Landsréttur

Landsréttur metur Arnfríði hæfa

22.2. Landsréttur úrskurðaði rétt í þessu að kröfu þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti dómara í máli umbjóðanda Vilhjálms H. Vilhjálmssonar er hafnað. Meira »

Mælti gegn valdi ráðherra

12.2. Haustið 2015 lét dómnefnd reynslu af lögmannsstörfum ráða dómaravali í Hæstarétt. Þrír sóttu um lausa dómarastöðu og taldi nefndin Karl Axelsson hæfastan. Meira »

Neitar að afhenda gögn

10.2. Gunnlaugur Claessen, formaður dómnefndar vegna umsókna um dómarastöður við Landsrétt, segir fundargerðir nefndarinnar ekki verða afhentar að sinni. Nefndin muni ræða málið síðar. Meira »

Enginn vilji til að nýta landsdóm

8.2. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi hvort hann væri ábyrgur fyrir setu annarra ráðherra síns flokks í ríkisstjórn. Ef ekki, hver væri þá ábyrgur fyrir því. Meira »

Gerir hlé á rannsókn sinni

6.2. Tekin var ákvörðun um það á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag að gera hlé á rannsókn nefndarinnar á embættisfærslum Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra í tengslum við skipun dómara við Landsrétt á meðan málið er til skoðunar hjá umboðsmanni Alþingis. Meira »

Sjálfstæði Landsréttar umdeilanlegt

6.2. Skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við Landsrétt gefur umbjóðanda Vilhjálms H. Vilhjálmssonar réttmætar efasemdir um sjálfstæði dómstólsins, að sögn Vilhjálms, sem gerði grein fyrir kröfu um að Arnfríður víki sæti í dómsmáli umbjóðanda hans í Landsrétti nú fyrir hádegi. Meira »

„Mjög alvarleg réttaróvissa“

5.2. Jón Þór Ólafsson spurði dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt og vísaði til frétta af því að lögmaður hefði lagt fram kröfu um að dómari við Landsrétt víki sæti úr dómsmáli sem taka átti fyrir í Landsrétti á morgun. Hann sagði vafann um lögmæti skipanarinnar skapa alvarlega réttaróvissu. Meira »

Krafan tekin fyrir í fyrramálið

5.2. Ef Landsréttur samþykkir ekki kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar um vanhæfi dómarans Arnfríðar Einarsdóttur, verður niðurstaðan kærð til Hæstaréttar, að sögn Vilhjálms. Málsaðilar fá tækifæri til að tjá sig um kröfuna í fyrramálið. Meira »

Krafa um að Landsréttardómari víki

4.2. Lögð hefur verið fram krafa í Landsrétti um að Arnfríður Einarsdóttir dómari víki sæti í dómsmáli vegna vanhæfis. Arnfríður er ein af fjórum dómurum Landsréttar sem voru ekki á lista sérstakrar hæfnisnefndar en dómsmálaráðherra lagði til að yrðu skipaðir. Meira »

Nefndin íhugar að hleypa umboðsmanni að

4.2. Til greina kemur að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd dragi sig í hlé í Landsréttarmálinu til að hleypa umboðsmanni Alþingis að. Þetta sagði Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar, í Silfrinu á RÚV í dag. Meira »

„Við treystum ráðherranum“

2.2. „Það er nú fráleit söguskýring að varpa þessu yfir á Viðreisn,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, um frétt mbl.is þar sem orð þingflokksformanns og fyrrverandi formanns flokksins um skipan dómara við Landsrétt voru rifjuð upp. Hann segir þingmenn Viðreisnar hafa treyst orðum ráðherrans. Meira »

Viðreisn stöðvaði lista dómnefndarinnar

1.2. „Það vorum við sem rákum hana til baka vegna þess að við hefðum ekki hleypt fyrri listanum í gegn,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, í júní í fyrra. Vísaði hún þar til lista dómnefndar yfir þá sem nefndin taldi hæfasta til þess að gegna embættum dómara við Landsrétt. Meira »

Sigríður vildi birta gögnin

1.2. „Hvernig stendur á því að ráðherra getur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl án þess að afskræma sannleikann og gefa ýmist ranga eða villandi mynd af atvikum þessa ömurlega máls?“ spurði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, Sigríði Andersen dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Meira »

„Pólitísk ábyrgð, hvílíkt bull!“

1.2. Þingmenn stjórnarandstöðunnar telja Sigríði Andersen hafa brugðist trausti þeirra. Þeir hafi greitt atkvæði um tillögu hennar um dómara við Landsrétt í góðri trú en ekki haft til þess tilskilin gögn. „Pólitísk ábyrgð, virðulegi forseti, hvílíkt bull!“ sagði Helgi Hrafn Gunnarson, þingmaður Pírata. Meira »

Málflutningur hefst í næstu viku

31.1. Málflutningur í fyrstu áfrýjunarmálunum sem tekin verða fyrir í Landsrétti hefst á þriðjudaginn í næstu viku. Samtals voru 27 mál sem komu til nýja dómstólsins frá Hæstarétti um áramótin og var málsaðilum boðið að koma á framfæri kröfu um viðbótar sönnunarfærslu. Meira »

„Fokið í flest skjól“

31.1. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það vera skelfilegt þegar dómsmálaráðherra fær á sig dóm fyrir að hafa brotið lög við val á dómara. Meira »

Þurfti ekki að fara að ráðum sérfræðinga

31.1. Sigíður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir fráleitt að henni hafi borið að fara eftir ráðleggingum sérfræðinga í dóms- og fjármálaráðuneytinu sem höfðu efasemdir um að ráðherra hefði innt af hendi rannsóknarskyldu sína þegar hún gerði tillögur að skipan dómara við Landsrétt. Meira »

Var tilneydd til að gera breytingar

31.1. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sér hafi orðið það ljóst eftir að hún bar tillögur hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt undir formenn allra flokka á þingi á síðasta ári að listinn yrði aldrei samþykktur. Henni hafi í raun verið gert það ljóst í samtölum við formennina. Meira »

Bein útsending frá fundi með ráðherra

31.1. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund í dag kl. 9.15 um ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt. Á fundinn mætir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, en hægt er að fylgjast með honum hér. Meira »

„Ég tek auðvitað ábyrgðina“

30.1. „Ég hafði engan möguleika á að fresta málinu. Ég hafði bara tvær vikur. Alþingi hefði geta gert það,“ sagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Kveik. Þar var Landsréttarmálið til umfjöllunar en Sig­ríður gerði fjór­ar breyt­ing­ar á til­lög­um um dóm­ara við Lands­rétt í lok maí. Meira »

Ekki gott að hafa dóm á bakinu

28.1. „Það er augljóslega ekki gott fyrir nokkurn ráðherra að hafa hæstaréttardóm á bakinu. Þú lendir í stormi, hvort sem það er í þinginu eða fjölmiðlum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um landsréttarmálið í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Meira »

Fleiri ósammála Hæstarétti

25.1. Formaður hæfisnefndar um skipan dómara sagði á opnum fundi í gær að hann vissi ekki til þess að lögmenn hefðu lýst því yfir að þeir væru ósammála Hæstarétti mislíkaði þeim niðurstaða hans. Einföld leit á netinu sýnir hins vegar að ekkert einsdæmi er að lögmenn lýsi slíkri afstöðu. Meira »

Telur tvær vikur of stuttan tíma

24.1. „Ráðherra hefur einungis tvær vikur til þess að fara með afstöðu sína fyrir Alþingi. Þetta hygg ég að dæmin hafi sýnt að sé of skammur frestur,“ sagði Jakob R. Möller, hæstaréttarlögmaður og formaður hæfisnefndar um skipan dómara, á hádegisfundi lagadeildar Háskólans í Reykjavík sem fram fór í dag. Meira »

„Þetta er glórulaus vitleysa“

24.1. „Við erum öll sammála um það að það ber að velja þann hæfasta. Það er ekkert álitamál. Það hefur komið fram í dómum og við erum öll sammála um það og auðvitað á að gera það. Vandinn er bara sá hver er hæfastur af umsækjendum og hver á að ráða því hvernig hann er fundinn?“ Meira »

Býr til möguleika á einræði

24.1. „Eitt mál stendur öðrum málum ofar hér á þingi í umfangi og alvarleika. Það er augljóslega mál dómsmálaráðherra,“ sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um störf þingsins á Alþingi. Meira »

Mat nefndarinnar ekki óskeikult

24.1. Langur vegur er frá því að mat hæfisnefndar á dómurum sé óskeikult eins og gengið hefur verið út frá í allri umræðu um Landsréttarmálið. Þetta kom fram í máli Hauks Arnar Birgissonar hæstaréttarlögmanns á hádegisfundi lagadeildar Háskólans í Reykjavík um skipan dómara sem fram fór í dag. Tók hann dæmi um það. Meira »

Vald ráðherra fyrst og fremst formlegt

24.1. Sjö dómarar við Hæstarétt, héraðsdómstóla og Landsrétt voru skipaðir án þess að dómnefnd hafi talið þá hæfasta á meðal umsækjenda um embættin. Þetta sagði Jakob Möller hæstaréttarlögmaður á hádegisfundi lagadeildar Háskólans í Reykjavík um skipan dómara. Meira »

Vill fá vantraust fram strax

24.1. „Þegar þið verðið loks búin að fullrannsaka málið verður það löngu gleymt og grafið,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, í umræðum um Landsréttarmálið á Facebook. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

23.1. Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Pólitískur hávaði og skrípaleikur

23.1. „Mér er ekki ennþá ljóst eftir hvaða upplýsingum og gögnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætlar að kalla eða hvaða staðreyndir hún ætlar að fá fram sem ekki eru þegar komnar fram í Hæstaréttarmálinu,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum á Alþingi í dag. Meira »