Lekamálið

Rannsakað er hvernig minnisblað úr innanríkisráðuneytinu hafi borist til fjölmiðla.

Óformleg samskipti skráð

19.4.2016 Forsætisráðuneytið hefur svarað erindi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað var eftir upplýsingum um viðbrögð við bréfi umboðsmanns Alþingis til forsætisráðherra frá því í janúar í fyrra vegna athugunar hans á samskiptum fyrrverandi innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ákvað að hleypa gleði inn í lífið

31.5.2015 Þórey Vilhjálmsdóttir bætti hressilega í reynslubankann á árinu 2014 þegar vinnustaður hennar, innanríkisráðuneytið, fór á hvolf vegna lekamálsins og hún gekk í gegnum skilnað á sama tíma. Þórey tók ákvörðun um að koma sterkari frá þessum stormi. Meira »

„Hefði aldrei getað gert þetta neitt öðruvísi“

30.5.2015 Þórey Vilhjálmsdóttir fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra tók meðvitaða ákvörðun um að hleypa gleðinni inn í líf sitt að nýju eftir stormasamt síðasta ár sem lekamálið og skilnaður settu mark sitt á. Meira »

Lauk með afsögn og áliti umboðsmanns

30.4.2015 Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis lítur svo á að mál Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, um meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneytinu og embættisskyldur hennar hafi lokið með áliti umboðsmanns Alþingis og afsögn hennar sem ráðherra. Meira »

Hanna Birna með góðkynja æxli

27.4.2015 Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingmaður og fyrrverandi innanríkis- og dómsmálaráðherra, er með góðkynja æxli í höfði.  Meira »

3,2 milljónir í ráðgjöf vegna lekamáls

20.4.2015 Innanríkisráðuneytið greiddi tæplega rúmlega 3,2 milljónir króna í fjölmiðla- og lögfræðiráðgjöf vegna lekamálsins á síðasta ári. Meira »

Lagði fram drög að skýrslu um lekamálið

14.4.2015 Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, lagði fram drög að skýrslu um lekamálið á fundi hennar í morgun. Skýrslunni er ætlað að vera lyktir málsins af hálfu nefndarinnar. Ögmundur segir skýrsluna enn á umræðustigi og engin tímamörk hafi verið ákveðin um skil hennar. Meira »

Hátt í milljón í fjölmiðlaráðgjöf

13.4.2015 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu greiddi almannatengslafyrirtækinu KOM 828 þúsund krónur fyrir fjölmiðlaráðgjöf á árunum 2014-2015 í tengslum við lekamálið og samantekt um mótmæli eftir hrun. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóns Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata. Meira »

Gísli Freyr greiðir Omos bætur

9.4.2015 Lögð verður fram sátt í skaðabótamáli Tony Omos gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í dag. Meira »

Mikilvægt að fá lyktir í lekamál

17.3.2015 „Ég vonaðist til þess að ráðherrann fyrrverandi kæmi fyrir nefndina og gerði grein fyrir þeim álitamálum sem voru uppi, svo það má segja að þetta séu ákveðin vonbrigði,“ segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem hafði boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á sinn fund í dag. Meira »

Kemur ekki fyrir nefndina

16.3.2015 Hanna Birna Kristjánsdóttir, fv. innanríkisráðherra, ætlar ekki að koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vegna lekamálsins. Nefndin hafði boðið henni á sinn fund vegna þess en hún segist ekki óska eftir að koma að frekari upplýsingum um það en hún hefur þegar gert. Meira »

Ögmundur sendir Hönnu Birnu ítrekun

13.3.2015 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent ítrekun til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, á boði um að mæta á fund nefndarinnar í tengslum við lekamálið svokallaða. Meira »

Reynir að ná sátt við Tony Omos

11.3.2015 Skaðabótamáli Tonys Omos gegn Gísla Frey Valdórssyni var frestað þar til í næstu viku á meðan leitað er sátta þegar það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Gísli Freyr gerði sátt í sambærilegu máli sem Evelyn Glory Joseph höfðaði gegn honum vegna leka á trúnaðarupplýsingum. Meira »

Evelyn fær bætur frá Gísla Frey

11.3.2015 Gísli Freyr Valdórsson mun greiða Evelyn Glory Joseph skaðabætur samkvæmt sátt sem náðst hefur á milli þeirra. Evelyn hafði höfðað skaðabótamál gegn Gísla Frey en hún var nafngreind í minnisblaði sem hann lak í fjölmiðla úr innanríkisráðuneytinu. Meira »

„Ég er ekki á flótta undan fjölmiðlum“

8.3.2015 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn lögreglu í lekamálinu hafi beinst að því hver lak minnisblaði úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla. Hún sendi hins vegar gögn um málið daginn eftir að minnisblaðinu var lekið. Meira »

Gerir ráð fyrir endurkomu Hönnu Birnu

6.3.2015 Bjarni Benediktsson segist gera ráð fyrir því að Hanna Birna Kristjánsdóttir komi aftur inn á þing auk þess sem hún hafi tækifæri á að endurnýja umboð sitt sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi. Meira »

Ekki hvarflað að mér að segja af mér

5.3.2015 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (LRH), segir að undanfarnar vikur og mánuðir hafi vissulega reynt á hana og embættið, en nú sé þessu máli lokið og LRH fái vinnufrið á ný. Meira »

Mikilvægast að gæta trúnaðar

2.3.2015 „Við höfum farið yfir úrskurðinn og ljóst er að þarna eru atriði sem við þurfum að taka til athugunar í ráðuneytinu. Þetta tengist líka áliti umboðsmanns Alþingis,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra um úrskurð Persónuverndar í tengslum við miðlun upplýsinga frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Meira »

Skoðaði ekki sérstaklega stöðu Gísla

28.2.2015 Persónuvernd skoðaði ekki sérstaklega stöðu fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga vegna athugunar á miðlun greinargerðar um Tony Omos. Var það sökum þess að umboðsmaður Alþingis hafði áður sent forsætisráðherra ábendingu um aðstoðarmenn ráðherra. Meira »

Gerðist ekki brotleg við lög

27.2.2015 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur í yfirlýsingu fram að hún hafi ekki gerst brotleg við lög þegar hún varð við ósk aðstoðarmanns Innanríkisráðherra um að senda honum skýrsludrög um málefni hælisleitanda þann 20. nóvember 2013. Meira »

Lagagreinarnar sem farið var gegn

27.2.2015 Með því að skrá ekki í málaskrá lögreglunnar á Suðurnesjum og innanríkisráðuneytisins miðlun skýrsludraga um hælisleitandann Tony Omos fóru bæði embættið og ráðuneytið á svig við 1. og 2. mgr. 11. gr. og 12. gr. laga nr. 77/2000, þ.e. lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Meira »

Miðlunin ekki studd viðhlítandi heimild

27.2.2015 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafði ekki heimild til að senda aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um nígeríska hælisleitandann Tony Omos. Að sama skapi hafði Gísli Freyr Valdórsson, téðu aðstoðarmaður, ekki heimild til að óska eftir greinargerðinni. Meira »

Fá niðurstöðu Persónuverndar í dag

25.2.2015 Stjórn Persónuverndar hyggst afgreiða athugun stofnunarinnar á samskiptum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, og Gísla Freys Valdórssonar, þáverandi aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, við upphaf lekamálsins, á fundi sínum síðdegis í dag. Meira »

Leita áfram sátta

5.2.2015 Í morgun fór fram fyrirtaka í skaðabótamáli Tony Omos og barnsmóður hans gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra. Að frumkvæði dómara var ákveðið að málsaðilar myndu reyna áfram að ná sáttum. Meira »

Skýrari línur um störf aðstoðarmanna

2.2.2015 Innanríkisráðherra þarf ef til vill að leggja skýrari línur um störf aðstoðarmanna sinna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði sem Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, ritaði að beiðni Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Meira »

Persónuvernd fær tölvupóstinn

27.1.2015 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það ekki eiga við rök að styðjast að tölvupóstur með greinargerð sem hún sendi aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, í nóvember 2013, hefði ekki fundist. Meira »

Hvað sagði Sigmundur Davíð?

27.1.2015 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það rangt eftir sér haft á mbl.is að þjóðin skuli læra af lekamálinu. Hið rétta er að forsætisráðherra sagði að „menn“ þyrftu að læra af málinu. Annars vegar varðandi meðferð trúnaðarupplýsinga og hins vegar varðandi umræðumenninguna í landinu. Meira »

Árni Páll sprakk úr hlátri

26.1.2015 Björn Valur Gíslason spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hvað hann hefði átt við, í ljósi alls þess sem liðið er, hvað nákvæmlega þjóðin hefði átt að læra af lekamálinu, eins og hann sagði að hefði verið haft eftir honum í Morgunblaðinu. Meira »

„Undir henni komið að koma aftur“

26.1.2015 Málefni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur voru rædd á þingflokksfundi Sjálfstæðismanna fyrr í dag. Bjarni Benediktsson, formaður flokssins, segir að þrátt fyrir að Hanna Birna hafi augljóslega borið skaða af málinu sé undir henni sjálfri komið hvort hún snúi aftur á þing, það sé hennar réttur. Meira »

Ræða Hönnu Birnu á þingflokksfundi

26.1.2015 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kemur saman klukkan 13:00 í dag og ræðir meðal annars stöðu og málefni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformanns flokksins. Meira »