Líffæragjöf

Lög og tabú hindra líffæragjöf

25.9. Eftir að hafa gengist undir himnuskiljun í 16 ár öðlaðist Boubaker Ziani nýtt líf þegar eiginkona hans Nawel gaf honum annað nýrað sitt. Í Alsír og víðar í Norður-Afríku þjást hins vegar margir enn og deyja vegna skorts á líffæragjöfum. Meira »

28.660 tekið afstöðu til líffæragjafar

15.2.2017 Um 28.660 manns hafa tekið afstöðu til líffæragjafar á þar til gerðri heimasíðu á vegum Landlæknisembættisins. Alls hafa 28.382 skráð sig sem líffæragjafa en 278 sagst ekki vilja gefa líffæri sín við andlát. Meira »

Vill lög um ætlað samþykki líffæragjafa

11.2.2017 Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga hjá Landspítalanum, telur tímabært að íslensku löggjöfinni um líffæragjafir verði breytt þannig að hún feli í sér ætlað samþykki. Hann segir frumvarp sem lagt hefur verið fram um málið vera mikilvægt. Meira »

„Mjög góðar undirtektir“

11.10.2015 „Þetta eru að okkar áliti mjög góðar undirtektir í ljósi þess að við höfum ekkert kynnt þetta formlega,“ segir Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu, en samtals hafa 21.298 einstaklingar tekið afstöðu til líffæragjafar á vefsíðu embættisins. Meira »

21.298 tekið afstöðu til líffæragjafar

9.10.2015 Samtals hafa 21.298 einstaklingar tekið afstöðu til líffæragjafar með skráningu í sérstakan gagnagrunn Landlæknisembættisins, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Gagnagrunnurinn var settur á laggirnar fyrir ári. Meira »

Leggja til ætlað samþykki líffæragjafa

24.9.2015 Níu þingmenn, bæði þingmenn stjórnar- og stjórnarandstöðu, lögðu í dag fram frumvarp á Alþingi um ætlað samþykki um líffæragjöf. Samþykki þetta vísar til þess að við andlát megi gera ráð fyrir að hinn látni fallist á að notuð séu líffæri úr honum nema hann hafi látið annað í ljós. Meira »

Hjartað í boxi fram að ígræðslu

27.3.2015 Breskir skurðlæknar hafa framkvæmt fyrstu hjartaígræðslu í Evrópu þar sem notast er við hjarta sem hætt er að slá. Gjafahjörtu eru venjulega tekin úr einstaklingum sem hafa verið úrskurðaðir heiladauðir, en í þessu tilfelli var hjartað tekið úr einstaklingi eftir að hjarta hans og lungu hættu að starfa. Meira »

Fjölgað um 10.000 á mánuði

17.2.2015 Skráningar í gagnagrunn landlæknisembættisins yfir afstöðu til líffæragjafar nálgast 19.000, en 12. janúar sl. voru þær um 8.500. Langstærstur hluti þeirra sem hefur skráð afstöðu er á aldrinum 18-40 ára, og þá eru konur 67% skráðra en karlar 33%. Meira »

Heyrði einstaka hvísl útundan sér

2.2.2015 Sigríður Hrönn Pálsdóttir missti tveggja ára gamlan son sinn, Leó Frey, árið 1996. Í þá daga voru líffæragjafir ekki mikið í umræðunni og foreldar Leós illa undirbúnir til að svara þeirri spurningu sem beint var til þeirra þegar ljóst varð að sonur þeirra myndi ekki ná bata. Meira »

Bjargaði tveimur mannslífum

30.1.2015 Birna Guðmundsdóttir bjargaði tveimur mannslífum með líffæragjöf sinni í mars í fyrra. Andlát hennar bar brátt að og er dóttir hennar, Sigurbjörg, móður sinni þakklát fyrir að hafa tekið afstöðu áður en hún lést. Hún segir að erfitt geti reynst að taka sameiginlega ákvörðun fyrir látin ástvin. Meira »

„Það bara vissu þetta allir“

29.1.2015 Skarphéðinn Andri var alltaf til staðar, segja vinir hans, sem höfðu ekki mikið velt fyrir sér líffæragjöf áður en vinur þeirra lést í fyrra. Bræður hans, Einar Sveinn og Ágúst Ingi, minnast m.a. viðbúnaðar lögreglu þegar líffæri Skarphéðins voru flutt á brott og fagna aukinni umræðu um líffæragjöf. Meira »

Allir geta tekið afstöðu

29.1.2015 Á þriðjudaginn höfðu 15.500 manns skráð sig í líffæragjafargrunn Landlæknisembættisins, en allir geta tekið afstöðu, óháð aldri og sjúkdómum. Skráningin er ekki lagalega bindandi en það hefur aldrei gerst að aðstandendur hafi farið gegn vilja ástvinar. Meira »

„Hefði örugglega sagt nei“

29.1.2015 Hinn 28. janúar 2014 lést Skarphéðinn Andri Kristjánsson eftir bílslys í Norðurárdal. Skarphéðinn var líffæragjafi og gaf sex líffæri, þar á meðal hjarta til 16 ára drengs. Móðir Skarphéðins telur ólíklegt að hún hefði samþykkt líffæragjöfina, hefði hún ekki vitað um afstöðu hans. Meira »

Um 8.500 vilja gefa líffæri sín

12.1.2015 8.573 einstaklingar hafa skráð afstöðu sína til líffæragjafar á vefsvæði Embættis landlæknis sem var komið á laggirnar í október á síðasta ári. Meira »

Gaf besta vini sínum nýra

9.11.2014 Kristján Kristjánsson og Andrés Arnarson hafa verið bestu vinir frá því að þeir kynntust 10 ára gamlir í Grafarvoginum. Fyrir þremur vikum var nýra úr Andrési grætt í Kristján sem er með nýrnasjúkdóminn IGA sem dregur úr virkni nýrnanna. Aðgerðin var sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Meira »

Líffæragjafar skrái vilja sinn í nýjan gagnagrunn

24.10.2014 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var fyrstur til að skrá sig í miðlægan grunn um líffæragjafa þegar hann opnaði formlega í dag sérstakt vefsvæði sem Embætti landlæknis hefur sett á fót í þessu skyni. Fólk er hvatt til að taka afstöðu og lýsa vilja sínum í þessum efnum. Meira »