Landsréttur

Dómaraskipun ekki fyrirstaða

22.3. Einn þeirra dómara sem dæmdi í máli Glitnis gegn Stundinni fyrir Landsrétti var Ragnhildur Bragadóttir sem er einn af dómurum sem skipaðir voru í embætti dómara í ferli sem Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur gert athugasemd við. Hæstiréttur staðfesti í dag dóms Landsréttar í málinu. Meira »

Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

20.3. Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Meira »

Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

20.3. Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt. Meira »

Óskýr ummæli í dómi MDE

20.3. Björg Thorarensen, prófessor við Háskóla Íslands, telur að túlka verði niðurstöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot á ákvæðum Mannréttindasáttmálans þannig að hún gildi aðeins um fjóra dómara Landsréttar þar sem dómsmálaráðherra vék frá tillögum hæfnisnefndar en ekki þannig að dóm­stóll­inn í heild sinni telj­ist ekki skipaður lög­um sam­kvæmt. Ummæli í dóminum um þetta séu hins vegar óskýr. Meira »

„Óþolandi og ólíðandi“

20.3. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, segir stöðuna sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar dómara í Landsrétti vera bæði óþolandi og ólíðandi. Meira »

Mikið svigrúm til að bregðast við

20.3. Mestu skiptir í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í síðustu viku að Landsréttur fái að starfa áfram af fullum þunga. Þetta sagði Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn. Meira »

Málþing vegna dóms MDE í beinni

20.3. Lagastofnun Háskóla Íslands efnir til málþings í hádeginu í dag í tilefni af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki samræmst kröfum sjöttu greinar Mannréttindasáttmála Evrópu um að skipan dómstóls skuli ákveðin með lögum. Streymt verður beint frá málþinginu. Meira »

Dómur MDE ný tegund óskapnaðar

19.3. „Að íhuguðu máli leyfi ég mér að efast um að afgreiðsla MDE [Mannréttindadómstóls Evrópu] sé réttarfarslegt gustukaverk, heldur tel ég að niðurstaðan sé ný tegund óskapnaðar, sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt.“ Meira »

Telur málið verða ríkissjóði dýrt

18.3. „Ég fagna yfirlýsingu hæstvirts forsætisráðherra um að hún hyggist vinna þetta mál í samvinnu við alla flokka. Samfylkingin er tilbúin til að koma að þeirri vinnu enda verði hún byggð á vandvirkni og virðingu fyrir Mannréttindadómstólnum.“ Meira »

Hyggst nálgast málið af yfirvegun

18.3. „Við stöndum hér frammi fyrir mjög vandasömu en mikilvægu verkefni. Í erfiðum málum eins og hér um ræðir er niðurstaðan sjaldnast einsýn og það á ekki að láta eins og svo sé,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra í umræðum á Alþingi í dag um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Búi sig undir að fjölga dómurum

18.3. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að mögulega þyrftu alþingismenn að vera undir það búnir að samþykkja á næstunni fjölgun dómara við Landsrétt, til þess að tryggja eðlilegt starfsumhverfi dómstólsins í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Taldi tillöguna ekki tímabæra

18.3. „Ég taldi þessa tillögu einfaldlega ekki tímabæra,“ segir Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, í samtali við mbl.is spurð um bókun stjórnar Dómstólasýslunnar fyrir helgi sem síðan var send til fjölmiðla en Hervör greiddi atkvæði gegn henni. Meira »

Í beinni: Katrín gefur skýrslu

18.3. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun gefa munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu við upphaf þingfundar kl. 14 í dag. Meira »

Hervör lagðist gegn bókuninni

18.3. Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, greiddi atkvæði gegn bókun stjórnar dómstólasýslunnar vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í síðasta mánuði þar sem fram kom að meta skyldi áhrif málskots til yfirdeildar dómstólsins áður en slík ákvörðun yrði tekin. Meira »

Forsætisráðherra fer yfir viðbrögð stjórnvalda

18.3. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur skýrslu á Alþingi klukkan 14 þar sem hún fer yfir viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Ráðherra fór nokkuð geyst fram

18.3. Ekki var einhugur innan stjórnar dómstólasýslunnar um samþykkt bókunar eftir fund hennar á föstudag, en tilefnið var dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars síðastliðnum er varðar skipun dómara í Landsrétt. Meira »

Minnihlutaálit eins og skoðanapistill

17.3. Hvaða mál sem er fyrir Landsrétti, þar sem einhver af dómurunum fjórum sem dómsmálaráðherra skipaði gegn hæfismati nefndar, hefði getað orðið prófmál fyrir Mannréttindadómstólnum. Þetta er mat Sveins Andra Sveinssonar lögmanns. Meira »

Eins og 5:2-tap en ánægja með mörkin

17.3. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, hefði stutt aðra vantrauststillögu á Sigríði Andersen hefði hún komið fram á þingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann hefði ekki látið VG þvinga sig til að setja ráðherra síns flokks til hliðar. Meira »

Ber skylda til að gegna störfum áfram

16.3. Þeim fjórum dómurum Landsréttar, sem tilkynnt var í gær að myndu ekki taka þátt í dómstörfum við Landsrétt eftir dóm Mannréttindadómstólsins í vikunni, ber skylda til að gegna störfum sínum áfram með þeim hætti sem starfsskyldur þeirra mæla fyrir um. Þetta segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari. Meira »

Vilja fjölga dómurum við Landsrétt

15.3. Á fundi dómstólasýslunnar fyrr í dag var bókun samþykkt þar sem þess er farið á leit við dómsmálaráðuneytið að það hlutist til um lagabreytingu um að heimilt verði að fjölga dómurum við Landsrétt. Meira »

Þórdís Kolbrún tók við dómsmálunum

15.3. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fékk afhentan lykil að dómsmálaráðuneytinu í dag, en Sigríður Á. Andersen víkur úr embætti dómsmálaráðherra eftir að hafa sagt embætti sínu lausu. Meira »

Breytt dagskrá hjá Landsrétti

15.3. Forseti Landsréttar segir að frá og með 18. mars muni Landsréttur starfa samkvæmt breyttri dagskrá sem birt verður á heimasíðu réttarins. Ellefu dómarar munu sinna dómstörfum en þau Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason og Jón Finnbjörnsson munu að svo stöddu ekki taka þátt í dómstörfum. Meira »

Ákveða um mál fyrir Landsrétti í dag

15.3. Tekin verður ákvörðun í dag um hvernig dagskrá Landsréttar verður háttað í næstu viku, segir Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, í samtali við mbl.is. Landsréttur frestaði öllum málum sem var á dagskrá dómstólsins í þessari viku fram að helgi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Sérlög til lausnar Landsréttarmálsins

15.3. „Íslendingar hafa tilhneigingu til að fara á taugum ef eitthvað er sagt um íslensk málefni í útlöndum,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, um viðbrögð við dóm Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Landsréttarmálinu í pistli á vef lögmannstofu hans. Meira »

„Ekki að tala um margra mánaða skipun“

14.3. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir leggur áherslu á það að þessi þróun mála, að hún bæti dómsmálunum ofan á málefni ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, sé „auðvitað tímabundin ráðstofun.“ Meira »

Var ekki viðbúin dómnum

14.3. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi ekki átt von á niðurstöðunni sem greint var frá á þriðjudagsmorgun, er hún sjálf var stödd í Bandaríkjunum. Hvað þá því, að tveimur dögum seinna yrði hún stödd á ríkisráðsfundi á Bessastöðum, þar sem dómsmálaráðherra myndi láta af embætti. Meira »

Á ekki von á hléi í Landsrétti

14.3. Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, líst vel á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir taki við af Sigríði Andersen sem dómsmálaráðherra. Hann segir að niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu hafi komið á óvart. Meira »

Full eining, engar framboðsræður

14.3. „Auðvitað er öllum ljóst að svona verður þetta ekki til langframa,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um þá ákvörðun að skipa Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, einnig dóms­málaráðherra. Meira »

„Þá yrði nú gaman!“

14.3. „Hvernig væri að einhver þeirra málsaðila, sem mátti þola dóm Hæstaréttar þar sem slíkir dómarar sátu í dómi, kærði nú málsmeðferð Hæstaréttar til MDE?“ spyr Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, á vefsíðu lögmannsstofu sinnar JSG lögmenn í dag. Meira »

Endurspeglar óróa hjá Sjálfstæðisflokki

14.3. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ýjaði að því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi forðast það að rugga bátnum innan þingflokksins með því að skipa Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, einnig dómsmálaráðherra. Meira »