Linda og lífsbrotin

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

17.1. Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »

Ekki taka vondu tilfinningarnar með

9.1. Því miður er það allt of oft sem við söfnum í pokann okkar alls konar miserfiðum tilfinningum og atburðum á hverju ári og einhvern veginn er það þannig að okkur finnst við þurfa að taka sumt af því með okkur inn í nýtt ár. Ég segi hins vegar og meina það að það er betra að staldra aðeins við. Meira »

Ætlar að setja Chanel-verðmiða á sig 2019

21.12. „Þetta er búið að vera skrýtið uppgjörsár hjá mér og margt sem hefur farið um kollinn á mér og breyst í hugsun minni þetta tímabil og þó kannski mest síðustu mánuði.“ Meira »

Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

11.12. Linda Baldvinsdóttir segir að tengsl okkar við foreldra í æsku hafi miklu meiri áhrif á tengsl okkar á fullorðinsárum en við gerum okkur grein fyrir. Meira »

Tala um konur eins og kynlífstæki

30.11. „Það er með ólíkindum hvernig menn, giftir jafnt sem ógiftir voga sér að skrifa, tala eða koma fram við konur eins og þær séu kynlífstæki til notkunar og án tilfinninga og siðferðis eða eins og nýjustu dæmin sýna af okkar háttvirta alþingi þessa dagana. Og ég bara spyr, hvernig hægt er að tala svona um konur sem þeir starfa við hliðina á og er þetta siðferðið sem þeir vilja boða þjóðinni?“ Meira »

Hvernig verður lífið betra?

16.10. „Hversu oft er það ekki þannig að við finnum einhvern ófrið innra með okkur en veljum að hunsa þá líðan en komumst síðan að því að við höfðum rétt fyrir okkur, varnarkerfi hjartna okkar hafði varað okkur við en við treystum ekki á það.“ Meira »

Geta seinni ástarsamböndin orðið góð?

9.10. „Samkvæmt Gottman-hjónunum sem starfrækja Gottman-stofnunina eru það nokkur atriði sem virðast skera úr um möguleikana á því að seinni sambönd geti orðið góð og jafnvel betri en þau fyrri,“ segir Linda. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

18.9. „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Linda talar um sambandsslitin

7.9. „Ég fór nú nýverið sjálf í gegnum þennan rússíbana sem sambandsslit eða sambúðarslit eru og er enn að einhverju leyti þar og verð sjálfsagt í einhvern tíma enn.“ Meira »

Ef þú hlustaðir væri líf þitt betra

28.8. „Það er þessi litla rödd hjartans sem gefur okkur merki með ýmsum hætti. Lítil rauð flögg, ónot í maga, draumar, orð annarra og fleira sem við stundum hunsum en þurfum þó að taka afleiðingunum af ef við veljum að hunsa þessar viðvaranir.“ Meira »

Kynlíf eftir skilnað er alveg bannað

13.8. „Tiffany segir að kynlíf sé algjörlega bannað eftir skilnað og telur hún að það sé notað sem kúgunaraðferð og geri það erfiðara fyrir aðilana að halda áfram lífinu og rækta sér nýtt land. Mörk innihalda virðingu og það að þið eruð skilin þýðir að þið hafið ekki rétt á hvort öðru á þennan hátt.“ Meira »

Heilinn breytist við nýjar hugsanir

30.7. „Hugsanir voru mikilvægt tæki í bataferlinu, því það er þannig að hugsanir hafa afar mikil áhrif á tilfinningar okkar og það eru tilfinningar sem fá heilann til að bregðast við með ákveðnu boðefnaflæði sem viðheldur tilfinningunni sem hugsunin kveikir á. Jákvæðar hugsanir framleiða góð boðefni eða svona „happy go lucky“-boðefni á meðan neikvæðar hugsanir framleiða boðefni sem draga úr gleði okkar og gera okkur þung og kvíðin.“ Meira »

Lærðu að setja mörk

10.7. „Sumum reynist afar auðvelt að setja sjálfum sér og öðrum mörk en svo eru það hinir sem vilja halda friðinn við allt og alla en ganga á sjálfa sig þess í stað og líðan þeirra er oft slæm.“ Meira »

Ég skalf ef ég þurfti að tjá mig

25.5. „Að tala fyrir framan hóp af fólki var bara algjörlega ógerlegt fyrir mig og ég man eftir fyrsta verkefninu mínu þar sem ég þurfti að tala yfir ca 20 manna hópi. Ég skalf á beinunum, fékk svimatilfinningu og það hefði líklega liðið yfir mig ef ég hefði ekki haft standandi tússtöflu fyrir framan mig til að styðja mig við.“ Meira »

Tjáðu þig án æsings og pirrings

16.5. „Ég hlustaði ræðu sem vinkonu mín í ræðu hélt um daginn þar sem hún talaði um það hvernig líf okkar kaflaskiptist og hvernig þeir kaflar sem við göngum í gegnum væru eins og þegar við göngum í gegnum hlið, eða frá einum stað til annars.“ Meira »

Átt þú skilið að eiga gott líf?

6.5. Hamingjuna er ekki að finna í útbólgnum bankabókum eða virðingaverðum starfstitlum, verðlaunagripum né öðru veraldardóti, það hljótum við að vera búin að uppgötva fyrir löngu síðan. Og þó að gaman sé þegar þetta allt er einnig til staðar eru verðmætin okkar falin í öðru og mikilvægara. Meira »

Sambúðin býr til meiri fjölskyldustemningu

24.4. „Ekkert var til í ísskápnum svona á venjulegum degi hjá mömmunni og ekki oft til aukapeningur til að vera með matarboð og slíkt þannig að kannski kann ég betur að meta að eiga heimili aftur en þeir sem hafa ekki þurft að sakna þess.“ Meira »

Hvað gerum við í öldugangi lífsins?

9.4. „Þó að í dag eigi ég gott og gjöfult líf þá hef ég oft staðið frammi fyrir áskorunum lífsins og á alveg örugglega eftir að þurfa að gera það aftur ef ég þekki þetta líf rétt. Það sem þær áskoranir hafa kennt mér er margt og mikið eins og t.d. að taka lífinu með hæfilegu kæruleysi, vera í núinu [...]“ Meira »

Þess vegna þarftu að velja vini þína vel

11.3. Hver þekkir það svo ekki að hafa átt svona „vini“ sem sjá bara vandkvæðin við allt sem borið er upp og reyna af fremsta megni að draga úr öllum frábæru hugmyndunum sem við fáum? Nú eða þá sem oftast virðast finna eitthvað sem segir að við séum ekki nóg af einhverju eða of mikið af einhverju, a.m.k ekki nægjanleg til að eiga allt gott skilið? Meira »

Ertu sambandsfíkill?

16.2. Ein tegund fíknar sem veldur því að við festumst í slíkum samböndum kallast ástarfíkn og hún er alls ekki eins óalgeng og við stundum viljum halda enda rauðar bókmenntir og bíómyndir duglegar að ýta undir þær tilfinningar sem þar fara af stað, og við erum aldar upp við það (a.m.k stelpur) að svona eigi ástin að vera í allri sinni mynd. Meira »

Sárt að standa ekki með sínum nánustu

8.2. „Ég hef brugðist á þessu sviði og sárast finnst mér að hugsa til þess að hafa ekki staðið þéttar við bak dóttur minnar á hennar fyrstu skólaárum þar sem hún var lögð í einelti, ekki bara af skólafélögum sínum heldur kennara sínum einnig. Ég stóð að vísu upp að lokum þegar ég gerði mér grein fyrir því hversu ill meðferð þetta var en líklega of seint þar sem búið var að brjóta sjálfsmynd dótturinnar og henni fannst hún kannski harla lítils virði.“ Meira »

Get ég breytt vondum samskiptum í lífi mínu?

23.1. „Ég er mikill aðdáandi félagsvísindakonu að nafni Bréne Brown en hún hefur stundað rannsóknir á þörfum okkar hvað samskipti varðar og hefur komist að áhugaverðum niðurstöðum þar. Hún talar um Béin 3 sem á enskunni útleggjast sem to be brave – to belong – to be loved, eða á íslensku að vera hugrakkur – að tilheyra og að vera elskaður. Meira »

Eignaðist kærasta og flutti

31.12.2017 Linda Baldvinsdóttir segir að líf hennar hafi tekið u-beygju 2017 og draumar hennar hafi ræst. Hún er innilega þakklát fyrir það. Meira »

Jesús kunni að njóta lífsins og gleðjast

22.12.2017 „Ef við færum bara eftir helmingnum af þessari kennslu afmælisbarnsins þá er ég viss um að líf okkar tæki stórkostlegum breytingum og líklega værum við hamingjusöm með frið í hjörtum okkar alla daga.“ Meira »

Ertu að gera út af við þig?

21.11.2017 Við vinnum allt of langan vinnudag oft og tíðum og þegar við ljúkum deginum hömumst við í ræktinni (förum jafnvel í hádeginu) hendumst síðan í búðir eftir að hafa náð í börnin í leikskólann – skólann – íþróttirnar – píanótímana eða hvað svo sem tekur við eftir venjulegan vinnudag allra, förum heim og eldum – sjáum um heimalærdóminn og náum svo að draga andann þegar við erum búin að koma öllum í háttinn, eða hvað? Meira »

10 ráð til að láta drauma rætast

8.11.2017 „Mig langar í þessum litla pistli mínum að gefa þér nokkur ráð, ráð sem flestir sem hafa látið drauma sína rætast vita að mikill sannleikur leynist í. Ég vona svo innilega að þessi ráð gagnist þér vel á leið þinni undir regnbogann.“ Meira »

Merkjavörur gera okkur ekki hamingjusöm

24.10.2017 „Við erum þjóð æskudýrkunar, forgengilegra hluta og hamingjuleitar, og erum svo afskaplega upptekin af því að allir verði að vera svo unglegir og smart, hlaðnir háskólagráðum og með merkjavöruhúsin drekkhlaðin velmegun á allan máta, en gleymum svo oft andlegu verðmætunum.“ Meira »

Hvers vegna ráðumst við á aðra á netinu?

9.10.2017 „Í kommentakerfum og víða eru menn oft hreinlega teknir af lífi með ljótum niðurlægjandi orðum og í raun hýddir opinberlega án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér ef almúginn eða fjölmiðlar hafa ákveðið annað.“ Meira »

Er sambandið þitt í hættu?

25.9.2017 Oft verða smáatriði að stórmálum þegar sambandið er komið á þetta stig og ástaratlotin minnka smám saman eða hverfa að mestu eða öllu úr sambandinu. Meira »

Lífið er of stutt fyrir óhamingju

5.9.2017 „Það er svo margt sem stuðlar að hamingju og óhamingju okkar, en eftirtalin atriði ákvað ég að setja hér inn sem mína útgáfu af því sem stuðlar að daglegri hamingju og vellíðan okkar. Líklega er mín uppskrift ekkert ólík öðrum hamingjuuppskriftum en aldrei er góð vísa of oft kveðin svo hér kemur mín hamingjuútgáfa,“ segir Linda Baldvinsdóttir. Meira »