Lögbann á Glitnisskjöl

Þurfa ekki að afhenda gögn frá Glitni

21.3. Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum sé ekki skylt að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum um viðskiptavini Glitnis. Þar á meðal gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fjölskyldu hans. Meira »

„Óboðlegt íslensku lýðræði“

15.2. „Það er óboðlegt íslensku lýðræði að forræði á því að framlengja til lengri tíma bann á tjáningu og upplýsingagjöf til almennings um helsta áhrifafólk samfélagsins liggi hjá þrotabúi gjaldþrota banka,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá Stundinni og Reykjavík Media. Meira »

Glitnir áfrýjar dómi í lögbannsmáli

15.2. Glitnir HoldCo hefur áfrýjað dómi héraðsdóms í svokölluðu lögbannsmáli til Landsréttar. Þetta staðfestir Ólafur Eiríksson, lögmaður Glitnis HoldCo, við mbl.is. Meira »

Ákvörðun um áfrýjun ekki verið tekin

6.2. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu lögbannsmáli verði áfrýjað til Landsréttar. Meira »

Íhuga að höfða skaðabótamál

5.2. Líklegt er að Stundin og Reykjavík Media höfði skaðabótamál eftir að fjölmiðlarnir unnu lögbannsmál Glitnis Holdco gegn þeim fyrir helgi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira »

Gagnrýna lengd málsmeðferðar á lögbannið

4.2. Lengd málsmeðferðar lögbanns Glitn­is Holdco gegn Stund­inni og Reykja­vík Media kom til umræðu í Silfrinu á Rúv í dag. Yfir 100 dagar eru frá því að Glitn­ir HoldCo ehf. fór á þess á leit við sýslu­mann­sembættið á höfuðborg­ar­svæðinu að lög­bann yrði lagt við birt­ingu Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media ehf. á frétt­um eða ann­arri um­fjöll­un sem byggja á eða eru unn­ar úr gögn­um er varða einka­mál­efni veru­legs fjölda fyrr­ver­andi viðskipta­vina Glitn­is. Meira »

Telur að málið varði almenning

2.2. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í dag í svonefndu lögbannsmáli að umfjöllun fjölmiðla um viðskipti Bjarna Benediktssonar og aðila honum tengdum við Glitni fyrir fall bankans 2008 hafi ekki gengið nær einkalífi þeirra en óhjákvæmilegt hafi verið í opinberri umræðu í lýðræðissamfélagi. Meira »

„Fólkið í landinu sem tapar“

2.2. Þrátt fyrir að hafa unnið lögbannsmál Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media segja ritstjórar Stundarinnar að sigurinn sé ekki fullunninn meðan áfrýjunarfrestur er ekki liðinn. Miðlarnir sæta enn lögbanni þangað til og geta ekki haldið áfram umfjöllun sem byggði á gögnum sem komu innan úr Glitni. Meira »

Segir niðurstöðuna fullnaðarsigur

2.2. Jóhannes Kr. Kristjánsson, framkvæmdastjóri og eigandi Reykjavík Media, segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, um að staðfesta ekki lögbann sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Reykjavík Media og Stundarinnar sem unnin var upp úr gögnum innan úr Glitni, vera fullnaðarsigur fyrir miðlana. Meira »

Staðfesti ekki lögbannið

2.2. Stundin og Reykjavík Media voru rétt í þessu sýknuð af kröfu þrotabús Glitnis um staðfestingu á lögbanni á umfjöllun miðlanna upp úr gögnum sem fjölmiðlarnir höfðu undir höndum innan úr fallna bankanum. Meira »

Rannsókn á leka úr Glitni hætt

18.1. Rannsókn á leka úr Glitni banka hefur verið hætt af hálfu embætti héraðssaksóknara. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið kærði gagnaleka úr þrota­búi Glitn­is í október í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að rannsókn hafi verið hætt, en Rúv greindi frá málinu fyrr í dag. Meira »

Lögbannið skjaldborg um Bjarna

5.1. Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður Stundarinnar sagði að lögbannið væri liður í því að trufla umræðu um atburði sem áttu sér stað í aðdraganda bankahrunsins. Hún sagði Glitni HoldCo ekki eiga neina lögvarða hagsmuni í málinu og að lögbannið hefði verið skjaldborg um Bjarna Benediktsson. Meira »

Snýst ekki um Bjarna Ben

5.1. Lögmaður Glitnis sagði engin fordæmi hérlendis fyrir jafn umfangsmiklum stuldi gagna sem eigi rætur sínar að rekja til fjármálafyrirtækis. Málið væri í raun einfalt, þessi gögn væru eign Glitnis, um þau ríkti bankaleynd og þeim mætti ekki dreifa. Meira »

Venjuleg viðskipti ekki fréttnæm

5.1. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, sagði við aðalmeðferð lögbannsmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur að aldrei hafi komið til greina af hálfu Stundarinnar að birta upplýsingar úr gögnum um viðskiptavini Glitnis sem ekki ættu erindi við almenning. Meira »

Aðalmeðferð í lögbannsmálinu í dag

5.1. Í dag fer fram aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo. ehf. gegn útgáfufélagi Stundarinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðalmeðferð hefst kl. 9:15 og stendur yfir til 14:15, samkvæmt dagskrá dómstólsins. mbl.is verður á staðnum og fylgist með. Meira »

Ekkert lögbann án úrskurðar héraðsdóms

21.12. Þingmenn Pírata lögðu fram frumvarp um breytingu á lögum um lögbann á miðlun fjölmiðils á Alþingi í gær. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lagði frumvarpið fram fyrir flokk sinn, en það snýr að því að ekki verði unnt að leggja lögbann á miðlun fjölmiðla án undangengins úrskúrðar héraðsdóms. Meira »

Málflutningur eftir áramótin

19.12. Málflutningur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo ehf. gegn Stundinni og Reykjavik Media fer fram eftir áramót en í gær fór fram fyrirtaka í málinu. Meira »

Fyrirtöku í lögbannsmáli frestað

11.12. Fyrirtöku í máli Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur verið frestað um eina viku. Meira »

Blaðamenn boðaðir í skýrslutöku

6.11. Starfsmenn þriggja fjölmiðla voru boðaðir til skýrslutöku hjá Embætti héraðssaksóknara um helgina vegna rannsóknar á gagnaleka úr Glitni. Meira »

Fjölmiðlafólk boðað til skýrslutöku

4.11. Starfsmenn þriggja fjölmiðla hafa verið boðaðir til skýrslutöku hjá embætti Héraðssaksóknara vegna rannsóknar á gagnaleka úr Glitni. Meira »

Hræðast ekki hótanir lögmanna

3.11. „Við erum bara pollrólegir yfir þessu og teljum okkur vera með fast land undir fótum og hræðumst ekkert svona ritskoðunar- eða þöggunartilburði,“ segir Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, í samtali við mbl.is. Meira »

Vilja að málinu verði hraðað

31.10. Mál Glitnis HoldCo ehf. gegn Stundinni og Reykjavik Media, um staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn birtingu fjölmiðlanna tveggja á frétt­um upp úr gögn­um um viðskiptavini bankans, var þingfest í morgun. Meira »

FME kærir gagnaleka frá Glitni

25.10. Embætti héraðssaksóknara barst í síðustu viku kæra frá Fjármálaeftirlitinu vegna gagnaleka úr þrotabúi Glitnis, en Stundin og Reykjavík Media höfðu fjallað um málið þar sem áhersla var lögð á viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fyrir hrun fjármálakerfisins. Meira »

Óljóst hvort farið verði gegn RÚV

23.10. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Glitnir HoldCo ehf. fari fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af viðskiptum Glitnis. Ingólfur Hauksson segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki staðfest eitt eða neitt og að hann vilji ekki tjá sig um fréttaflutning RÚV. Meira »

Glitnir höfðar staðfestingarmál

23.10. Glitnir HoldCo ehf. höfðar í dag staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna lögbannsins sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptavinum Glitnis. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnir HoldCo, í samtali við mbl.is. Meira »

Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

21.10. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti samskipti við lykilmenn hjá Glitni til jafns í gegnum netfang sitt hjá Alþingi og netfang sem hann hafði á vegum BNT hf., þar sem hann var stjórnarformaður á árunum fyrir hrun. Frá þessu er greint á vef RÚV. Meira »

Óæskilegt að setja lög í óðagoti

20.10. Setning bráðabirgðalaga til að flýta fyrir lögbannsmáli Stundarinnar og RME er slæm hugmynd út frá sjónarmiðum um þrígreiningu ríkisvaldsins að mati lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Meira »

Krefjast ekki lögbanns á Guardian

20.10. „Lögmenn eru búnir að hafa samband við Guardian. Guardian er búið að svara og við erum sáttir við þau svör,“ segir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Meira »

„Forsíðan er svert í mótmælaskyni“

20.10. „Þarna er ekki aðeins vegið að tjáningarfrelsinu, grafið undan stöðu frjálsra fjölmiðla og rannsóknarblaðamennsku, heldur er verið að beita valdi til að koma í veg fyrir að fólk fái upplýsingar sem það á rétt á,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar. Meira »

Svört forsíða Stundarinnar

20.10. Forsíða nýjasta tölublaðs Stundarinnar er með óvenjulegu sniði í dag en hún er svört. Ástæðan er væntanlega lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »