tvo ráðherra Framsóknarflokksins, Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson, að biðjast afsökunar á að hafa tekið þátt í samþykkt ákærunnar á hendur Geir H. Haarde. Meira »

Landsdómslögin ekki vandamálið

1.7.2013 „Er það landsdómslögunum að kenna að meirihluti þingmanna ákærði Geir H. Haarde?“ spyr Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á Facebook-síðu sinni og bætir við. „Er þessum þingmönnum ekki veitt skjól með því að hefja umræður um afnám laganna í stað þess að beina athygli að hvernig þeim var misbeitt?“ Meira »

Fagna því að leggja eigi Landsdóm niður

1.7.2013 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fagnar ályktun þings Evrópuráðsins frá því á föstudaginn og segir hana lýsa fordæmingu á pólitískum sakamálaréttarhöldum þar sem fólk er ákært fyrir pólitískar ákvarðanir eða skoðanir. Meira »

Áfram ráðherraábyrgð án Landsdóms

30.6.2013 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fagnar fyrirætlunum Bjarna Benediktssonar um að leggja niður Landsdóm. Hann segir þó „klárt mál“ að einhver löggjöf þurfi að vera um ráðherraábyrgð. Meira »

Rangt að efna til Landsdóms

30.6.2013 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði á facebook-síðu sinni í dag að enn einu sinni hefði fengist staðfesting á því hversu rangt það hefði verið, pólitískt, siðferðislega og réttarfarslega, að kalla saman Landsdóm til að rétta yfir Geir H. Haarde. Meira »

„Kemur mér ekkert á óvart“

30.6.2013 „Það kemur mér ekkert á óvart þótt stjórnmálamönnum standi stuggur af Landsdómi vegna þess að meðan hann er við lýði er alltaf sá möguleiki til staðar að stjórnmálamenn þurfi að standa fyrir máli sínu gagnvart honum,“ segir Ólína Þorvarðardóttir um fyrirætlanir um að leggja niður Landsdóm. Meira »

Ætla að leggja niður landsdóm

29.6.2013 Ríkisstjórnin ætlar að setja af stað vinnu sem miðar að því að breyta lögum og leggja niður landsdóm.  Meira »

Stjórnmálum og refsimáli gegn Geir blandað saman

10.6.2013 Andri Árnason, lögmaður Geirs H. Haarde fyrir Landsdómi, segir að í skýrsludrögum sem lögð hafa verið fram fyrir laga- og mannréttindanefnd Evrópuþingsins sé ekki bara tekið á ákærunni á hendur heldur einnig dómnum sjálfum. Meira »

Geir kærir til Mannréttindadómstóls

21.10.2012 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur ákveðið að láta reyna á rétt sinn fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í Strassborg og hefur lögmaður hans þegar sent dómstólnum ítarlegt kæruskjal þar sem farið er yfir málsatvik og dæmi um „stórlega aðfinnsluverð vinnubrögð“. Meira »

Kostaði skattborgara yfir 187 milljónir

18.10.2012 Skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Bernódusson, segir að búið sé að taka að mestu saman kostnað embættis saksóknara Alþingis vegna landsdómsmálsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Meira »

Ekki hægt að komast í skjöl Landsdóms

10.10.2012 Ekki er hægt að skoða skjöl Landsdóms, en þau eru geymd í skjalasafni Hæstaréttar. Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar og ritari Landsdóms, segir að Þjóðskjalasafnið vilji ekki taka við skjölum sem eru yngri en 30 ára. Meira »

Málið gegn Geir misheppnað

2.10.2012 Tilraunir til þess að saka Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, um glæpsamlegt athæfi er dæmi um það hvernig það eitrar pólitíska umræðu án þess að réttlætið nái fram að ganga að láta stjórnmálaleiðtoga bera lagalega ábyrgð á pólitískum ákvörðunum sínum. Meira »

Landsdómur vekur ugg

8.5.2012 Þingmenn á Evrópuráðsþinginu, þingi Evrópuráðsins í Strassborg, horfa til réttarhaldanna yfir Geir H. Haarde fyrir Landsdómi með hugsanleg pólitísk réttarhöld í einhverju aðildarríkja sambandsins í huga. Meira »

Fyrirkomulagið úr sér gengið

2.5.2012 Ákæra í dómsmáli þarf að byggja á faglegu og yfirveguðu lögfræðilegu mati en núverandi fyrirkomulag býður upp á að önnur sjónarmið dragist inn í það mat. Þetta segir Róbert R. Spanó, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, en hann hélt erindi um dóm Landsdóms á opnum fundi um dóminn fyrr í dag. Meira »

Hefðu getað sakfellt fyrir vanrækslu

2.5.2012 Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis í málinu gegn Geir H. Haarde, segir að Landsdómi hefði verið í lófa lagið að sakfella Geir samkvæmt 141. grein almennra hegningarlaga, líkt og gerð var varakrafa um. Hún segist ósátt við meðferð dómaranna á þeirri kröfu. Meira »

Verða að lesa stjórnarskrána

2.5.2012 Ganga verður út frá því að dómur Landsdóms geti haft töluvert fordæmisgildi fyrir störf ríkisstjórnar og sérstaklega störf forsætisráðherra. Þetta sagði Róbert Spanó á málstofu um dóminn nú síðdegis. Ljóst sé að stjórnmálamenn geti ekki skýlt sér bak við hefðir og venjur andspænis stjórnarskrá. Meira »