Landsréttur

Niðurstaða MDE haggi ekki skipun dómara

1.7. Fræðimennirnir Björg Thorarensen og Davíð Þór Björgvinsson segja ekki sjálfgefið að dómur gangi í Landsréttarmálinu. Þá haggi niðurstaða MDE ekki niðurstöðu Hæstaréttar þó svo að niðurstaða MDE kunni að vera sú að íslenska ríkið hafi brotið gegn 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Meira »

Skjót niðurstaða MDE mikilvæg

30.6. „Mér finnst mjög gott hvað þeir vinna þetta hratt, að þeir hafi ákveðið að beita ákveðinni flýtimeðferð varðandi þetta mál," Segir Helga Vala Helgadóttir, alþingiskona og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um mál Landsréttar fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Meira »

Yfirlýsing ráðherra „barnsleg óskhyggja“

30.6. „Það er ánægjulegt að dómstólinn hafi ákveðið að taka málið til meðferðar og það er einsdæmi í Íslandssögunni að mál hafi verið tekið þetta hratt og örugglega fyrir,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður. Meira »

Mannréttindadómstóll skoðar Landsréttarmál

28.6. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar og krafist skýringa frá íslenska ríkinu. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Aðeins er um mánuður síðan Hæstiréttur úrskurðaði að að seta Arnfríðar Einarsdóttur, dómara í Landsrétti, væri ekki brot á lögum, Meira »

Ekki vanhæf vegna tengsla

30.5. Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar frá 6. mars síðastliðnum, um að hafna beri kröfu ónafngreinds ákærða um að landsréttardómararnir Ásmundur Helgason og Ragnheiður Harðardóttir víki sæti í máli hans. Meira »

Segir rök Vilhjálms ekki sannfærandi

25.5. „Þetta er að mínu mati alveg fjarstæðukennt,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, um áform Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, verjanda Guðmundar Andra Ástráðssonar, að vísa máli skjólstæðings síns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Hugsað til að létta ráðherra lífið

24.5. Fulltrúi í dómnefnd um hæfi dómara lét þess getið í umræðum í málstofu á lagadeginum í lok síðasta mánaðar að nefndin hefði valið þá leið að meta 15 umsækjendur hæfa í 15 embætti Landsréttardómara til þess að létta dómsmálaráðherra lífið svo hann þyrfti ekki sjálfur að velja á milli umsækjenda og hætta sér þannig út í pólitískar deilur. Meira »

„Þetta kemur mér ekki á óvart“

24.5. „Þetta er svo sem bara í samræmi við það sem ég hef haldið fram um lögmæti skipunar dómaranna allra við Landsrétt þannig að þetta kemur mér ekki á óvart. Það er auðvitað ánægjulegt að nú liggi fyrir staðfesting á því frá Hæstarétti.“ Meira »

Vísað til Mannréttindadómstólsins

24.5. Landsréttarmálinu svonefnda verður vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, við mbl.is. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli ákæruvaldsins gegn Guðmundi Andra Ástráðssyni. Meira »

Arnfríður ekki vanhæf

24.5. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli ákæruvaldsins gegn Guðmundi Andra Ástráðssyni. Í málinu var haldið fram vanhæfi Arnfríðar Einarsdóttur, dómara við Landsrétt. Arnfríður var því ekki vanhæf til að fjalla um málið. Meira »

Sagði Landsréttarmálið dæmi um spillingu

23.5. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, nefndi Landsréttarmálið og umræðuna um ferðakostnað þingmanna sem dæmi um hve hægt gengi að vinna gegn spillingu á Íslandi á opinni málstofu í Hörpu í dag undir yfirskriftinni Reynsla Íslands af baráttu gegn spillingu á meðal þingmanna. Meira »

Mun krefjast skaðabóta

22.4. Lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson mun krefjast þess að umbjóðandi hans fái skaðabætur verði hann sakfelldur í máli í Landsrétti. Meira »

Dæmir í máli Arnfríðar

18.4. Hæstiréttur hefur samþykkt að veita leyfi til áfrýjunar í máli sem Arnfríður Einarsdóttir dæmdi í Landsrétti. Rétturinn mun því skera úr um hvort Arnfríður hafi verið með réttu handhafi dómsvalds þegar hún dæmdi í málinu. Meira »

Vísar ummælunum til föðurhúsanna

16.4. „Hvað í ræðumennsku háttvirts þingmanns telur hún að grafi undan dómstólum landsins?“ spurði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Ríkissaksóknari vill úrlausn Hæstaréttar

15.4. Ríkissaksóknari mælir með því að fá úrlausn Hæstaréttar um það hvort skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem Landsréttardómara hafi verið samkvæmt lögum, en í máli sem nú er rekið fyrir dómstólum hefur lögmaður krafist þess að Arnfríður víki sæti vegna vanhæfis. Meira »

17 mánuðir fyrir ítrekuð brot

23.3. Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 17 mánuði. Maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Kallar eftir gögnum um stigagjöf

12.3. Bréf verða send út á næstunni vegna skoðunar umboðsmanns Alþingis á því hvort ástæða sé til þess að hefja frumkvæðisathugun á notkun stigagjafar við mat á umsækjendum um opinber störf þar sem óskað verður eftir gögnum um málið. Meira »

Hæstiréttur vísar frá kæru Vilhjálms

8.3. Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu lögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar um að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari víki sæti í máli umbjóðanda Vilhjálms sem rekið er í Landsrétti. Meira »

Dómarar sem deilt er um dæma í Hæstarétti

7.3. Gert er ráð fyrir því að fjórir landsréttardómara, sem skipaðir voru af dómsmálaráðherra á síðasta ári en voru ekki á meðal þeirra umsækjenda sem hæfisnefnd lagði til að yrðu skipaðir, dæmi í málum í Hæstarétti samkvæmt vefsíðu réttarins. Meira »

Segir 33 vera í stjórnarmeirihlutanum

7.3. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar- og nýsköpunarmála, segist líta svo á að 33 þingmenn skipi stjórnarmeirihlutann en ekki 35 eftir atkvæðagreiðsluna vegna vantrauststillögu gegn Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Meira »

Leið í leikjafræði gagnvart ríkisstjórninni

6.3. „Hér var talað um að rísa upp úr vantrausti og ég verð að segja það að sú umræða sem á sér stað hér í dag gefur mér alla vega til kynna að sum stjórnmálaöfl í þessu landi virðast vilja nærast á vantrausti og ala á vantrausti,“ sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðu um vantrauststillögu á þingi í dag. Meira »

„Þessu máli er auðvitað ekkert lokið“

6.3. „Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði vegna þess að við töldum þetta nauðsynlegt skref til að endurreisa traust á dómsmálum í landinu.“ Þetta sagði formaður Samfylkingarinnar eftir að vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata í garð dómsmálaráðherra var felld í kvöld með 29 atkvæðum gegn 33. Meira »

Vonar að þvarginu sé nú lokið

6.3. „Ég er bara ánægð að hafa fengið það staðfest að ég njóti trausts þingsins og þakklát fyrir að það hafi komið fram. Það er í sjálfu sér ágætt að þessi vantrausttillaga loksins kom, svo lengi var búið að boða hana,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Meira »

Vantrauststillagan gegn ráðherra felld

6.3. Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata gegn Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra sem tekin var til umræðu á Alþingi nú síðdegis var felld á áttunda tímanum í kvöld. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn VG, studdu tillöguna og gerðu þau bæði grein fyrir atkvæði sínu. Meira »

„Loksins kom vantrauststillagan“

6.3. Lagaákvæði um Landsrétt eru ekki mörg en alveg skýr og ráðherra fylgdi lagabókstafnum í einu og öllu, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, er hún tók til máls í umræðu um vantrauststillögu Samfylkingar og Pírata í hennar garð. Sagði hún í minnum haft hvernig þingmenn greiði atkvæði um málið. Meira »

„Það eru svik við Alþingi“

6.3. „Ég vantreysti ráðherra og vona að það geri sem flestir,“ sagði Jón Þór Ólafson, þingmaður Pírata, við umræðu um vantrauststillögu Samfylkingarinnar og Pírata í garð Sigríðar H. Andersen dómsmálaráðherra, sem hófst á þingi um hálffimmleytið í dag. Meira »

Á undarlegu ferðalagi

6.3. Það er fagnaðarefni að fá tækifæri til að binda formlega enda á þetta mál, sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Umræða um vantrauststillögu Samfylkingar og Pírata í garð Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi. Meira »

Ábyrgð þingmanna mikil

6.3. Það er síður en svo léttvægt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra, sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, við upphaf umræðu um vantrauststillögu Samfylkingarinnar og Pírata í garð Sigríðar H. Andersen dómsmálaráðherra sem hófst á þingi um hálffimmleytið í dag. Meira »

„Áhugaverð hótun til þjóðarinnar“

6.3. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði á Alþingi grín að orðum sjálfstæðismannsins Páls Magnússonar frá því í Kastljósi í gær. Páll sagði þá að stjórnarandstaðan ætti að bíða með vantrauststillögu því ráðherrar ættu eftir að gera stærri mistök en að klúðra skipun dómara í heilt nýtt dómstig. Meira »

Ræða vantrauststillögu í dag

6.3. Vantrauststillaga sem lögð hefur verið fram gegn Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra verður tekin fyrir á þingi síðar í dag. Steingrímur J. Sigfússon þingforseti fundaði með þingflokksformönnum klukkan 13. Niðurstaða fundarins var sú að vantrauststillagan yrði tekin fyrir á eftir. Meira »