Leita drengja í helli

Andlegri hreinsun Villigaltanna lokið

4.8. Flestir taílensku drengjanna, sem bjargað var úr Tham Luang-hell­un­um í Norður-Taílandi um miðjan júlí, eru komnir til síns heima eftir að hafa varið níu dög­um í klaustri. Hefð er fyr­ir því að taí­lensk­ir karl­menn sem lenda í ógöng­um geri slíkt og tóku all­ir dreng­irn­ir tólf þátt, nema einn sem er krist­inn. Þjálfari drengjanna mun dvelja áfram í klaustrinu í þrjá mánuði. Meira »

Taílensku drengirnir í klaustur

24.7. Taílensku drengirnir, sem bjargað var úr hellinum í Taílandi á dögunum, munu verja níu dögum í klaustri frá og með morgundeginum. Hefð er fyrir því að taílenskir karlmenn sem lenda í ógöngum geri slíkt og munu allir drengirnir tólf taka þátt, nema einn sem er kristinn. Meira »

Skiptust á að grafa í veggi hellisins

18.7. Knattspyrnudrengirnir tólf sem bjargað var úr Tham Luang-hella­kerf­inu og þjálfari þeirra sátu fyrir svörum á blaðamannafundi nú fyrir skömmu. Þeir sögðust hafa skipst á að grafa í veggi hellisins og deildu ekki um hverjir þeirra ættu að fara fyrstir út vegna þess hve nánir þeir eru. Meira »

Musk biðst afsökunar

18.7. Frumkvöðullinn Elon Musk hefur beðið breskan kafara afsökunar á því að hafa kallað hann barnaníðing á Twitter.  Meira »

Drengirnir útskrifaðir í dag

18.7. Drengirnir tólf og fótboltaþjálfari þeirra, sem voru innlyksa í hellinum á Taílandi dögum saman, verða útskrifaðir af sjúkrahúsi í dag. Þeir munu af því tilefni ræða við fjölmiðla, segir talsmaður stjórnvalda þar í landi. Meira »

Íhugar lögsókn vegna ummæla Musks

16.7. Breskur hellakönnuður, sem kom að björgun drengjanna tólf á Taílandi, íhugar nú að lögsækja frumkvöðulinn og viðskiptajöfurinn Elon Musk sem kallaði hann barnaperra í færslu á Twitter. Meira »

Kafararnir fengu friðhelgi

16.7. Tveir ástralskir kafarar, sem aðstoðuðu við björgun drengjanna úr hellinum á Taílandi, fengu friðhelgi áður en aðgerðir hófust. Var það gert svo ekki væri hægt að sækja þá til saka ef eitthvað hefði farið úrskeiðis, segir í frétt BBC um málið. Meira »

Syrgðu kafarann sem lést

15.7. Drengirnir tólf og þjálfari þeirra, sem bjargað var úr taílenska hellinum í síðustu viku eftir að hafa setið þar fastir í meira en hálfan mánuð, syrgðu í gær kafarann Saman Kunan sem lést við björgunaraðgerðirnar. Meira »

Verða útskrifaðir á fimmtudag

14.7. Drengirnir tólf, sem bjargað var úr hellinum í Taílandi eftir að hafa verið fastir þar inni í rúmlega tvær vikur, verða útskrifaðir frá sjúkrahúsi á fimmtudag. Frá þessu greina heilbrigðisyfirvöld í landinu, en drengirnir hafa verið hvattir til að forðast að ræða við fjölmiðla utan veggja sjúkrahússins. Meira »

Villigeltir á æfingu á ný

13.7. Fyrsta æfing Villigaltanna, fótboltaliðs taílensku drengjanna og þjálfara þeirra sem innlyksa urðu í hellinum, fór fram í gær. Liðsfélagar drengjanna geta ekki beðið eftir að hitta þá á vellinum. Meira »

Þrír drengjanna og þjálfarinn án ríkisfangs

12.7. Þrír af drengjunum tólf ásamt þjálfara þeirra sem bjargað var úr Tham Luang-hellinum á Taílandi í vikunni eru án ríkisfangs. Yfirvöld íhuga að veita þeim ríkisborgararétt en það gæti tekið töluverðan tíma. Meira »

Vonin slokknaði eða kviknaði á víxl

12.7. Þegar björgunarteymið hafði tekið saman síðustu vatnsdælurnar í Tham Luang-hellinum í Taílandi og þar með formlega lokið einu frækilegasta björgunarafreki allra tíma brutust út mikil fagnaðarlæti. En oft var vonin lítil og ávallt gat brugðið til beggja vona. Meira »

„Allir fóru að gráta“

12.7. „Ég fór að gráta. Allir fóru að gráta,“ segir faðir yngsta drengsins sem bjargað var úr hellinum í Taílandi. Foreldrarnir fengu í gær loks að sjá syni sína í gegnum glervegg á gjörgæsludeild sjúkrahússins þar sem þeir verða næstu daga að jafna sig. Þeir höfðu ekki séð þá frá því að þeir fóru á fótboltaæfingu laugardaginn 23. júní eða tæpar þrjár vikur. Meira »

Myndskeið birt af taílensku drengjunum

11.7. Myndskeið af fótboltastrákunum tólf sem bjargað var úr Tham Luang hellakerfinu var birt á blaðamannafundi taílenskra yfirvalda í dag. Meira »

Drengirnir hitta ástvini sína

11.7. Fjölskyldur taílensku fótboltastrákanna sem bjargað var úr Tham Luang hellakerfinu á síðustu dögum eftir næstum því þriggja vikna veru inni í hellinum, hafa nú fengið að heimsækja þá á spítalann. Meira »

Voru fluttir sofandi út úr hellinum

11.7. Drengirnir voru sofandi á börum þegar þeir voru fluttir út úr hellinum, segir fyrrverandi sérsveitarmaður í taílenska sjóhernum. Hann var síðasti kafarinn út úr hellinum ásamt áströlskum lækni sem gætti drengjanna. Meira »

Sorg að loknu þrekvirki

11.7. Ástralskur læknir og kafari, sem dvaldi hjá taílensku drengjunum frá því fljótlega eftir að þeir fundust og þar til björgun þeirra lauk, var sá síðasti til þess að yfirgefa hellinn. Þegar hann kom upp á yfirborðið að nýju fékk hann þær fréttir að faðir hans hefði látist skömmu áður. Meira »

Stóð vaktina við hellinn í 17 daga

10.7. Faðir eins drengjanna em var bjargað úr hellinum á Taílandi segist hamingjusamur og þakklátur björgunarteyminu og öllum sem aðstoðuðu við að bjarga syni hans og hinum drengjunum 11 ásamt þjálfara sínum úr hellinum. Adisak Wongsukchan hlakkar til þess að faðma son sinn, Akarat Wongsuchan. Meira »

Heimsbyggðin tístir af gleði

10.7. Heimsbyggðin öll andaði léttar er þær gleðifregnir bárust frá Taílandi í dag að síðustu drengjunum fjórum og þjálfara þeirra hefði verið bjargað úr hellinum. Þjóðarleiðtogar, knattspyrnustjörnur og fleiri lýstu yfir ánægju sinni með afrekið. Meira »

Kafararnir komnir úr hellinum

10.7. Fjórir kafarar, þar á meðal einn læknir, eru nú komnir út úr hellinum á Taílandi. Þar með eru allir sem þar voru inni komnir út. Meira »

Gríðarleg fagnaðarlæti

10.7. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í borginni Chiang Rai á Taílandi sem er í næsta nágrenni Tham Luang-hellanna eftir að ljóst var að tekist hefði að bjarga öllu fótboltaliðinu út. Enn eru fjórir kafarar inni í hellinum. Meira »

Segja Katrínu fyrsta til að fagna

10.7. Í frétt Guardian segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands hafi verið fyrsti þjóðarleiðtoginn til að fagna fréttum af frækilegri björgun allra drengjanna og þjálfarans úr hellinum á Taílandi. Meira »

Allt fótboltaliðið komið út

10.7. Nú hefur björgunarmönnum tekist að bjarga öllum drengjunum tólf sem og þjálfara þeirra út úr hellinum í Chiang Rai-héraði á Taílandi. Drengirnir eru á aldrinum 11-17 ára. Meira »

Fengu kvíðastillandi lyf

10.7. Til að kveða niður orðróm um að drengjunum sem innlyksa urðu í hellinum hefi verið gefin sterk lyf, jafnvel deyfilyf, fyrir förina út hefur forsætisráðherra Taílands upplýst að þeim voru gefin kvíðastillandi lyf. Meira »

Ellefu drengjum bjargað

10.7. Búið er að bjarga þremur drengnum út úr Tham Luang hellinum í dag að sögn taílenskra yfirvalda. Þeir höfðu dvalið neðanjarðar í 18 daga. Stefnt er að því að bjarga síðasta hluta hópsins í dag. Meira »

Hafa ekki heilsu til að mæta á HM

10.7. Læknar telja afar ólíklegt að drengirnir átta, sem búið er að bjarga út úr hellinum í Taílandi eftir að hafa dvalið neðanjarðar í meira en tvær vikur, séu færir um að fara til Moskvu og vera viðstaddir úrslitaleikinn á HM á sunndaginn. Meira »

Geta ekki notað kafbát Musks

10.7. Elon Musk, forstjóri Tesla, fór með lítinn kafbát á vettvang björgunaraðgerðanna við taílenska hellinn. Hann hafði boðið björgunarteyminu kafbátinn til afnota en það hefur nú kurteislega verið afþakkað. Meira »

„Ofboðslega sterkir krakkar“

10.7. „Þeir neyðast til að gera hluti sem ekkert barn hefur gert áður,“ segir kafarinn Ivan Karadzic sem tekur þátt í björgun drengjanna úr taílenska hellinum í Chiang Rai-héraði. „Það er ekki á nokkurn hátt eðlilegt fyrir börn að kafa í helli þegar þau eru ellefu ára gömul.“ Meira »

Síðustu bjargað í dag

10.7. Aðgerðir eru hafnar við að bjarga síðustu drengjunum og þjálfara þeirra út úr taílenska hellinum. Alls eru fjórir drengir auk þjálfarans inni í hellinum en þar er jafnframt læknir og þrír hermenn í sérsveit taílenska sjóhersins sem hafa dvalið með hópnum frá því hann fannst. Meira »

Björgunaraðgerðum frestað í bili

9.7. Átta drengjum hefur verið bjargað úr Tham Luang-hellinum í norðanverðu Taílandi, fjórum í gær og fjórum til viðbótar í dag. Þetta hefur verið staðfest af taílenskum yfirvöldum. Frekari björgunaraðgerðum hefur verið frestað í bili. Meira »